Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. nóvember 1972 TÍMINN 5 Geðveiki og tónlist. Hljómsveit, sem stofnuð var fyrir nokkru i Pittsburg i Bandarikjunum, nýtur si- vaxandi vinsælda og er á góðri leið með að slá út ýmsa þá skemmtikrafta, sem hafa þótt fullgóðir til þessa. Hjómsveitina skipa sjúklingar á geðveikra- hæli i Pittsburg, flestir komnir yfir miðjan aldur. Tónlistaráhuginn og starfið hafði mjög góð áhrif á meðlimi hljómsveitarinnar og hefur hún farið i hljómleikaferðir til margra geðveikrahæla og endurhæfingarstöðva fyrir sál- sjúka, og hefur hljómleika- haldið mjög góð áhrif á þá, sem þar þurfa að dvelja. Áheyrendur vita, að þeir sem leika fyrir þá eiga einnig við sálræna örðugleika að striða, en fá útrás i gleði og ánægju hljóm- listarflutningsins og sjá að lifið á sinar björtu hliðar þótt geð- heilsuna bresti. En vinsældir hljómsveitarinnar ná langt út fyrir raðir sjúlinga á geðveikra- hælum. Etið og verið grönn. Hvort sem það er hollt eða ekki, að eta mikið rétt áður en gengið er til hvilu, virðist það litil áhrif hafa á holdarfar viðkomandi. Visindamenn i Sheffield i Bretlandi hafa gert athuganir á fyrirbrigðinu og sannað, að matur sá, sem meltist i svefni, veldur ekki fitu, nema að mjög litlu leyti miðað við það, sem látið er i sig á morgnana eða um miðjan dag. En hversvegna fæðan nýtist ekki i likamanum vita þeir ekkert um. Hita- einingarnar bara hverfa á ein- hvern dularfullan hátt. Við þröskuld dauðans Maðurinn sem heldur stúlkunni á myndinni og miðar byssu á höfuð hennar ruddist inn i bankann i New York, þar sem stúlkan vinnur og gerði til- raun til að ræna hann. Ránið mistókst, en byssumaður greip stúlkuna og hafði hana sem gisl til að komast undan. Er myndin tekin, er hann kom með hana út úr bankanum. Hann dró hana að bil, sem var utan við banka- bygginguna, og miðaði byssunni ávallt á höfuðið. Vegfarendur þorðu ekki að hreyfa legg né lið til að eiga ekki á hættu að stúlkan yrði myrt fyrir augum þeirra. Glæpamaðurinn sleppti stúlkunni um leið og hann var kominn upp i bilinn og hratt henni á götuna og ók á brott. Skömmu siðar skaut lögreglan hann á flóttanum. DENNI DÆMALAUSI Nci, nei, þetta er nýtizkulegur sveitabær. Klósettið er hérna inni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.