Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur lfi. nóvember 1972 ALÞINGI Umsjón: Elias Snæland Jónsson Forsætisráðherra um framlagið úr Verðjöfnunarsjóði: VANDAMÁLIN EKKI ÁFRAM LEYST MEÐ ÞESSUM HÆTTI Eins og ég hef áður skýrt frá, þá er það min skoðun, að vandamál sjávarútvegsins verði ekki framvegis leyst með þeim hætti að taka fé úr Verð- jöfnunarsjóðnum, — sagði Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, i umræðum á alþingi i gær. Forsætisráðherra lýsti þessari skoðun sinni i umræðum um stjórnarfrumvarp, sem flutt er um Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins og sem felur i sér heimild til að veita 88 milljónum króna úr sjóönum i samræmi við þá fiskverðsákvörðun, sem gerð var fyrr á árinu. Frumvarp þetta var til annarrar umræðu, og hafði sjávarútvegsnefnd neðri deildar þriklofnað i málinu. Meirihluti nefndarinnar lagði til, að frum- varpið yrði samþykkt óbreytt, I. minnihluli (Alþýðuflokkurinn) að frumvarpinu yrði visað fra, en 2. minnihluti (Sjálfstæðismenn) að bætt yrði við frumvarpið ákvæðum, um að framlag þetta verði endurgreitt sjóðnum á næsla ári mcð venjulegum útlánsvöxtum. (íarðar Sigurðsson (AB).fram- sögumaður meirihlutans, benti á, að leitað hefði verið umsagnar Ltú, sjávarafurðadeildar StS og Sjómannasambands tslands, og hefðu allir þessir aðilar mælt með samþykkt frumvarpsins — og jafnframt lagt áherzlu á, að það yrði samþykkt sem fyrst. Meiri- hluti nefndarinnar hefði ekki treyst sér til að ganga á móti svo einróma meðmælum þessara aðila. Bragi Sigurjónsson (A) mælti fyrir áliti 1. minnihluta og lagði til, að frumvarpinu yrði visað frá með rökstuddri dagskrá þess efnis, að frumvarpið fari i bága við tilgang og anda laganna um Verðjöfnunarsjóðinn, en bráða- birgðatilgangi frumvarpsins megi ná með láni úr sjóðnum án nýrrar lagasetningar og þvi ástæðulaust að fjalla um frum- varpið frekar. Taldi Bragi, að sum ofan- greindra samtaka hefðu mælt með samþykkt frumvarpsins vegna þess, að rikisvaldið hafi ekki látið aðra kosti fala um sinn til að leysa úr rekstrarkreppu út- vegs- og fiskiðnaðar. úuðlaugur Gislason (S) mælti fyrir áliti 2. minnihluta nefndar- innar. Sagði hann, að ekki væri forsvaranlegt að fella frum- varpið, þvi það myndi valda útgerð og fiskiðnaði erfiðleikum, og likiega leiða til rekstrar- stöðvunar fram að áramótum. Hins vegar væri varhugavert að samþykkja frumvarpið óbreytt, og legðu þeir þvi til i 2. minni- hluta, að þetta framlag úr sjóðnum yrði ekki óafturkræft, heldur yrði skýrt tekið fram, að rikisstjórnin ábyrgðist, að fram- lagið endurgreiðist sjóðnum með venjulegum útlánsvöxtum banka á næsta ári. Guðlaugur taldi, að samtökum útvegs og fiskiðnaðar hefði veriö stillt upp við vegg og gefinn sá eini kostur til lausnar rekstrarvandræðunum fram til áramóta að taka fé úr Verð- jöfnunarsjóðnum, og væru þetta þvi nauðungarsamningar, sem gerðir hefðu verið. Kvað hann marga uggandi um, að áfram yrði gripið til sama ráðs og óskaði eftir svari frá forsætisráðherra um það, hvort svo yrði gert eða ekki. ólafur Jóhannesson, forsætis- láðherra, kvaðst áður hafa lýst þeirri skoðun sinni, að vandamál sjávarútvegsins yrðu ekki fram- vegis leyst með þvi að taka fé úr Verðjöfnunarsjóði, eins og nú væri gert. Hins vegar væri það mál, sem fyrir lægi , mjög einfalt. Frumvarpið væri flutt til þess að taka af öll tvimæli um, að útvegur og fiskiðnaður fái að taka úr eigin sjóði fjármagn til að leysa eigin vanda um nokkurn tima. Sjóðurinn væri eign þessara aðila, og það yrði þvi fyrst og fremst að hlusta á það, sem þeir vilja varðandi hann. Kvaðst forsætisráðherra áskilja sér allan rétt til að taka til greina þær óskir, sem fram kynnu að koma frá þessum aðilum i framtiðinni varðandi Verðjöfnunarsjóðinn. Garðar Sigurðsson svaraði ummælum Guðlaugs og benti á, að talsmenn