Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. nóvember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurínn I Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: I>ór-|: : arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson,:: : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns)J:i Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislaswii, ■ Ritstjórnarskrif--:; stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306;:: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusimi 12323 — auglys -; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjaldi;: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-Ji: takiö. Blaðaprent ly.f. Sá tími má ekki koma aftur Árið 1972 verður á margan hátt ólikt fyrri ár- um á Islandi. Afkoma almennings hefur tvi- mælalaust verið jafnbetri þá en nokkru sinni fyrr. Atvinna hefur verið mikil og enginn, sem hefur viljað vinna, hefur þurft að ganga at- vinnulaus. Verkföll hafa verið með allra minnsta móti. Þrátt fyrir velgengnina innan- lands hefur efnaleg staða þjóðarinnar út á við vel haldist. Þannig hefur árið 1972 verið ár vel- megunar og vinnufriðar og mun þvi jafnan verða talið gott ár i sögu þjóðarinnar. Árið 1972 verður af þessum ástæðum mjög ólikt næstu árum á undan.Siðasta kjörtimabil fyrrverandi rikisstjórnar einkenndist af mikl- um vinnuófriði og stórfelldu atvinnuleysi. Lifs- kjör almennings versnuðu mjög á árunum 1968-70 og þó kostaði það verkalýðshreyfinguna ekki minna en 675 þús. verkfallsdaga á þessum þremur árum til að koma i veg fyrir að kjörin versnuðu enn meira. Á þessum ár- um varð gifurlegt atvinnuleysi. Alls námu tapaðir vinnudagar, vegna atvinnuleysis á árunum 1968-70 um 1,2 millj. samkvæmt opin- berum skýrslum, en i raun var atvinnuleysið miklu meira en þar kom fram. Þannig voru árin 1968-70 ár versnandi lifskjara, stórverkfalla og atvinnuleysis á Islandi. Munurinn á árinu 1972 annars vegar og árunum 1968-70 hins vegar er þvi stórkostlegur. Hann sannar vel hið fornkveðna, að skiptir hver á heldur. Með tilkomu núverandi rikisstj. urðu alger umskipti i afstöðu stjórnvalda til almennings i landinu. Lagt var á það megin- kapp að vinna upp kjaraskerðingu fyrri ára og vel það. Jafnhliða var sett það takmark að tryggja vinnufrið og næga atvinnu. Allt hefur þetta tekizt. Þessvegna er árið 1972 svo ánægjulega ólikt næstu árum á undan. Af hálfu þeirra, sem stjórnuðu með hinum hörmulegu afleiðingum á árunum 1968-70, er nú lagt höfuðkapp á að reyna að gera sem erfiðast fyrir þeirri rikisstjórn, er hefur valdið framangreindum umskiptum. Þeir gera sér vonir um, að timabundnir erfiðleikar geti orðið henni til falls, ef ekki verður sýndur af hálfu launþega nægur skilningur á lausn þess vanda, sem við er að fást. Þá gæti vitanlega svo farið, að ekki yrði hægt að tryggja áfram til fulls þann mikla árangur, sem árið 1972 er svo glöggur vitnisburður um. Þvi mæna leiðtogar stjórnarandstöðunnar nú miklum vonaraugum til þess Alþýðusambandsþings, sem kemur saman um helgina. En þeir fulltrúar alþýðu manna, sem þar koma saman, muna áreiðanlega vel eftir kjaraskerðingunni, verkföllunum og atvinnu- leysinu á árunum 1968-70. Þeirra kappsmál hlýtur þvi að verða, að sá timi komi ekki aftur. Ekkert væri þeim þvi óhagstæðara en að hlýða leiðsögu þeirra manna, sem réðu stjórnar- stefnunni á þessum árum. Leiðarljós Alþýðu- sambandsþingsins þarf að verða að láta slikan tima ekki koma aftur. Jonathan Steel, The Guardian: Viðurkenningin mun breyta aðstöðu Austur-Þýzkalandsj Það getur átt eftir að gegna miklu stjórnmálalegu hlutverki HINIR fáu vestrænu sér- fræðingar i málefnum Austur- Þýzkalands urðu fyrir mjög óvæntri reynslu fyrir skömmu. Þegar þeir flettu dagblaði flokksins Neues Deutschland ráku þeir augun i mynd af sýningarstúlku með ber brjóst. Þetta var i sjálfu sér ekki merkilegur atburður, en rifj- aði eigi að siður upp ýmislegt fleira, sem benti til stefnu- breytingar i menningarmál- um i Austur-Þýzkalandi. Enn getur enginn fullyrt, hvar staðar verði numið i breyting- unum, en sérfræðingarnir eru á einu máli um, að eitthvað meira en litið sé á seyði. 