Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. nóvember 1972 TÍMINN n Siðasti maðurinn, sem ég hitti að máli á Hvanneyri daginn, sem við vorum að spóka okkur þar, var Ólafur Dýrmundsson. Ólafur er bráðungur maður, hefur nýlega lokið löngu námi og kom að Hvanneyri nú i haust. Ef einhverjir lesenda okkar eru svo minnugir, að þeir muni klausur úr dagblöðum fyrir svo sem einum áratug, þá rekur þá kannski minni til þess, að Ólafur Dýrmundsson varð frægur og komst á siður blaðanna hér á árunum fyrir að eiga kindur og passa þær sjálfur jafnframt námi sinu i gagnfræðaskóla, menntaskóla og Guð má vita hve lengi. Það er þvi ekki út i bláinn, að hann er nú orðinn kennari við bændaskóla, þótt fæddur sé og alinn upp i Reykja- vik. — Mig langar þá fyrst að spyrja þig, Ólafur: Hvert er meginverkefni þitt hér i skólan- um? — Starf mitt er að vera yfir- kennari Framhaldsdeildar, og er það nýstofnað. Ég er alveg nýkominn hingað að Hvanneyri reyndar til Islands yfirleitt, eft- ir langt nám erlendis. — Þú hefur auðvitað verið að nema búvisindi? — Já. Ég stundaði nám við landbúnaðarháskóla i Aberyst- wyth i Wales á Bretlandseyjum og lauk þar i sumar doktors- prófi. Verkefni mitt var á sviði sauðfjárræktar. Það er sannast að segja, að þar sem ég er svo nýkominn hingað, þá er verksvið mitt hér ekki fullkomlega mótað. En til þess að svara nánar spurning- unni um starfssvið mitt, þá er óhætt að segja, að meginverk- efnið verður kennsla, einkum i Framhaldsdeild, en auk þess er ég að koma á stað rannsóknum á sviði sauðfjárræktar. Að stjórna fengitíma og fæðingum — Hvað ert þú að rannsaka i sambandi við sauðféð? — Þegar ég var að vinna að doktorsritgerð minni i Wales, tók ég til athugunar vöxt, kyn- þroska og frjósemi i sauðfé. Og nú, eftir að ég kom heim, hef ég haft mikinn hug á þvi að rann- saka þessa þætti i islenzku sauð- fé. Mig langar að rannsaka kyn- þroska i lömbum — bæði hrút- og gimbrarlömbum — og einnig að rannsaka fengitima islenzka fjárins. En þetta hefur ekki fyrr verið gert hér á landi. — Þú átt við, hve langan tima árs fengitiminn stendur yfir? — Já. Það sem ég átti við, var hvenær fengitiminn hæfist og hvenær honum lyki. En ég hef lika hug á þvi að rannsaka notk- un hormóna til þess að samstilla gangmál hjá ám, þannig að hægt sé að láta þær ganga á svipuðum tima. Þetta hefur ekki verið gert hér á landi svo neinu nemi, og ekkert verið rannsakað. En ég hef i hyggju að gera á þessu nokkra athugun nú strax i vetur. — Eru aðrar þjóðir komnar eitthvað á veg með að stjórna egglosi hjá ám? — Já. Það má sannarlega segja það. Það hafa nú um ára- bil fari fram mjög miklar rannsóknir á notkun hormóna, einkum i sambandi við sauð- fjárrækt. Þarna er aðallega um tvenns konar áhrif að ræða. I fyrsta lagi er hægt að nota hormóna til þess að auka frjó- semi ánna. Það er að segja að stjórna egglosi á þann hátt, að fleiri egg losni, og hafa tilraunir verið gerðar með það hér heima á tslandi. Dr. Halldór Pálsson lét framkvæma og gerði sjálfur mjög merkilegar athuganir á þessu, einkum fyrir um það bil tiu til fimmtán árum og var einn af brautryðjendum á þessi sviði i heiminum. t öðru lagi hafa hormónar lika verið notaðir til þess að sam- stilla gangmál ánna, þannig að þær beiði margar i einu eða um likt leyti. Slikt getur haft mikið að segja, til dæmis i sambandi við sæðingarstarfsemi og eins hitt, að þá er það nokkurn veg- inn öruggt, að þær bera um likt leyti að vorinu. En það, sem at- Rætt við dr. Ólaf R. Dýrmundsson mest með innigjöf, og