Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN :■■■■.........■■■--------------------'■'r 11J1 -' mm /afalaust gróskumeiri en þeir dögum Gunnars á Hlíðarenda m Samsstaftir — útsýn frá bænum. Ekki verður annað sagt, en að Fljótshiiðin sé auðug af frægum bæjuin. Allir kannast við Hliðar- enda Gunnars Hámundarsonar, og Hliðarendakot Þorsteins Er- iingssonar. En einn er sá bær þessarar sveitar, sem liklega hef- ur þó verið ofar i hugum allflestra landsmanna, að minnsta kosti hina siðari áratugi. Það eru Sámsstaðir. Það er mikið vafa- mál, hvort þeir eru ekki á góðri leið með að þoka hinum bæjunum tveim til hliðar, þótt enn skipi Njála veglegt rúm i hugum lands- manna og haldi vonandi áfram að gera það á meðan töluö veröur is- lenzka á tslandi. Varla mun vera til svo fávis maður á landi hér, að hann hafi ekki heyrt talaö um Klemenz á Sámsstöðum. Hitt kynni að vera nokkurt vafamál. hvort öllum eru ljós afrek hans og þýöing Sáms. staða fyrir jarðrækt siðustu ára- tuga. Nú er Klemenz Kr. Kristjáns- son ekki lengur á Sámsstöðum, þótt fráleitt sé hann seztur i helg- an stein. Við tilraunastöðinni á Sámsstöðum hefur tekið annar maður, Kristinn Jónsson að nafni, og það er hann, sem nú verður fyrir svörum. Brautryðjandinn — Hvenær var fyrst hafizt handa um jarðræktartilraunir hér á Sámsstöðum, Kristinn? — Tilraunastöðin hér var sett á stofn árið 1927. Þá var hér aö sjálfsögöu litil aðstaöa til til- rauna, en þau fjörutiu ár, sem Klemenz Kr. Kristjánsson starf- aði hér, var að mestu sú aðstaöa sköpuð, sem nú er hér fyrir hendi. — Já, voru það rétt fjörutiu ár, sem Klemenz starfaöi hér? — Svo má það nú heita. Og má það kallast vel af sér vikið að starfa svo lengi á einum og sama staðnum og að sama verkefninu. — Þú myndir kannski vilja segja lesendum okkar frá helztu dráttunum i starfsemi Klemenz- ar? — Já. 1 upphafi stefndi starf- semin hér aö þvi aö rækta fræ af erlendum og innlendum grasteg- undum, en einnig hóf hann hér kornrækt, sem staðurinn hefur vafalaust orðið einna þekktastur fyrir. Hann ræktaði hér korn öll árin, sem hann dvaldist hér og skapaði þá reynslu, sem við byggjum á i kornrækt, bæði hér á Sámsstöðum og öðrum tilrauna- stöðvum. Undir hans handleiðslu hér hefur oröið til sú reynsla, sem viö byggjum á varðandi kornrækt og reyndar lika hvað snertir aðra ræktun i landinu. Þarna var Klemenz óumdeilanlega i farar- broddi, þótt ekki megi heldur vanmeta þau störf, sem unnin hafa verið á öðrum tilraunastöðv- um á landinu. — Er ekki Klemenz Kr. Kristjánsson fyrsti maður, sem leggur stund á kornrækt hér á landi, eftir að hún hafði lagzt niður, fyrr á öldum? — Eftir þvi, sem ég bezt veit, er það rétt. Hann mun áreiöanlega mega telja næsta eftirmann Visa- Gisla i þvi að rækta korn, og sú þekking, sem hann byggði á,og þrautseigja hans við fram- kvæmdir hefur ekki aðeins skap- að þekkingu á þessu eina sviöi, kornræktinni, heldur einnig á fjölmörgum öðrum sviðum rækt- unar, svo sem meðferð á jarðvegi og reyndar mörgu öðru, sem þeim fræðum við kemur. — Þú nefndir þarna þraut- seigju. Var ekki árangur korn- ræktarinnar næsta misjafn, lengi vel? — Þvi verður ekki neitað, að kornrækt er alltaf erfið og krefst mikillar árvekni og nákvæmni. Þar