1 AUGUM hins óbreytta manns, sem ekki bindur sig um of við smámuni, er myndin af nöktu sýningarstúlkunni ekki verra dæmi en hvað ann- að um þörfina á rækilegri endurskoðun hinna gömlu hugmynda um Austur-Þýzka- land almennt. Sáttmálinn, sem fulltrúar þýzku rikjanna beggja undirrituðu um dag- inn, hlýtur að boða, að öll riki i Vestur-Evrópu viðurkenni stjórn Austur-Þýzkalands inn- an skamms. Fyrsti brezki sendiherrann i Austur-Þýzka- landi tekur til starfa eftir nokkra mánuði. Hvernig kem- ur honum hið nýja riki fyrir sjónir? Austur-Þýzkaland varð til fyrir 23 árum og er nú áttunda mesta iðnveldi heims. Marsbúi ætti efalaust erfitt með að átta sig á þvi, að það og Albania séu undantekning- ar meðal Evrópurikja að þvi leyti, að þar sitji enginn sendi- herra frá Bretlandi eða Bandarikjunum. AUSTUR-ÞÝZKALAND varð til sem riki upp úr siðari heimsstyrjöldinni og hefir sið- an verið tákn vandræða og deilna i augum almennings á Vesturlöndum. Hugmyndirn- ar, sem vestrænir menn gerðu sér um riki þetta, mótuðust endanlega við hleðslu Berlinarmúrsins árið 1961. Blaðamenn og aðrir, sem lagt hafa leið sina til landsins, hafa smátt og smátt verið að breyta lýsingum sinum á dag- fari og þjóðlifi. t fyrstu bar mest á orðunum „drunga- legt”, „ljótt” og „fylkinga- skipun” i lýsingum erlendra gesta I landinu. Nú má fremur vænta lýsingarorðanna „þægilegt”, „sveitalegt”, „borgaralegt” og annars af svipuðu tagi. Orðsins „gemiitlich” má jafnvel vænta — en það er ofarlega i munni allra, sem frá Þýzka- landi segja — og kemst orðið notalegt einna næst merking- unni. ÞETTA sýnir furðumikla breytingu áherzluatriða, en er eigi að siður mjög i samræmi við staðreyndirnar, sem að baki búa. Almennar neyzlu- venjur breyttust ákaflega mikið i Austur-Þýzkalandi á árunum milli 1960 og 1970, og lifskjör eru mun rýmri þar en i öðrum Austur-Evrópurikjum. Af hverjum 100 fjölskyldum árið 1960 áttu aðeins sex kæli- skáp, sex þvottavél, 16 sjón- varpstæki og þrjár bil. Árið 1971 voru þessar tölur 5-10 sinnum hærri. Af hverjum 100 fjölskyldum áttu þá 62 kæli- skáp, 58 þvottavél, 71 sjónvarpstæki og 17 bíl. Um matarvenjur er það að segja að Austur-Þjóðverjar neyttu 1971 að meðaltali jafn mikils af eggjum og kjöti og Bretar, Nýlt borgarhverfi i Hallc. nokkru meira smjörs, en litið eitt minni mjólkur. „HVERNIG fóru Austur- Þjóðverjar að þessu”, er ein- hver algengasta og áleitnasta spurningin i Austur-Evrópu. Svarið, sem fyrst verður fyrir og beinast liggur við, hvað sem öllum hugsjónum liður, er blátt áfram elja og agi, sem er afar rikt i eðli Þjóðverja. önnur skýring gæti legið i hinni umfangsmiklu iðn- fræðsluáætlun, sem byrjað var að framkvæma fyrir strið og Austur-Þjóðverjar héldu áfram með nokkrum breyt- ingum. Þetta eitt veldur þvi, að Austur-Þjóðverjar eru heil- um mannsaldri á undan þjóð- um eins og Pólverjum og Ung- verjum, sem fóru ekki að kenna bændum verksmiðju- vinnu fyrri en eftir strið. Þriðja skýringin er nokkuð sérstaks eölis, en hún er knýj- andi þörf Austur-Þjóðverja á að keppa við Vestur-Þjóð- verja. Margir vestrænir blaðamenn og