Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN I.augardagur 18. nóvember 1972 Laugardagur 18. nóvember 1972 TÍMINN 11 Þ jónustan — En ef við hyggjum nánar að hinni almennu þjónustu: Hver er hinn almenni afgreiðslutimi bankans? — Bankinn er opinn alla virka daga frá klukkan hálftiu á morgnana til fjögur á daginn og svo aftur frá hálfsex til hálfsjö á hverjum degi. Þessi kvöldaf- greiðsla er ákaflega vinsæl, þvi eins og allir vita, þá eru mjög margir lausir úr sinni vinnu klukkan fimm og nota því timann eftir það til þess að reka viðskipti sin i bankanum. — Bankinn skiptist auðvitað i hinar hefðbundnu deildir? — Já, það má alveg orða það svo. Aðaldeildir hans eru spari- sjóðsdeild, hlaupareiknings- og ávisanadeild, innheimtudeild. Auk þess er veitt giróþjónusta og næturhólf er i aðalbankanum. Og ekki má heldur gleyma sjálfri vixladeildinni, sem margir vilja og þurfa að reka erindi við. •— Þú nefndir þarna blessaða vixlana, sem margur maðurinn kannast við af eigin raun. Hvern- ig ganga þau mál hjá ykkur? Eru menn mjög svikulir? — Nei, ekki vil ég segja það. Auðvitað kemur það fyrir, að fólk þarf að fá sina vixla framlengda. Venjulega er samið um afborgan- ir um leið, og lán eru veitt, en yfirleitt gengur fólki sæmilega vei að semja við okkur, þegar þannig stendur á, að nauðsynlegt siðan árið 1967, en það veitir mjög mikið öryggi um réttar færslur, auk þess að allir pappir- ar og skjöl frá bankanum lita miklu betur út en áður. — Þið eruð náttúrlega komnir inn i IBM-kerfið, eins og fleiri góðir menn? — Já. Við höfum notið þjónustu hjá skýrsluvéladeild Sambands isl. samvinnufélaga, sem hefur mjög fullkomnar vélar af IBM- gerð. Húsnæðiö — Eruð þið sæmilega á vegi staddir með húsnæði til starfsemi ykkar? — Eins og ég sagði áður, þá fluttist bankinn i húsið að Banka- stræti 7, strax og hann hóf starf- semi sina. Húsið var eign Sam- vinnutrygginga. En snemma á árinu 1971 keypti bankinn þessa fasteign. Nú er svo komið, sökum ört vaxandi starfsemi bankans, að þetta húsnæði er að verða of litið, og auk þess að sumu leyti óhentugt. Það stendur þvi fyrir dyrum að reisa viðbótarbyggingu á lóð þar sem nú stendur litið timburhús. Er það við hliðina á núverandi bankahúsi. Ekki er hægtað nefna dag eða stund, þeg- ar hafizt verður handa um þær byggingarframkvæmdir, en væntanlega verður það mjög fljótlega. — Er þessi húsbygging helzta nýbreytnin, sem væntanleg er i starfsemi bankans? Krislleifur Jónsson, bankastjóri Samvinnubankans. Ung stofnun í örum vexti Jónsson á tíu ára afmæli Samvinnubankans Samvinnubankinn er tiu ára i dag. 1 tilefni af þvi var bankastjór- inn, Kristleifur Jónsson, sóttur heim og spurður frétta. Fyrsta spurningin, sem fram verður bor- in, er þá þessi: — Hver eða hverjir voru það, sem áttu frumkvæði að stofnun bankans? — Upphaf þessa máls er stofn- un Samvinnusparisjóðsins árið 1954, en aðalhvatamaður að þvi, var Vilhjálmur Þór, þáverandi forstjóri Sambands islenzkra samvinnufélaga. Abyrgðarmenn Samvinnusparisjóðsins voru 55 starfsmenn SIS. Sjóðurinn starf- aði til ársins 1963, en á sextiu ára afmæli Sambandsins árið 1962 voru samþykkt lög frá alþingi um stofnun samvinnubanka, sem tæki við starfsemi Samvinnusparisjóðsins. — Hverjir voru hluthafar i hin- um nýja banka? — Hluthafarnir voru Samband isl. samvinnufélaga, 54 kaupfélög, það er að segja öll sambandsfélögin, sem þá voru starfandi, og auk þess 46 fyrrver- andi ábyrgðarmenn Samvinnu- sparisjóðsins. — Hvað var hlutaféð mikið