Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. nóvember 1972 TÍMINN 3 Álit kunnáttumanna um loftsiglinguna: Erfið og áhættusöm ferð Timinn leitaði umsagnar nokkurra þekktra manna varð- andi fyrirætlanir piltanna úr menntaskólanum i Hamrahlið, sem eins og skýrt hefur verið frá, hyggjast fara á loft einhvern næstu daga i loftbelg, sem þeir hafa sjálfir búið til. Arnór Hjálmarsson flugum- ferðarstjóri: betta er eins og gengur og gerist um unga og athafnasama unglinga, sem þurfa að fá útrás. betta eru framtaksamir náungar, sem láta sér ekki nægja að tala um hlutina. beir fá mikla þekk- ingu á mörgum sviðum af þvi að grúska við þetta og sú þekking kemur þeim áreiðanlega að góðum notum siðar meir. bað sem ég sé neikvæðast við þetta hjá þeim, er fyrst og fremst karfan sem þeir ætla að nota. bað getur verið hættulegt að nota málm i hana, eins og þeirætlaað gera, þvi þeir ráða ekki ferð sinni við lendingu. Einnig finnst mér sú hæð sem þeir ætla i svolitð vafasöm. Ég fylgdist með eld- flaugaræfintýri þeirraog leist vel á það, og ég vona svo sannarlega að þeim takist að ljúka við þetta, þvi ég kann vel að meta svona framtakssemi hjá ungum mönnum. liúnn Snædal, flugumferðar- stjóri á Akureyrarflugvelli: Ég held, að ég geri mér fylli- lega grein fyrir, hversu erfið og áhættusöm þessi ferð er, sérstak- lega á þessum tima árs. Ferða- lag á stjórnlausum loftbelg yfir endilangt tsland, um hávetur og i svartasta skammdeginu. En hún ber vissulega fagurt vitni frumleika, hugviti og áræði þeirra, sem að henni standa. En ég óska þessum ungu drengjum til hamingju með fyrirtækið og skora á þá að gefast ekki upp. Skal ég verða fyrstur manna til að gefa þeim kaffi, ef þá ber ofan i Eyjafjörðin, þvi vist er um það, að ferðasagan verður einstæð. Markús Einarsson, veður- fræðingur: —Já, þessi loftferð — þvi ekki það? betta á að vera hægt, ef þeir kunna bara að haga seglum eftir vindi og leggja ekki af stað nema við hagstæð skilyrði. Með þvi á ég við hagstæða háloftavinda og veðurlag, þegar ekki er hætta á isingu og ókyrrð i loftinu. Páll Hannesson, verkfræð- ingur: —Mér finnst þetta vera mjög skemmtileg og athyglisverð til- raun af þeirra hálfu, sem sýnir, að þarna eru menn með mikið hugmyndaflug. betta er að visu all glæfraleg hugmynd, en það verða þeir að eiga við sjálfa sig. En hins vegar tel ég mig ekki vera i stöðu til að banna þeim að ■ framkvæma sina fyrirætlun né leyfa þeim það. Raunar finnst mér fyrirhyggjan og undirbún- ingurinn harla litill, þar sem loft- belgsferðir hafa löngum krafizt reyndra manna, en ekki stráka innan við tvitugt. En það vil ég þó taka fram, að ég he£ ekkert vit á loftbelgjum. bá vil eg segja það, að þeir eru engir fjármálamenn, ef þeir reyna ekki að nýta sina að- stöðu, t.d. með þvi að fá ferðina viðurkennda sem póstflug, og selja siðan umslög, sem fara með fyrsta loftbelgspósti á tslandi. — Páll Hannesson. Fræðirit um Fóstbræðrasögu Út er komin hjá Stofnun Árna Magnússonar á islandi bókin UM FÓSTBRÆÐRASÖGU eftir for- stöðumann stofnunarinnar, Jónas Kristjánsson. Er þetta fyrsta bók, sem stofnunin gefur út, eftir að hún tók við hlutverki Handrita- stofnunar islands fyrr á þessu Ýsuafli að glæðast hjá Akranesbátum GB—Akranesi. Sex Akranesbátar eru nú á linu- veiðum.og hafa þeir fengið fjórar til sex lestir i róðri, smáþorsk og sæmiiega væna ýsu. Virðist ýsu- afli vera að glæðast til nokkurra muna, og er það þakkað friðunar- aðgerðunum i Faxaflóa. Tveir bátar eru með vörpu og hafa afiað frekar litið, og fimm sildarbátum i Norðursjó hefur gengið ágætlega, nema siðast liðna viku, er þar voru slæmar gæftir. Togarinn Vikingur er úti, og mun ekki fullráðið, hvort hann kenur hingað með afla sinn eða siglir með hann til Þýzkalands. Búinn að selja síld fyrir 16 millj. kr. síðan í haust ÞÓ—Reykjavik. islenzku síldveiðiskipin, sem veiðar stunda i Norðursjó og selja afla sinn i Danmörku,fengu hærra meðalverð fyrir sildina i siðustu viku en áður á þessari sildarvertið. Að þessu sinni var meðalverðið 21.34, sem er um einni krónu hærra, en áður hefur fengizt i haust. 