Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN þvi, aö þaö var ekki hann, sem hét Brain og neyddist til að sitja við hliðina á þessum snöktandi kvenmanni. Bettesonhjónin sátu i aftursæli á Patersons bil, og þar yrði einnig rúm fyrir ungfrú Alison, ef hún kæmi með. Nadla og Tuesday sátu i framsætinu hjá Paterson. Nadia hélt fast utan um teppið sitt. Drengurinn haföi útvarpstækið á hnjánum, og hann brosti ánægðari en nokkru sinni fyrr, þar sem hann hallaði sér áfram og rýndi út i náttmyrkrið til aö sjá veginn i glampanum frá billjós- unum. Bilarnir tveir óku upp að garðinum fyrir framan sjúkrahúsið og stönzuðu þar. Þau voru komin að norðurjaðri bæjarins, en höfðu oröið að aka hægt vegna þess, hve margt fólk var á veginum. Endalaus röð af fólki á norðurleið, fótgangandi fólk, hjólandi eða leiðandi hjólin við hlið sér, uxakerrur, sem hlaðnar voru til hins ýtrasta af fólki og farangri. Ekið var á miðjum veginum i djúpum hjólförunum .og ekið var utan vegar. Þarna voru hjólkerrur hoppandi og skoppandi á ójöfnunum, fólksbilar, vörubflar og almenningsvagnar. Utan við sjúkrahúsið fór Brain majór út úr bilnum og gekk heim að húsinu til að huga að hjúkrunarkonunni. Drjúg stund leið áður en hann kom til baka með hana. Paterson sá hana birtast i manngrúanum eins og bjartan fuglsunga. Hún hafði háa granna fætur, eins og blendings- konur hafa oft, Ibilið milli augnanna langt og dökkir baugar undir þeim. Hún var i senn litil fyrir mann að sjá og þó virtist hún svo undarlega stolt. „Hún á að fara aft. I til Bettesonshjónanna”, sagði Paterson. „Gott, þér komið með okkur”. Hún brosti dauft og sljólega til hans, settist siðan inn i bilinn og Brain lokaði hurðinni. „Það er svei mér heppilegt, að þér eruð ekki mjög fyrirferðarmikil”, sagði Betteson og færði sig út aö glugganum til þess að hún kæmist fyrir á milli þeirra. Eins og til áre'ttingar,sagði frú Betteson enn einu sinni: „Já, en engillinn gæti sem bezt setið i keltu minni! Það gerði ekki nokkurn hlut til”. Þegar ungfrú Alison hafði komiö sér fyrir,og billinn var farinn að þumlungast gegnum flóttamannastrauminn, sem likt og blóm lýtur undan vindi, sneru sér við og horfðu á bilinn um leiö og hann fór framhjá, tók Betteson eitthvað upp úr þeim jakkavasa, sem að ungfrú Alison sneri og laumaði þvi yfir i hinn vasann, þar sem hann fór lengi bliölega höndum um það. Þetta var bronsbúddann sem Paterson hafði i reiði sinni kastað út á flötina um leið og hann öskraði eitthvað um, að þannig þarflaust drasl o.s.frv. Betteson gat ekki að þvi gerbað honum fannst hann aldrei hafa haft meiri þörf fyrir það en einmitt nú. Sannleikurinn var sá, að þetta var gæfustytta. 6. Kafli. Tuesday vaknaði snemma næsta morgun og reyndi strax að átta sig á þvi, hvar þau væru stödd. Það eina, sem hann gat miðað við voru fjöll- in, þau vissi hann, að voru i norðurátt. Þau litu út eins og óreglulegir stálkubbar, sem tóku á sig bláan blæ undir himninum, sem ennþá bar geislandi glampa morgunroðans. Bilunum hafði verið ekið út af vegin- um og lagt á sviðnum risakri. Þau höfðu ekki tjaldað, vegna þess að komið hafði verið langt fram á nótt. Umhverfis þau var sléttan, eyðileg og hvitgul, nema þar sem kjarr eða bambuslundur sást á þessu tilbreytingalausa svæði af risökrum, sem annaðhvort voru skrælnaðir af sólskininu eða höfðu nýlega verið slegnir. Kringum vatnsbólin uxu pálmar, sem liktust teiknuðum vönd- um. Viö næsta vatnsból skálmuðu tveir hegrar, þeir voru pervisnir og þreytulegir. Svo virtist sem þeir hefðu setzt að þarna af ótta við að vera orðnir villtir. Þegar Tuesday hafði náð áttunum, var hann fullkomlega öruggur og rólegur. Hann þekkti landslagið hér eins og handarbakið á sér og hafði oft farið með Paterson miklu lengra norður. Tuesday leit á þessa ferð eins og skemmtiferð i likingu við þær, sem hann hafði svo oft farið með Paterson. Hins vegar var honum vel ljóst, að voveiflegir atburðir voru að gerast fyrir sunnan, þar sem Japanirnir ruddust fram. Honum hafði skilizt á Paterson, að striðið hefði tekið mjög alvarlega stefnu — það hlaut að vera rétt úr þvi að Paterson sagði það. En lif Tuesdays snerist um Paterson og hann hafði ekkert breytzt. Tuesday leit á það sem sitt hlutverk að aðstoða, þjóna, hlýða og hlifa Paterson án tillits til þess, hvað á gekk. Það var ekki minnsti vafi eða hik i huga Tuesdays um þetta sjónarmið. Hann hafði sofið undir bilnum nokkra tima og þegar hann skreið út úr svefnstað sinum, varö hann mjög undrandi að sjá, að frú Betteson var þegar á fótum. Hún stóð og horfði á sólina, sem var rétt komin upp fyrir