Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 14. nóvember 1972 TÍMINN 17 - Sir Ramsey hefur valið 16 leikmenn, sem leika gegn Wales A morgun lcikur enska lands- liðið gegn Wales i Cardiff. Leikur- inn er fyrsta hindrunin, sem enska liðið þarf að yfirstiga til að endurheimta heimsmeistaratitil- inn i knattspyrnu. Leikur Eng- lands og Wales er nokkuð merki- legur — það verður i 100. skipti, sem Sir Alf Ramsey hljóðláti maðurinn”, stjórnar enska lands- liðinu. Sir Alf Ramsey hefur verið umdeildur maður undanfarin ár, sérstaklega fyrir og eftir heims- meistarakeppnina i Mexikó 1970. Rainsey var á sinum tima frægur knattspyrnumaður, lék með Southampton og Tottenham einnig lék hann :I2 landsleiki fyrir Eng- land og skoraði i þeim þrjú mörk. Þá varð Ramsey frægur, þegar hann var framkvæmdastjóri Ips- wich, kom liðinu upp i 1. deild úr þriðju á þremur árum.og Ipswich sigraði 1. deildina sitt fyrsta ár i henni 1961-62. 1963 gerðist Ramsey „einvald- ur” enska landsliðsins og fór að endurbyggja það fyrir heims- meistarakeppnina i Englandi 1966. Við skulum lita á feril Ramsey með landsliðið og segja frá honum i stuttu máli: Ramsey fór ekki vel af stað með enska landsliðið/i febrúar lék liðið undir hans stjórn gegn Frakklandi i Paris, en leikurinn En Ramsey fékk uppreisn stuttusiðar, þá var hann búinn að gera breytingar á liði sinu. Hann var búinn að taka Banks (Leicester, nú Stoke), Gordon Milne (Liverpool), Terry Paine (Southampton) og Eastham (Arsenal, nú Stoke). Mótherjar Englands voru Tékkar, sem lentu i þriðja sæti i HM i Chile. Leikur- inn fór fram i Bratislava og lauk með sigri enska liðsins 4:2. Sigur- ganga Ramsey var þá að hefjast. Næst var leikið gegn Sviss i Basle, þar lauk leiknum með stórsigri enska liðsins 8:1. Enska liðið var heldur betur komið á skrið keppnistimabilið 1963-64; þá lék liðið gegn Wales i Cardiff (4:0), N-lrlandi (8:3) og Uruguay (2:1) á Wembley, Portugal (4:3) i Lissabon frlandi i Dublin (3:1) og U.S.A. i New York (10:0). Sem sagt sex sigurleiki og markatalan i þeim 31:8. Fyrsta enska landsliðið, sem fór i keppnisferðalag undir stjórn Ramsey, var skipað þessum leik- mönnum: Banks, Armfield (Blackpool), Cohen (Fulham), Thomson (Wolves) og Wilson (Huddersfield), bakverðir. Tengiliðir voru þeir Milne (Liver- pool), Norman (Tottenham) og Moore (West Ham). I framlin- Framhald á bls. 19 var liður i Evrópukeppni lands- liða. Frakkland sigraði 5:2, sem var mikill sigur — liðið, sem Ramsey tefldi fram, var nær óbreytt lið frá heimsmeistara- keppninni i Chile 1962. Aftur fékk enska liðið, undir stjórn Ramsey, kjaftshögg i mai 1963, þegar iiðið tapaði 1:2 fyrir Skotum i Wembley. „Hljóðiáti maðurinn” — Sir Alf Ramsey stjórnar enska landslið- inu i 100. sinn á morgun. BOBBY MOORE... fyrirliði enska landsliðsins, Hann hefur leikiö 97 landsleiki og er eini leikmaðurinn i liði Ramsey I dag, sem lék með fyrsta liðinu, sem hann stjórnaði. Enska