i upphafi? — Hlutaféð var upphaflega röskar tiu milljónir — nánar til- tekið 10,2 milljónir og Íagði Sam- band isl. samvinnufélaga fram rúmlega helming fjárins, en hitt kom frá kaupfélögunum og hinum 46 fyrrverandi ábyrgðarmönnum Samvinnusparisjóðsins. Arið 1963 hóf bankinn formlega starfsemi sina i Bankastræti 7. — Voru sparifjárinnlög ekki miklu minni þá en nú? — Innlögin, sem bankinn tók við af Samvinnusparisjóðnum, voru 152 milljónir, en vöxtur bankans var strax mjög ör, og nú eru innistæður hér tæpar fjórtán hundruð milljónir, þannig að innlánsfé hefur á þessum tiu ár- um nærri tifaldast. Utibúin — Eru ekki einhver útibú frá bankanum utan Reykjavikur? — Jú. Það var strax i upphafi stefnt að þvi, að bankinn gæti haft starfsemi sem viðast i landinu, og áður en þrjú ár voru liðin frá stofnun hans, höfðu verið stofnuð tiu útibú og umboðsskrifstofur viðs vegar um landið. Þetta var gert i samvinnu við Samvinnu- tryggingar, þvi að á þessum stöð- um tók bankinn yfirleitt að sér umboðsstörf fyrir þær, enda hefði rekstur slikra útibúa nánast verið óframkvæmanlegur ella. Nú starfrækir bankinn tiu útibú og tvær umboðsskrifstofur úti á landsbyggðinni, auk eins útibús i Reykjavik. — Hvað vinnur margt fólk núna á vegum bankans? — Starfsmannafjöldi bankans er nú 75 manns, það er að segja við bankastörf. Þar af eru 39 manns i aðalbankanum, en 36 i útibúunum, sem eru utan Reykja- vikur. — A hvaða stöðum eru þessi útibú starfandi? —-Þau eru á eftirtöldum stöð- um: Akranesi, Grundarfirði, Pat- reksfirði, Sauðárkróki, Húsavik, Kópaskeri, Vopnafirði, Vik i Mýr- dal, Keflavik og Hafnarfirði. Auk þess eru umboðsskrifstofur starf- andi i Króksfjarðarnesi og á Stöðvarfirði. — Eru fyrirhuguð aukin um- svif, til dæmis með fjölgun útibúa á landinu? — Það hafa komið fram óskir frá kaupfélögum um, að bankinn opnaði útibú á fleiri stöðum og tæki þá við innlánsdeildum við- komandi kaupfélaga. En nú eru til lög þess efnis, að bankar megi ekki opna útibú nema með leyfi Seðlabankans og þess ráðherra, sem með þau mál fer hverju sinni. Og það er sannast að segja, að þau leyfi, sem við höfum farið fram á nú að undanförnu, hafa ekki fengizt afgreidd af þessum aðilum. Það er þvi ekki liklegt, að neitt nýtt útibú verði stofnað nú alveg á næstunni. — Þú nefndir þarna áðan mjög mikla aukningu innlagðs spari- fjár. Hefur það einkum átt sér stað i Reykjavik? — Aukning i útibúum hefur verið mjög mikil, engu siður en hér i aðalbankanum. Á nokkrum stöðum tóku þau að sér innláns- deildir kaupfélaganna, um leið og þau (útibúin) voru stofnuð, og voru þær upphæðir, sem þannig komu eitthvað um 94 millj. sam- tals, og nú er svo komið, að hlutur útibúanna er nærri þvi helmingur alls innistæðufjár bankans. Um þessar mundir er að taka til starfa á vegum bankans ný stofn- lánadeild, sem hefur það mark- mið að lána samvinnufyrirtækj- um stofnfé til verzlunarhúsa- bygginga, og hefur þegar verið tryggt, að deildin geti lánað i þessu skyni fimmtán milljónir á yfirstandandi ári. Það var orðin mikil þörf á stofnun slikrar deild- ar, þar sem kaupfélögin höfðu hvergi aðgang að stofnlánum til þess að byggja verzlunarhús eða vörugeymslur. — Það eru þá bundnar miklar vonir við þessa nýju deild? — Já. Við vonumst fastlega til að hún verði til þess að stuðla að hagræðingu i smásöludreifingu og þar með betri afkomu hjá kaupfélögunum. er að sýna tilhliðrunarsemi. Van- skil i bankanum eru ekki mjög mikil. Bókhald bankans held ég megi telja mjög fullkomið. Það