1 siðustu viku seldu 29 skip sildarafla i Danmörku, samtals 1.287 lestir fyrir 27.4 milljónir. Sem fyrr, bar eitt skipanna af, en það er Loftur Baldvinsson EA. Loftur seldi i vikunni 100 lestir fyrir 2.1 milljón, og er Loftur Baldvinsson þá búinn að selja fyrir meira en 16 milljónir i haust. Hæsta meðalverðið fékk Fifill GK. 23.77 krónur fyrir kilóið. Jónas Kristjánsson. ári, en sú breyting var gerð til að fullnægja sáttmála Dana og is- lendinga um heimflutning hand- ritanna. Bók Jónasar Kristjánssonar skiptist i eftirfarandi fjóra meg- inkafla: 1. Handrit. 2. Visur. 3. Rittengsl. 4. Aldur — höfundur — heimkynni. 1 formála skýrir höfundur frá þvi,aö hann hafi val- ið sér þetta rannsóknarefni fyrir allmörgum árum, eftir að hann hafði lokiö útgáfu Eyfirðinga sagna i ritsafninu íslenzk fornrit. Um viðfangsefnið kemst hann meðal annars svo að orði: ,,1 fyrsta lagi hugðist ég rann- saka handritin og leita að frum- texta sögunnar, en ný könnun handrita var nauðsynleg eftir að Sigurður Nordal og Sven B. F. Jansson höfðu sýnt fram á það.að sagan væri stytt i Hauksbók.sem áður hafði verið talin bezt og upp- runalegust allra handrita. Vonaði ég,að handritarannsóknin mundi leiða i ljós, svo að ekki yrði um villzt, hvort hinar svonefndu „klausur” væru upprunalegar i sögunni ellegar siöari viðaukar. En klausunum var ekki unnt að gera skil án þess að gefa sérstak- an gaum að aldri þeirra — og aldri sögunnar sjálfrar, þvi að ýmsir fræðimenn höfðu talið þær yngri en meginsöguna: og aldur- inn varð helzt fundinn með þvi að kanna skyldleika sögunnar við önnur fornrit og marka stöðu hennar i bókmenntunum. Jafn- framt var nauðsynlegt aö athuga visurnar. Væru þær eldri en sag- an, töldust þær meðal annarra heimilda hennar. Sumar visurnar voru einnig varðveittar i öðrum sögum og bundust þannig rann- sókninni á rittengslum lausa málsins. Skyldleiki Þormóðar- visna við annan fornan kveðskap gat brugðið birtu yíir aldur og uppruna sögunnar. — Þannig voru helztu rannsóknarþættir þessa rits órjúfanlega saman tengdir.” bess má geta að lokum»að Heimspekideild Háskóla íslands hefur tekið bók Jónasar gilda til varnar viö doktorspróf. AAyndlistarsýning í Bifröst Athyglisverð nýbreytni er nú hafin hjá Listasafni Borgarness. Er hún i þvi fólgin, að senda verk safnsins til sýninga á ýmsum stöðum i héraðinu. Fyrsti liður þessarar nýjungar stóð yfir i Samvinnuskólanum Bifröst, dagana 24. október til 6. nóvember, með sýningu á verk- um Sverris Haraldssonar og Þor- valdar Skúlasonar. Sýndar voru 8 myndir eftir Sverri, frá öllum timabilum listaferils hans, en 7 eftir Þorvald, aðallega frá mið- timabili hans. Uppistaðan i Listasafni Borgarness eru lOOlistaverk, sem Hallsteinn Sveinsson, bróðir Asmundar myndhöggvara gaf safninu. Siðan hefur safninu bætzt 16 verk, sem það hefur ýmist keypt eða þegið að gjöf,og á nú verk eftir um 40 listamenn þjóð- arinnar, sem fram hafa komið og átt sin blómaskeið á árunum frá 1940 eða þar um bil og fram á þennan dag. Tilgangurinn með nýbreytni safnsins er, að listin nái til sem flestra, og