Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 17. nóvember 1972 María Stúart í Þjóð- leikhúsinu d jólunum A jólunum fá islenzkir leikhús- gestir að sjá þær frægu drottn- ingar Mariu Stúart og Elisabetu fyrstu á leiksviði þjóðleikhússins. Æfingar hófust s.l. miðvikudag á Maria Stúart i Þjóðleikhúsinu. betta er eins og kunnugt er eitt af höfuðverkum Friedrich Schillers, og er eitt þekktasta leikhúsverk klassiskra þýzkra leikbók- mennta. Aðalhlutverkin eru leikin af Kristbjörgu Kjeld (Maria Stúart) og Briet Héðinsdóttir fer með hlutverk Elisabetar . Ýmsir aðrir fara með stór hlutverk i leiknum, og eru þar margir af þekktustu leikurum Þjóðleikhússins. Auk þess koma tveir leikarar til starfa, sem um nokkurra ára skeið hafa starfað á Akureyri, en það eru þeir, Arnar Jónsson og Sigmundur örn Arngrimsson. Alexander Jóhannesson hefur þýtt leikinn, og kom hann út á prenti fyrir nokkrum árum. Þorsteinn frá Hamri hefur yfir- farið þýðinguna fyrir þessa upp- færslu. Leikmyndir gerir Gunnar Bjarnason, en Lárus Ingólfsson sér um búningateikningar. Leikstjóri er Ulrich Erfurth frá Þýzkalandi, og er þetta i þriðja skiptið, sem hann sviðsetur Mariu Stúart. Erfurth er þekktur leikstjóri i Þýzkalandi og hefur starfað m.a. i Berlin, FrankfurtiVínarborg og i Hamborg. Hann hefur einnig verið leikhússtjóri i Hamborg og i Frankfurt. Ulrich Erfurth hefur einu sinni áður komið til tslands, en það var árið 1937. En þá kom hann hingað með konu sinni, dvaldist hér i einn mánuð og ferðaðist á hestum um landið. Myndin er af leikstjóranum á æfingu. Hluti af starfsfólki nýju KRON-búðarinnar í Breiðholti 3, sem opnar í dag. (Tímamynd: tiK) Glæsileg KRON-búð opnar í Breiðholti Klp—Reykjavík. i dag opnar KRON mjög glæsilega vcrzlun i nýju húsi við Norðurfell I Breiðholti 3. Ilúsið hcfur verið i smiðum i rétl citt og hálft ár og er á tveim hæðum. í kjallara eru geymslur og fl. en á efri hæð- inni, scm er jarðhæð, er vcrzlunin sjálf á 550 fermetra gólfrými. Kostnaður við hyggingu þessa er um 30 milljónir króna, sem varla telst mikið, þegar haft er i huga hversu vönduð verzlun þetta er. Þarna verður verzlað með matvörur fyrst og fremst, en auk þess algengustu búsáhöld, skólaritföng, leikföng og litils- háttar af ferða- og sport- vörum, ennfremur fatnað (vinnuföt, skyrtur, nærfatnað o.fl.) svo og skófatnað af algengustu gerð. Kæli- og frystitæki eru mjög fullkomin, eins og t.d. þau, sem notuð eru undir mjólkurvörur, en þær verða til sölu þarna ásamt aragrúa af öðrum vörum, sem varla er að finna nema i full- komnustu verzlunum. t sam- bandi við verzlunina er margt nýstárlegt. Má þar t.d. nefna innréttingar, sem eru frá Sænska samvinnusam- bandinu, svo og all sérkenni- lega staðsetningu ofna i verzluninni sjálfri. Þeir eru hafðir uppi undir þaki og nýtist þar af leiðandi mun betur gólfrýmið. Verzlunarstjóri I þessari nýju KRON-búð, sem er sú 13. i eigu félagsins, verður Elis R. Helgason, en starfsfólk auk hans verður 12 manns. Skíðasnjórinn kominn Hægt að velja um Hveradali og Bláfjöll Framkvæmdasjóður Farfa^al3d rannsóknum á þróun eftirspurnar eftir búvörum innanlands til grundvallar mati á þörfinni fyrir framleiðslu landbúnaðarins. Aætlun opinberra framkvæmda fyrir árið 1973 er nú nær lokið, og verður hún lögð fyrir árið 1973 er nú nær lokið, og verður hún lögð fyrir rikisstjórnina á næstu dög- um. Að lokinni framkvæmdaáætl- un ársins 1973, mun taka við gerð langtima framkvæmdaáætlunar um opinberar framkvæmdir. Mun um það leitað samstarfs við ráðuneyti og opinberar stofnanir, sem um framkvæmdamál fjalla. — Einnig standa fyrir dyrum mörg verkefni á sviði landshluta- áætlana, og er t.d. unnið að sam- gönguáætlun fyrir Norðurland og almenn atvinnumál — og fram- kvæmdaáætlun fyrir Norðurland er hafin með sérstakri áætlunar- gerð fyrir Skagaströnd. Þriðja deild Framkvæmda- stofnunarinnar er hagrannsókn- ardeild, annast hún að mestu það starf, sem unnið var I hagdeild Efnahagsstofnunarinnar og af forstöðumönnum hennar. — Sérstakt viðfangefni hagrann- sóknardeildar á sviði tekjumáli er gerð tekjuáætlunar fjárlaga, svo og endurskoðun