hefur að mestu verið fært i rafreikni — Nei, ekki er það nú. Stærsta málið er enn ótalið: Á siðasta aðalfundi bankans var samþykkt að auka hlutafé hans úr rúmum sextán milljónum, sem það er nú, upp i allt að eitt hundrað milljón- ir, og enn fremur að gefa öllum félagsmönnum samvinnufélag- anna kost á að eignast hlut i bank- anum og gerast þannig virkari aðilar að starfsemi hans. Árið 1967 var hlutafé bankans aukið úr tiu milljónum i um það bil sextán milljónir og voru þá hluthafar hinir sömu og i önd- verðu. En nú stendur sem sagt til að auka hlutaféð enn að miklum mun og gefa um leið samvinnu- mönnum i landinu kost á þátt- töku. — Hversu háan arð greið- ið þið af þessum nýju hlutabréf- um, sem nú á að fara að gefa út? — I lögum um bankann er kveðið svo á, að ekki megi greiða arð af hlutafé fyrr en eigið fé nemi fimm af hundraði inni- stæðna. En með „eigið fé”, er átt við hlutafé og varasjóöi. En vegna þess, hve bankinn hefur vaxið ört, vantar mikið á, að eigið fé sé svo mikið, að leyfilegt sé að greiða arð. Hins ber að geta, að nú er unnið að þvi að fá þessum ákvæðum breytt, þannig að tryggt verði, að hluthafar fái arð af fé sinu i.framtiðinni. Ekkert lát á aukningunni — Þú nefndir þarna áðan, að þróun bankans hefði verið mjög ör fyrstu árin. Eruö þið ekkert farnir að draga úr ferðinni? — Ef nokkuð er, þá hefur þróunin verið ennþá örari á sein- ustu árum en nokkru sinni fyrr. Sem dæmi get ég nefnt það, að i árslok voru innistæður i bankan- um 661 milljón, en eru nú — eins og áður sagði — orðnar um fjórtán hundruð milljónir. Og aukningin það sem af er þessu ári er um hálft fjórða hundrað milljóna. — Geturðu gizkað á einhverja sennilega ástæðu til þessarar geysilega öru þróunar? — Það er sjálfsagt erfitt að benda á neina eina sérstaka ástæðu. Samvinnubankinn er hlekkur i samvinnustarfinu, og vitanlega hefur hann mikinn styrk af þvi. Fjöldi viðskipta- manna er mjög mikill og fer ört vaxandi. Við höfum alltaf lagt áherzlu á fljóta og góða af- greiðslu, við höfum verið svo heppnir að hafa á að skipa ágætu starfsfólki, og ég er sannfærður um, að þetta tvennt siðast talda hefur átt rikulegan þátt i hinni öru þróun bankans. — Eruð þið þá ekki á góðri leið að skjóta öllum öörum bonkum þjóðarinnar ref fyrir rass? — Rikisbankarnir þrir eru vit- anlega stærri. Hins vegar höfum við vaxið það mikið á þessu ári, að við munum vera næstir þeim að stærð eins og er. — Hafið þið ekki kynnt neitt ykkar starfsemi, til dæmis með útgáfu eða öðru þess háttar? — Það hefur nú ekki verið gert mikið að sliku. Að visu meira en á sér stað um aðra banka. En núna, i sambandi við hlutafjárútboðið, verður gefinn út sérstakur kynn- ingarbæklingur, þar sem meðal annars verður rakin saga bank- ans i stuttu máli, gerð grein fyrir réttindum hluthafa og annað þess háttar. — Bindið þið ekki miklar vonir við þetta hlutafjárútboð? — Jú, ekki er þvi að neita. Eins og ég sagði áðan, þá er fjöldi við- skiptamanna mikill. Það hafa margir spurt um þessi nýju hluta- bréf og sýnt áhuga á að eignast þau. Með þessu útboði núna telj- um við okkur vera að verða við óskum margra, auk þess sem það á að geta orðið bankanum sjálf- um til vaxtar og viðgangs. Treystum framtíðinni. — Við verðum nú vist að fara að slá botninn i þetta, enda tak- markað, i hve rikum mæli ég má sólunda tima þinum. En mig langar að spyrja að lokum, hvort þú ert ekki bjartsýnn um framtið þessarar stofnunar, sem þú veitir forstöðu? — Að sjálfsögðu er ég það. Auðvitað