Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. nóvembcr 1972 TÍMINN 15 Umslög Framhald af bls. 16. belginn i votta viðurvist eða þannig, að ekki verði véfengt að þau hafi farið um borð. A næsta pósthúsi við lendingarstað loft- belgsins, hver svo sem hann verð- ur, verða umslögin stimpluð með stimpli viðkomandi pósthúss. Ekki er ráðið enn, á hvern umslögin yerða stiluð, en gengið verður frá þvi ásamt fleiri formsatriðum væntanlega i dag. Komið hefur til tals að stila um- slagið á loftbelginn, þ.e. eitthvað á þessa leið: Nafn loftbelgsins, Poste Restante, Reykjavik, en nafn loftbelgsins hefur ekki verið ákveðið enn. Það er full ástæða til að vekja athygli safnara og annarra á hin- um fyrirhuguðu loftbelgsumslög- um, sem vafalaust geta orðið mjög verðmæt i framtiðinni. Til gamans má minna á umslögin, sem geimfararnir með Appolo 16. tóku leynilega með sér en eins og allir vita,seldust þau fyrir offjár að geimferðinni lokinni og stiga sifellt i verði. Frimerkja- miðstöðin á Skólavörðustig er öllum söfnurum að góðu kunn,og eiga þvi eflaust margir eftir að leggja leið sina þangað næstu daga til að ná sér i eitt eða fleiri umslög, en vænta má, að þau verði mjög fljótt uppurin . Veiðar vill Hafrannsóknarstofnunin leggja til, að allar togveiðar, dragnótaveiðar, nótaveiðar, flot- vörpuveiðar og þorskanetaveiðar verði háðar leyfum, brot varði leyfissviptingu. Ennfremur er gert ráð fyrir þvi, að reglugerð verði sett um hin einstöku veiðarfæri. Lagt er til, að stuðla beri að meiri gæðum hráefnis úr þorskanetum, þá verði bannað að skilja net eftir i sjó, þegar siglt er til hafnar. M eð þvi móti yrðu bátarnir að visu lengur i veiðiferð, en myndu slægja og isa aflann um borð. Ennfremur er lagt til, að lág- marksmöskvastærö þorskaneta verði sjö þumlungar. Lagt er til, að veiðar með smáriðinni ufsanót verði bannaðar. Einnig, að ekki verði, settar aðrar reglur um dragnót en botnvörpu. Þá telur stofnunin, að botvarpa sé óæskilegt veiðarfæri á uppeldisstöðvum ungfisks. Þvi virðist rökrétt að stækka möskva botnvörpuneta það mikið, að til- tölulega litið magn af fiski undir 45 stærð veiðist. Varðandi friðun svæða leggur stofnunin til, að allar tog- og dragnótaveiðar innan 12 sjómilna markanna við Norður- og Austur- land verði bannaðar. Við Suður- og Vesturland skulu tog- og drag- nótaveiði hvergi leyfð nær landi en sex sjómilur, en þó ekki inn- fjarðar. A svæðinu frá Eystra-- Horni að Snæfellsnesi skal öll togveiði innan markanna óheimil frá 1. júli til 15. ágúst. Þá er sérkafli um aflatak- mörkun og lágmarksstærð, og er gert ráð fyrir, að lágmarksstærð- ir á fiski verði mun stærri en nú er, á flestum fisktegundum. Til þess að vernda hrygningar- stöðvar sildarinnar er lagt til, að m.a. hamarksafli, lágmarks- stærðar og árstiðabundin veiði- bönn verði i gildi. Hafrannsóknarstofnunin gagn- rýnir einnig hina miklu rányrkju, sem átt hefur sér stað á rækju, humar og skelfirski og leggur til að dregið verði úr áokn á þessum fisktegundum viðast hvar á landinu. Síðumúli Framhald af bls. 1 Einnig hefur verið bætt við klefum og unnið var að lagfæringu á að- stöðu fyrir fangaverðina. A göngunum mátti sjá rúm, sem á að setja i hvern klefa.og eftir á að koma með eitthvað af öðrum innanstokksmunum. Varla verða