Tíminn - 15.11.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 15.11.1972, Qupperneq 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÉMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 2>A<i<te/U»cfa/t á/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 - Loftfararnir að máta faUhlífar á Keflavikurflugvelli. — Timamynd Gunnar. Nú veltur allt á Loftferðaeftirlitinu: Veiti þeir samþykki sitt í dag gæti flugtak orðið á morgun Stp—Reykjavik. — Við hittum Sigurð Jónsson, forstjóra Loftferðaeftirlitsins, að máli i morgun varðandi flugfar- leyfið.og tók hann okkur mjög vel. Sagðist hann hafa áhuga á hug- mynd okkar og myndi reyna allt sem hann gæti, til þess að við Litlu munaði í Hvalnesskriðum GA—Breiðdalsvik 14/11 Minnstu munaði i dag, að bill frá Hornafirði færi fram af veginum i Hvalnesskriðum, en þar er hátt niður og snarbratt. Lenti billinn I hálku og rann til og tókstbilstjóranum, sem var einn i bilnum, aö stööva hann á brún- inni, en þá héngu framhjólin i lausu lofti. Var billinn á suðurleið austan af fjörðum. Hér er fremur rólegt um þessar mundir eftir sláturtiðina. Veður er bjart en kalt og dálitill snjór. Vegir munu að mestu færir i allar áttir. fengjum leyfi til flugs. Þó tók hann fram, að hann teldi okkur hafa valiö óhentugan árstima. Hann sagöi, að ef við kæmum með skýrslur um loftbelginn og allan hans búnað til Loftferða- eftirlitsins, myndu þeir að öllum likingum gefa út takmarkað flugleyfi, sem notað væri i til- fellum eins og þessum, flugi á loftbelgjum, girókoptum og þess háttar, sem ekki er flogið nema endrum og eins. Þetta höföu loftbelgssmiðirnir að segja fréttamanni, er hann hitti þá að máli i gærkvöldi. Eftir hádegi i gær fóru þeir félagar suður á Keflavikurflug- völl til þess að hitta kunningja sina og hjálparmenn þar, sem verið hafa einkar áhugasamir frá upphafi þessa máls. Erindið var annars að ganga frá samkomu- lagi við Varnarliðið varðandi öryggismálin, um að Varnarliðið láti þeim i té ýmis öryggistæki, svo sem búninga, fallhlifar, hjálma, björgunartæki og sendi- tæki. Og einnig samkomulagi um, að Varnarliöið verði til taks, ef eitthvað kemur fyrir á fluginu og hafi eftirlit meö þeim. Suöur á Velli i gær prófuðu hinir væntanlegu loftbelgsflugmenn þessi tæki, settu á sig fallhlifarnar (sem eru 20-25 pund) með miklum tilburðum og fóru i búningana, en það eru vatnsþéttir flugmannabúningar og má geta þess, að Holberg, Der FQhrer, á einmitt slikan búning og hefur synt i honum bæði i sjó og ám. Þeir, sem mest höfðu með málið að gera á Keflavikurflug- velli, voru Commander Pile, sem sá einkum um útvegun á öllum tækjum, og Burn, sem er lög- fræðilegur ráðunautur Varnar- liðsins. Þá sýndi Marshall Thayer, blaðafulltrúi Varnar- liðsins.mikinn áhuga á allri fram- kvæmdinni. Má geta þess, að loft- belgsmenn hafa boöið þessum mönnum og fleirum, er hjálplegir hafa verið, að vera viöstaddir, er loftbelgurinn fer á loft frá Sand- skeiði. 1 dag ráðgera þeir félagar að fara aftur suður á Völl og taka þá Frh. á bls. 15 Öræfingar á dans leik á Klaustri — voru aðeins tvo tíma hvora leið ÞÓ—Reykjavik. Það mun vera nýlunda, að öræfingar fari vestur yfir Skeiðarársand á dansleik. Þetta gerðist þó siðastliðinn laugardag, en þá héldu 14 ungir öræfingar vestur yfir sandana og fóru á dansleik á Kirkjubæjarklaustri um kvöldiö. Siðan var gist á Klaustri ,um nóttina og haldið heim i býti á sunnudagsmorgun, og gekk feröin austur ágætlega. Einn þeirra, sem sótti dansleik- inn á Kirkjubæjarklaustri, er Ari Magnússon frá Hofi i öræfum. Hann sagði, er við ræddum við hann, að þetta