veit ég ekki, hvort næstu tiu árin verða eins blómleg og þau tiu sem liðin eru. En ég vona það. Á þessum tiu árum, sem liðin eru af starfsemi bankans, hefur hann getað stuðlað að þvi, að mörg áhugamál samvinnufél. og fjoi- margra einstaklinga hafi náð fram að ganga. Ég vona, að svo verði einnig i framtiðinni. Mark- miðið með þeirri hlutafjáraukn- ingu, sem nú er hafin, er að gera bankann færan um að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið, til hagsbóta fyrir við- skiptamenn Samvinnubankans. Að svo mæltu er bankastjóri Samvinnubankans kvaddur með árnaðaróskum til afmælisbarns- ins og alls þess fólks, sem á veg- um þess vinnur. —VS. mmmmm ^ ■ ‘ v í| t .X k>- * ' Starfsfólk Samvinnubankans í hinum nýja búningi, sem það klæddist í við byrjun vinnutima i gærmorgun, á tiu ára afmæli bankans. tilefni afmælisins — og sem það mun nota framvegis. Myndin er tekin Góð bók um grimm örlög Jón Helgason: ÞRETTAN RIFUR OFAN I HVATT. 208 bls. Skuggsjá. „Þririfað i þristýft og þrettán rifur ofan i hvatt.” Hver skyldi hafa átt svona fruntalegt eyrna- mark? Ég veit það ekki, þvi að aldrei hef ég orðið svo frægur að draga kind með þessu marki i réttum, og var þó fjárdráttur (i þeirri merkingu) löngum mitt uppáhaldsverk. Hitt veit ég, aö almenningur á tslandi hefur al- drei verið i neinum vafa um eiganda marksins. Það var auð- vitað enginn annar en sá i neðra, myrkrahöfðinginn sjálfur. Ekki þarf neinn að furða sig á þvi, þótt Jón Helgason velji bók sinni þetta nafn, þvi að þar segir frá manni, sem lifði langa ævi við svo frámunaleg harmkvæli, að engu var likara en að illar nornir sætu um hvert hans fótmál ára- tugum saman. Ekki er heldur hins að dyljast, að framkoma sumra samferðarmanna hans við hann sór sig óþyrmilega i ætt við þá hirðsiði, sem gamla fólkið taldi rikja i hinum neðri byggð- um. Hann hét Jóhann Bjarnason og gekk löngum undir nafninu Jóhann beri. Förumaður var hann og reikaði um landið i meira en þrjátiu ár, undarlegastur allra islenzkra förumanna og átti herfilegri ævi en nokkur hinna — og er þá mikið sagt. Þessa hörmungasögu rekur Jón Helgason af mikilli nákvæmni og samvizkusemi, svo sem vænta mátti. Heimildir um feril Jóhanns eru lika margar til, þvi að hreppsnefndir voru ólatar að skrifa hver annarri, þegar þeim þót.ti Jóhann hafa Iþyngt byggðarlaginu um of. Einkum var það heimasveit Jóhanns, Kirkjuhvammshreppur i Vestur- Húnavatnssýslu, sem fékk mörg bréf, og var sizt að undra, þótt á honum skyllu holskeflurnar mest: Það var auðvitað hann sem skyldugur var að sjá fyrir þessum syni sinum. Ekki fer það á milli mála, að Jóhann beri hefur bilazt á geði að einhverju leyti upp úr ástamála- þrasi hans og Soffiu Jónatans- dóttur. En þeim mun meiri nauð- syn var að koma fram við hann af mannslund i stað þess að nota tækifærið til þess að svæla út úr honum eigur hans, eins og ekki verður þó hjá komizt að álykta, þegar saga hans er lesin. „Þar sýna skjöl, að Jóhann sem sviptur var umráðum sumra eigna sinna — trúlega i trausti þess, að geð- bilun hans væri á þvi stigi, að engum gæti blandazt hugur um ástand hans — var þó samtimis talinn bær að undirrita skuld- bindingarskjal — veðbréf, sem jafngilti ráðstöfun á hluta úr fasteign. í ofanálag á þennan tvi- skinnung var veðsetning þarf laus, þar eð nærlendis sátu menn, sem þá hljóta að hafa haft i fórum sinum nægilegt gjald i reiðu fé, sem Jóhann ótvirætt átti, upp i þær skuldir, sem hann var talinn eiga að borga.” Svo segir Jón