útgerðar og fiskiðnaðar hefðu sjálfir að fyrra bragði komið með tillögu um, að fé yrði tekið úr sjóðnum þessa þrjá mánuði, sem um væri að ræða, þótt þeir hefðu upphaflega hugsað það með öðrum hætti en endanlega var ákveðið. Væri þvi allt tal um nauðungarsamninga út f hött. Hann benti einnig á, að sú upphæð, sem nú væri um að ræða, næmi einungis ársvöxtum sjóðsins. Guölaugur Gislason fagnaði ummælum forsætisráðherra og kvaðst lýta á þau sem yfirlýsingu fyrir hönd stjórnarinnar. Myndi hún vafalaust hreinsa andrúms- loftið og eyða þeim ugg, sem væri i mörgum út af framtið sjóðsins. Umhyggja fyrír alþingi — eða persónulegar árásir? Hörð orðaskipti um fjarvistarleyfi sjávarútvegsráðherra á alþingi í gær llörð oröaskipti uröu á alþingi I gær vegna fjarveru Lúðviks Jósefs- sonar, sjávarútvegsráöherra, sem fengið hefur fjarvistarleyfi vegna anna. Gagnrýndi Gylfi f>. Gislason (A) harðlega, að ráðherra væri að vinna á skrifstofu sinni,en gegndi ekki jafnframt skyldum sinum á nlþingi. Magnús Kjartansson, iðnaöarráðherra, svaraði Gylfa kröftug- lega ogsakaði hann um persónulegar árásir á fjarstaddan ráöherra. Umræður þessar hófust, þegar fjallað var um frumyarp um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins i neðri deild alþingis. Guðlaugur Gislason (S) hóf fyrstur máls á þvi, að slæmt væri að sjávarút- Þetta frumvarp miðar að þvi að létta byrðar hafnanna og færa hluta þeirra yfir til rikisins, enda ekki hjá þvi komizt eins og málin standa. Mcð samþykkt fruni- varpsins fengist allviðunandi lausn á helztu fjárhagsvandræð- um hafnanna, — sagði Hannibal Valdimarsson. samgönguráð- herra, þegar liann mælti fyrir stjórnarfrum varpi til hafnar lagaá fundi neðri deildar Alþingis i gær. Ráðherrann rakti itarlega efni frumvarps- ins, sem flutt var seint á sið- asta þingi og hlaut þá ekki afgreiðslu. vegsráðherra væri ekki viðstadd- ur umræður um þetta mál, en hann hafði fengið fjarvistarleyfi og Sigurður Blöndal tekið sæti á alþingi i hans stað. Hann taldi meginbreyting- ar frumvarpsins þrjár. 1 fyrsta lagi væri sú mikils- verða breyting frá gildandi lög- um, að rikissjóður greiöir sam- kvæmt frumvarpinu 75% stofnkostnaðar við bryggjur og viðlegukanta, svo og siglinga- merki. Aður greiddi rikissjóður 40% kostnaðar við slik mann- virki. Hins vegar greiðir rikis- sjóður áfram aðeins 40% stofn- kostnaðar við dráttarbrautir og flot- og þurrkviar. Þctta myndi þýða, að kostnað- arþáttur rikissjóðs i hafnarmann- virkjum, sem hæst hefur áður komizt i fi:i%, myndi verða 72-74% ef frumvarpið yrði samþykkt. önnur meginbreytingin er, að Hafnarbótasjóður er efldur á þann hátt, að i stað þess að miða Gylfi l>. Gisla- son (A) kvaddi sér hljóðs til að vekja athygli forseta og al- þingismanna á, að ráðherrann væri ekki við- staddur, þegar þýðingarmikið mál, sem tii- heyrði hans ráðuneyti. væri til umræðu. Ráðherrann framlag ríkissjóðs við ákveðna fjárhæð, skuli miðað við ákveðna prósentu af árlegum fjárveiting- um til hafnargerða. Fylgir fram- lagið þannig breytingu..i á hafna- fjárveitingum frá ári til árs. Er lagt til, að þetta hlutfall verði 12%, en þó aldrei lægra en 25 millj. kr. Auk þess getur sjóður- inn að sjálfsögðu, eins og hingað til, aflað i'jár til hafnargerða með eigin lántökum. Pessar tvær meginbreytingar munu þýða :!0-50 milljón króna út- gjaldaaukiiingu fyrir rikissjóð. Priðja meginbreytingin er, að ákveðið er að létta greiðslubyrði hafnarsjóða vegna lána, sem þegar eru tekin, en á þvi taldi ráðherra að viða væri þörf,vegna erfiðrar fjárhagsstöðu margra hafna vegna lána. sem þegar hafa verið tekin. hefði fengið fjarvistarleyfi sökum anna. Rakti hann ákvæði þing- skapa, sem samþykkt voru á sið- asta þingi, um skyldu þingmanna til að sækja þingfundi. Gylfi sagði, að á 25 ára þing- mennskuferli sinum væri þetta i annað skipti, sem