Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 18. nóvember 1972 Landshlutamir taki upp reglulegt samstarf Frá fundi landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi ÞÓ—Reykjavik. Landshlutasamtök sveitar- félaga á Vestfjörðum, Norður- landiog Austurlandi, héldu sam- starfsfund á Akureyri, 9rl0. nóvember s.l. t frétt frá fundinum segir, að fundurinn telji nauösynlegt, að taka upp á ný reglulegt samstarf landshlut- anna, sem eölilegt framhald af samtökum kaupstaðanna i þessum landshlutum. Leggur fundurinn til að komið verði á fót fastri samstarfsnefnd, sem haldi tvo til þrjá fundi árlega til skiptis i landshlutunum. Samstarfsnefnd stuðli að auknu samstarfi lands- hlutanna um byggðaþróunarmál. Fundurinn beinir þvi til lands- hlutasamtakanna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi, að komið verði á samstarfi alþingis- manna úr þessum landshlutum um • sameiginlega hagsmuni og gagnkvæman stuðning i baráttu- málum landshlutanna og bendir fundurinn á ýmsar leiðir til þess. Fundurinn telur að á næstu árum stefni að stórfelldri röskun byggðar i landinu verði ekki gripið til áhrifameiri aðgerða til tryggingar jákvæðri byggða- þróun en beitt hefur verið til þessa hér á landi. Það, sem fyrst og fremst gefur til kynna hvert stefnir er: L 1) Vegna óvenjulegrar aldurs- skiptingar þjóðarinnar mun miklu fleira ungt fólk koma til starfa og velja sér búsetu i þjóð- . félaginu á þessum áratug en nokkru sinni fyrr, og að likindum hlutfallslega fleira en verða mun siðar. Meðalmenntun þessa fólks almennt verður meiri en verið hefur og þvi mun það gera kröfur um viðtækara úrval atvinnu- tækifæra og þjónustu en nú er fyrir hendi. 2) Atvinnuvegir utan Eeykja- nessvæðisins eru einhæfir og horfur eru á að framleiðniaukn- ing verði mjög mikil á næstu árum i þeim atvinnugreinum, sem hinir strjálbýlli landshlutar byggja nær alla afkomu sina á, þannig að þó framleiðsla aukist til muna fjölgi fólki ekki i þessum atvinnugreinum. 3) Þjónustugreinarnar, sem taka munu til sin mjög verulegan hluta viðbótarvinnuafls, vaxa nær eingöngu á Reykjanessvæð- inu en eru mjög vanþróaðar utan þess, sem er ein meginástæða búseturöskunar. 4) Rik tilhneiging til að stað- setja öll ný stóriðjufyrirtæki og önnur ný og þýðingarmeiri á Reykjanessvæðinu. 5) Mismunur á aðstöðu til Ný bók eftir Guðmund Böðvarsson — meðal fjögurra bóka sem Hörpuútgófan gefur út Hörpuútgáfan hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur. Þar ber fyrst að nefna nýja bók eftir Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli, en Guðmundur hefur verið eitt af ástsælustu ljóðskáldum þjóðar- innarum áratugi, enda snillingur á þvi sviði. Guðmundur hefur þó ekki látið sér ljóðaformið einhlitt, og á bókarkápu segir, að fyrir jólin 1971 hafi komið út frásögu- þættir eftir hann, sem nefnast „Atreifur og aðrir fuglar” (safn- rit 1). Nú kemur út önnur bókin undir þessum sama flokki, og heitir hún „Konan, sem lá úti”. Er i þessu bindi, sem hinu fyrra, Líffæraheiti og læknisfræðileg heiti Bókaútgáfan Leiftur hefur sent frá sér tvær bækur, sem báðar munu koma sér vel einkum læknanemum. Bækur þessar eru fslenzk læknisfræðiheiti og Alþjóðleg og islenzk liffæraheiti, báðar eftir Guðmund heitinn Hannesson prófessor —- raunar