það stórir hlutir, þvi klefarnir eru flestir litlir og þar að auki glugga- lausir. Fyrirkomulagið á klefunum er þannig, að i öðrum ganginum verður kvennadeildin, þar sem eru 8 klefar á aðra hönd, en i hinum verður varðhaldsdeildin, þar sem klefar eru á báðar hendur, og munu þeir vera 12 talsins. Sér snyrtiklefar eru fyrir hvora deild, en sameiginlegt bað. Fyrirhugað mun vera að loka kvennadeildina af, svo að ekki verði gegnumgangur á milli, en eftir er að ljúka þvi verki ásamt öðrum. Mun þvi að likindum verða lokið fyrir áramót og húsið þvi tekið til notkunar snemma á næsta ári. Loftbelgur Framhald af bls. 1. lagðir þeir útreikningar né önnur tölfræðileg vitneskja, sem verður að leggja til grundvallar, þegar málið verður afgreitt. Þess konar verðum við að fá i hendur, svo að við getum metið, hvort nógu örugglega sé um alla hnúta búið. En ég hygg, að það eigi enn talsverðan aðdraganda, að pilt- arnir verði tilbúnir með loftfarið, og þar færi ég það meðal annars fram, að þeir þurfa vetni á belg- inn, og það tekur langan tima að setja vetnið á kútana i Aburðar- verksmiðjunni, en á þvi mun ekki vera byrjað. Siðan er að koma vetninu á belginn og fylla hann þar — það tekur lika sinn tima þvi að þetta er ekki eins og verið sé að blása út blöðru. Þetta, sem ég hef nú sagt, mælti Sigurður að lokum, ber engan veginn að skilja svo, að ég vilji vera þessum ungu áhuga- mönnum Þrándur i götu þó að mér hefði þótt hyggilegra að fresta loftförinni fram á vorið. En það verður að fara eftir ástæðum, hvaða afgreiðslu málið fær hjá okkur, þegar við höfum fengið i hendur nauðsynleg gögn, ásamt formlegri beiðni. FRÆÐSLUFUNDIR UM KJARASAMNINGA V.R. 6 fundur fer fram i Félagsheimili V.R. aö || Hagamel 4 i kvöld, fimmtudag, og hefst g kl. 20,30. — Fjallar hann um vinnulöggjöfina Framsögumenn: Björn Þórhallsson, Örn Clausen. VERIÐ VIRK I V.R ~ SB §|H H HH ss ss AlbíngÍ Framhald af bls. 6. siðaprédikun. Hann benti á, að ef forseti hefði veitt leyfi, væri enginn annar aðili, sem þar gæti ráðið um, og það væri vissulega mikil fullyrðing hjá Gylfa, er hann segði, að ráð- herrann væri allan þennan tima á skrifstofu sinni i höfuðborginni. Þá benti hann á, að verra væri, ef þingmenn væru utan þings án leyfis. Gils Guðmundsson, forseti neðri deildar, upplýsti, að þegar um- ræddur ráðherra hefði fengið fjarvistarleyfi, hefði staðið til, að hann færi til útlanda i embættis- erindum. Hann hafi hins vegar hætt við þá ferð vegna fyrirhug- aðra samningaviðræðna við Breta um landhelgismálið, en þær viðræður myndu væntanlega hefjast von bráðar. Stundum stæði þannig á, að ráðherrar þyrftu að fara erlendis i embætt- iserindum, eins og svo oft hafi komið fyrir fyrrverandi við- skiptaráðherra, og forsetar al- þingis hefðu aldrei reynt að koma i veg fyrir slikt, þar sem talið væri, að þær ferðir væru farnar af nauðsyn — en samkvæmt þing- sköpum væri það forseta að meta, hvort fjarvist væri að nauðsynja- lausu eða ekki. Gylfikvaðsthafa óskað þess að forseti hefði beðið með svarið og athugað málið betur, þvi svar hans hefði að sumu leyti verið rangt, en að öðru leyti út i hött. Hann sagði, að umræddur ráð- Iðnnám Óskum eftir að ráða nema i bilamálum, nú þegar eða sem fyrst. Bilaskálinn hf., Suðurlandsbraut 6. Til sölu 2 Export Grala