fjallsbrúnina, en þegar hún kom auga á drenginn, baðaði hún út höndunum. „O! Ertu þarna! Er ekki yndislegt hér? Þetta er dásamlegur staður. Rétt eins og við værum i skógarferð!” Drengurinn kinkaði kolli og brosti. Hann hafði ekki f hyggju að láta þessa skrýtnu frú Betteson yfirbuga sig. Þegar allt kom til alls var hún ekkert skrýtnari en hitt hvita fólkið. Þótt hún flissaði alltaf og baðaði út öllum öngum, var það ekki svo athyglisvert, þannig var heilmargt af hvita fólkinu. „Hvað ætlar þú nú að gera?” „Kveikja bál,” svaraði hann. „Morgunmatur.” „Prýöileg hugmynd! En get ég ekki hjálpað þér? Getur þú ekki látið mig gera eitthvað?” „Jú, ef þér viljið,” svaraði hann. Litlu seinna var hún á leið út á rykugan akurinn i leit að þurrum ris- plöntum og bambussprekum, sem höfðu borizt þangað með stormin- um. Af og til leit hún við til að fylgjast með umferðinni, sem var eins og jafn straumur i norðurátt, nokkur hundruð metra frá bilunum. Hún hafði ekki getað sofið vegna hávaðans af umferðinni. Flatir vagnar með bufflaeyki, háhjólaðar uxakerrur reiðhjól handvagnar og hjólbör ur og fótgangandi — endalaus, óstöðvandi hersing á leið norður. Konur með börn á bakinu, skreflangir menn, sem skálmuðu eftir rykugum sandveginum, berandi stóreflis körfur á höfðinu. Oðru hvoru kom bill, sem flautaði sig áfram framhjá annarri umferð. Um siðir, þegar frú Betteson kom til baka, var Tuesday þegar búinn að kveikja eld og hafði sett ketilinn yfir. Paterson var kominn á stjá, og þarna kom burmanska telpan rogandi með einn af nestiskössunum úr farangursrýminu i bilnum hans Pater- sons. Lárétt Lóðrétt 2) Tóm.- 3) Ók,- 4) Lum.- 5) 1) Land,- 6) Lukka,- 8) Glápa,-7) Óskir,-9) Óra,-11) Reykja,- 10) Svar,- 12) Leit,- Akk,- 15) Nöf,- 16) Æpa,- 18) 13) Útan,-1) Vond,-16) Spýja,- gT - 17) Borði,- 19) Timi,- Loðrétt 2) Fæða,- 3) Viðurnefni.- 4) Æða,- 5) Blómið.- 7) Dýr.- 9) Andi.- 11) verkiaéri - 15) Dreg úr,- 16) Veinin,- 18) Röð-.- Ráðning á gátu No. 1257 Lárétt 1) Stóll.- 6) Óku,- 8) Lóm,- 10) Mas,- 12) Ar,- 13) KK,- 14) Pan,- 16) Æki,- 17) Osp,- 19) Oftar,- HVELL G E I R I Þriðjudagur 14. nóvember 1972 11!(Iilii i ÞRIDJUDAGUR 14. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15( og for- ustugr.dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir heldur áfram að segja sögu sina „Helgi stendur i striðu” (2) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Jóhann J.E. Kúld og Ingólfur Stefánsson ræð- ast við um saltfiskverkun. Morgunpopp kl. 10.40: The Guess Who syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- piiiturabb (endurt. þáttur Þ.H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Bjallan hringir. 15.00 Miödegistónleikar: 16.00 Fréttir 16.25 Popphornið Þorsteinn Sivertsen kynnir 17.10 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litla” eftir Stcfán Jónsson. Gisli Halldörsson leikari les (10) 18.00 Léttlög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir.Tilkynningar. 19.20 Frcttaspegill. 19.35 Umhverfismál. 19.50 Barnið og samfélagið. Jón Karlsson sálfræðingur talar um áhrif óttans á sálarlif barna. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni i Lourdes á þessu ári 21.40 íþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 22.00 Fréttir Rannsoknir og fræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson talar við Pál Skúlason prófessor i heimspeki. 22.45 Harmonikulög Harmon- ikuklúbburinn i Sundsvali leikur. 23.00 A hljóðbergi Réttarhöld- in yfir prestunum Daniel og Philip Berrigan og sjö öðr- um kaþólskum mótmælend- um gegn Vietnam-strlðinu fyrir sakaréttinum i Balti- more. Meðlimir Centre Theatre Group flytja efnið, sem byggt er orðrétt á mál- skjölum Siðari hluti: Yfir- heyrslur hinna ákærðu, ræður sækjenda og verj- enda, dómur. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Ashton-f jölsky ldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 29. þáttur. óvæntur endurfundur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.25 A valdi fiknilyfja. Umræðuþáttur og kvik- mynd um vanabindandi lyf og misnotkun þeirra. Umræðum stýrir Markús örn Antonsson, en aðrir þátttakendur eru Asgeir Karlsson, læknir, Jón O. Edwald, lyfjafræðingur og Kristján Pétursson, deildarstjóri i tollgæzlunni á Keflavikurflugvelli. Inn i umræðurnar verður felld brezk fræðslumynd um þetta geigvænlega vanda- mál. 22.25 Frá Listahátið ’72. Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur „Louis- ville-konsertinn” eftir Hild- ing Rosenberg. Stjórnandi Síxten Ehrling. Einleikari John Lill. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.