endurútgáfa. Eins og kunnugt er, vann Guðmundur Hannesson mikið og gott starf við söfnun og sam- ræmingu á islenzkum heitum af þessu tagi og samningu ný- gervinga, þar sem ekki var annars völ. Naut hann þar að sjálfsögðu liðsinnis margra, enda hefur jafnan verið innan lækna- stéttarinnar margt orðhagra manna, og sumir meira að segja staðið þar i fremstu röö. Læknisfræðiheitin birtast eins og Sigurjón Jónsson læknir gekk frá útgáfunni árið 1954, en Alþjóð- leg og islenzk liffæraheiti hefur Jón Steffensen búið til prentunar, aukið við og gert nokkrar breytingar á eldri útgáfu. samandregið sitthvað það, sem birzt hefur i timaritum, verið flutt i útvarpi, eða legið i skrifborðs- skúffu og beðið sins tima. Sá þáttur, sem þessi bók dregur nafn af, er frásögn af slysför Kristinar Kjartansdóttur frá Sig- mundarstöðum i Hálsasveit, sem á áttugasta ári sinu lá i fimm dægur stórslösuð á bersvæði i rysjóttu veðri á þorranum 1949. Þar segir frá ótrúlegu viðnáms- þreki og þvi jafnvægi hugans, sem ekkert fær raskað. Þá gefur Hörpuútgáfan út aðra bók eftir islenzkan höfund; eru það Vippasögur 1, eftir Jón H. Guðmundsson.Höfundnr segir i formála, að árið 1941 hafi verið -þýddar og endursagðar sögur af Vippa i Vikunni. Höfundur þessara sagna var Dani að nafni Halvor Asklöv, og urðu þessar sögur hans mjög vinsælar á tslandi. Höfundur segir, að þegar ekki hafi verið hægt að fá sögur- nar lengur vegna striðsins, þá hafi hann tekið til þess ráðs að ræna Vippa litla og flytja hann til tslands og búa sjálfur til sögur- nar.og eru þær þvi alislenzkar, þó að höfuðpersónan sé fengin að láni. Bókin Vippi vinur okkar er 90 blaðsiður að stærð, og hefur Halldór Pétursson myndskreytt bókina. í eldlinuninni.nefnist bók eftir hinn þekkta höfund Francis Clifford, En áður hafa fjórar bækur komið út eftir hann á islenzku, eins og t.d. bókin „Njósnari á yztu nöf”. Þessi nýja bók Cliffords er njósnabók sem I (logfrædi- j SKRIFSTOFA | Vilhjálmur Amason, hrl. j Lekjargötu 12. j • (Iðnaðarbankahúsinu, 3. h.) Slmar 24635 7 16307. V-----------------------) menntunar, þjónustunota og hverskyns menningarlifs á Reykjanessvæðinu og i öðrum hlutum fer vaxandi. 6) Raunhæfur skilningur þjóðarinnar á gildi jafnvægis i byggðaþróun er of litill. 7) Mótun og framkvæmd byggðastefnu hefur ekki fengið þann sess i stjórnkerfi rfkisins sem henni ber og bráðnauðsyn- legt er að hún fái. Þá telur fundurinn að verði ekki stefnubreyting á stjórn lands- mála, geti horft til landauðnar á Vestfjörðum og hlutum Norður og Austurlands og stöðnunar hinna lifvænlegustu staða og byggöa- laga þessara landshluta samfara þvi, að vandamál offjölgunar fara sivaxandi á Reykjanes- svæðinu. — í samþykktinni segir, að slik þróun muni valda þjóð- félaginu stórtjóni efnahagslega sem félagslega, og sé mikið þjóð- félagslegt átak réttlætanlegt til að snúa henni við. Fundurinn skorar á þá, sem fyrstog fremst bera ábyrgð á vel- ferð islenzku þjóðarinnar, al- þingismenn og rfkisstjórn, að hefja nú þegar undirbúning stór- átaks til að tryggja jákvæða og hagkvæma þróun byggðar i landinu og hafa að fyrirmynd markvissar aðgerðir sumra nágrannaþjóðar okkar. Telur fundurinn að stefna beri að fullkomnu jafnvægi fólks- flutninga að og frá Reykjanes- svæðinu, enda búi