prentvélar, árg. 1960 og 1966. Einnig 2 Linotype setjaravélar, gerð 8. Vélarnar eru til sýnis hjá Prentsmiðjunni Hilmi h f Siðu- mula 12, Reykjavik. Allar nánari upplýsingar gefur Olafur Brynjólfsson, vfir- verkstjóri. ' J Akranes - Aðalbókari Næstsiðasti gjalddagi útsvara til bæjarsjóðs var 1. nóvember sl.. Hérmeð er skorað á þá sem ekki hafa enn gert skil, að gera það hið fyrsta. Lögtök fyrirgjaldföllnum skuldum til bæjarsjóös eru þeg- ar hafin. Bæjarritari. Akurnesingar - Akurnesingar Starf aðalbókara á bæjarskrifstofunni á Akranesi er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. janúar, 1973. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og starfsreynslu sendist undirrituðum fyrir 1. desember nk. Nánari upp- lýsingar veitir bæjarritari. Bæjarstjórinn. herra hefði ekki fengið leyfi vegna utanferðar, heldur af embættisönnum. Þetta væri i annað skipti sem slikt henti þenn- an ráðherra. Það væri að sinu áliti ekki samkvæmt þingsköp- um, og vildi hann þvi ekki láta það liðast. Skoraði hann á forseta að hugsa málið betur og svara skynsamlega næst. Magnús Kjart- ansson, iðnað- arráðherra, kvaðst vilja lýsa undrun sinni yfir, að þessi þingmað- ur skyldi leyfa sér að halda uppi persónu- legum árásum á sjávarútvegs- ráðherra. að honum fjarstöddum. Honum hefði verið nær. að biða, þar til hann gæti talað um málið við ráð- herrann beint. Þingheimur hefði langa reynslu af störfum Gylfa á þingi, og það hefði oft komið fyrir i ráðberratið hans, að hann gæti ekki mætt á þingfundum vegna landfrægra ferðalaga sinna. Hann sagði, að þingmenn hefðu áratuga reynslu af störfum Lúð- viks Jósefssonar á alþingi, og væru ekki margir,sem tekið hefðu verkefni sin á þingi og i rikis- stjórn alvarlegar en hann. Það stangaðist þvi á við reynslu, að bera honum á brýn vanrækslu i starfi. Iðnnám Óskum eftir að ráða nema i bilasmfði, nú þegar eða um áramót. Ekki yngri en 17 ára. Bilaskálinn hf., Suðurlandsbraut 6. Magnús benti á, að þingmönn- um úr öllum flokkum hefði oft- sinnis verið veitt fjarvistarleyfi vegna anna, og það einnig þótt þeir væru við störf i höfuðborg- inni, og yrði eitt yfir alla að ganga i þvi efni. Kvaðst hann vilja vfta það, að Gylfi hefði farið með persónu- legar árásir, og nánast hreinan róg, um fjarstaddan samþings- mann sinn. Gylfi andmælti þvi, að hann hefði haft persónulegar árásir i frammi, eða deilt á ráðherra fyrir vanrækslu i starfi. Slikt væri fjarri sér, og hann gæti ekki skil- ið, hvernig nokkur heiðarlegur maður hefði getað dregið þá ályktun af orðum sinum. Þessi skilningur iðnaðarráðherra á málinu benti hins vegar til þess, að þeim ráðherra væri fyrirmun- að að fara fram i sannleiksást. á '5 ____: Framhald A viðavangi a{ bis. 3 á Alþingi um þetta inál og allir flokkar liefðu raunverulega átt aöild að staðarvalinu og þar nieð að húsin yrðu flutt. Kr þvi æskilegt að fá upplýst, hvort fyrrverandi ráðherrar, núverandi leiðtogar stjórnar- andstöðunnar, hcfðu skipt um skoðun. Þctta er mál Alþingis, og þvi þarf það að taka nýja ákvörðun, ef frá fyrri ákvörð- uiiuin á að hverfa. — TK Aku reyri HJOLBARÐA- viðgerðir HJÓLBARÐA- sala Snjóneglum NOTAÐA 0G NÝJ/ hjólbarða Gúmmívinnustofan BÓTIN Hjalteyrargötu 1 Simi 1-20-25 — Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.