verður alltaf að gera alla hluti á réttum tima. Hvorki of seint né of snemma. En það nægir þó ekki. Arferðiðþarf lika að vera hagstætt. En ef við viljum skilgreina starfsemi Klemenzar nánar, þá beindist hún mjög að þvi að finna ýmis afbrigði korns, sem stand- ast vel erfitt árferði, og má reyndar segja, að enn sé þetta einn veigamesti þáttur kornrækt- artilrauna. Vissulega hefur árangur slikra tilrauna verið ærið misjafn, góður i sumum árum.en lakari i öðrum. En Klemenz hefur haldið þvi fram — og það held ég, að sé alveg rétt — að þegar ekki litur út fyrir, aö korn ætli að þroskast, eigi að skera það og nota sem grænfóður. Það er lika nokkurn veginn gefið, að þegar svo árar, að korn nær ekki þroska, þá er ekki heldur von á góðum heyfeng. Þá er hægt að láta kornið hlaupa undir bagga, enda er það löngu vitað og viður- kennt, aö gott er að hafa nokkra fjölbreytni i ræktun, ef henni má með góðu móti við koma. Þetta er áreiðanlega þaulhugsað, eins og annað, sem Klemenz lætur frá sér fara, og ég er sannfærður um, að kornrækt hefði bjargað miklu á undanförnum harðindaárum. Þegar kemur fram um mitt sum- ar, er nokkurn veginn hægt að segja til um þaö, hvort um þrosk- að korn verður að ræða það árið, og þá segir Klemenz, að menn eigi einfaldlega að verka kornið sem vothey — eða þurrka það, ef tiðarfarið býður upp á slikt. Aðeins fimm ár — En svo við vikjum nánar að staðnum hér: Hvenær var það, sem þú tókst við tilraunastöðinni hér? — Ég tók hér viö vorið 1967 og hef þvi aðeins verið hér i fimm ár. — Og þú unir vel hag þinum hér? — Það er ekki hægt annaö en að kunna vel við sig á Sámsstöðum, en samt er ég nú stundum að segja við kunningja mina, að mér finnist ég hafa fengið helzt til mörg rosasumur. Þau eru nefni- lega hvorki meira né minna en þrjú, þegar hafa veriö sifelldir rosar, en aðeins tvö, sem verið hafa þurr. —■ En var ekki skarpasta kulda- skeiðið gengið yfir, þótt nóg væri bleytan? — Nei, einmitt ekki. Langköld- ustu árin hér voru 1969 og 1970, og er mér margt minnisstætt i þvi sambandi, þótt ekki verði hægt að tiunda það allt hér. — Það hefur auðvitað komið rækilega fram i gróðurtilraunun- um? — Já, heldur betur. Sveiflur i grasvextinum hér á þessum árum voru slikar, að uppskeran lækkaði um nærri þvi helming, ef árin 1968 og 1970 eru borin saman. An þess þó, að hér væri neitt kal. — Fyrst grasræktartilraunir hafa borizt i tal, er freistandi að spyrja, hvað þið eruð að gera i þeim efnum núna. — Meginuppistaðan i þeim til- raunum er.og hefur verið að gera tilraunir með stofna af grasi og ýmislegt þvi viðvikjandi. Enn fremur fara hér fram miklar áburðartilraunir. — Þið eruð auðvitaö að ieita harðgerðra grastegunda? — Já. Þetta, sem ég sagði um Miðvikudagur 15. nóvember 1972 Miðvikudagur 15. nóvember 1972 TÍMINN grasstofnana, er einmitt i þvi fólgið, aö við erum alltaf að leita að — og finna — afbrigði, sem þola okkar veðurfar betur en þær tegundir, sem notaðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og áratugum. Og á ég þar viö grasstofna af útlendum uppruna. — Finnst ykkur þið hafa orðið varir viö áberandi mun grasteg- unda, hvað þetta snertir? — Já, ekki er þvi að neita. Það má til dæmis nefna grasstofn, sem komið hefur inn i