þar nú nær 60% þjóðarinnar og fólksfjölgun á svæðinu kappnóg án aðflutninga. Telja má að ekki sé teljandi hætta á hnignun byggðar á Suður- og Vesturlandi, frekar séu horfur á hinu gagnstæða vegna stór- felldra samgöngubóta þessara landshluta við Reykjanessvæðið. HIÐ raunverulega byggðavanda- mál á tslandi snýst þvi fyrst og fremst um byggð á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Jákvæð byggðaþróun. Fundurinn leggur áherzlu á eftirfarandi atriði til að knýja fram jákvæða byggðaþróun. Það fyrsta er, að vandamál - byggðaþróunar séu meðal brýnustu verkefna hins opinbera stjórnkerfis, en eru þar olnboga- barn. Nauðsynlegt er, að nægir starfskraftar af hálfu rfkisins starfi eingöngu að mótun og framkvæmd byggðastefnu rikis- stjórnarinnar hverju sinni, og að þessum málaflokki verði skipaður sérstakur sess i stjórn- kerfinu. Einnig, að komið verði á raunhæfu samstarfi milli lands- hlutasamtaka sveitarfélaga og rikisstjórarinnar um mótun og framkvæmd byggðastefnu. 1 kaflanum um, fjármagn segir, að nauðsynlegt sé að stofnun sú, sem falin er umsjón byggða- þróunar, hafi aðstöðu til áhrifa á ýmsa fjármagnsstrauma i þjóð- félaginu. Sérstaka áherzlu beri þó að leggja á eflingu Byggðasjóðs þannig að sjóðurinn geti á raun- hæfan hátt annað þvi ætlunar- hlutverki sinu að stuðla að hag- kvæmari þróun byggðar i landinu með skipulegum hætti. Um atvinnumál segir að uppbygging atvinnuvega hvers landshluta verði aö vera fjöl- skrúðug, til þess að nægilegt úrval atvinnutækifæra bjóðist fólki með mismunandi hæfni, áhuga og menntun. Horfur eru á, að mest allt viðbótarvinnuafl þjóðfélagsins á næstu árum fari til úrvinnslu- og þjónustugreina en framleiðsluaukning fram- leiðslugreinanna byggist fyrst og fremst á stórvirkari tækjum og vaxandi arðsemi lands og sjávar. Við þessar staðreyndir verður uppbygging atvinnulifs hinna strjálbýlli landshluta að miðast. Útilokað er að þeir verði hráefna- framleiðendur eingöngu, eigi að stöðva áframhaldandi byggða- röskun. Þá segir samþykkt fundarins, að jöfn aðstaða til menntunar hvar sem búið er á landinu sé eitt af grundvallaratriðum, sem þarf til tryggingar búsetujafnvægi. Lágmark menntunaraðstöðu verði að vera, svo að hægt sé fyrir unglinga að ljúka gagnfræða- eða landsprófi i heimabyggð sinni, og menntaskóli verði i hverjum landshluta. I lok samþykktarinnar segir, að með löggjöf i heilbrigðismálum verði að koma sem allra fyrst: Staðsetning og uppbygging heilsugæzlustöðva skuli ákveðast i fullu samráði við landshluta- samtökin. Núverandi fólksfjöldi i hinum ýmsu sveitarfélögum, sé ekki raunhæfur mælikvarði hvað snertir staðsetningu heilsugæzlu- stöðva, heldur skipti meginmáli vegalengdir með sjúka og slasaða, veðurfar, samgöngur og önnur staðbundin skilyrði. Fulltrúar frá -Sambandi sveitarfélaga i Austurlandskjör- dæmi og Fjórungssambandi Norðlendinga sátu fundinn. Fulltrúar Vestfirðinga gátu ekki sótt fundinn vegna samgöngu- erfiðleika, en þeir hafa lýst sig samþykka efni ályktanna fundarins. I !