Helgason, eftir að hafa farið i gegnum mikinn fjölda heimilda, sem enn eru til. Já, vissulega var „eyrnamark andskotans” á framkomu margra sveitunga Jóhanns við hann, eftir að hann var orðinn sjúkur maður. Eins og áður getur, var pislar- ganga Jóhanns löng, og er ekki ástæða til þess að rekja hana hér, enda væri það hæpinn greiði við þá, sem vilja kynna sér bókina með eigin lestri. En það er ekki hægt að minnast á þessa bók án þess að geta um lokaþáttinn I ævi Jóhanns, eftir að hann er setztur um kyrrt norður á Bakka i Svarfaðardal og hættur flakki. Lýsingin á þvi, hvernig hjónin á Bakka, Vilhjálmur Einarsson og Kristin Jónsdóttir, bjuggu að Jóhanni siðustu misserin, sem hann lifði, hlýtur að verða ógleymanleg hverjum, sem les. Og þá má ekki heldur gleymast þáttur Ingibjargar litlu, dóttur hjónanna á Bakka. Hún varð alltaf að signa matinn gamla mannsins og jafnvel að fara höndum um föt hans, þegar hann hafði skipti. Þessi járnkarl, sem áratugum saman hafði boðið illviðrum og leggjabr jótum landsins byrginn, hann gat nú ekki neytt matar sins né heldur farið i nýja skyrtu, nema hvort tveggja hefði áður hlotið blessun barnsins. Þessu lýsir Jón Helgason á svo einfaldan og áhrifamikinn hátt, að jafnvel hin- um forhertustu kaldrönum gæti vöknað um augu við lesturinn. Fyrst talið hefur borizt að stil, er rétt að fara um hann fáeinum orðum. Það er ástæðulaust að neita þvi, að ég hef ekki alltaf verið fullkomlega sáttur við stil Jóns Helgasonar. Mér fundust bréfin til hennar Bjargar hérna um árið stundum ekki komast alla leið i mark, en stundum þótti mér sem skeytin flygju fyrir ofan haus þess, sem á var miðað. Hér er ekki neinu sliku til að dreifa. Bók Jóns, Þréttan rifur ofan Jón Hclgason i hvatt, er svo vel skrifuð að ég efast um að hann hafi i ann an tima betur gert. Honum tekst meira að segja að gera þessa einstæðu hörmungasögu skemmtilega aflestrar á köflum, — jafnvel svo, að maður getur ekki að sér gert að hlæja. Hér er litið dæmi: Ung stúlka Guðrún að nafni — móðir Soffiu þeirrar, er siðar varð ástkona Jóhanns bera — var búin að eignast þrjú börn i lausaleik áður en hún giftist. Um þetta segir Jón Helgason: „Upp úr þessu mun vandamönnum Guðrúnar hafa sýnzt sem henni myndi bezt að giftast: Hún hafði ekki klausturkjöt”. Hér er annað dæmi, sem að visu er ekki til þess gert að vekja hlátur. Það er verið að flytja Jó- hann bera nauðugan sunnan úr Kjós norður i heimahagana: „Nú var ekki til setunnar boðið. Jóhanni var snarað upp á tygjaðan hest á Möðruvallahlaði og ferðin norður hafin hinn sið- asta vetrardag 1897. Húkandi á grárri meri siluðust sendimenn Þórðar á Hálsi með dúðadurtinn yfir Reynivallaháls, fyrir Botns- voga og upp Sildarmannagötur. Tjaldarnir i þarabrúkinu við Við- förulsnes höfðu ekki horft upp á ömurlegra ferðalag á sinni lifs- fæddri ævi.” Eftirminnilegust er þó lýsingin á andláti Jóhanns norður á Bakka i Svarfaðardal siðsumars árið 1907: „Þau stóðu þarna hjónin, bæði tvö og biðu þess, sem verða vildi. Klukkan var langt gengin átta, skuggar undir Hnúfu, en Stóllinn, sæti árkonunnar miklu, hjúpaður rauðum bjarma kvöldsólarinnar. Um hlöðin á Bakka lagði eim af ornuðu heyi, og i viki niðri við bakka Svarfaðardalsár japlaði silungur i lygnu neðan við stein og hafði ekki mætt styggð þetta sumarið. Stóri visirinn á klukk- unni á baðstofuþilinu hnykktist áfram, og pendúllinn sveiflaðist fram og aftur. Og nú höfðu augu Jóhanns dregizt upp undir augna lokin. Allt i einu gaf hann frá sér