vafalaust er það hagkvæmara, þegar hugsað er til afurðanna. Hitt skyldu menn þó muna, að fé liður áreiðanlega mjög misvel inni, eftir þvi hvernig húsin eru. Sjálfsagt liður fé yfirleitt vel i húsum inni, ef þau eru þurr og vel loftræst. En þegar hús eru rök, loftill eða á annan hátt óheppileg, geta þau beinlinis orðið gróðrarstiur sjúkdóma, íyrir utan hitt, að þar liður skepnunum áreiðanlega illa. Þegar maður er að kenna sauðfjárrækt þá er auðvitað ekki hægt að gefa neina alls- herjar reglu um þessa hluti, þvi aðstaða til beitar og útiveru sauðfjár er svo óskaplega misjöfn eftir landshlutum og sveitum. Eina ráð kennarans er að fjalla um þetta á sem breiðustum grundvelli, en svo verða bændur sjálfir að finna hvað bezt hentar á hverjum stað. — Nú virðist sauðfé vera eðli- leg útivist og það sýnist kunna henni vel. — Já. Þetta er alveg rétt. Þar sem fé fær að ráða sér sjálft, til dæmis þar sem þvi er haldið við hús, en dyr látnar standa opnar, þannig að féð getur gengið út og inn eftir vild, þá heldur það sig yfirleitt alltaf utan dyra, nema rétt i allra verstu veðrum. Kuldi virðist ekki gera fé neitt, en I aftur á móti getur bleytan farið illa með það. Ég held því, að sá gamli og góði siður að láta fé liggja við opið, sé enn i gildi, þar sem honum verður við komið, eins og enn tiðkast viða á Suður- landi. Það fé er ákaflega fallegt f og skilar oft góðum afurðum. f Framtíðarhlutverk Framhaldsdeildar — En nú ert þú ekki aðeins fróður maður um sauð- fjárrækt, heldur einnig v'fir- kennari Framhaldsdeildar. Þú myndir kannski vilja segja okkur eitthvað um þann þátt i starfsemi skólans? — Framhaldsdeildin hér var stofnuð árið 1947, og eins og ég sagði i upphafi, þá er starf mitt þar nýstofnað. Eins og að likum lætur hef ég þvi mikinn hug á að vinna þetta starf upp, þannig að það verði til sem mestrar eflingar æðri búnaðarmenntun á Islandi. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé oröið tima- bært að stofna til æðri bú- Framhald á bls. 19 hugun min beinist einkanlega að er, hvort hægt er að nota hér á tslandi hormóna, sem fram- leiddir eru erlendis i þessu skyni, og svo eins hitt, hvort hægt er að hafa af þessu hagnýt not út um sveitir hér á landi. — Ég ætlaði einmitt að skjóta þvi að, hvort þetta gæti ekki orðið nokkurt happdrætti hér i okkar mislynda veðurfari — að fá kannski miklar lambafæðing- ar i illviðrahrotu? — Það er alveg eðlilegt að mönnum detti slikt i hug og auð- vitað gæti það vel komið fyrir. En nú stefnir yfirleitt allt i þá átt, að ær beri i húsi og viða i sveitum er beinlinis við það miðað. En i sambandi við hagnýtu hliðina á notkun hormóna, þá er þar býsna margt að athuga, og ég ætla að láta mér nægja, fyrst um sinn, að gera grundvallar- rannsóknir, sem sagt að athuga, hvort þetta er yfirleitt hægt, en láta svo reynsluna skera úr um hitt, hvort það er hagkvæmt. Um það er erfitt að segja á þessu stigi málsins. — Nú hafa sauðfjárkarlar á Islandi löngum þótzt taka eftir þvi, að ær taki fjörkipp að bera, þegar vont veður kemur, þótt þær láti sér hægt þess á milli. Vilja visindin nokkuð um þetta segja? — Ég hef tekið eftir þvi sjálfur, að þetta á sér stað. Og þótt ekki sé enn hægt að skýra slikt fyllilega, þá eru samt áreiðanlega einhverjar orsakir, sem liggja þar að baki. Það má hugsa sér, að samband sé á milli ýmissa þátta veðurs, til dæmis loftþrýstings, annars vegar og hinna ýmsu dýra- tegunda hins vegar. Þvi að sé það svo, að veðrið hafi áhrif á lambafæðingar, þá er vitanlega mjög sennilegt, að