Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN l’riðjudagur 14. nóvember 1972 Iðja, félag verksmiðjufólks heldur félagsfund i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 8.30 e.h. Dagskrá: Fulltrúi ASI, Ólafur Hannibalsson, ræðir um 32. þing ASI og svarar fyrirspurnum. önnur mál. Mætið stundvislega. Félagsstjórnin STÚLKUR - ATVINNA Stúlka óskast til skrifstofustarfa, þarf að vera góð i islenzku og vélritun. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 18. þ.m. merkt ,,Vandvirk 1001”. SINFÓNIUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar i iIuskólabiói, limmtudaginn lfi. nóvember kl. 20,30. Stjórnandi I)r. Ilóbert A. Ottósson. Kfnisskrá: Mo/art: Sinfónia nr. 29 í Es-dúr. Mahler: Sinfónía nr. 1 (frumflutningur). Abgiingumibar i Kókabúb I.árusar Rlöndal, Skólavörðu- stig og Bókaver/.lun Sigfúsar Kymundssonar, Austur- slræti. Skrifstofuhúsnæði til leigu Höfum til leigu skrifstofuhúsnæöi aö Skipholti 70. Stærð um þaö bil 110 fermetrar. Upplýsingar i simum 36282 og 81165 á skrifstofutima. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Nivada OMEGA JUpina pifflponr Magnús E. Baldvlnsson laugavegi 12 - Slmi 22104 Helgason hf. STEINIÐJA f/nholll 4 Slmar 26677 og 14254 PIPULAGNIR Stilli hitakerfi — Lagfæri gömul hita- kerfi Set upp hreinlætis- tæki — Ilitaveitu- tengingar Skipti hita — Set á kerfið Danfoss-ofn- ventla SÍMI 17041 Við veljum runlal r-mi, það borgcrr sig ' mmlal . ofnar h/f. « Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 Pétur Axel Jónsson Útgerðarspjall! Undirrituðum er tjáð,að ætlun ráðamanna Timans sé, að les- endur blaðsins geti með góðu móti fengið sem gleggstar fréttir af landbúnaðarmálum, iðnaði svo og sjávarútvegi. Er meiningin að reyna að upplýsa lesendur i þessum þáttum um það.sem frétt- næmt þykir hverju sinni. Verða fréttir þessar mest af Suðvestur- horninu, en allar fréttir annars staðar að vel þegnar. Sildveiðar i Norðursjó ganga illa þessa dagana vegna stöðugrar vestanáttar á miðunum og siðast er fréttist, að kvöldi 12.11., var vonzkuveður á miðunum. Einn bátur hefur skarað fram úr i sumar á sild- veiðunum þar, en það er Gisli Arni, skipstjóri Eggert Gislason. Skipið hóf veiðar i byrjun júni og fiskaði fyrir 19 milljónir; kom þá heim til Reykjavikur og lá hér i mánuð. Siðan hann fór aftur.er hann búinn að fiska fyrir 4.5 mill- jónir, þannig að aflaverðmæti skipsins er orðið 23.5 milljónir siðan i júnibyrjun. barf varla að efast um,hvaða bátur verður meö mesta aflaverðmætið á þessu ári. 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Geta má þess.að á árinu 1971 var Gisli Árni aflahæstur, hvað afla- verðmæti snertir.með um 35 mill- jónir yfir árið. Einhvern oröróm heyrði ég um, að þegar búið væri að fiska fyrir þetta háar fjár- hæðir, borgaði sig bezt að leggja skipunum vegna ranglátra skatta. Esjar m/b er bátur,er keyptur hefur verið til Reykjavikur (áður Birtingur). Er hann á linu og hefur gengið heldur stirðlega, landaði i siðustu viku 9 tonnum hjá Bæjarútgerð Reykjavikur. A fostudaginn landaði Baldur (troll) 24 tonnum.en honum hefur . gengið vel að undanförnu, þá landaði Sæborg, skipstjóri Magnús Grimsson, 11 tonnum eftir sólarhrings útivist.og var tæpt tonn af stórlúðu i aflanum. Arinbjörn Re landaði 12.11.45 tonnum,þar af 30 tonn af þorski, en hann hafði verið að veiðum fyrir Austurlandi. Blakkur, um 50 tonna bátur, eigandi Valdimar Einarsson, er nýkominn af hand- færaveiðum,og hélt hann sig mest við Langanesið. A einum og hálfum mánuði fengu þeir á ann- að hundrað tonn, sem er mjög gott. Ætlunin er i næsta þætti að hafa verstöðvarnar á Suðvestur- horninu með, en það er ekki unnt að þessu sinni. Togararnir: Flaggskip