■■■■■■■■■! í Fosshóll: l Vantar aðeins í; herzlumuninn á nýju brúna Guðmundur Böðvarsson. hinar fyrri, og segir hún frá enskum verkfræðingi að nafni Neal Forrester. Forrester er i sumarleyfi á ttaliu og gerir til- raun til að bjarga norskri stúlku. A flótta þeirra til flugvallarins ráðast skæruliðar á þau, og at- burðarásin tekur nýja stefnu. Bókin,I eldlinunni ,hlaut 1. verð- laun „Crime Writers! Association 1969” Bókin.l eldlinunni.er 152 blað- siður að stærð. Siðasta bókin frá Hörpuút- gáfunni er „Ég elska aðeins þig”, og er, eins og nafnið bendir til, ástarsaga og er vist spennandi eins og segir á bókarkápu. Þessi bók er eftir sænskan rithöfund, Bodil Forsberg. Bókin er 157 blaðsiður. Skúli Jenson hefur þýtt tvær siðast-nefndu bækurnar, og prentun bókanna annaðist Prent- verk Akraness. BP-Fosshóli 15/11 Menn eru mikið farnir að hlakka til, þegar hægt verður að fara að aka nýju brúna yfir Skjálfandafljót við Fosshól. Sú gamla er búin að fara afskap- lega i taugarnar á bilstjórum. Nú er aðeins eftir að ganga frá endum nýju brúarinnar, en þessa stundina er ekki hægt að vinna við það vegna frosts og snjóa. Smiðirnir eru heima hjá sér eins og er, en ætla að koma aftur eftir helgina og reyna að hespa þetta af, ef unnter, þviöllum þætti lakara, ef verkið yrði að biða til vors vegna tiðarfarsins. Mjög mikill snjór er hér, jafnfallinn yfir metra á dýpt. Litið frost hefur verið undanfarið, en i dag eru tiu stig. ’.v; Ný nótnabók komin ó markaðinn — eftir Maríu Brynjólfsdóttur Stp—Reykjavik Um siðustu mánaðamót kom á markaðinn bókin 42 sönglög 8 lög án orða, eftir Mariu Brynjólfs- dóttur. Höfundar ljóðanna eru ýmsir af þekktum skáldum tslands á þessari öld. Þá eru og fáein þýdd ljóð. Af höfundunum má nefna m.a. Halldór Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Orn Arnar- son, Sigurð Júl. Jóhannesson, Kristján frá Djúpalæk og Svein- björn Björnsson. Vert er að vekja athygli á þvi, hve frábær allur frágangur bók- arinnar er. Falleg litmynd prýðir kápuna, bandið er gott og letur og pappir til fyrirmyndar. Bókin er prentuð i Kassagerð Reykjavik- ur. Nótna-og leturteiknun og upp- setningu annaðist Gunnar Sigur- jónsson, ljósmynd á kápu Leifur Þorsteinsson og letur á henni hannaði Rósa Ingólfsdóttir. Siðast en ekki sizt ber að nefna Carl Billich, sem sá um frágang á lögunum. Bókin fæst i bókaverzlunum og hljómplötuverzlunum. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að henni hjá Mariú sjálfri. Kanaríferðir Flugfélagsins sífellt vinsælli ÞÓ-Reykjavik Orlofsferðir Flugfélags tslands til Kanarieyja, sem hófust veturinn 1970 njóta sivaxandi vinsælda. Enda er ákaflega þægi- legt að skreppa suður á móti brosandi sól á Kanarieyjum, á meðan vetrarskammdegið grúfir yfir Islandi. Svein Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélags Islands, sagði, að fyrsta veturinn, sem þessar ferðir voru farnar, hafi verið farnar niu ferðir, i fyrra voru farnar tiu og i vetur verða farnar ellefu, vegna aukinnar aðsóknar. — Fyrsta ferðin var farin 9. nóvember og farnar veröa þrjár ferðir til við- bótar, fyrir áramót. Eftir áramót verða farnar sjö ferðir, sú siðasta 19. april. Einnig sagði Sveinn, að nokkur fyrirtæki hér á landi væru farin að greiða hluta ferðakostnaðar, ef fólk vildi taka orlof að vetri til eða utan hins hefðbundna orlofstima, og með þvi móti er komið i veg fyrir erfiðleika vegna fólksfæðar á vinnustöðum yfir sumartimann. Nú þegar er fullbókað i nokkrar vetrarferðanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.