önnur spen- dýr séu þar i sama báti. Það er greinilegt að á þessum sviðum er ærið mikil vöntun á visinda- legri þekkingu, en þannig er einmitt með margt, sem menn hafa tekið eftir, til dæmis i fari búfénaðar. Það er alls engin ástæða til þess að véfengja slikt, allra sizt á meðan litlar eða engah visindalegar athuganir hafa verið gerðar, eða neitt það komið fram, sem afsanni það, sem menn hafa veitt athygli og kynnzt, jafnvel áratugum saman. Rannsóknir á atferli húsdýra — En væri ekki lika gaman að rannsaka ýmsar aðrar hliðar i hegðun húsdýra? Nú er það til dæmis alkunna, að skepnur eru veðurglöggar. — Það má segja með sanni, að rannsóknir á hátterni eða at- ferli dýra hafa aukizt mjög á undanförnum árum. Þetta er orðið mjög mikilvæg grein viða i háskólum og rannsóknastofnun- um erlendis. Þar hefur sauðféð ekki verið nein hornreka. Það hefur margra spurninga verið spurt, og það er ákaflega mörgu ósvarað, þvi er ekki að leyna. Hér á Islandi hafa litlar sem engar rannsóknir farið fram á atferli dýra, til dæmis sauðfjár. Þó væri slikt vissulega mjög verðugt og auk þess ákaflega skemmtilegt verkefni. Við höf- um lengi átt bæði gott og viturt forystufé, sem nú er sem óðast að hverfa, nema þá á fáum stöðum á landinu. En það er Doktor ólafur Dýrmundssón, hinn nýi yfirkennari Framhalds- deildar á Hvanneyri. Hann ætlar að beita visindalegum rannsókn- um nútimans við okkar alda- gamla húsdýr, sauðkindina. Timamynd Róbert. mjög margt i fari búfénaðar, sem erfitt er að skýra, eða öllu heldur ofar mannlegum skilningi. Það er rangt að halda þvi fram, að skepnur séu yfir- leitt heimskar. En vitsmunir þeirra liggja á allt öðru sviði en gerist meðal manna, og þvi er ógerningur að meta þetta á mannlegan mælikvarða, til dæmis með þvi að bera saman vit manns annars vegar og skepnu hins vegar. Vissulega hafa dýrin sitt vit, en það er allt annars eðlis en vit manna. Kann nokkur lengur að standa yfir fé — Er ekki öll ykkar kennsla i sauðfjárhirðingu bundin við innigjöf? Er nokkrum manni kennt að halda kindum til beitar? — Ég kenni sjálfur sauö- fjárrækt hér, bæði i Bændadeild og Framhaldsdeild. í Fram- haldsdeildinni er sauðfjárrækt kennd á visindalegum grund- velli og reynt að taka með sem flesta hagnýta þætti, sem þar skipta máli. I Bændadeild, þar sem margir nemendur eru bændaefni, er reynt að kenna þessa grein meira með tilliti til hins hagnýta. Þar er reynt að draga fram hagnýtu þættina, og þá með visindalegri undirstöðu. En i sambandi við beit og beitarmenningu, þá er það alveg rétt, sem lá i spurningu þinni, að slikt er mjög á undan- haldi, og viða i sveitum er sjálf- sagt orðið litið um það að menn haldi fé til beitar. Og sauðfjár- beit, eins og hún tiðkaðist fyrr á árum, ég tala nú ekki um fyrr á öldum, er vafalaust alveg horfin. En hér i sauðfjár- ræktinni hjá okkur er þá sögu að segja, að við miðum kennsluna við það, að sem mestar afurðir náist af fénu. Það samræmist vitanlega illa harðri beit. Þó vit- um við, að þær jarðir eru til, þar sem það borgar sig að halda fé til beitar, svo framarlega sem það gengur ekki úr hófi fram. Persónulega hef ég ekki á móti þvi, að fé sé haldið utan dyra, ef þvi er séð fyrir nógri og góðri næringu. Otivistin i sjálfu sér er sauðkindum bæði holl og eðlileg, það vitum við allir, sem ein- hvern tima höfum umgengizt fé. Og hófleg beit við heppilegar aðstæður er fullkomlega rétt- lætanleg. Nú mun viðast hvar sú stefna vera rikjandi að fóðra fé sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.