Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. nóvember 1972 TÍMINN 7 með Nektarsýning hádegismatnum Filey i Englandi rétt dró fram lifið af að selja nokkrum hræð- um „fish and chips” i hádeginu, þar til fyrir nokkrum vikum, að veitingahúsið er yfirfullt af við- skiptavinum i hádeginu og um kvöldmatarleytið. Vertinum datt i hug að lifga svolitið upp á dauflegt skemmtanalif i bæn- um, og fékk nektardansmær frá Hull til að troða upp i matar- timunum. Siðan hafa komið margfalt fleiri gestir en hægt er að afgreiða. Einu kvartanir, sem veitingamaðurinn hefur fengið, er frá óánægðum kon- um, sem segjast ekki komast að til að sjá þá beru nægilega vel fyrir troðningi og yfirgangi karlmannanna. Betri borgarar bæjarins segjaað þessar sýníngari mat- málstimunum séu (Jviðeigandi og heiðri bæjarins til skammar. En þeir eiga erfitt með að koma neinum vörnum við, þvi engin lög banna fatafellingar i veitingahúsum. Eru þeir hneyksluðu nú að reyna að fá eldvarnareftirlitið i lið með sér og láta banna sýningarnar vegna eldhættu. Bera frænkan forsetaefnisins Margt var andstætt Mc- Govern i kosningabaráttunni og meira að segja fjölskylda hans var meðal þess, sem varð hon- um að falli. Nákomin frænka hans, Georgina McGovern stóð i kvikmyndaleik meðan kosn- ingabarátta frænda hennar stóð sem hæzt. Háttvirtir kjósendur lita siður en svo niður á kvik- myndaleikara, en myndin, sem Georgina lék i, þykir heldur vafasöm og var framleidd ein- göngu fyrir þriðja flokks kvik- ihyndahús og hefði litla eða enga athygli vakið, ef ekki hefði komizt upp, að frænka forseta- efnisins, sem ber sama ættar- nafn,fækkaði flikum óhóflega i kvikmyndinni. Enda var ekki sparað að birta myndir úr hennþ þegar kosningabaráttan var hvað hatrömmust. Bandarikin kepptust við að auglýsa siðleysi frænkunnar. Við þessu átti prédikarasonurinn engin svör. Hann gat ekki afneitað frænku sinni, i fötum eða stripaðri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.