togaraflotans, eins og er a.m.k., fór á veiðar i gær, sunnudag. Suma hefur undrað, hvað hefur tafið skipið svo mjög, en það var búið að liggja hér um hálfan mánuð. Margar skýringar eru á þvi, hæst ber það,að ekki hefur enn verið gengið frá samningum við sjómenn að þvi er varðar skuttogarana, og fór skipið að lokum á veiðar með 23 menn um borð (26-30 menn eru á gömlu togurunum) upp á væntan- lega skuttogarasamninga. Þá þurftu einnig einhverjar við- BÆNDUR Við seljum: Fólksbíla, Vörubila, Dráttarvélar, og allar gerðir búvéla. BÍLA, BÁTA OG VERÐBRÉF ASALAN. Við Miklatorg. Simar IK675 og IK677. I-kar=ur Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar slærðir smíDoðar eítir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Siðumúla 12 - Simi 38220 gerðir að fara fram á skipinu áður en það gæti hafið veiðar. Skipstjóri á Vigra er Háns Sigur- jónsson, áður skipstjóri á Þormóði Goða og siðast á Viking, og fylgja honum og öllum,sem að skipinu standa, árnaðaróskir, með von um.að Hansa bregðist ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Mjög tregt hefur verið hjá togurunum að undanförnu, enda hafa veðurguðirnir leikið þá grátt. Karlsefni er i dag að landa heima ca. 80 tonnum, eftir 15 daga veiðiferð, en þetta var fyrsti túrinn.sem Ragnar Fransson er skipstjóri á skipinu.og verður þvi að telja þennan túr sem hálf- gerðan prufutúr. Þorkell Máni er lagður af stað til Þýzkalands með 90 tonn og á að selja á fimmtudag Þormóður goði er með um 80 tonn eftir 12 daga útivist, Hjörleifur (áður Ingólfur Arnarson) er að selja 110 tonn i Þýzkalandi i dag. Jón Þorláksson er með um 60 tonn eftir 12 daga, og Hallveig Fróða- dóttir er með 90 tonn eftir 12 daga útivist, þannig að ekki er hægt að segja, að þeir, sem eiga von á nýju skutskipunum,brosi neitt, ef þannig heldur áfram. En fiskinn verðum við að fá hvort sem það er með taþi eða hagnaði bókhalds- lega. Freyja, litill togari, eigandi Gunnar Hafsteinsson,hefur gert það jafnt og gott, en þar um borð eru ekki nema 14 menn, þar sem hún fellur undir bátasamningana. Freyja hefur landað 70-100 tonnum i hverjum túr, siðan stoppað i tvo daga til að hvila mannskapinn, þvi að þar um borð er unnið i tólf tima en hvilt i sex. Siðast.er ég frétti af henni.var Pétur Þorbjörnsson skipstjóri að reyta eitthvað af steinbit fyrir vestan, en steinbiturinn , sem fengizthefur að undanförnu,hefur verið sérstaklega vænn og góður til vinnslu. Spánarskipunum margum- töluðu, en sá fyrsti þeirra heitir Bjarni Benediktsson, seinkar vegna breytinga,er gerðar hafa verið á þeim. Er von til þess.að Bjarni Benediktsson komi ein- hvern timann i Desember. Er það nafn vel til fundið, þvi sama er hvar menn standa i pólitik, þá er það staðreynd, að þó aðrir hafi barizt fyrir stofnun Bæjarút- gerðar, þá var ekki hægt að reka endahnút á stofnun hennar nema með atkvæði Bjarna heitins Benediktssonar, sem þá var borgarstjóri. Væri arftökum hans i þvi embætti hollt að minnast þess og stuðla að frekari uppbyggingu hennar með þvi að leyfa henni að reisa frystihús og sjá til þess.að henni sé stjórnað vel, en það siðar nefnda var jafn- framt krafa Bjarna heitins, er hann lagði blessun sina yfir stofnun hennar. Miklar kröfur eru nú gerðar til frystihúsanna vegna Bandarikja- markaðsins. Eru nefndar ýmsar tölur, sem allar ber að taka með varúð. I næsta þætti ætla ég að ræða um svinariið,sem Vatnsveit- unni og Rafmagnsveitunni liðst að framkvæma, þegar fiskverk- unarhús eiga i hlut. Pétur Axel Jónsson, _ÖGFRÆÐI- iKRIFSTOFA /ilhjálmur Amason Lckjargötu 12. (Iönaöarbánkahúsinu Slmar 24635 7 16307 hrl. 3. h.) bankinn er bakhjarl BÚNAÐARBANKINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.