ræktunina hjá okkur nú á seinustu árum. Þetta er Engmo vallarfoxgras frá Norður-Noregi, og hefur það stað- ið sig mjög vel. Svo erum við lika með einn Islenzkan vallarfox- grasstofn, svokallaöa Korpu, sem virðist hafa álika þol og þetta vallarfoxgras frá Norður-Noregi, ef ekki enn betra. Það er ekki neinn vafi á þvi, að þetta tvennt hefur komið að mjög góðu gagni hjá bændum á undanförnum ár- um, þótt sums staðar á landinu hafi veðurfarinu að sönnu tekizt að ráða niðurlögum þessara harðgerðu stofna. En það er nú svo, að I versta árferði, sem hér kemur, virðistenginn gróður geta þrifizt almennilega, hvorki inn- lendur né útlendur. Tilraunastöðvum dreift — Hafa ekki orðið einhverjar breytingar á starfseminni hér, siðan þú komst hingað? — Það er nú líklega of sterkt að orði kveðið að segja, að það hafi orðið verulegar breytingar. Hins vegar hefur verið reynt að koma þeirri skipulagsbreytingu á, að dreifa tilraunastöðvunum út i héruðin, enda hefur oft verið um það talað, að ekki sé æskilegt, að þær séu einkum á þeim stöðvum, sem búa við hagstæðara veðurfar en algengast er i sveitum lands- ins. Þessa stefnu höfum við hér á Sámsstöðum framkvæmt þannig, að nú eru 23 tilraunastöðvar dreifðar um svæðið frá Lóma- gnúpi til Hellisheiðar, en 27 eru hér heima. Þannig er nær helmingur þessara fimmtiu til- raunastöðva dreifður um sveitir Suðurlands, en rúmur helmingur er hér heima á staðnum. — Eru verkefni þessara tii- raunastöðva ekki lik? — Jú. Þetta eru að mestu leyti áburðartilraunir og beinast að miklu leyti að þvi aö kanna kalk- þörf jarðvegsins, en þau mál hafa einmitt verið mjög til umræðu á siðari árum og hafa verið uppi raddir um að bera þyrfti kalk á jörð. En það er sannast að segja, að i okkar tilraunum hefur litill árangur orðið af þvi að bera á kalk. Það hefur komið i ljósjað það er miklu fremur fosfór en kalk, sem vantar. Kal og klaki Hafið þið getað rakið kalið fræga til áburðarnotkunar? — Ekki tel ég það — að minnsta kosti ekki hér á Suðurlandi, og ekki nema þá að litlu leyti. Þar kemur miklu fremur til greina meðferð á landinu, og svo má nú auðvitað ekki gleyma aðal- orsökinni, sjálfum kuldanum — og reyndar umhleypingunum lika. — Sjálfsagt er nú jarðklakinn ekki minnsta orsökin? — Það er ekki nokkur vafi á þvi, að sú skýring er rétt. Þvi þykkari sem jarðklaki er, þeim mun meira ber á kali. — En getur ekki kaliö lika staf- að af þvi, að gróðurinn er of veik- byggður — þolir ekki kuldann? — Sjálfsagt er það stundum meðverkandi, en þrátt fyrir það hafa sézt miklar gróðurskemmd- ir i túnum, sem eingöngu voru gerð af innlendum gróöri, vönum islenzkri veðráttu. Og min per- sónulega skoðun er sú,að þegar öll skilyrði leggjast á eitt að mynda kal, þá standast það ekki neinar jurtir. En nú erum við aftur komnir aö þvi, sem ég nefndi hér áðan, þegar ég minntist á fjölhæf- ari ræktun. Þegar illt er i ári, er áreiðanlega mikið hægt að bjarga sér með þvi að rækta i og með ein- æran gróður, til dæmis hafra, bygg, rygresi og jafnvel fleira. En með þessari ræktun einærra tegunda eru menn búnir að synda fyrir afleiðingar vetrarklakans, kalið. Ég held, að hér fari sem oftar, að erfiðleikarnir kenni mönnum hin réttu viöbrögö, og aö þetta sé framtiðarlausn, sem