Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 15. nóvember 1972 Taflfélag Suðurfjarða sigraði á Skákþingi Austurlands firði. Keppni taflfélaganna á Austurlandi er sveitakeppni, en ekki einstaklingskeppni eins og oftast tiðkast. Úrslit á skákþinginu urðu þau, að Taflfélag Suðurfjarða, sem saman stendur af sveitum frá Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, bar sigur úr býtum með 13 vinninga, i öðru sæti varð sameiginleg sveit frá Borgarfirði og Seyðisfirði með 10 vinninga, i þriðja sæti varð Taflfélag Norðfjarðar með 9 vinninga og Taflfélag Héraðsbúa varð i fjórða sæti með 4 vinninga. Hver sveit var skipuð sex mönnum. A eftir skákþinginu var haldið Hraðskákmót Austurlands, þar var sigurvegari Leifur Jósteins- son, Fáskrúösfiröi meö 16 vinn- inga af 16 mögulegum. Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar gaf ýmsa verðlaunagripi til keppn- innar, og ennfremur var keppt um farandbikar, sem Landsbanki Islands á Eskifirði gaf á sinum tima, og að þessu sinni geyma Suðurfirðingar bikarinn. ÞO-Reykjavik. Skákþing Austurlands var haldið um s.l. helgi á Fáskrúðs- VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: ’240 sm 210 - x - 270sm Aðrar stærðir smlOiiðar eflir beiðnt GLUGGAS MIÐJAN S'ðumúla 12 - S'mí 38220 Laus staða Starf aðalbókara Menningarsjóðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyra störf sendist Menntamálaráði Islands, Skálholtsstig 7, Reykjavik, fyrir 25. nóvember n.k. Menntamálaráð íslands Þráin og leitin Trúarleg ljóð ungra skáldá heitir kver eitt, sem Almenna bókafélagið lætur frá sér fara. Erlendur Jónsson og Jóhann Hjálmarsson völdu. Erlendur segir i formála: „1 þessari bók eru prentuð fjörutiu ljóð ellefu skálda.” „Ljóðin i þessari bók eru fæst trúarljóð i venjulegum skilningi, heldur að- eins trúarleg.” „Ljóðin i þessari bók eiga það sammerkt, að trúar- efni koma fyrir i þeim öllum.” Það er sannast sagna, að ég held að logið sé til um efni bókar- innar með þessum orðum, ef orðin trú og trúarbrögð eru bundin við dularöfl mannlegrar tilveru og áhirfaöfl utan við manninn og efnisheiminn. Stundum tel ég að nöfnin á ljððun- úm hafi villt um fyrir safnendum. Litum t.d. á það, sem Guðbergur Bergsson kallar Sköpunarsög- una: Fyrst var hljómur úr fjarlægð af hlutum, titrandi hljómur i streng. Hljómur, sem barst ekki út en brauzt um i myrkri. I myrkrinu voru allir hlutir til, óþekktir augunum, orðum, unz þeir mörkuðu sér braut. Og sjá: Þeir heimtuðu orð og ljós. Og ljósið fann braut, sól rann upp og morgunn: dýrð, vöknun, sjón. Sjá: Hlutirnir tóku að fæðast i ljósi. Af skynjun: Ljóðið. Ég sé ekki að þessu sköpunar- saga segi neitt um höfund lifsins eða drottinvald yfir þvi. Ég fæ ekki annað séð en það sé tilraun til lýsingar á þvi, hvernig maður- inn lærir að skynja umhverfi sitt og tjá sig að svo miklu leyti, sem þetta er sköpunarsaga er það sköpunarsaga ljóðsins. Og það er óvenjuleg notkun hugtaks að kalla slíkt trúarlegt. Að þvi leyti sem þetta kver er trúarlegt i venjulegum skilningi lætur nærri að ljóð Jóhanns Hjálmarssonar Sálmur, birti það viðhorf, sem algengast er: Það er eitthvað sem ekki grær, eitthvað i trjánum og sólskininu og öllum rökkvuðum súlna- göngum. Það er eitthvað i brjóstum okkar allra, sem við ráðum ekki við, getur ekki gróið. Það er eitthvað, sem við megum ekki glata. Er það návist Guðs? Trú? Það má lika nefna sem dæmi Jól eftir Hrafn Gunnlaugsson: Enn erum við komnir útlendir yfir mörkina færandi gull, mirru og reykelsi enn erum við komnir gegnum kólgu tvö þúsund ára leitum að ljósi og nýfæddu frelsi. en finnum hvergi furðustjörnu lýsa barn reifað og lagt i jötu. Hér er á það að lita, að enda þótt hér sé lögð til grundvallar hin forna helgisaga um stjörnu hins nýfædda konungs og frelsara er þetta ljóð aðeins um þrá manns- ins eftir betra heimi og leit, þar sem ekkert finnst. Svo er viðar i þessari bók, að bibliuleg hugtök og sögur