hljóð, og siðan rak hvert and- varpið annað. Striðþanið andlitið slaknaði með hægum titringi, og klippt hakan seig niður á bring- una. Þannig varpaði kynlegasti úti- gangsmaður landsins af sér byrð- inni, sem hann hafði borið langa tið, sjötiu og átta ára gamall. Banamein hans var talið hjartaslag. Þetta gerðist 27. dag ágústmánaðar,þá er úti voru hundadagar og kornskurðarmán- uður fór að.” Sá, sem hér heldur á penna, er ekki aðeins „ágætur sagna- maður”, eins og Sigurður Nordal sagði einhvern tima um Jón Helgason. Svona getur enginn maður skrifað, nema hann sé skáld — og það meira aö segja á vægðarlausan mælikvarða. En til hvers er Jón að segja þessa sögu? Hvers vegna er hann að leggja vinnu i að rifja upp þessi hörmulegu örlög, þegar maöurinn, sem þau hlaut er búinn að liggja i gröf sinni hálfan sjö- unda áratug? Við skulum láta höfundinn sjálfan svara: „Eigi að siður væri þáttur af okkur rakinn, ef saga hans týnd- ist og gleymdist. Þá vantaði blóð ugan þráð i hina miklu örlagavoð, sem grimmar nornir og góðar disir hafa ofið Islendingum.” Vitanlega hefur Jón hér lög að mæla, en auk þess kemur fleira til: Um Jóhann bera hafa mynd- azt þjóðsögur, jafnundarlegt og það nú er um mann, sem svo nærri okkur stendur i timans straumi. Deyr ekki fyrr en komið er fram á tuttugustu öld og fjöldi heimilda til um lif hans. Ein sagan var á þá leið, að ástkona Jóhanns hefði ráðið sér bana með hengingu, eftir að upp úr sam- bandi þeirra hafði slitnað. Hann átti sjálfur að hafa fundið hana i snö'runni og hún siðan að fylgja honum og sækja svo hroðalega að honum i svefni, að hver nótt hans upp frá þvi jafngilti vitiskvölum. Allt er þetta uppspuni frá rót- um. Það fyrirfór sér aldrei nein stúlka út af Jóhanni Bjarnasyni. Og Soffia Jónatansdóttir, sem hann var eitt sinn i tygjum við, varð að visu ekki langlif, en lifði þó i rúm tuttugu ár eftir að ástar- æfintýri hennar og Jóhanns lauk, og eignaðist niðja. Þvi er á þetta minnzt hér, að sumar þjóðsögurnar um Jóhann bera hafa komizt á bækur, þar á meðal sú, sem ég drap á her íb framan. Það var þvi mikil nauðsyn að birta sögu Jóhanns eins og hún gerðist i raun og veru, einmitt á meðan ekki er lengra en þetta um liðið, og á meðan einhver nennir að rekja hana eftir tiltækum gögnum. Aftan við bókina hefur Jón Helgason birt nokkur fylgisskjöl. Það eru bréf, sem fóru á milli manna um mál Jóhanns Bjarna- sonar og ennfremur eitt bréf, skrifað af Jóhanni sjálfum. Það er satt að segja ekki sérlega trú- legt, að sá, sem þar heldur á pennanum, sé þungt haldinn af geðveiki, svo glöggt er bréfið og vel stilað. Allar kaflafyrirsagnir, að for- spjalli undanskildu, eru ljóðlinur úr Passiusálmum Hallgrims Péturssonar. Slikt var meira en vel viðeigandi, þvi hafi einhver islenzkur maður mátt þola kross- göngu um ævina, þá hefur það verið Jóhann beri. 1 einni þessari kaflafyrirsögn er prentvilla, sem valdið getur mis- skilningi, ef menn kunna ekki er- indið, sem hún er tekin úr. Ég á hér við kaflann sem hefst á bls. 29. Nafn hans er þannig i bókinni: Valdstjórn til verndar settir — En erindið, sem hér um ræðir er þannig i Passiusálmum: Ræn ei guð sinum rétti, þvi reiknast hefndin hans. valdstjórn til verndar setti viöa um byggðir lands ....o.s.frv. (Þ.e.: Guð setti valdstjórn til þess að hún gæti verndað fólkið — en ekki öfugt. Það hefði nú lika verið til nokkuð mikils mælzt, að umrenningarnir ættu að vernda hreppsnefndirnar.) Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.