Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 17
Laugardagur 18. nóvember 1972 TÍMINN 17 Brúin yfir Eldvatn ófær EV—Kirkjubæjarklaustri. Fyrir þrem vikum skemmdist brúin yfir Eldvatn við Fljót, er þungt farartæki var að fara yfir hana. Siðan hefur brúin verið ónothæf og vegagerðin hefur ekk- ert reynt að gera við brúna. Þetta er mjög bagalegt út af mjólkur- bilnum og öðrum flutningum til og frá Meðallandinu. Eins er hitt, að ef einhvern snjó setur niður, þá lokast vegurinn i gegnum hraunið strax, þar sem vegurinn þar er vondur yfirferðar. Slátrun lauk á Kirkjubæjar- klaustri i gær, þriðjudag. Slátrað var tuttugu þúsund fjár, sem er mun meira en á s.l. ári. Slátrun lýkur að þessu sinni mjög seint, þar sem sláturhúsið var endur- byggt i sumar. — Meðalvigt dilka var 13.41 kiló, á móti 13.30 kilóum i fyrra. Þyngsti dilkurinn var að þessu sinni 33.4 kiló og er hann i eigu Jóhönnu Steingrimsdóttur, Hörglandskoti. Ekki hefur enn fallið snjór á jörð i kringum Kirkjubæjar- klaustur, og eru menn fegnir að þurfa ekki að kvarta undan ófærð, eins og er viða annars staðar á landinu. Hólmvíkingar fá læknisþjónustu JGK—Reykjavik, miðvikudag. Eins og sagt var frá i blaðinu nýlega, hefur heilsufar Hólma- vikurbúa verið heldur bágborið upp á siðkastið, og lætur nærri, að fjórðungur þeirra hafi verið við rúmið. Heita má, að at- vinna hafi legið niðri af þessum sökum. Nú eru horfur á,að útlitið sé heldur að skána, enn eru menn að visu að leggjast, en þó eru þeir fleiri, sem eru að jafna sig og komast á fætur aftur. 1 gær var væntanlegur til Hólmavikur læknastúdent til þjónustu um stundarsakir og veitir ekki af. Læknislaust hefur verið á Hólma- vik undanfarna mánuði. 1 gær lenti Hólmavikurrútan i miklum erfiðleikum á leið sinni frá Reykjavik til Hólmavikur. Mikil ófærð var, þegar kom norð- ur fyrir Holtavörðuheiði, og komu tveir heflar rútunni til aðstoðar. Hún komst loks á leiðarenda klukkan að ganga fimm i morgun og var þá búin að vera rúma tuttugu tima á leiðinni. Nýtt hrossa- stofnræktarfélag AJ—Skógum Nýlega var stofnað hér i sveit stofnræktarfélag hrossa, og nefn- ist það Fjalla-BIesi. Markmið þess er að stofnrækta eyfellskt kyn frá Núpakoti, en af þvi eru nú nokkur af landsins beztu hross- um. Má i þvi sambandi nefna Núp Sigurfinns Þorsteinssonar og Eyrar-Rauð frá Þorvaldseyri. Stofnendur eru 13, og hafa þeir fengið á leigu stóðhestinn Asa frá Eyvindarhólum til notkunar næsta ár. I stjórn hins nýja félags eru: Albert Jóhannsson i Skógúm, Sig- urður Sigurjónsson sama staðar og Jón Sigurðsson i Eyvindarhól- um. Þetta er annað stofnræktar- félagið, sem tekur til starfa. I Borgarfirði hefur Skuggafélagið svonefnda verið starfandi, en það hreinræktar afkomendur Skugga frá Bjarnanesi. Stækkun elliheimilis Akureyrar SB—Reykjavik Unnið er að teikningu við- bótar við Elliheimili Akur- eyrar og á að verða rúm fyrir 30 vistmenn i þeim hluta. Ekki hefur verið ákveðið, hvort hafnar verða byggingarfram- kvæmdir i vor, en ákvörðunin verður væntanlega tekin fyrir áramót. Þá hefur komið til tals að byggja raðhús vestan við heimilið, en ekkert er heldur ákveðið i þvi efni enn. I þriðja lagi er nú til umræðu að skipta um nafn á heimilinu og láta það heita „Eyrarland”. Hátíðahöld skáta á Skaganum GB—Akranesi Skátafélag Akraness minnist 20 ára afmælis félagsins og 60 ára skátastarfs á Islandi sunnudag- inn 19. nóv. n.k. Skátastarf hófst á Akranesi með stofnun skáta- félagsins Væringja 1926 og stofn- un Kvenskátafélags Akraness 1928. Þau voru siðan sameinuð i Skátafélag Akraness 2. nóv. 1932. Um 250 skátar starfa nú i félag- inu. Afmælisdagskráin verður mjög flölbreytt og stendur frá kl. 2 og fram á nótt. Hátfðahöldin verða öllum opin, og er þess vænzt, að menn komi og kynnist hinu