Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 16
AAikill árekstur: Ljósastaur, veggur og fjórir bílar Um miöjan dag i gær varö mjög haröur árekstur á mótum Freyju- götu og Njaröargötu. Uröu þar miklar skemmdir á fjórum bilum, steinvegg og ljósastaur og einn maöur var fluttur á Slysa- varöstofuna. Tildrögin voru þau, aö fólksbif- reiö var ekiö austur Freyjugötu og beint inn i Njarðargötuna, þar sem er biöskylda. I þvi kom vöru- bifreið upp Njaröargötuna og var ekki að sökum aö spyrja, hún ók meö miklum krafti ínn i fólksbif- reiöina, sem snérist i heilhring. Viö áreksturinn missti ökumaöur vörubifreiöarinnar stjórn á biln- um og kastaðist hann á tvo mann- lausa bila, sem þarna stóðu, og skemmdi þá mikið, þar næst kastaöist hann á ljósastaur og braut hann og endaöi loks á hin- um stóra steinvegg, sem er um- hverfis Höggmyndasafn Einars Jónssonar. ökumaöur fólksbifreiðarinnar, sem öllum hamaganginum olli, varflutturá Slysavarðstofuna, en hann var ekki talinn alvarleea slasaöur. Klp Bíða milli vonar og ótta í Stykkishólmi KBG—Stykkishólmi Segja má, að stór hópur fólks i Stykkishólmi hafi beðiö milli vonar og ótta það sem af er þessum mánuöi. Astæöan fyrir þvi er sú, aö um siðustu mánaða- mót var öll skelveiði bönnuö á Breiöafiröi. Við þaö missti allstór hópur fólks góða atvinnu. Þaö hefur verið að vona, aö einhver frekari leyfi yröu veitt heima- bátum, en likurnar fyrir þvi fara minnkandi með degi hverjum. Veiöarnar voru bannaðar vegna þess, að búið var aö veiöa 5.000 tonn á árinu, en það er það magn, sem fiskifræöingar telja hámarksársveiði á Breiðafirði. Af þessum 5.000 tonnum hafa að- eins 1.500-2.000 verið unnin hér viö Breiðafjörö, hitt hefur allt veriö flutt á bilum suður um land, á svæöið frá Borgarnesi og allt austur á Stokkseyri. Hefðu veiðileyfin i upphafi Ráðherrarnir verða þrír Akveðiö hefur veriö, aö Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráö- herra, taki einnig þátt I iand- helgisviöræöum þeim viö Breta, seni nú eru fyrirhugaöar. verið háð þeirri kvöö, aö aflinn skyldi unninn viö Breiðafjörð, hefðu Hólmarar ekki þurft aö kviða atvinnuseysi i ár. Enda þótt mikil gremja sé i fólki hér út af þessu máli, þá Frh. á bls. 15 Snjórinn 1 metri FZ—Hóli, Svarfaðardal 1 Svarfaöardal framanveröum er jafnfallinn snjór nú um einn metri. Stanzlaust hefur snjóaö i viku og allan timann hefur varla komiö vindgustur. Menn eiga erfitt meö aö komast leiöar sinnar og standa nú i að moka ofan af húsum, sem ekki þola þennan snjóþunga. Allar skepnur voru teknar i hús þegar er byrjaði aö snjóa. Mjólkurbill hefur kom- izt um dalinn, en verið lengi i feröum. Eitthvað viröist ganga erfiðlega aö fá snjómoksturstæki til aö koma fram i dalinn. Annars er þetta allt i lagi meöan ekki gerir hvassviöri og viö höldum simanum og rafmagninu. Saga úr Klúbbnum: Manninum misþyrmt - konan lokaðist inni SB—Reykjavik öðru hverju berast okkur hér á blaöinu til eyrna sögur af ruddaskap dyravarða i Klúbbnum, Eina þeirra birtum við hér með, þar sem áreiðanlegar heimildir eru fyrir henni. Hjón ein fóru i Klúbbinn á föstudagskvöldið og bar ekkert til tiðinda fyrr en eigin- maðurinn fór og sótti kápu konu sinnar i fatahengið aö dansleiknum loknum. Kápuna fékk hann eftir drjúga stund 1 og fór siðan fram i anddyrið. En þar sem hann sá ekki konu sina þar, ætlaði hann inn aftur. Er þá handlegg gripið um háls hans aftan frá og hann keyrður niður i gólfið með andlitið, en handleggirnir spenntir upp á bak. Maðurinn reiddist sem von var, en gat sér enga björg veitt, þvi dyra- vörður sat ofan á honum. Er hann spuröi um sök sina, fékk hann þaö svar að hafa ráðizt á dyravörö og slegið hann. Maðurinn neitaöi, enda saklaus af þvi, en endirinn varð sá, að honum var fleygt út með kápuna. Náði hann i bil og fór beint á lögreglustöðina, þar sem tekiö var á móti honum blóðugum, möröum, i rifnum fötum og meö lausa tönn. Af konunni er það aö segja, að hún beið fyrir innan, svo- litið frá alfaraleið, ásamt fleira fólki. En loks fer hana að lengja eftir eiginmanninum og kápunni og hyggst fara að athuga máliö. Þá var klukkan að verða tvö. t þvi hún leggur af stað, slokkna öll ljós i húsinu. Engan slökkvara var að finna, en útidyrahurðin heyrðist skella aftur. Fólkið þreifaði sig nú að hurðinni, en hana var þá ekki hægt að opna. innan frá. Loks fannst simi og bakdyr, sem hægt var að komast út um. Konan neyddist til að taka eina af þeim fjöl- mörgu kápum, sem voru i fatahenginu, þvi frost og hvassviðri var úti. Henni verður skilað til eiganda. Eiginmaðurinn er enn illa haldinn, þar sem hann er veill i baki og þolir ekki átök. Mynstrið á gólfteppi Klubbsins skreytir enn andlit hans og auk þess er hann allur L bólginn og blár. / Rannsóknarlögreglan hefur í nú fengið málið til meðferðar. 