liggja til grundvallar, þó að verkið sjálft geti varla eða ekki talizt trúarlegt samkvæmt þeirri skilgreiningu, sem ég hafði hér á undan. Samt er gaman að athuga þennan samtining og bera saman. Umhverfi Hannesar Péturssonar og Ljóð Þuriðar Guðmundsdóttur túlka vel hið ævaforna viðhorf i lotningarfullri leit að skapara sinum, þar sem maðurinn nýtur sköpunarverks- ins og dáir það. Það er enn veru- leiki og segir til sin þar sem unga kynslððin þráir betri og fegurri heim og leitar hans. Sú þrá speglast næstum þvi á hverri siðu þessarar bókar. Og siðasta ljóðið minnir á Daviðssálma: Þú skalt vera stjarna min Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng i geisla þinum Og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum. Þannig fellur játning Ragn- hidlar Ofeigsdóttur, yngsta höfundar þessarar bókar, saman við hin ævafornu trúarljóð. H. Kr. Leiðsögn inn í íslendingasögur Ölafur Briem gerir hér einkar aðgengilegt yfirlit um Isiendinga- sögur sem bókmenntir. Hann leiðir hjá sér að ræða hugmyndir manna um það, hvort eigi fremur að lita á þær sem skáldskap eða sagnfræði. Þó kemur fram, að honum er ljóst, að höfundarnir manna um það, hvort eigi fremur að lita á þær sem skáldskap eða sagnfræði. Þó kemur fram, að honum er ljóst, að höfundarnir hafa a.m.k að öðrum þræðb litið á verk sin sem frásagnir af mönn- um, sem verið höfðu til. Ég segi, að honum sé það ljóst, þvi að það viðhorf höfunda leynir sér ekki. Hvaða ástæða gat t.d. verið til að segja um mann, sem var hreinn tilbúningur höfundar, að hann hefði verið mann bezt vigur á ts- landi með Gunnari á Hliðarenda? Þeir, sem hafa lesið flest af þvi, sem skrifað hefur verið um forn- sögur okkar á seinni árum, svo sem bækur og ritgerðir Sigurðar Nordals og Einars Ólafs, bæta sennilega ekki miklu við skilning sinn og þekkingu á íslendingasög- unum, þó að þeir lesi þessa bók. Þó skal ég jata það, að þar eru ýmsar bendingar og athuga- semdir, sem ég man ekki eftir að hafa fundið áður. Og óhætt held ég sé að segja, að bókin er létt og skemmtileg aflestrar. Ólafur Briem hefur skrifað þessalbóki þeim tilgangi að benda ungu fólki á hverskonar bók- menntir íslendingasögurnar eru. Það er mjög timabært. Ég held að bók hans sé einmitt vel heppnuð lesbók til glöggvunar á sögunum i heild, bókmenntalega, þó að vitanlega verði að fara fljótt yfir sögu. Höfundur bendir glöggt á það, að sögurnar eru um menn og mannleg örlög og þvi eru þær auðugar að mannlýsingum. Og þó að ástæða væri til að segja miklu fleira um þær, mun þó óhætt að segja, að vel hafi heppnazt að gera grein fyrir höfuðeinkennum þeirra i ekki stærri bók, — 170 blaðsiðum. Ég held að sé óhætt, að mæla með þessari bók Ólafs til lesturs fyrir þá, sem ekki eru orðnir handgengnir tslendingasögunum. Hún mun stytta þeim leiðina til skilnings og auðvelda þeim að njóta þessara fornu sagna. Ókunnugum sýnir hún með glögg- um úæmum, að þar er um lista- verk að ræða, sigild listaverk, meðan mannlegt eðli er umhugs- unarefni. Beztu fornsögur okkar eiga það sameiginlegt með ýmsum fræg- ustu bókmenntum öðrum, að eftir þvi sem menn kynnast þeim betur vakna upp fleiri umhugsunarefni. Ég sakna þess t.d., að Ólafur Briem ræðir ekki nánar um Egilssögu, þó að ég viti, að ekki er sanngjarnt að ætlast til meira af ekki stærri bók. Hvað var höfundi Egilssögu í huga þegar hann skrifaði sögu sina? Var hann einkum að hugsa um einstakling- inn? Hann lýsir i sömu persónu villimannlegum ruddaskap, sem er i ætt við tröllskap og göfugri hetjulund og frábærri andagift. Þó er stórskáldið og hetjan jafn- framt fégjörn smásál, en með skáldskapnum leysir hann höfuð sitt og kveður sig i sáttvið örlög sin. Ætlaði höfundur Egilssögu meðsögu þeirra frænda, aðbirta i spegli eðli og örlög islenzku þjóð- arinnar? Og var hann að hugsa um sjálfstæði þjóðar sinnar og af- stöðu hennar til erlends valds? H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.