Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. nóvember 1972 TÍMINN 7 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.).’Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns), Auglýsingastjóri: Steingrimur. GislaSqiii. ■ Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306, Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — aúglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300., Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- takið. Blaðaprent h.f. Útgjöld ríkisins Það er sifellt umræðuefni manna i sambandi við stjórnmálaumræður bæði fyrr og siðar, að nauðsynlegt sé að sporna gegn ofþenslu i rikis- kerfinu og skipa þar vinnubrögðum sem skyn- samlegast og draga sem mest úr kostnaði við þá þjónustu, sem rikið lætur þegnunum i té. Á hinu leytinu eru svo sifelldar kröfur um meiri þátttöku rikisins i þjónustu og fram- kvæmdum fyrir þegnana, sem kostar mikið fé. Vegna þeirrar aukningar fjárveitinga til félagsmála og félagslegrar uppbyggingar i landinu, sem núverandi rikisstjórn hefur beitt sér fyrir, hafa útgjöld rikissjóðs að sjálfsögðu aukizt. öll þessi mál voru þjóðþrifamál, sem allir flokkar greiddu atkvæði á Alþingi og stjórnarandstaðan lét ekki þar við sitja, heldur kom með yfirboð i öllum þessum málaflokkum og allmörgum öðrum að auki. Siðan hefur stjórnarandstaðan býsnast mjög yfir þvi ábyrgðarleysi rikisstjórnarinnar að láta þessar fjárveitingar valda hækkun á út- gjöldum rikisins, sem hún segir að gangi úr hófi!! í þessum efnum er að sjálfsögðu ekki bæði hægt að halda og sleppa. Hins vegar eru ærinn verkefni fyrir höndum að gera starfssemi ein- stakra þátta rikisbúskaparins og rekstur ýmissa stofnanna rikisins hagkvæmari, ódýr- ari og skilvirkari. Það er liður i þeirri stefnu að beita skipulagshyggju og áætlunarbúskap við uppbyggingu og rekstur þjóðfélagsins. En raunhæfur áætlunarbúskapur tekur sinn tima til undirbúnings og Framkvæmdastofnun rikisins er nánast enn i reifum, enda hefur nú- verandi rikisstjórn ekki setið nema rúmt ár við völd. Fjármálaráðuneytið og Hagsýslustofnun ráðuneytisins hefur unnið að ýmsum verkefn- um að undanförnu, er miða að þvi að gera rekstur rikisins á einstökum sviðum ódýrari. Á þessu ári var lagður niður Vélasjóður rikisins, starfssemi allri var hætt og hús og vél- ar seld. Vélarekstri Landnáms rikisins var einnig hætt og tæki öll seld og allir starfsmenn nú frá þessari rikisstofnun horfnir. Unnið er áfram að þvi að sameina verkstæði rikisins og markvisst stefnt að þvi að starfrækt verði fá en stærri verkstæði, sem geri við tæki rikisstofnana. í þessu sambandi hefur verk- stæðarekstur og birgðahald póst- og sima- málastjórnarinnar, sem dreift er á margar smáar einingar út um hvippinn og hvappinn verið til sérstakrar rannsóknar, en i framhaldi af þvi verður athugað, hvort ekki sé skynsam- legt að gera verulegar skipulagsbreytingar á Pósti og sima með það fyrir augum að gera reksturinn ódýrari og hagkvæmari. Þá er unnið að athugun á vátryggingamálum rikisins, en miklar fúlgur fara úr rikissjóði til vátryggingariðgjalda. Reglur um það, hvaða tryggingar skuli kaupa eru ekki til og mismun- andi mjög frá einni stofnun til annarrar, hvað tryggt er og hvað ekki. í þvi sambandi hlýtur að koma nvjög til álita, hvort rikið sjálft eigi að kaupa tryggingu af öðrum fyrir tjónáhættu sina, eða hvort rikið eigi að bera hana sjálft. Ýmislegt fleira er til athugunar og úrlausnar i þessum efnum hjá fjármálaráðherra og starfsmönnum hans. —TK ERLENT YFIRLIT Tvísýnt hvort Brandt eða Barzel sigrar Það getur oltið mest á fylgi Frjálslynda flokksins KOSNINGABARÁTTAN i Vestur-Þýzkalandi hefur harðnað mjög siðustu dagana og eykur það ekki sizt spenn- una, sem þvi er samfara, að úrslitin þykja mjög tvisýn. Augljóst virðist, að Kristilegi flokkurinn muni fá fleiri at- kvæði en sósialdemókratar, en hinsvegar sé Frjálslyndi flokkurinn liklegur til að verða úrslitalóðið á vogarskálina, ef hann heldur velli. Það er nú mesta spurningin, hvort Frjálslyndi flokkurinn fær þau 5% af heildaratkvæðamagn- inu, sem hann þarf til þess að fá þingmenn kosna. Hann fékk 5.8% i kosningunum 1969, en honum hefur verið spáð um 6% i skoðanakönnunum að undanförnu. Þar sem höfuð- baráttan stendur milli aðal- flokkanna tveggja, kristilegra demókrata og sósialdemó- krata, er hætt við, að frjáls- lyndir demókratar geti misst fylgi til beggja handa og hon- um geti þvi reynzt erfitt að ná þeim 5%, sem hann þarf til að þurrkast ekki út úr þinginu. STJÖRNMALAÞRÓUNIN i Vestur-Þýzkalandi stefnir nú mjög i þá áttina, að þar skap- ist varanlegt tveggja flokka kerfi. Þetta stafar að mestu leyti frá kosningafyrirkomu- laginu, en helmingur þing- manna er kosinn i einmenn- ingskjördæmum, en hinum helmingi þingsætanna er út- hlutað sem uppbótarsætum. Til þess að fá uppbótarsæti, þarf flokkurinn annaðhvort að hafa fengið kjördæmakosinn þingmann, eða 5% af heildar- atkvæðamagninu. 