bændur almennt færi sér i nyt á komandi árum. Heyfengur — heysala — Nú ræktið þiö feiknamikið hey hér á Sámsstöðum. Hafið þiö nægan búpening til þess aö éta þetta allt? — Eins og er, má segja, að hér sé ekki neinn búpeningur. En við höfum nokkuð lengi stundað hey- sölu, og siðan ég kom hingaö,hef- ur verið full þörf fyrir allt okkar hey. Við höfum selt hey til Norð- urlands, Vesturlands og reyndar víðar, meira að segja lika hér á Suðurlandi. Nú hin siðari ár, hefur sem betur fer ekki þurft svo mjög hey úti um sveitir, og höfum við þá aðallega selt heyið hesta- mönnum i Reykjavik. Eins og gefur að skilja, þá er okkur mikil nauðsyn á að hafa markað fyrir heyið, þvi að allar tilraunir eru dýrar,og við erum eins og flestar aðrar opinberar stofnanir að þvi leyti, að við þykjumst ekki vera of vel stæðir fjárhagslega. — Hlýtur ekki sala á heyi alltaf að vera mjög sveiflukennd? — Ég held, að vel væri hægt að koma á nokkuð stöðugri heysölu til staða, sem hafa góð beitarskil- yrði, en lélega aðstöðu til hey- skapar. Þetta þurfa bændasam- tökin að kanna og skipuleggja það siðan, þegar niðurstöður liggja fyrir. — Veiztu,hvað heyskapurinn er mikill hjá ykkur hér i meðalári? — Nú er aldrei framar bundinn baggi, eins og þú veizt, en ég veit þó, að við höfum heyjað hér rétt um tvö þúsund hesta, þegar spretta hefur verið eðlileg. — Og þá er kornið auðvitað ekki talið með? — Nei, nei. Þetta er eingöngu hey. En á siðustu árum höfum við verið með korn i um það bil fimm hekturum, til þroskunar, — fyrir utan tilraunareiti, þar sem verið er að leita heppilegri afbrigða en notuð hafa verið til þessa. — En hvernig er með markað fyrir kornið? — Hann er alltaf nægur. Við seljum fóðurblöndunarstöðvum og reyndar lika einstökum bænd- um, en til þess hefur nú ekki kom- iö svo mjög. Veðurathuganir — Þegar ég ók hér heim að bænum áðan, sá ég veðurathug- unartæki. Leggur þú stund á þau fræði jafnframt tilraunastarf- seminni? illlillllP — Já. Við stundum talsvert miklar veðurathuganir hér, þótt okkar sé ekki getið I hinum dag- legu veðurfregnum. Þetta eru all- yfirgripsmiklar búveðurmæling- ar, sem stefna að sjálfsögðu að þvi að upplýsa, hver áhrif hinir ýmsu þættir veöursins hafa á gróður. A siðasta vori hófust hér geisl- unarmælingar. Það er að segja: Við mælum þá hitaorku sólar, sem á jörðina fellur. Við mælum lika hitann á venjulegan hátt, bæöi niður viö jörð, i þrjátiu seritimetra hæð og i tveggja metra hæð. Með þessu höfum við komizt að þvi, að harla oft er frost á jörð, þótt þess gæti ekki,er ofar dregur. Þetta þekkja nú allir, sem séö hafa hélu á jörð. — Eru næturfrost tið hérna? — Frost i fimm sentimetra hæð frá jörð kemur I flestum mánuð- um ársins, einhvern tíma i mán- uðinum. — Þegar skyndilega verður léttskýjað loft eða heiörikt á sumrin, kemur það oft fyrir, aö frostið kemst i fimm stig við jörð, þótt hitinn sé þrjár gráöur i tveggja metrá hæð. — Það var ekki neitt smáræði — átta stiga munur. — Rétt er það. En hér er þess að gæta, að við höfum ekki aðstöðu til þess að mæla, hve lengi þetta hitastig varir á hvorum stað. Mælirinn sýnir aðeins lægsta og hæsta hita og stanzar þar. En það er liklegt, að einungis sé um skamma stund að ræða, þegar hitastigið