knattspyrnan: Ted MacDugall og félagar uðu sigurgöngu Liverpool stöðv- - Bobby Charlton lék sem bakvörður og stóð sig fróbærlega. Burnley tapaði sínum fyrsta leik Sá leikur. sem augun beindust aðallega að á iaugardaginn, var ieikur Manchestcr Utd. og Liver- pool, sem var leikinn á Old Traf- ford i Manchester. Þar tókst Ted MacDougall og félögum að stöðva sigurgöngu Liverpool. Það fór ánægjukliður um hina 60 þús. áhorfendur á Old Traffordvelli, þegar MacDougall, sendi knött- inn fram hjá Clemence, mark- verði Liverpool,á 15. min. siðari hálfieiks.og var þá staöan 2:0 fyrir „snillingana”. Fyrra mark- ið skoraði Davies i fyrri hálfleik, og átti „Makki hnífur” mikinn þátt i þvi marki. Manchester átti mikið meira i leiknum.og könnuð- ust áhorfendur nú við leikmenn iiðsins, sem éru að komast i sinn gamla ham, — sigruðu Liverpool og gerðu jafntefli gegn Leicester um siðustu helgi. Vörn Man. Utd. álti góöan leik, cn þar i farar- broddi var Bobby Charlton — Bobby lék sem bakvörður,og átti hann i þessari nýju stöðu sinni lireint frábæran leik. Hann hélt Toshack og félögum algjörlega niðri (þvi miður Villi minn). Gibb hjá Newcastle var ekki lengi inn á i leik liðs sins gegn Birmingham. Hann skoraði fyrsta mark leiksins, eftir aðeins 61 sek. —en um leið rakst hann á markvörð Birmingham, Kelly.og þurfti hann þá að yfirgefa leik- völlinn, St. James Park. Hin mörkin i leiknum skoruðu þeir Howard og McDonald. Annar markvörður lenti i ástimi á laugardaginn, það var McAlister hjá Sheffield Utd., en hann lenti á Alan Clark, þegar Clark var aö skora sitt annað mark i leiknum. McAlister þurfti að yfirgefa leik- völlinn/fór þá Woodward i markið og varði mjög vel. Mark Sheff. Utd. i leiknum skoraði David Ford. Oll mörkin komu i siðari hálfleik. En áður en við höldum Bobby Charlton... lék sem bak- vörður og stóð sig vel gegn Toshack og félögum. áfram, skulum við lita á úrslitin á siðasta getraunaseðli: x Chelsea—Leicester 1:1 1 Coventry—West Ham 3:1 x Derby—Crystal Palace 2:2 2 Everton—Man.City 2:3 1 Leeds—Sheff. Utd. 2:1 1 Man.Utd.— Liverpool 2:0 1 Newcastle—Birmingh. 3:0 x Norwich—Ipswich 0:0 x Stoke—Southampton 3:3 x Tottenham—W.B.A. 1:1 2 Wolves—Arsenal 1:3 2 Bristol—Q.P.R. 1:2 „Barónarnir” frá London höfðu heppnina með sér, þegar þeir heimsóttu Wolverhampton og léku þar gegn Úlfunum á Moli- neux. Staðan þar var 1:1 i hálfleik — Richard fyrir heimamenn, en Radford fyrir Arsenal. Staðan var sú sama(þegar fjórar minútur voru til leiksloka; þá skoraði Radford fyrir Arsenal og min. siðar bætir ungi Skotinn Peter Marinello, þriðja markinu við fyrir Arsenal. Coventry er heldur betur búið að ná sér á strik,og leikmenn liös- ins falla mjög vel saman. Þeir áttu ekki i erfiðleikum með West Ham. sem kom i heimsókn á Hig- field Road — þrisvar sinnum hömruðu þeir knöttinn i netið hjá „Hammers”. Það voru nýju leik- mennirnir, Tom Hutchinson (áður Blackpool) og Stein (Glasgow Rangers), ásamt