1 siðustu þingkosningum var frjálslyndi flokkurinn eini smáflokkur- inn, sem fullnægði þessu skil- yrði, en alls tóku þá 13 flokkar þátt i kosningunum. Nú taka átta flokkar þátt i kosningun- um, en fimm þeirra eru taldir vonlausir um að fá þingsæti. Af þessum fimm flokkum vekja nýnazistar og kommún- istar mesta athygli. I þing- kosningunum 1969 var mjög óttazt, að nýnazistar næðu 5% markinu og gætu jafnvel orðið úrslitalóðið á þinginu i Bonn. Þeim tókst hins vegar ekki að fá nema 4,3%. Siðan hefur flokki þeirra mjög hnignað og aðalleiðtogi þeirra, sem þá var, Adolf von Thadden, hefur dregið sig i hlé. Hinn nýi for- ingi flokksins er 36 ára gamall lögfræðingur, Martin Muss- gnug. Nýnazistar hafa nú 300 frambjóðendur, en yfirleitt er þvi spáð, að þeir fái ekki öllu meira en 1% af heildarat- kvæðamagninu. Talið er, að meginþorri þeirra kjósenda, sem fylgdu þeim i kosningun- um 1969, kjósi nú með kristi- legum demókrötum og eykur það að sjálfsögðu sigurmögu- leika þeirra. Hefðu þessir kjósendur kosið með kristi- legum demókrötum 1969, hefðu þeir fengið meirihluta á þinginu þá. Kommúnistar ganga nú i fyrsta sinn til kosninga i Vest- ur-Þýzkalandi undir réttu nafni. Þeir láta allmikið á sér bera og skortir bersýnilega ekki fjárráð, enda er talið, að þeir fái riflegan styrk frá kommúnistaflokki Austur- Þýzkalands. Samt er það talið ganga kraftaverki næst, ef þeim tekst að fá um 1% af heildaratkvæðamagninu. . Brandt og Barzel — að ofan Scheel og Strauss — að neðan. EINS OG spáð hafði verið, hafa utanrikismálin og efna- hagsmálin sett aðalsvip á kosningabaráttuna. Sósial- demókratar og frjálsir demó- kratar hafa lagt megináherzlu á þann árangur, sem rikis- stjórn þeirra hefur náð i utan- rikismálum, og hvatt kjósend- ur til þess að veita þeim um- boð til að halda áfram þeirri utanrikisstefnu, sem hafi gef- izt jafn vel. Þessi áróður fellur tvimælalaust i góðan jarðveg og vafalitið hefur hinn nýi samn. um sambúð þýzku rikj- anna styrkt verulega afstöðu stjórnarflokkanna. Kristilegir demókratar hafa tekið þá af- stöðu að segja sem minnst um utanrikismál og m.a. rætt mjög litið um hinn nýja samn- ing, t.d. enn ekki lýst þvi yfir ákveðið, hvort þeir séu með honum eða móti. t staðinn ræða þeir mun meira um efna- hagsmálin og þá aðallega um dýrtiðarmálin. Þeir benda á, að dýrtið hafi aldrei vaxið til- tölulega meira i Vestur- Þýzkalandi eftir siðari heims- styrjöldina en i stjórnartið Brandts og Scheels. Vestur- Þýzkalandi stafi mest hætta af þvi, ef þessi dýrtiðarvöxtur haldi áfram að aukast, eins og verða muni, ef rikisstjórn Brandts og Scheels heldur velli. Þessvegna sé lifsnauð- syn fyrir Vestur-Þjóðverja að skipta nú um stjórnarforustu. Þessi áróður virðist fá allgóð- an hljómgrunn, enda þótt stjórnarflokkarnir geti bent á, að dýrtiðarvöxtur hafi verið tiltölulega minni i Vestur- Þýzkalandi siðustu þrjú árin en i flestum vestrænum lönd- um öðrum. Fyrir kristilega demókrata er það vafalitið verulegur ávinningur, að Schiller fyrrv. efnahagsmálaráðherra hefur sagt sig úr flokki sósialdemó- kráta vegna ágreinings um efnahagsmálin. t kosningun- um 1969 var hann sá maður, sem mest dró fylgi að sósial- demókrötum sökum þess álits, sem hann naut þá sem farsæll efnahagsmálaráðherra i sam- stjórn stóru flokkanna á árun- um 1966-1969. Viðræður fara nú fram um það, hvort einhver samvinna geti tekizt milli Schillers og kristilegra demókrata eftir kosningarnar, ef kristilegir demókratar ganga með sigur af hólmi. FYRIR sósialdemókrata er það vafalitið mikill styrkur og sem vegur gegn þvi, að þeir hafa misst Schiller, að skoðanakannanir leiða ótvi- rætt i ljós, að kjósendur hafa miklu meiri trú á Brandt sem kanslara en á Barzel, foringja kristilegra demókrata. Sósial- demókratar hafa það lika sem aðalvigorð sitt, að Brandt verði að vera kanslari áfram. Á sama hátt tefla frjálsir demókratar Scheel fram og benda á farsæla forustu hans á sviði utanrikismála. Af leið- togum kristilegra demókrata öðrum en Barzel ber langmest á Josef Stra.uss. Hann nýtur langmestra vinsælda meðal hægri sinnaðra manna og full- vist er talið, að flokkur hans muni vinna sigur i Bæjara- landi, þar sem Strauss er bú- settur. Þessir fjórmenningar, þ.e. Brandt, Scheel, Barzel og Strauss setja ótvirætt mestan svip á kosningabaráttuna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.