áætlanarinn- heimtar tekjur ríkissjóðs nokkr- um sinnum á ári. Forráðamenn Framkvæmda- stofnunarinnar ræddu nokkuð um valdsvið hennar á blaðamanna- fundinum i gær. Sögðu þeir, að nokkurs misskilnings virtist gæta hjá almenningi varðandi vald stofnunarinnar. bað virtist, sem margur maðurinn teldi stofnun- ina vera allsráðandi I lánamál- um, svo væri alls ekki. Meginhluti starfsins, sem fram færi innan veggja Framkvæmdastofnunar- innar væri undirbúningsvinna fyrir marga aðila, sem siðan tækju ákvarðanir, og þá kannski eftir tillögum Framkvæmda- stofnunarinnar. Stjórn Framkvæmdastofnunar- innar skipa nú: Ragnar Arnalds, formaður, Steingrimur Her- mannsson, varaformaður, Magnús Jónsson, alþingismaður, Matthias Bjarnason, alþingis- maður, Benedikt Gröndal, al- þingismaður, Björn Jónsson, al- þingismaður og Ingvar Gislason, alþingismaður. I framkvæmdaráði Fram- kvæmdastofnunarinnar eru nú: Tómas Árnason, Bergur Sigur- björnsson og Guðmundur Vigfús- son. ÞÓ-Reykjavik Sæmilegasti skíðasnjór er nú i Bláfjöllum, og er ekki að efa, að ef stillurnar haldast fram yfir helgi, þá muni fólk fjölmenna þangað upp eftir. Það mun vera langt siðan skiðasnjórinn hefur komið jafn snemma i nágrenni Reykjavikur, og er hann eflaust vel þeginn af mörgum, ekki sizt eftir hina miklu skiðaöldu sem reið yfir ibúa Reykjavikur i fyrravetur, eftir að Reykvikingar uppgötvuðu allt i einu að i Bláfjöllum var fyrirtaks skiða- land. I Hveradölum er smávegis skiðasnjór, nóg til þess að nokkur fjöldi getur verið i brekkunum þar. Reyndar er færið þar mjög hart, þannig að betra er að hafa stálkantana á sklðunum vel beitta, áður en farið er að renna sér. Siðustu kvöld hefur skiða- lyftan i Hveradölum Verið i gangi og brekkurnar upplýstar. Hafa allmargir notfært sér ljósin og lyftuna, og sérstaklega þeir, sem eru með hina margumtöluðu „skiðabakteriu”, en það er bakterla, sem vont er að losna við, eftir að fólk hefur einu sinni fengið hana. I ■ ■ I ■■»■■■_■■■ | Snjórinn fyrir norðan: Ef hvessir, verður allt ófært á svipstundu Kl)—Akureyri lli/ll Meiri snjór er nú kominn viða iiorðanlands, en nokkru sinni kom i fyrravctur. Kr þetta jufnfallinn snjór, allt að inelra á dýpt og suins staðar enn dýpri. Kf nokkuð blæs verður allt ófært á svipslundu, þvi snjórinn er mjög laus i sér. 1 gær var opnaður vegurinn til Dalvikur pg fram dai og Múlavegur, en hann var ruddur i fyrradag og lokaðist aftur um nóttina. I Eyjafirði, framan Akureyrar, var mokað i fyrradag. Allir .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V flutningar fara nú fram á tiu hjóla trukkum með framdrifi, en geta má þess að einn mjólkurbilstjóri, Jón Ólafs- son úr öngulsstaðahreppi, hefur tönn á mjólkurbilnum og mokar með sér. Vegagerðin hjálpaði 1 fyrra- dag bilalest að sunnan, austur yfir heiðar, til Reynihliðar, og ætlunin var að hjálpa henni áfram yfir Möðrudalsöræfin i gær. Tjörnesið er fært að Auð- bjargarstaðabrekku, en þar er geysimikill snjór. Norður- landsvegur verður opnaður þriðjudaga og föstudaga meðan veður leyfir, og á mánudögum og föstudögum verður Dalvikurleiðinni haldið opinni og Húsavikurleið á mánudögum. Á Akureyri er sifellt unnið að þvi að ryðja götur og eru ruðningar viða um tveggja metra háir. Innan við ruðn- ingana má viða sjá búlgur 4 snjónum, en þar undir eru bilar. Fjölmargir bifreiða- eigendur á Akureyri hafa gefizt upp við að halda bilum sinum gangandi i ófærðinni. Happdrætti Framsóknarflokksins Þeir, sem hafa fengið heimsenda miða, eru vinsamlegast beðnir að gera skil á skrifstofu happdrættisins að Hringbraut 30, sími 2-44-83, sem er opin til kl. 6,30 í dag, eða á afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, frá kl. 9-5. Einnig taka á móti uppgjöri umboðsmenn happdrættisins víða um land. Einnig hefur happdrættið gíró-reikning nr. 34444 við Samvinnubankann og má greiða inn á það númer í bönkum, sparisjóðum og póst- húsum um allt land. VTNNlNOARi Opel Rckont, ár* í*» Kr. vi&JOOO- Opei KHílétt. Ant- 1873 - 475.000- ttrCCTNm MlfiAR 75 þú*. Uppíí»ínip»f W, rtmt ÍMB. Verókr. 100,00 Dregíö 18. nóv.iöTa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.