Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 14. nóvember 1972 Rabbað við Magnús Óskarsson, yfirkennara, um bændamenningu, jarðræktartilraunir og sitthvað fleira ;:í: Aitur er Hvanneyri i Borgar- firoi á dagskrá, og nú er það yfirkennari Bændadeildar, Magnús Óskarsson, sem verður fyrir hnýsni okkar, ferðalang- anna. En Magnús er ekki aðeins yfirkennari, hann hefur lika lagt stund á rannsóknir. Fyrsta spurningin, sem fyrir hann er lögð, verður þvi svohljóðandi: — Eru það ekki einkum jarð- ræktartilraunir, sem þú hefur fengizt við, Magnús? — Jú, það er alveg rétt. Við, hér á Hvanneyri, erum með til- raunir á um fimmtán hundruð reitum, og ég hef starfaö við þetta ásamt fleiri kennurum hér. — Getið þið sinnt þessu einir? — Nei, við erum með þó nokk- urt starfslið. A sumrin er hér um það bil einn tugur manna, sem við þetta vinnur, en á vet- urna er aðalstarfið kennslan og svo að vinna úr þvi efni, sem safnazt hefur við tilraunavinn- una að sumrinu. — Og tegundirnar á þessum mörgu tilraunareitum, eru þær kannski álika margar og reitirnir? — Jú. En það er nú þannig með tilraunir, að hver með- höndlun er vejulega endurtekin fjórum sinnum til þess að öðlast öryggi um að niðurstöðurnar séu réttar. — Þið takið auðvitað mið af nokkuð mörgu? — Já, við reynum þaö. Hér er þó einkanlega um að ræða til- raunir með áburð og jurta- tegundir, sem nýtanlegar eru sem fóður, og stofna af þeim. Umgengnin við jarðveginn Við hyggjum lika að með- höndlun lands, eða umgengni við það, væri kannski réttara að segja. Þannig gerði einn sam- starfsmaður okkar, sem nú er að visu farinn héðan, Óttar I Geirsson, athugun á þvi, hver áhrif akstur dráttarvéla hefði, bæði á uppskeru og byggingu Íjarðvegsins. — Það væri ákaflega gaman að heyra eitthvað um niðurstöð- ur þeirrar rannsóknar. — Það hefur komið i ljós, að túnin hér á Hvanneyri, sem eru ræktuð upp af mýri, þau þola illa umferð. Það kom lika i ljós i tilraunum Óttars, að holurnar i jarðveginum smækka, þegar ekið er um túnin, og þar af leið- andi tekur vatnið að haga sér öðru visi, en það áður gerði á meðan holurnar voru stærri. — En hafið þið ekki rannsakað hið margfræga vandamál, kal- | ið? — Nei, það hafa ekki verið gerðar miklar kaltilraunir af þeirri einföldu ástæðu, að hér á Hvanneyri hefur ekki verið mikið kal. Hins vegar er þvi ekki að leyna, að hér hafa til- raunareitir verið mismunandi kalnir, og hefur það einkum far- ið eftir þvi, hvaða áburður hefur verið notaður, og enn fremur eftir þvi, á hvaða tima áburður- inn hefði verið borinn á. Nú sið- ast liðið ár, var að sjálfsögðu ekkert kal, enda veturinn ein- staklega mildur og vorið sömu- leiðis. En það getur vel verið, að maður ætti að búa sig undir að fá kalvor næst, þvi hafisspá veðurfræðinganna bendir óneitanlega til þess, að við get- um átt slikt i vændum. — Liklega er frostið i jarð- veginum meginorsök kalsins? — Ég held, að allir, sem um þessi mál hafa fjallað, séu sam- mála um, að frumorsökin séu kuldi. Hitt er svo annað mál, að mismunandi meðferð túnanna, svo sem áburðargjöf og annað slikt hefur áhrif á hæfni gras- anna til að þola harðæri. Það er bæði hægt að veikja og styrkja viðnámsþrótt plantna. — Hafið þið illan bifur á sum- um áburðartegundum, öðrum fremur? — Ekki vil ég nú segja það. Það vantar kalk i jarðveg hér á Suð-Vesturlandi, að minnsta kosti alveg áreiðanlega i Borgarfirði norðan Skarðsheið- ar. Þess vegna er Kjarni, sem er algerlega kalklaus áburður, ekki eins heppilegur og áburður með kalki i. Hins vegar höfum við fengið jafngóða niðurstöður með þvi að bera á kalk frá Akranesi — það er að segja fin- an skeljasand - og kjarna, eins og að bera á köfnunarefnis- áburð með kalki i. Endurmenntun — Bændanámskeiö — En svo við snúum okkur að fræðslumálunum: Ert þú ekki þeirrar skoðunar, að endur- menntun bænda sé nauðsynleg? — Jú. Ég er alveg sannfærður um, að bændur þurfa að halda sinni þekkingu við og auka við hana, engu siður en aðrar stétt- ir. Það hefur verið reynt að koma á námskeiðum hér við bændaskólann til þess að endur- mennta bændur, en það hefur enn ekki tekizt að finna þessum námskeiðum það form, sem hentaði bændum. En sjálfsagt verður reynt að bæta úr þvi. — Hvað finnst þér helzt koma til greina? — Það væri hægt að hugsa sér að halda stutt námskeið ú(j i sveitunum,- og það er lika hugsanlegt að nota bréfaskóla- fyrirkomulagið. Alla vega er ég hræddur um, að erfitt verði að framkvæma þetta á sjálfum bændaskólunum, þótt aðstæður til kennslu séu beztar þar. — Það hlýtur nú að vera erfitt fyrir marga bændur að taka sig upp og vera i margra vikna námskeiði i fjarlægu