væri vist i fyrsta skipti, sem öræfingar hefðu farið i slika skemmtiferð vestur yfir sandana. Yfirleitt væri farið i öðrum erindagjörðum, og þá kannski nauðsynlegri. Fjórtánmenningarnir lögðu af stað eftir hádegi á laugardag á tveim Land Rover-jeppum og sóttist ferðin að óskum. Vatnið i Skeiðará var ekki meira en svo að vaöa mátti yfir ána með herkjum i klofháum stigvélum, og þykir það ekki mik- ið vatn fyrir jeppa til aö svamla yfir. Helzti tálminn á leiðinni var, þegar þurfti að brjóta isskör yfir árnar, en það var þó fljótlegt Frh. á bls. 15 Gáfu gróðann Þessi frlði hópur ungmenna er úr 2. bekk A i Réttarholtsskólanum I Reykjavik. Hann gerði sér ferð i bæinn I gær til að afhenda Jóni Asgeirssyni, framkvæmdarstjóra landhelgissöfnunarinnar, peninga- upphæö, sem nam kr. 22.051.50, en peninganna höföu unglingarnir aflaö meö ýmsum hætti til að gefa i landhelgissöfnunina. Héldu þau m.a. dansleik i skólanum, sem þau sögöu sjálf,aö heföi veriö bezta ballið, sem þar heföi veriö haldiö, og einnig gáfu þau hluta af vasapeningum sinum. Þetta er fyrsti skólabekkurinn, sem gefur I söfnunina, sem nú nemur um 20.2 milljónum króna, og væri ánægjulegt ef fleiri unglingar sýndu þessu máli jafn mikinn áhuga og þessi hópur úr 2. bekk A I Kéttarholtsskóla. (Tímamynd GE) Uppreisnarblað gefíð út af Verzlunarskólanemum ,,Kæru, upprennandi okrarar!!” er letraö stórum stöfum fremst I skólablaöi Verzlunarskólans I Reykjavlk, Viljann: „Farþegar! Stöndum saman aö uppreisn á hinum miglekandi Mammonsdalli”. Siðan er haldið áfram: „Nýjum farþegum (svonefnd- um busum) vil ég óska til hamingju með inngöngu sina um borð, um leið og ég vona, að þeir verði okkur hinum þrælunum til stuðnings við að troða upp i rifurnar, sem myndazt hafa undir aga skip- stjórnar”. Á næstu siðu er þvi lýst, hvernig stjórn skólans er skipuð. „V.I. er sjálfseignar- stofnun undir stjórn verzlunarráðs Islands. Þetta ráð kýs svo árlega fimm manna nefnd — svokallaða „skólanefnd... En hverjir skipa svo þessa „nefnd”? (Samkvæmt forskriftinni koma ekki aðrir til greina en stórbissnismenn og fyrr- verandi nemendur og „velunnarar skólans” A baksiðu ellefu er mynd af fjórum nemendum, núverandi og fyrrverandi trúnaðar- mönnum félagssamtaka i skólanum, þar sem þeir standa álútir með hendur á baki likt og fangar, sem látnir eru grúfa sig við múr. Yfir- skriftin er: „Veslingar”, en undir stendur „Stöndum sam- einuð”. Þetta er aðeins litið sýnis- horn þess, sem þetta skólablað flytur, og hefði slikt einhvern tima þótt tíðindi til næsta bæjar. Verður ekki önnur ályktun dregin en uppreisnar- ástand riki I skólanum, enda er hvað eftir annað hrópað há- stöfum á byltingu I blaðinu: „Þið útsofnu, magafullu ves- lingar! Vaknið og hristið af ykkur slénið. „Byltingin er hafin”. Hinir kúguðu risa gegn hinum gráklæddu herrum I hvituskyrtunummeö svörtu bindin”. Upphaf greinar, sem heitir „Lausnin”, er á þessa leiö: „Að svo komnu máli sjáum við aðeins eina lausn á vanda þeim, sem skólinn „okkar” er kominn i. Sú lausn er þjóö- nýting skólans (þaö er.að rikið taki við rekstri og stjórn skólans)”. Um einkafram- takið segir i þessu sama blaöi: „Það sem gerir hið „frjálsa framtak” aðeins aö óraun- hæfum orðum, er aömjögfljót- lega ná „hinir sterkari” ein- okunaraðstæðum, sem svo útilokar alla samkeppnis- möguleika fyrir hina „veikari”. A næstu siðu fær svo „kökubotnahugsunar- háttur” kommúnistalanda sinn afmælda skammt. Þess má geta, að búið var að bjóða blaðamönnum á nemendafund i gærkvöldi, en það var siðan afturkallað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.