verða þessi verk og önnur sýnd á ýmsum stöðum i héraðinu, meðal annars i öllum skólum i Borgarfirði, sem þess óska og aðstöðu hafa, til þess að taka á móti slikum sýningum. Listasafn Borgarness er stærsta listasafn, sem til er utan Reykjavikur. Það er til húsa i Safnahúsinu i Borgarnesi, en þar eru einnig byggöasafn, bókasafn og héraösskjalasafniö ,og er nú verið að koma þar upp náttúru- gripasafni. Aðaldriffjöðurin i starfi Safnahússins og eini starfs- maður þess er Bjarni Bachmann, kennari. Tvær myndir eftir Þorvald Skúlason úr Listasafni Borgarness, sem sýndar voru í Bifröst. Orka og umhverfi á Alþingi Athyglisverðar umræður urðu I sameinuðu Alþingi i sl. viku um nýtingu islenzkra orkulinda og umhverfisvernd i þvi sambandi. Umræður þessar snerust um þingsályktunartillögu, sem Steingrimur Hermannsson flytur um gerð áætlunar um nýtingu islenzkra orkulinda til raforkuframleiðslu, en tiilögu þe ssa flytur hann ásamt Stefáni Jónssyni og Bjarna Guðnasyni. Kveður tillagan á um endurskoðun þeirra hug- mynda, sem fram hafa verið settar um nýtanlegt vatnsafl, þar sem dregin verði fram scrhver þau áhrif, sem nýting vatnsafls getur haft á um- hverfið, en jafnframt lagðir fram valkostir um aðrar leiðir til orkuöflunar og vist- fræðileg áhrif þeirra, þar á mcðal áhrif á búsetu i landinu. Siðan beri að velja þann val- kost. sem minnst skaðleg áhrif hefur á umhverfi og búsetu. Ekki verði gengið fram hjá athugunum á möguleikum á nýtingu jarðvarma til raf- orkuframleiðslu. Steingrimur minnti á i framsöguræðu sinni, að gerð hefði verið áætlun á árinu 1969 um rannsóknir á nýtingu vatnsafls og þar gert ráð fyrir forrannsóknum á um 77% ork- unnar, sem óbeizluð er. t áætluniniii var sagt, að spurn- ingin um það, hvort þessar rannsóknir yrðu unnar á næstu öárum.væri spurningin um, livort við ætluðum okkur að beizla þetta afl fyrir 1990. Áætlunin frá 1969 i þessum rannsóknar- áætlunum er yfirleitt ekkert minnzt á vistfræðilegar rann- sóknir. Það væri rótin að þcirri þingsályktunartillögu, scm hann flytti, en nauðsyn- lcgt væri, að vistfræðilegar rannsóknir yrðu eitt af grund vallaratriðunum við frum- undirbúning virkjana,og þess vegna yrði að taka þessi mál fyrir á nýjum og breiöari grundvelli en gert heföi verið. i þessum umræðum upplýsti Eysteinn Jónsson, formaður Náttúruverndarráðs, að ráöið hefði þegar gert ráðstafanir til að framkvæma 29. gr. laga um Náttúruverndarráð, þar sem scgir, að virkjanir og önnur slik mannvirki skuli hönnuö i samráði viö ráðið. Hefur Náttúruverndarráð þegar snúið sér til Orkustofnunar, Vegagerðarinnar og fl. aðila og þeir tekið vel að eiga samráð við Náttúruverndar ráð. Hefði Náttúruverndarráð beint þeim tilmælum til iönaðarráöuneytisins, að sett yrði á stofn samstarfsnefnd Orkustofnunar og ráðsins til að tryggja, að frá upphafi verði tekið tillit til umhverfis- sjónarmiða við undirbúning mannvirkjageröar, og i undir- búningi eru tillögur um hlið- stætt samstarf við vega- gerðina. Magnús Kjartansson, iönaðarráðherra, sagði, að Orkustofnun heföi varið miklum fjármunum og vinnu við vistfræöilegar rannsóknir i sambandi við þær virkjunar- rannsóknir, sem stofnunin hefði með höndum. Á þessu ári ver stofnunin 6 milljónum til slikra rannsókna,og áætlað er að verja 3.6 milljónum til þeirra á árinu 1973,þar af 2.6 miiljónum til rannsókna i Þjórsárverum. t tillögum Orkustofnunar um fjár- veitingar á næsta ári væri fjallað um nauðsyn vistfræði- legra rannsókna vegna hugsanlegra virkjana i Jökulsá á Fjöllum, Þjórsá, á Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.