héraði. — Já. Það var nú einmitt þetta, sem ég átti við. Flestir bændureiga ákaflega erfitt með að komast að heiman, hvað þá að dveljast langdvölum fjarri búum sinum. En það hafa margir bændur sagt mér, að ef haldin væru kvöldnámskeið, eða dagnámskeið heima i sveitun- um, þá teldu þeir, að það myndi fást aðsókn að þeim svo framar- lega sem námskeiðið væri ekki alltof langur timi i hvert sinn. Hvert námskeið þyrfti að fjalla um vel afmarkað efni. En hver á að gera þetta? Um það gætu kannski orðið skiptar skoðanir. Þó sýnist ekki óeðli- legt, að Búnaðarfélag Islands og héraðsráðunautarnir hefðu þar forgöngu. En það væri lika vel hugsanlegt, að starfsmenn bændaskólanna hjálpuðu til með framkvæmd slikra námskeiða. Magnús Óskarsson, yfirkennari Bændadeiidar. Hann hefur verið kennari á Hvanneyri i hartnær tvo áratugi, en segist ekki verða var við neitt kynsióðabil. Tima- mynd Róbert. Eru bændur vel menntuð stétt? — Nú hefur þú, Magnús, starf- að hér við bændaskólann á Hvanneyri i hart nær tvo ára- tugi og þekkir þvi mætavel til menntunar islenzkra bænda. Finnst þér ekki þessi stétt vel menntuð? — Þegar Bændaskólar voru stofnaðir hér á íslandi fyrir sið- ustu aldamót, þá voru þetta al- þýðuskólar og fagskólar. Þá komu margir af forystumönn- um bændastéttarinnar og jafn- vel alls landsins einmitt úr þess- um skólum. Fagkennslan sner- ist þá aðallega um að kenna jarðrækt og búfjárrækt. Seinna jókst önnur fræðsla i landinu og bændaskólarnir tóku upp meiri hagfræði i kennslu sina og svo enn siðar tækni, eftir að hún varð mikilvægur þáttur i land- búnaði. Hér á Hvanneyri hefur þróun- in orðið slik, að segja má, að skólinn sé nú hreinn fagskóli. t Bændadeild eru ekki kenndar neinar almennar greinar, eins og til dæmis tungumál. Ekki heldur stærðfræði. Námsgrein- ar okkar i Bændadeild eru sem sagt eingöngu búvisindi og undirstaða þeirra. . En svo ég reyni að svara spurningu þinni beint, þá hafa margir sagt mér — og það held ég að sé rétt — að islenzkir bændur standi sig vel á faglega sviðinu. Þeir kunna mjög vel heyskap, þeir kunna grasrækt sæmilega, og i búfjárrækt eru þeir sennilega nokkuð vel heima. En mér hefur verið sagt, að i mörgum sveitum vanti til- finnanlega forystumenn. Það liggur þvi beint við að hugsa sem svo, hvort bændaskólar nú- timans séu þess ekki umkomnir að ala upp forystumenn i likingu við það, sem áður gerðist. Þetta kann að vera erfitt, en ég er þó sannfærður um að það er ekki ógerningur. Það hefur meira að segja ofurlitið verið gert i þessa átt hér á Hvanneyri. Séra Krist- ján Róbertsson hefur til dæmis kennt hér ræðumennsku og fundarstjórn, sem vitanlega er eitt hið nauðsynlegast, sem for- ystumenn þurfa að kunna. hvort sem það eru stórar einingar eða smáar, þar sem þeir eru leið- andi. — Þú nefndir þarna áðan, að kennsla i tungumálum væri ekki nein i Bændadeild. Er þetta ekki mjög bagalegt fyrir verðandi bændur? — Vist er vélanotkun orðin svo mikil, að það má heita óhjá- kvæmilegt fyrir bændur að geta stautað sig fram úr bæklingum og leiðbeiningarpésum um með- ferð véla og tækja. En það er gert ráð fyrir þvi, að allir, sem setjast i Bændadeild hafi að minnsta kosti unglingapróf eða gagnfræðapróf. Þeir geta þvi flestir eitthvað talsvert i tungu- málum, en þvi er ekki að leyna, að það væri ákaflega æskilegt, að þeir lærðu vel danskt og enskt fagmál. Og ef námið hér við skólann verður lengt, þá tel ég alveg vist, að tekin verði upþ kennsla i tungumálum. — Þú myndir kannski vilja nefna einhverjar aðrar greinar, sem þú vilt leggja áherzlu á? — Það er ástæðulaust að draga fjöður yfir það, að okkur, kennurunum hér á Hvanneyri, finnast þeir nemendur, sem til okkar koma úr gagnfræða- skólunum, ekki vera nógu vel að sér i hagnýtri stærðfræði. Það eru margir, sem eiga i erfiðleik- um með að reikna dæmi, sem virðast einföld, eins og til dæm- is, hversu mikinn áburð þurfi á tiltekna landspildu og annað álika. Um þetta mætti auðvitað ýmislegt fleira segja, en ég held að varla sé ástæða til þess, svona i blaðaviðtali. Verö ekki var við kynslóðabilið — Ég mætti þá kannski slá botninn i þetta með nokkuð per- sónulegri spurningu: Finnst þér ekki gaman að kenna verðandi bændum hér á þessum fagra stað, og finnst þér ekki starfið bera verulegan árangur, svona þegar á allt er litið? — Jú, jú. Ég hef alltaf ánægju af þvi að kenna ungum mönn- um, og ég verð nú að segja það, að ég verð ekki var við þetta margumtalaða kynslóðabil. Mér finnast nemendurnir, sem eru hér núna, ákaflega svipaðir nemendunum, sem ég kenndi, þegar ég kom fyrst hér að skólanum. -VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.