1 SÁ í SLÓÐINA " Þeir ætla að láta gróa f slóðinni sinni, loftfararnir. Ilérsitur Holberg Másson ioft- farsforingi með fræpok, sem þeir félagar hafa fengið gefins frá Skógræktinni i þvi skyni að sáldra þvi út úr loftfarinu, þegar þar að kemur. —Timamynd-.Gunnar. ^ Bjargið skakka turninum! NTB—Róm Italska stjórnin sendi i gær út neyðarkall til verkfræðinga og sérfræðinga, um að bjarga skakka turninum i Pisa frá falli. Nú eru átta ár, siðan fyrir alvöru var farið að leita leiða til björgunar turninum, sem er orðinn svo iskyggilega skakkur, að óttast er að hann kunni að falla þá og þegar. Bygging turnsiná hófst á 12. öld og lauk á þeirri 14. Undirstaðan er gljúpur leirjarðvegur við ána Arno og turninn tók að hallast löngu áður en bygginginu hans lauk. Nú er skekkja hans 5.25 metrar, en turninn er 55 metra hár. I nokkrar aidir hefur hallinn aukizt um millimetra árlega, en nýlega tilkynnti prófessor einn, að hallinn hafði numið fimm millimetrum, siðustu tvö árin. Lyf við krabbameini gefur góðan árangur Lyfiö Bleomycin hefur sfðan 1. júli 1970 verið notað i tilrauna- skyni við krabbameinssjúklinga á Sænska sjúkrahúsinu i Maimey. Yfirmaður tilraunanna er dr. Lawe Svanberg og segir hann að góður árangur hafi náðst. Dr. Svanberg segir að bezt hafi lyfið gefizt við lungnakrabba á iágu stigi, en á alvarlegu stigi hafi tekizt að gera 70% krabba- fruma óskaölegar. Þá segir læknirinn, aö séu lyf notuð sam- fara geislum, verði greinilega meiri árangur af hvoru tveggja og leggur hann mikla áherzlu á. að Bieomycin sé lyf, sem aðeins megi notast samhliða öðrum aðgerðum. — Enn vitum við of lftið um aukaverkanir lyfsins, þegar lengra liður, en við höfum séð árangur, sem aldrei hefur náðst áður, segir dr. Svanberg. Viðræður í París í þessari viku? NTB—Washington Búizt er við að umræður um friðarsáttmála Vietnam og Bandarikjanna hefjist i Paris ein- hvern næstu daga, en dregiö er i efa, að einn fundur nægi til að sáttmálinn verði undirritaður. Opinberar heimildir Hvita hússins sögðu i gær, að verið geti að haldnir yrðu fleiri fundir, eftir að þeir Le Duc Tho og Kissinger hefðu hitzt i Paris.Tho kom i gær til Peking, þar sem hann ræddi við Chou og er talið að rætt hafi verið um afstöðu, þá, sem N— Vietnam skuli taka i viðræðunum. Tho mun einnig bera saman bækur sinar viö sovézka leiðtoga, er hann millilendir i Moskvu í dag á leið til Parisar. 1 Washington er hald manna að viðræðurnar i Paris hefjist fyrir helgina. Það að N-Vietnamar hafa fallizt á nýjar viðræður án þess skilyrðis að sáttmálinn verði undirritaður, er almennt talinn sigur fyrir Nixon. 1 tilkynningu frá Hanoi i gær, sagði að N-Vietnam væri ekki á móti nýjum viðræðum og stjórnin hefði tekið boði Bandarikja- manna um viðræður til að sýna, NTB—Bonn Vestur-þýzka stjórnin tilkynnti i gær, að komið yrði á beinu sima- sambandi milli stjórnanna i Bonn og A-Berlin. Fyrirmynd þessa er væntanlega beina linan milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna. Tilgangurinn mun vera sá að stjórnirnargeti haft samband sin á milli, ef hitna skyldi i kolunum einhvers staðar. Samband þetta mun vera einn liðurinn i sáttmála að henni væri alvara. Jafnframt var varaðviðfrekarifrestun, þaö gæti orðið til að N-Vietnamar hertu hernað sinn að mun. þeim, sem koma skal sambandi rikjanna i eðlilegra horf. Barzel, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar i V-Þýzkalandi hélt i gær áfram gagnrýni sirini á sátt- málann. Hann hefur neitað að taka afstöðu til sáttmálans fyrr en eftir kosningarnar á sunnu- daginn. Barzel heldur þvi m.a. fram, að yfirvöld austan megin hafi ekki sagt þjóð sinni frá vmsum atriðum sáttmálans. BEIN LÍNA YFIR BERLÍNARMÚRINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.