Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 16
Haukar leika í l.deild í vetur - sigruðu Gróttu í báðum aukaleikjunum um 1. deildarsætið. 1. deildin hefst á miðvikudaginn, þá leika Ármann - Valur og KR - ÍR llaukar tryggðu sér rétt til aö leika i 1. deild i vetur, meö þvi aö sigra Gróttu i siöari leik iiöanna á sunnudagskvöldið 29:15. Fyrri ieikinn unnu llaukar 17:9. I>aö leit út fyrir, aö leikurinn yrði marka- laus á sunnudagskvöldiö- þaö var ekki fyrr cn á S. min., aö Elias Jónsson skoraði fyrir Hauka, sið- ar bættu Haukar tveimur mörk- um við. A II. min. kom svo fyrsta mark Gróttu, það var Halldór Kristjánsson, bezti leikmaður Gróttu, sem það gerði. Fyrri hálf- lcik lauk meö 12:10 fyrir Hauka. Halldór hjá Gróttu skoraöi sex mörk fyrir Gróttu i fyrri hálf- iciknuni. Þaö var eins og Gróttuliöiö hefði gefizt upp i byrjun siöari hálfleiks — Haukar skora fjögur fyrstu mörkin og staðan oröin 16:10. — Siðan komast þeir i 19:11, þá skorar Grótta og Hauk- ar svara með fjórum mörkum 23:12. Leiknum lauk svo með yfir- burðasigri Hauka 29:15. Með þessum sigri tryggði Haukaliðið sér sætið, sem liðið missti siðast- liðinn vetur i 1. deild. Haukaliðið var betra,og á það miklu meira erindi i 1. deildina en Grótta. Bezti maður Hauka i leiknum var Elias Jónsson, sem skoraði 9 mörk. Þá áttu mark- verðir liðsins góðan leik. Mörk Hauka skoruöu þessir leikmenn: Elias 9, Sturla og Þórður fjögur hvor, Ólafur og Guðmundur þrjú hver Stefán og Sigurður tvö hvor, Svavar og Sigurgeir eitt hvor. Halldór Kristjánsson var bezt- ur hjá Gróttu, hann skoraði sjö mörk i leiknum. Mikla skotgleði i leiknum sýndi Þór Ottesen, en árangurinn var ekki mikill, hann skoraði aðeins tvö mörk. Aðrir, sem skoruðu.voru þessir: Grétar 4. Kristinn og Guðmundur eitt hvor. Islandsmótið i handknattleik byrjar á miðvikudagskvöldið næst komandi (annað kvöld)? þá llér á myndinni sést Elias Jónsson, einn bezti leikmaöur Hauka, skora mark af linu gegn Gróttu á sunnudagskvöldiö. (Timamynd Gunnar). verða leiknir tveir leikir i 1. deild og fara þeir fram i Laugardals- höllinni. Fyrri leikurinn verður á milli Ármanns og Vals, og hefst hann kl. 20.15. Siðari leikurinn verður á milli KR og ÍR. Það má búast við skemmtilegum leikjum, eins og alltaf, þegar Islandsmótið hefst, en góð byrjun hjá liðum getur verið dýrmæt i baráttunni um toppinn og botninn. Mótið heldur svo áfram á sunnudaginn, en þá leika Viking- ur og Haukar fyrri leikinn og KR — FH þann siðari. Við munum segja nánar frá leikjunum, liðum og spá um 1. deildina á siðunni á morgun. Sá hún markiö?... Hér á myndinni sést hin kraftmikla Arnþrúöur Karlsdóttir, kasta sér inn I vitateiginn hjá KK og senda knöttinn örugglega i netiö. Arnþrúður er nú markhæst i Reykjavikurmótinu. (Tímamyndir Gunnar) ÞRJÚ LIÐ í SÉRFLOKKI I KVENNAHANDKNATTLEIK - Fram, Valur og Ármann sigruðu örugglega á sunnudaginn. Þessi þrjú lið koma til með að berjast um kvennamótin f vetur Þrir leikir voru leiknir i meist- araflokki kvenna i Reykjavikur- mótinu i handknattleik á sunnu- daginn. Leikirnir voru nokkuö ójafnir og er greinilegt aö Fram, Valur og Armann eru I sérflokki i kvennahandknattleik. Þessi þrjú liö léku á sunnudaginn og sýndu þau, aö þaö veröa þessi lið sem keppast um kvennamótin I vetur. Hin þrjú Keykjavíkurfélögin, KR, Víkingur og 1R, cru svipuö að styrkleika —liöin eru skipuö ung- um stúlkum sem koma til i iþrótt- inni, ef rétt er haldið á spööunum. Fram sigraði KR I fyrsta leikn- um á sunnudáginn með fjögurra marka mun. KR-liðið byrjaöi leikinn með geysilegum hraða, hraða sem ekkert annað kvenna- lið getur leikiö eftir — knötturinn var látinn ganga, en þaö var lika það eina. Skot að marki þekkist varla hjá KR-liðinu, en ef liðið fær góða skotmanneksju, þá getur það náð langt. Að visu eru tvær ungar stúlkur i liðinu, sem eiga aö geta skorað sitt hvor tvö til þrjú mörk i leik, ef þær eru rétt notað- ar — þessar ungu stúlkur eru Hjördis Sigurbjörnsdóttir og Emelia Sigurðardóttir. Framliðið