Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIflJAN SÍMI: 19294 '1IIIII 1 II 1 1 1 265. tölublað — Laugardagur 18. nóvember — 56. árgangur ] kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Norsku múrararnir, sem séra Hope sendi hingað, við vinnu undir turni Hallgrimskirkju. Timamynd: GE Norðmenn fíísaleggja gólf kapellu í Hallgrímskirkju Nýjar stórgjafir norsks prests til islenzkra málefna Nú um vikuskeið hafa norskir múrarar unnið við flisalagningu gólfs í fyrirhugaðri kapellu i syðra útskoti Hallgrimskirkju- turns. Verða messugerðir i kirkjunni fluttar þangað, þegar gengið hefur verið frá kapellunni, en fram að þessu hefur verið messað i kórnum, svo sem kunnugt er. Þessir Norðmenn eru komnir hingað til lands fyrir atbeina manns, sem fyrir löngu er orðinn Islendingum að góðu kunnur. Norski presturinn séra Hope hefur safnað tveim milljónum króna i byggingar- sjóð Hallgrimskirkju og sent hingað, ásamt miklu af byggingarefni. Þar með eru gólfflisarnar, sem notaðar eru, gerðar úr norsku bergi. Aður hefur séra Hope hvað eftir annað unnið islenzkum málefnum ómetanlegt gagn, og má þar nefna framgöngu hans i þágu skógræktar, dómkirkj- unnar i Skálhtlti og lýð- háskólans þar. Hallgrims- kirkjan á Skólavörðuhæð er þvi fjórða stórmálefnið, sem hann tekur upp á sina arma hérlendis af þeim skörungsskap og dugnaði, sem honum er lagið. Þess má einnig geta, að nú er verið að taka vinnupalía utan af turninum og kemur meira og meira af honum i ljós með degi hverjum. —JH „Sárt að sjá heyið og húsin fara svona" Þorgeir bóndi í Gufunesi missti nær allt sitt hey, um 2500 hesta, i brunanum i fyrrakvöld Klp—Reykjavík. ,,1'aí) er sárt, góði minn, að horfa á eftir iilln þessu heyi fara svona og geta ekkert gert", sagði Þorgeir Jónsson, bóndi i Gufunesi, er við litum þar við i gærdag til að skoða verksum- merki eftir brunann mikla, sem varð þar i fyrrakvöld, og sagt var frá i blaðinu i gær. Þorgeir stóð þá úti á hlaði og horfði á stóran krana láta klóna siga niður i heyið, sem enn logaði glatt i, og koma með það upp, þar sem slökkviliðsmenn dældu vatni á það. Þegar það var orðið gegn- blautt,var það látið á stóra vöru- bila, sem óku með það á sorp- haugana. Aðeins útveggirnir stóðu eftir af hlöðunni, en hest- húsið, sem einnig var fullt af heyi, var brunnið til ösku. Þegar okkur bar að garði voru þar slökkviliðsmenn enn að störfum , og auk þess voru þar stórvirk vinnutæki við að fjarlægja heyið. Þrátt fyrir að liðinn væri nær sólarhringur frá þvi, að eldurinn kom upp, logaði enn i heyinu og reykjarmökkur hvildi yfir öllu. 1 þessum bruna missti Þorgeir um 2500 hesta af heyi auk hesthússins og hlöð- unnar, sem varla verður notuð aftur. Upp úr reykjarbólstrunum stóð súrheysturninn, en þar inni var einnig hey, sem eldurinn náði ekki að læsa sig i. ,,Sem betur fór var engin skepan i húsunum", sagði Þorgeir. Allir hestarnir voru úti og það var bót i máli. Annars er ekki gott að segja hvað maður gerir úr þessu, þetta er óskapleg ógæfa, sem dynur allt i einu yfir, mann, og ég hef ekki gefið mér tima til að hugsa um næsta skref, en bað er sárt, góði minn, að horfa á heyið og húsin fara svona". Vindsvalur ó, Vindsvalur! Hvenær leggurou i loftin blá ? Stp—Reykjavik — I>að er útséð um, að ekki verður tappað á hann Vindsval okkar fyrr en eftir helgi, sagði Agúst Gunnarsson loftbelgs- maður i viðtali við blaðið í gær- kvöldi. — Eins og kunnugt er, ætlar Aburðarverksmiðjan i Gufunesi að láta okkur i té gasið á belginn, og verður þvi tappað á kúta þar i verksmiðjunni og þeir siðan fluttir á bilum upp á Sandskeið. Nú hafa þeir tjáð okkur, að ekki verði unnið að átöppuninni i næturvinnu, en stöðva verður verksmiðjuna meðan á henni stendur. I dag fluttum við 36 kúta upp i verksmiðju og tekur 8 klukkutima að fylla þá. Við höfum ekki fleiri kúta sem stendur, en munum reyna að fá þá annars staðar. En þessa 36 fengum við hjá Rafveitu Reykja- vikur. Við höfðum ráðgert að flytja belginn, hjólhýsið og allan búnað út á Sandskeiö á sunnu daginn og hafa allt klárt til að geta farið að setja gasið á belg- inn, þegar Holberg kæmi frá New York á sunnudagskvöld með loft- ventilinn á topp belgsins. Holberg Másson fór vestur klukkan 8 i gærkvöldi til að ná i ventilinn. Hann var áður búinn að smiða tvöfaldan ventil, sem nota átti, en seinna sáu þeir félagar fram á, að nauðsyn væri á fullkomnari og öruggari ventli, einkum vegna mikils kulda, sem gera má ráð fyrir i væntanlegri flughæð. Þá má og segja, að ventill þessi sé aðal — og raunar eina stjórntæki loftbelgsins ásamt með ballestinni, svo það er ekki litils um vert að hafa hann sem beztan. Nafnið Vindsvalurer úr hinni fornu goðafræði og var heitið á föður vindanna. Var það Jón Böðvarsson, menntaskóla- kennari, sem kom með tillöguna að þessu nafni. Landhelgis- viðræður 27. og 28. t fréttatilkynningu frá utan- rikisráðuneytinu i gær segir, að landhelgisviðræður við Breta fari fram i Reykjavik dagana 27. og 28. nóvember n.k. Af hálfu Islands taka þátt i viðræðunum Einar Agústs- son utanrikisráðherra, Lúðvik Jósefsson sjávarútvegsráð- herra og Magnús Torfi Ólafs- son menntamálaráðherra. Af hálfu Breta þau lafði Tweedsmuir og Stoddard aðstoðarfiskimálaráðherra, ásamt ýmsum embættis- mönnum. Tóftirnar gapa, svartar af reyk og sóti, og hálfbrunnið heyið liggur i dyngjum á vlð og dreif. Þeir voru enn að draga logandi heyið upp úr brunatóftunum i Gufunesi um miðjan dag í gær. _ Xmyndir: GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.