ráðherra hafi boðað alþingi forföll, þótt hann væri i höfuðborginni þann tima, sem hann hefði leyfi, og starfaði á skrifstofu sinni nokkur hundruð metra frá sölum alþingis. Hafi það verið sami þingmaður, sem þetta gerði á siðasta þingi. Það væri grundvallaratriði varðandi þingsköp og starfshætti alþingis, hvort ráðherra gæti ver- ið fjarverandi úr sölum alþingis i hálfan mánuð, ef hann væri meg- inhluta þess tima á skrifstofu sinni i Reykjavik. Þetta gerðist á sama tima, sem unniö væri að þvi af forystu mönnum þingflokkanna að tak- marka setu varamanna á þingi, en fjöldi varamanna á siðasta þingi hefði valdið almennri hneykslun i landinu og torveldað störf alþingis stórlega. Væri illt til þess að vita, að ráðherra gengi á undan með svo slæmu fordæmi, og væri fjarverandi að nauö- synjalausu. Óskaði hann þess, að forseti tæki þetta til athugunar og kannaði, i samráði við aðra þing- forseta, hvort þetta samræmdist hinum nýju ákvæðum þingskapa. Ólafur Jóliann- esson, forsætis- ráðherra, sem fjallaði aðal- lega um dag- skrármálið, Verðjöfnunar- sjóðinn, kvað það vafalaust gott fyrir þing- menn að heyra svo vel flutta Frh. á bls. 15 Samgönguráðherra um stjórnarfrumvarp til hafnarlaga: Leysir mestu fjár- hagsvandræði hafna fiil m Tollalög A fundi efri deildar alþingis i gær mælti Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráð- herra, fyrir stjórnarfrum- varpi til laga um tollskrá, en eins og áður hefur komið fram, felast engar tollflokka- breytingar i frumvarpinu, heldur einungis staðfésting á þvi, sem oröið er. Mæltist ráð- herra til þess, að frumvarpið yrði af þessum sökum sam- þykkt óbreytt. Var þvi visað til nefndar án frekari umræðna. Aöstaöa skóla- nemenda Lögð var fram á alþingi i gær þingsályktunartillaga Lárusar Jónssonar (S) og Matthiasar Bjarnasonar (S) um bætta aðstöðu nemenda landsbyggðarinnar, sem sækja verða sérskóla á höfuð- borgarsvæðinu, en þessi til- laga var boðuð i umnæðum á þingi i fyrradag. Tillagan er svohljóðandi: ..Alþingi áiyktar að fela rikisstjórninni að beita sér fyrir þvi, að komiö verði á fót mötuneytum og heimavistum á vegum hins opinbera, sem ætlaðar verði þeim nemendum af landsbyggðinni, sem sækja verða þá sérskóla i Keykjavik, er ekki starfa annars staðar á landinu. i þessu sambandi verði m.a. kannað, livort ekki komi til greina að semja við starfandi hótel um slikan reksturj’ Þá hafa komið fram eftir- taldar fyrirspurnir, sem ekki hafa áður verið birtar hér á siðunni: Fjármál Ríkis- útvarpsins Fyrirspurn frá Þorvaldi G. Kristjánssyni (S) um afskipti rikisstjórnarinnar af fjárm- álum Rikisútvarpsins til menntamálaráðherra, svo- hljóðandi: l.,,Hvaða heimild telur ríkis- stjórnin sig liafa til að skerða tekjur Rikisútvarpssins, eins og þær eru ákveðnar sam- kvæmt fjárhagsáætlun stofn- unarinnar, sem Alþingi hefur staðfest? 2. Hvers vegna hefur menntamálaráðherra neitað að ákveða afnotagjöld sjón- varps og hljóðvarps fyrir árið 1972 samkvæmt tillögum stofnunarinnar, sem eru lagðar til grundvallar i fjár- hagsáætlun Kikisútvarpsins fyrir þetta ár og Alþingi hefur staöfest? :í. Er það stefna rikis- stjórnarinnar, aö dregið verði úr rekstrarkostnaði Kfkisút- varpsins með sparnaði m.a. i dagskrárgerð til að mæta þeim tekjumissi á þessu ári, sem sú ákvörðun mennta- málaráðherra veldur, að ákveða afnotagjöld sjónvarps kr. 8100.«0 og afnotagjöld hljóðvarps kr. 1200.00 istað kr. JfiOO.OO og kr. 1650.00 eins og lagt var til og Alþingi hefur staðfest i fjáriögum fyrir árið 1972?” Samningurinn við EBE Fyrirspurn til utanrikisráð- herra frá Gylfa Þ. Gislasyni (A), svohljóðandi: ..Hvenær verður samningur sá, sem gerður hefur verið milli islands og Efnahags- bandalagsins og taka á gildi 1. janúar 1973, lagður fyrir Alþingi til staðfcstingar?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.