er svona lágt — eða þannig hlýtur það stundum að vera, annars yrðu áhrifin miklu geigvænlegri. — Hefur ekki fimm stiga frost úrslitaáhrif á gróður eins og til dæmis korn? — Það fer allt eftir þvi i hvaða hæð frostið er, og hvað kornið er þá orðið hátt. — Þegar korn hefur náö sinni eðlilegu hæð, gerir frost, sem er i fimm sentimetra hæð yfir jörð, þvi ekki neitt. Sé aftur á móti frostið i þrjátiu sentimetra hæð, getur það gert korninu mikið illt, og gerir það reyndar stundum. En það er alveg sérstök ástæða til þessaðtaka þaö fram, að viö, hér á Sámsstöðum, mælum frostiö aðeins á einum stað, en það er ákaflega misjafnt eftir legu lands, hve mikið það verður. Og frost við jörð er mjög háð vindi. Annars vil ég taka það skýrt fram, að ég er ekki með þessu að seilast inn á svið veðurfræðinga. — Þú sagðir þarna áðan, að nú væri nánast ekki neinn búpening- ur hér á Sámsstöðum. Svo mun þó ekki alltaf hafa verið? — Nei, ekki nú alveg. Klemenz rak hér eitthvert stærsta bú, sem þá var á Islandi. A þaö einkum við um árabilið frá þvi um 1930 til 1950. Hér var þá með stærstu kúa- búum á landinu, en auk þess hafði hann alltaf margt hesta. Mér er sagt.að vinnuhestar hér á bænum — þeir sem voru i stööugri notkun — hafi jafnan veriö um og yfir tuttugu. Þar að auki var Klemenz með sauðfé og stundaði þaö vist af engu minni natni en aöra þætti búskaparins. Framtiðarhorfur — Við höfum nú, Kristinn, rætt hér talsvert um fortiðina og nú- timann reyndar lika. En ef til vill væri ekki úr vegi aö reyna að skyggnast ofurlitið inn i framtið- ina? — Já, þú segir þaö. Auðvitaö veit maöur aidrei, hvað framtiðin ber i skauti sinu, en þegar alls er gætt, viröist ekki ástæða til ann- ars en aö lita björtum augum fram á veginn. Þó er ástæöulaust að draga fjöður yfir það, aö fjár- hagur hér er ekki nógu traustur, og er það að visu ekki nýtt um 'opinberar stofnanir á tslandi. Eins og er höfum við ekki efni á þvi að efla starfsemina eins og þyrfti, og má þó telja bráð- nauðsynlegt, að hér séu að minnsta kosti tveir menn starf- andi að tilraunum. Með þvi myndi nýtast miklu betur en nú er, sú fjárfesting,sem þegar hefur veriö lagt i hér á Sámsstöðum. Auk þess byöi þetta upp á það, að viö gætum tekið til meðferðar fleiri verkefni en við gerum núna. t þvi sambandi er mér efst i huga, að i Gunnarsholti og á Stórólfsvelli starfa núna tvær verksmiðjur, sem framleiða köggla úr grasi og öðrum jarðargróða. Það er tals- verður þrýstingur frá stjórnend- um þessara verksmiðja um að við tökum upp sérstakar tilraunir, sem komið gætu að notum i sam- bandi við þessa framleiðslu. Þetta tel ég vera svo sanngjarnar kröfur, að sjálfsagt er aö reyna að verða við þeim, aö svo miklu leyti, sem nokkur tök eru á. Þarna kemur til dæmis til greina, aö við ræktum gróður, sem lengt gæti vinnslutima þessara verk- smiðja. Fleira er að sjálfsögðu hægt að telja, þótt vafasamt sé hvort maöur á að vera að þvi i blaðaviðtali. Enn fremur verður að geta þess, að mjög væri æskilegt, ef hægt væri aö framkvæma hér i miklu rikara mæli en verið hefur það gamla ætlunarverk, sem segja má, að fylgt hafi staönum frá upphafi. Þar á ég viö frærækt- ina. Það kemur mjög til greina, að bændur taki upp frærækt, til dæmis