fjölbreytta starfi. Næg atvinna á Eskifirði SH—Eskifirði 14/11 Nokkuð mikill snjór er á Eski- firði og leiðir lokaðar á landi, bæði til Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar. Atvinna er góð bæði til sjós og lands. Hólma- tindur sér frystihúsinu fyrir fiski, svo og bátar. Stærri bátarnir, Sæberg og Jón Kjartansson, eru að veiðum i Norðursjó,og Seley er nýkomin þaðan, en hún hefur verið seld og er nú á förum. Friðþjófur er á reknetum og saltar um borð. Von er á nýjum togara á næsta ári, sem gerður verður út i félagi við Reyð- firðinga. Mun hann landa á Eski- firði, en hluta aflans siðan ekið til Reyðarfjarðar. Vinna við kola í Hrísey SF—Hrisey 15/11 Heldur er nú dauft i eynni, þegar svona er, allt á kafi i snjó og leiðinlegt veður. Illa gefur á sjó, og þegar gefur, veiðist litið sem ekkert. I frystihúsinu er nú verið að vinna i frystum kola sið- an i sumar. Nýlega er búið að ráða ferju- mann milli lands og eyjar, en hann verður ekki nema fram i janúar og þá verðum við að finna einhver önnur ráð. Öryggisleysi í heilbrigðismálum Ólafsfirðinga BS—Ölafsfirði, þriðjudag- Hér hefur verið norðaustan hriðarveður, siðan um fyrri helgi og mikill sjór. Bátar hafa þvi ekki komizt á sjó i lengri tima og þvi engin atvinna i hraðfrystihúsun- um eins og er. Múlavegur lokaðist strax á miðvikudag, og hefur fyrst i dag verið fært að hefja mokstur. Við hefðum þvi verið al- gerlega einangraðir þennan tima, ef flóabáturinn Drangur hefði ekki komið hér til hjálpar eins og oft áður. Hann kom hér við á fimmtudag á leið sinni til Siglu- fjarðar og tók póst i bakaleiðinni á laúgardagsmorgun, en þá var illfært inn á fjörðinn vegna sjó- gangs. Enn erum við læknislausir og þvi heldur illa settir, þegar áhlaup sem þetta koma. Þessu ástandi fylgir mikið öryggisleysi i heilbrigðismálum okkar, og hafa sumir jafnvel neyðzt til að flytja burt vegna þessa. I vikunni varð að flytja sjúkling til læknis inn á Akureyri með vélskipinu Sigur- björgu I þessu vonzkuveðri, en hún lá hér inni vegna veðurs. t gærdag vitjuðu bátarnir Anna og Guðmundur Ólafsson um net sin, en þau voru þá búin að liggja i sjó i rúma viku. Afli var rýr og megnið af þvi farið að skemmast. Sigurbjörg hélt á veiðar i gær. Ný gleraugna- verzlun á Laugavegi I dag er opnuð ný gleraugna- verzlun að Laugavegi 5, þar sem um langt árabil var bakari.eins og kunnugt er öllum Reykviking- um. Eigandi verzlunarinnr er Gunnar Guðjónsson gleraugna- fræðingur, en hann lærði optik i Danmörku , og að námi loknu veitti hann um skeið forstöðu Centrum Optik i Haderslev, en fór siðan til London til frekara náms. Siðan hefur Gunnar unnið um þriggja ára skeið hjá optikverzl- unum hér i Reykjavik. Verzlunin er búin öllum nýjustu og fullkomnustu vélum og tækj- um, sem til eru á þessu sviði, en þær eru frá Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi. Verzlunin hefur m.a. eina tækið, sem til er hér á landi við stillingar á sjónaukum, og getur þvi boðið fullkomnustu þjónustu á þvi sviði. Þá hefur verzlunin tryggt sér viðskiptasambönd við öll helztu optik-fyrirtæki i Evrópu og mun kappkosta að hafa ávallt nægar birgðir af öllum tegundum sjón- glerja og gleraugnaumgjarða. Einnig hefur verzlunin mikið úr- val af sjónaukum, hitamælum, smásjám og loftvogum. Jóhann G. Jóhannsson hjá tveim mynda sinna. MÁLVERKASÝNING AÐ HAMRAGÖRÐUM Erl—Reykjavik. I gær, föstudag, opnaði Jóhann G. Jóhannsson málverkasýningu að Hamragörðum, Hávallagötu 24. Á sýningunni eru milli 40 og 50 myndir, flest oliumálverk frá þessu ári. Sýningin verður opin i hálfan mánuð og eru flestar myndanna til sölu, en aðrar i einkaeign. Verð þeirra er milli 10- og 20.000 kr., en annars sam- komulagsatriði, segir Jóhann. Hann hefur einu sinni áður haldið sýningu, en er annars þekktari sem tónlistarmaður og tónskáld. Einkum er nafn hans þekkt i sam- bandi við hljómsveitirnar Óð- menn og Náttúru, en nú stendur til,aðhanseiginsögn,aðhann fari til Bretlands eftir áramót og vinni þar að gerð plötu ásamt þarlend- um hljóðfæraleikurum. Á henni verður eingöngu frumsamið efni. — En allt fer þetta eftir þvi, hvernig salan gengur, segir Jó- hann að lokum. Landsþing S.