skoraði þrjú fyrstu mörkin i leiknum og uer það Arnþrúður Karlsdóttir, sem þau gerði — Adda, eins og hún er kölluð, hefur sjaldan verið betri, en einmitt nú. Eftir mörkin jafnaðist leikurinn, sem endaði með sigri Fram 7:3. Mörk Fram i leiknum, skoruðu þær Arnþrúður 3, Halldóra Guð- mundsdóttir 2, Jóhanna Halldórs dóttir og Oddný, eitt hver. Mörk KR.skoruðu: Kristbjörg, Hjördis og Sigþrúður Helga Magnúsdótt- ir, enhúnlék sinn fyrsta leik meö KR, lék áður með Viking og Völsungum. Sigurjóna Sigurðardóttir, lék sinn 100. leik með Val, þegar liðið mætti Viking. Valsliðið sigraði Vikingsliðið, sem fer fram með hverjum leik, 8:3. Bezt hjá Val, var hin örugga Elin Kristinsdótt- ir, sem er okkar allra sterkasta linukona — hún skoraði þrjú gull- falleg mörk af linu. Þá átti vinstrihandarskyttan Björg Jóns- dóttir (áður Völsungum), góðan leik og skoraði tvö mörk með langskotum. Aðrar i Valsliðinu, voru þær Harpa (2), Sigurjóna eitt. Fyrir Viking skoruðu þær Guðrún Hauksdóttir, Guðrún Helgadóttir og Þórdis Magnús- dóttir (systir Jóns Hjaltalin Magnússonar- Þórdis á að geta skorað meira, þvi aö hún er nokk- uð skotföst — með meiri æfingu, Staðan: Staðan er nú þessi i meistara- flokki kvenna i Reykjavikurmót- inu. Leiknir hafa verið niu leikir og er Fram og Valur einu tap- lausu liðin, þau koma til með að berjast um Reykjavikurmeist- aratitilinn i ár eins og undanfarin ár. Þó getur Armann blandað sér i baráttuna. Fram Valur Armann KR Vikingur ÍR 3 3 0 0 3 3 0 0 3 2 0 1 3 10 2 3 0 0 3 3 0 0 3 22:8 6 20:7 6 15:6 4 15:18 2 6:17 0 7:21 0 Markhæstu stúlkurnar: Arnþrúður Karlsd., Fram 9 Oddný Sigursteinsd., Fram 8 Elin Kristinsdóttir, Val 6 Hjördis Sigurbjörnsd. KR 6 Erla Sverrisdóttir, Arm. 5 Ólöf Einarsdóttir, 1R 5 verður hún fljótlega orðin okkar bezta langskytta-. Það getur fátt stöðvað Armannsliðið, þegar það leikur eins vel og gegn IR. Þegar lang- skyttur liðsins koma sér til að skjóta á markið, láta mörkin ekki biða eftir sér. Erla Sverrisdótir, skoraði fjögur stórgóð mörk með langskotum, sem hún á að gera meira af i leikjum — þá má Katrin Axelsdóttir einnig skjóta meira. Armannssigur var aldrei i hættu gegn IR og lokatölur leiks- ins urðu 10:2. Mörk Armanns, skoruðu þær Erla 4, Sigriður Rafnsdóttir 2, Guðrún Sigurþórs- dóttir 2, Katrin og Auður Rafns- dóttir, eitt hvor. Þrjár systur leika með Armannsliðinu og er það frekar sjaldgæft i flokka- iþróttum — það eru þæ'r Ingi- björg, Auður og Sigriður Rafns- dætur. Eftir að hafa séð leiki kvenna- liðanna á sunnudaginn, fór maður að velta þvi fyrir sér, hvar Völs- ungar stæðu nú i dag i kvenna- handknattleiknum, ef liðið hefði allar þær stúlkur, sem léku með Völsungaliðinu fræga i 2. flokki Nokkrar beztu leikkonur Reykja- vikurliöanna eru fyrrverandi 2. flokksstúlkur úr Völsungum, eins og t.d. þær Arnþrúður Karlsdótir (Fram), Björg Jónsdóttir (Val) og Sigþrúður H. Magnúsdóttir (KR). Ef þessar stúlkur hefðu leikið áfram með Völsungum, þá væri liðið það allra bezta á land- inu. Eitt er það sem setur ljótan blæ á kvennahandknattleik, það er það, að sömu stúlkurnar leika allt af i siðbuxum. SOS. Tveir með 11 rétta Allt af stækkar potturinn hjá getraunum; i siðustu viku var hann kominn upp i 535 þús. Það má búast við, aö hann verði stærri næst, þvi að nú er komin spenna i gctraunirnar. Tveir voru með 11 rétta, þcgar var búið að fara yfir seðlana fyrir 33. ieikvikuna, og fá þeir heppnu 187 þús. á mann. 8 seðlar fundust með 10 rétta og fær sá.sem hefur 10 rétta, 20 þús. Eins og svo oft áður, var nokkuð um óvænt úrslit, fimm jafntefli voru á siðasta seöli, tveir útisigrar og fimm heimasigrar. A morgun munum við birta stööuna i 1. og 2. deild, þá kemur nýr spámaöur fram i sviðsljósið — það er að sjálfs- sögðu Man. Utd. aödáandi, en eins og menn vita.þá sigraði Man.Utd. toppliðið Liverpool 2:0. Björg Jónsdóttir, vinstrihandar- skytta Vals, skoraði tvö góð mörk gegn Viking — bæði meö lang- skotum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.