á Skógasandi, sem llklega er eitthvert ákjósanlegasta svæði á öllu Islandi til fræræktar. En þá væri lika mjög æskilegt, að við gætum aöstoðað við þurrkun, hreinsun og flokkun fræsins. —■ Hvað vinnur margt fólk hér á Sámsstööum núna? — Hér háttar nú þannig til, að starfsemin fer aö langmestu leyti fram á sumrin. Þá vinna átta manneskjur hér úti við, þegar flest er, en að vetrinum eru hér ekki nema einn til tveir menn. Tilraunastjórinn — Myndir þú ekki vilja, svona undir lokin, segja okkur eitthvað um sjálfan þig? — Þaö veröur nú hvorki margt né mikið. Ég fæddist að Þver- spyrnu i Hrunamannahreppi I Arnessýslu.og þar ólst ég upp til fullorðins ára. Ég fór i búnaöar- skólann á Hvanneyri og útskrif- aðist þaðan sem búfræðikandidat árið 1951 og var svo eftir það við nám og vinnu i Noregi i eitt ár og annaö i Sviþjóð. Siðan gerðist ég héraðsráöunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands á Selfossi og starfaði þar i tæp fjórtán ár, áður en ég kom hingað. — Þú hefur þá öldungis ekki verið ókunnugur á Suðurlandi, þegar þú komst hingað? — Nei, það er alveg rétt. Og ef ég á að telja mér eitthvaö til gildis, þá eru það árin, sem ég starfaði sem ráðunautur. Fyrst og fremst opnaði það augu min fyrir mörgum þeim verkefnum, sem bændur eiga yið að glima en auk þess er það alveg ómetanlegt, að hafa náö að kynnast svo mörg- um bændum. Það er varla hægt að hugsa sér neitt, sem greiðir eins götu manns I þessu starfi, sem ég gegni nú, eins og að hafa bundið persónuleg kynni við marga menn. Þaö kom ekki hvað sizt i ljós þegar maður hefur verið að setja niður tilrauna- stöðvar I ýmsum áttum. — En nú er ekki nóg að safna vitneskju, ef enginn veit um hana, nema sá,sem hana fann. Hvernig komið þið ykkar reynslu út til bændanna? — Eftir að ég kom hingað, hef ég leitazt við að hafa samband við Búnaöarsamband Suðurlands. Ég hef komiö á fundi Búnaöarsam- bandsins og sagt frá starfseminni hér, en auk þess hef ég boðaö ráðunautana, þá, sem fást viö jarðrækt, á fundi hingað og kynnt þeim það, sem við erum að gera, og jafnframt leitað eftir þvi, hvaö þeir vilji,að við gerum fyrir þá. Auk þess gefum við árlega út yfirlit um þær tilraunir, sem hér eru gerðar, og þeirri skýrslu er lika dreift. Enn má svo nefna þaö, að við hittumst alltaf á hverju ári, allir tilraunastjórarnir á landinu og starfsmenn rannsóknarstofn- unarinnar i Keldnaholti, þar sem við miðlum hver öðrum af þekk- ingu og reynslu. „Fögur er Hliðin” — Ég mætti þá kannski að lok- um spyrja þig þeirrar persónu- legu spurningar, sem áður var að vikið, hvort þú kunnir ekki vel við þig hér, á þessu fræga höfuðbóli? — Vist kann ég vel við mig hér, enda bæði umhverfið og staðurinn sjálfur hið ákjósanlegasta. En það er nú reyndar viðast hvar . fagurt á okkar ágæta landi. — 0 — Að svo mæltu kveðjum við Sámsstaði. Það heföi sjálfsagt verið kallað forlög á dögum þeirra Gunnars á Hliðarenda og Njáls á Bergþórshvoli, að sú sveit, þar sem getiö er um korn- yrkju á hvað eftirminnilegastan hátt i islenzkum bókmenntum, — að einmitt hún skyldi verða til þess að hefja kornrækt aftur til vegs og virðingar i hugum lands- manna — öldum siðar. — VS Kristinn Jónsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.