Í.B.S. í dag 41. þing Sambands bindindisfél- aga i skólum verður haidið að Ilótel Loftleiðum i dag, og verður það selt i ráðstefnusalnum klukk- an hálftvö. Þetta þing sækja fulltrúar fjór- tán aðildarskóla auk gesta. Hóp- samkomur unglinga er aðalmál þingsins, og munu Markús örn Antonsson, formaður æskulýðs- ráðs Reykjavikur, Ólafur Haukur Árnason,áfengisvarnaráðunautur, og Reynir G. Karlsson, æskulýðs- fulltrúi rikisins, ræða málið á pallinum við aðra þingfulltrúa, er leggja vilja orð i belg. Að þvi loknu verður þinginu skipt i um- ræðuhópa. S.B.S. er meðal elztu skóla- samtaka i landinu, varð fjörutiu ára 16. marz. Þann dag minnti það á slælegt eftirlit með lögum og reglum i þjóðfélaginu með þvi að ganga á fund forsætisráðherra með áfengisflöskur, sem sextán ára unglingur hafði keypt i einni af áfengisbúðum rikisins daginn áður. I þrjátiu og sjö ár hefur bind- indisdagurinn i skólum landsins verið 1. febrúar. Stjórn S.B.S. skipa fimm skólanemar, og er formaðurinn nú Einar Kristinn Jónsson i Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Fyrirlestur um útbreiðslu loftmengunar Mánudaginn 20. nóvember n.k. flytur prófessor Cyril Brosset, efnafræðingur, fyrirlestur i Nor- ræna húsinu um útbreiðslu loft- mengunar frá iðnaðarhéruðum Evrópu og áhrif hennar, sérstak- lega á Norðurlöndum. Vandamál þetta hefur vakið mikið umtal vegna tjóns, sem talið er hafa orðið á skógum og vatnafiskum i Noregi og Sviþjóð af völdum súrr- ar úrkomu. Prófessor Brosset er forstöðu- maður ólifrænu efnafræðideildar- innar við Chalmers Tekniska Högskola i Gautaborg og hefur staðið framarlega i athugunum á útbreiðslu loftmengunar á Norð- urlöndum. Hann mun skýra frá samstarfi fjölda þjóða, sem NORDFORSK og OECD (Efnahags- og framfarastofnun- in) skipuleggja á þessu sviði. Is- land er aðili að samstarfi þessu um mengunarrannsóknir, og hef- ur athugunarstöö verið starfrækt á Rjúpnahæð um nokkurt skeið. Athuganir og mælingar á mengun eru framkvæmdar i samvinnu við Veðurstofu Islands, Rannsókna- stofnunar iönaðarins og Raunvis- indastofnunar Háskólans. Fyrirlestur þessi er fluttur á vegum Rannsóknaráðs rikisins og er öllum heimill aðgangur. Fyrirlesturinn, sem verður á ensku, hefst kl. 17:15, mánudag- inn 20. nóvember, i Norræna hús- inu. Vilja kynningu íslenzkra rithöfunda erlendis Erl—Reykjavik Á stjórnarfundi Félags islenzkra rithöfunda 2. nóv. sl. voru einróma samþykktar eftir- farandi ályktanir um málefni rit- höfunda: 1. Stjórn F.l.R. telur nauðsyn á, að fram verði látin fara könnun á kynningu islenzkra rithöfunda og verka þeirra erlendis, einkum á Norðurlöndum, og felur stjórn Rithöfundasambands Islands að annast þá könnun. 2. Stjórn F.l.R. æskir þess, að flýtt verði sem mest samningu þeirra reglna, er siðasta alþingi fól rikisstj. að leggja fyrir þetta þing, um endurgreiðslu á fjárhæð, er nemi sem næst and- virði söluskatts af bókum, sem renni til rithöfunda og höfunda fræðirita, sem viðbótarritlaun eftir reglum, sem samdar verði i samráði við Rithöfundasamband tslands og félög rithöfunda. Leggur F.t.R. áherzlu á, að væntanlegt fé verði látið ganga beint til rithöfunda og höfunda fræðirita, en alls ekki i neina sjóði, hverju nafni sem þeir nefnast. 3. Stjórn F.t.R. telur miður farið, að fyrirlestrarstarf rithöf- undar við H.l. hefur fallið niður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.