Alderson, sem gerðu mörkin. Það var enginn „klassi” yfir leik Norwich og Ipswich — leikur-, inn var stórt núll, og kurr og óánægjukliður var allan leikinn út á áhorfendapöllunum á Carrow Road. Það voru ekki óánægðir áhorf- endur, sem yfirgáfu heimavöll Stoke, Victoria Ground — þeir fengu að sjá spennandi leik og helling af mörkum. Fyrst skoraði Smith fyrir heimamenn, en Channon jafnaði fyrir Dýrlingana og Davies kom þeim yfir 1:2. Þá skoraði Ritchie fyrir Stoke. Aður en leiknum lauk, skoruðu liðin sitt hvort markið. Stekes fyrir Sout- hampton og Conroy fyrir Stoke. Henry Newton hafði ekki heppnina með sér gegn Leeds á laugardaginn. — Ahorfendur, sem fylltu heimávöll Everton, Goodison Park urðu vitni að þvi, þegar hann skoraði sjálfsmark. Mark, sem dugði Leeds til sigurs. Stjórnar sínu 100. landsliði á morgun Landsliðsmaðurinn Lee hjá City var óstöðvandi gegn Everton —, og þegar hann hrekkur i gang, láta mörkin ekki biða eftir sér. Lee skoraöi bæði mörk City, en mörk Everton, skoruðu þeir Belfitt og Connolly. Don Rogers er heldur betur kominn á skotskóna i 1. deildinni. Hann lék annan leik sinn meö Crystal Palace, þegar liðið heim- sótti Derby og lék þar á litla vell- inum, The Baseball Ground. Að sjálfsögðu skoraði hann annað mark sitt með sinu nýja liði — um siðustu helgi skoraði hann sigur- mark gegn Everton. Rogers, sem var keyptur frá Swindon fyrir 150 þús„ pund er nú á góðri leið með að borga þau til baka — þrjú stig i tveimur leikjum, siðan hann fór að leika með Palace. Hitt markið fyrir Palace skoraði Craven úr vitaspyrnu. Mörk meistaranna skoraði Powell og Hinton. öll mörk leiksins voru skoruð i fyrri hálfleik. Tottenham tókst ekki að sigra WBA á heimavelii sinum,White SOS: Hart Lane. Mark Tottenham skoraði Chivers. öðru Lundúnar- liðiChelsea tókst heldur ekki að sigra á heimavelli sinum,Stam- ford Bridge. Burnley tapaði sinum fyrsta leik á keppnistimabilinu á laugardaginn þegar Lundúnarlið- ið Orient kom i heimsókn á Turf Moor. Þetta litlaLundúnarlið sem er i fallhættu, kom, sá og sigraði. Annars sigruðu öll neðstu liðin i 2. deild. Lundúnarliðið QPR, sem allir spá 1. deildarsæti, sigraði Bristol City á Ashton Gate 2:1. Mörk QPR skoraði Givens, en mark heimamanna skoraði Bart- ley. 18 leikmenn voru bókaðir i deildunum fjórum á laugardag- inn og tveir urðu að yfirgefa völl- inn. Markverði Huddersfield, Wood.var visað útaf gegn Swind- on á County Ground.þegar hann mótmælti vitaspyrnudómi. Þá varð skozki landsliðsmaðurinn Hugh Curran hjá Oxfod,(áður Norwich og Wolves), að yfirgefa leikvöll Sheff.W. Hillborough. Úrslit leikjanna i 2. deild urðu þessi: Aston Villa—Blackpool 0:0 Bristol City—QPR 1:2 Burnley—Orient 1:2 Cardiff—Notts.Forest 2:1 Carlisle—Sunderland 4:3 Hull—Fulham 2:2 Millwall—Brighton 3:0 Portsmouth—Luton 2:2 Preston—Middlesbo rgh 0:1 Sheff.W.—Oxford 0:1 Swindon—Huddérsfield 1:1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.