rithöfundar hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að stöðugar fullyrðing- ar Vestur-Þjóðverja um að austur-þýzka rikið sé utan- veltu og eigi ekki rétt á sér, hafi vakið hjá Austur-Þjóð- verjum vissa tegund ættjarðarástar, sem komi fram i heitinu „að sýna þeim annað svart á hvitu”, og þetta á meira að segja einnig við um þá Austur-Þjóðverja, sem ekki eru yfirlýstir félagar i flokknum. Þarna er einnig að verki annað afl, sem er vitaskuld ekki viðurkennt i heyranda hljóði. Bæði vestrænir menn og valdhafarnir i Moskvu hafa alið á þeirri þrúgandi hugsun, að Austur-Þýzkaland sé hjálenda Sovétrikjanna og háð þeim. Þetta hefir vakið hjá þjóðinni knýjandi hvöt til að leggja sig fram og sanna til- verurétt sinn og sjálfstæði. EFNAHAGSÁRANGUR Austur-Þjóðverja á sér auð- vitað einnig aðrar og áþreifanlegri ástæður.Ulbricht viðurkenndi snemma að þörf- in á „visinda- og tæknibylt- ingu” væri brýn, og þvi þyrfti að verja miklu fé til rann sókna og tækniframfara. Mikil áherzla er lögð á allar umbæt- ur. Verkamenn, sem koma fram með umbætur i tækni, fá rikulega umbun. Að lokum má ekki gleyma efnahagsumbót- unum, sem hófust árið 1963, en þær hafa reynzt árangursrik- ari en aðrar sams konar umbætur i Austur-Evrópu. Meðal annars var dregið nokkuð úr miðstjórnarvaldinu með þvi að leyfa framleiðslu- fyrirtækjum i sömu grein að tengjast i einskonar stórum samsteypum. Þær geta svo gert sinar eigin áætlanir, val- ið um hráefna kaup og jafnvel haft áhrif á verð framleiðslu- vörunnar. STOFNANIR rikisins hafa undangengin tvö ár tekið sér nokkuð af þvi valdi, sem fyrir- tækjunum var áður veitt, en auk þess hafa komið til aðrir erfiðleikar. Fjárfesting var afar mikil i efnaiðnaði, vélaframleiðslu, og raftækjagerð. Þetta olli fjármagnssveltu i eldsneytis- og orkuvinnslu. Umbæturnar voru eigi að siður viða komnar i framkvæmd og haldast, og valda verulega auknum af- köstum. Stjórnmálafrelsi hefir ekki haldizt i hendur við efnahags- framfarirnar. Allmikil vel- megun hefir eigi að siður dregið sýnilega úr aðhaldi við almenning. Naumast liður á löngu, áður en farið verður að leyfa ferðalög til vestur- og suður-landa, og sennilega verður byrjað á „bakpoka- ferðum” til Júgóslaviu og Skandinaviu. Opinber viðurkenning annarra rikja hlýtur að auka sjálfsöryggi austur-þýzkra yfirvalda. SATT að segja virðist engin fjarstæða að hugsa sér þann möguleika, hvort sem mönn- um likar hann betur eða verr, að full viðurkenning valdi þvi, að Austur-Þýzkaland taki að sér svipað hlutverk gagnvart Vesturlöndum og Vestur- Þýzkaland hefir gegnt gagn- vart Austur-Evrópurikjunum. Það stendur framar grann- rikjunum i tækni og efnahags- málum, er eftirsóknarverðara en þau og gæti þvi orðið eins konar sýningargluggi fyrir kerfi keppinautanna. Traust efnahagskerfi Aust- ur-Þýzkalands veldur þvi, að þaðan eru einkum fluttar full- unnar iðnaðarvörur til Vestur- landa. Það stendur miklu bet- ur að vigi i samkeppninni við hin vestrænu riki en til dæmis Ungverjaland og Pólland, sem verða enn að mestu að treysta á útflutning landbúnaðaraf- urða og stækkun Efnahags- bandalagsins veldur þvi bæði erfiðleikum og áhyggjum. Þegar Austur-Þýzkaland hefir öðlazt viðurkenningu umheimsins losnar þjóðin við þá kvöð, að þurfa að láta bandaþjóðir sinar annast fyrir • sig stjórnmálabaráttuna. Willy Brandt lýsti Vestur- Þýzkalandi eitt sinn með þeim orðum, að það væri risi i efna- hagsmálum en dvergur i stjórnmálum. Þessi lýsing á jafnvel enn betur við Austur- Þýzkaland. En nú getur dvergurinn farið að standa upp og teygja úr sér. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.