Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 19
Laugardagur 18. nóvember 1972 TÍMINN 19 T> £v Varavagnar Víðivangur varps telja, af> ekki þurfi að reynast mjög kostnaðarsamt aðkomaupp rannsóknastofum þeim, sein hér um ræðir, ef leitað er þess samstarfs við aðila lieima fyrir, sem lagt er til,að gert vcrði. Hins vegar ber þó að leggja ríka áherzlu á þá staðreynd. að umrædd þjónusta verður svo mikilvæg fyrir islenzkan fiskiðnað og einnig, ef rétt er á haldið, fyrir viökomandi byggðarlag, að sjálfsagt virðist vera að verja nokkru fjármagni til þess að koma lienni á fót.”. —TK Framhald af 15. siðu Borgþór Magnússon, KR, 52,5 Böðvar Sigurjónss., UMSK 52,6 Valbj. Þorláksson, Á, 52,9 Július Hjörleifsson, UMSB 53,4 Sigfús Jónsson, ÍR, 53,8 Stefán Jóhannsson, Á, 54,0 Gunnar P. Jóakimss., 1R 54,2 Valmundur Gislason, HSK 55,4 Hafsteinn Jóhanness., UMSK 55,5 Markús Einarsson, UMSK, 55,6 Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR 55,8 Sigurður Steinþórss. HSK 55,9 Jóhann Jónsson, UMSE 56,1 Afrekaskráin i 800 m hlaupi hefur sennilega aldrei verið jafngóð og nú, þæði toppurinn og „breiddin”. Þorsteinn Þor- steinsson, KR, hefur ekki náð eins góðum tima og nú i 5 ár. Ágúst Ásgeirsson, ÍR, sýndi mjög miklar framfarir.og siðan koma þrir hlauparar allir á betri tima en 2 min. og sinum langbezta. Það ánægjulegasta er að allir eru hlaupararnir korn ungir og með miklar framtiðar- vonir. Næsta sumar hlaupa von- andi tiu á betri tima en 2 min. SOOmhlaup: m'n. Þorsteinn Þorst.ss., KR 1:50,8 ÁgústÁsgeirsson, ÍR 1:53,9 Böðvar Sigurj.ss., UMSK, 1:58,5 Július H jörleifsson, UMSB 1:59,5 Halldór Guðbjörnsson. KR 1:59,6 Einar Óskarsson, UMSK, 2:00,8 Sigfús Jónsson, ÍR, 2:00,9 Bjarki Bjarnason, UMSK, 2:05,3 Högni Óskarsson, KR, 2:05,3 Markús Einarsson, UMSK, 2:07,7 örn G. Ingason, 1R, 2:08,2 Magnús G. Einarss. 1R, 2:08,5 Jóhann Garðarsson, Á, 2:09,6 Jens Jensson, Á, 2:10,1 Gunnar P. Jóakimss. ÍR, 2:10,4 Ragnar Sigurjónsson, UMSK, 2:10,5 Jón Diðriksson, UMSB, 2:10,6 Þórólfur Jóhannsson, ÍBA, 2:11,0 Þorkell Jóelsson, UMSK 2:11,5 Helgi Ingvason, HSK 2:11,5. Næst ræðum við um 1500 og 3000 m hlaup. íþróttir Ilver er ábyrgur fyrir þvi að úthluta Strætisvögnum Reykjavikur einkastæðum fyrir vagna sina á gangbraut f miðborginni, þar sem fjöldi manns á leið um dags daglega? Þessi mynd sýnir glögglega, hvernig einkastæði þessu er fyrirkomið, og hvað sá hluti er stór, sem gangandi vegfarendum er ætlað að nota til að komast leiðar sinnar. Einnig gæti það verið fróðlegt að vita, hver yrði bótaskyldur, ef vegfar- anda yrði fótaskortur, þegar hann er að klöngrast eftir þessari litlu gangbraut, sem honum er ætluð. En slikt gæti hæglega orðið, sérstak- lega i snjó og hálku, þvi allar hellurnar hafa gengizt til eftir þunga vagnanna, seni þarna eru frá kl. 7 á morgnana til miðnættis. (Timamynd GE) Námsstyrkir við bandaríska háskóla Eins og undanfarin ár, hefur islenzk-ameriska félagið i sam- vinnu við Institute of Internation- al Education, New York annazt umsóknir um námsstyrki við bandariska háskóla til handa is- lenzkum námsmönnum. S.tyrkir þessir, er ætlaðir eru þeim, sem eru i þann veginn að hefja háskólanám (háskólarnir velja sjálfir þá, sem þeir veita styrkina), nægja venjulega fyrir fæði, húsnæði og skólagjöldum og eru veittir til eins árs. Væntanlegum stúdentum (1973) er sérstaklega bent á styrki þessa. Eyðublöð verða send skrifstofum menntaskólanna, kennaraskólans og verzlunar- skólans. Umsóknir skulu hafa borizt félaginu fyrir 20. nóvember 1972. Nánari upplýsingar og eyðublöð á skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, 2. hæð (simi 26634) þriðjudaga og föstudaga kl. 7-8 e.h. Umsóknir um styrki úr Thor Thors sjóðnum til háskólanáms i Bandarikjunum skulu hafa borizt félaginu fyrir 30. des. Umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofu félags- ins, Austurstræti 17, 2. hæð(simi 26634) Draugabær til sölu! SB—Reykjavik Grænlenzka námaþorpið Qutdligssat á Diskóeyju er til sölu. Þar eru 150 hús, en engin lif- andi sála. Aðeins einn kaupandi hefur sýnt áhuga á draugabæ þessum, smiður nokkur frá Hol- steinborg á Grænlandi.og bauð hann 820 þús. isl. krónur i alla dýrðina. i námabæ þessum bjuggu 1200 manns, en fóru þegar náman var lögð niður. Þarna eru allmikil verðmæti i vélum og efni, en sá, sem kaupir, þarf að greiða stórfé til að fá húsin rifin og verðmæti flutt á brott, þvi engin höfn er i Qutdligssat. Grænlandsmálaráðuneytið danska er nú að bræða með sér, hvort það á að selja bæinn fyrir þessa upphæð. Ekki eru taldir möguleikar á að byggja bæinn aftur, þvi tilvera hans byggðist Bókmenntir Framhald af bls. 11. 1 upphafi þessa spjalls var að þvi vikið, að nafnið á hinni nýju bók Jóns Helgasonar væri hluti af eyrnamarki sjálfs andskotans, einsog islenzk alþýða hugsaði sér að^það hlvti að vera. Slikt þarf engan að undra.þegar höfð er i huga sagan, er þar er sögð. Um hitt er þó meira vert, að mál bók- arinnar og still bera annað ein kenni. Þeir þættir verksins eru vandlega merktir höfundi sinum, Jóni Helgasyni, ritstjóra. Það eitt er bókinni ærið lof. —VS. eingöngu á kolanámunni, en þarna er ekki hægt að lifa af veið- um af neinu tagi. Ef smiðurinn eignast bæinn og lætur rifa hann niður, má hann þó ekki snerta kirkjuna, hún á að standa. Þegar byggð lagðist niður i bænum, varð rikið að afskrifa lán og greiða bætur, sem samtals nam um 50 milljónum isl. króna. bankinn er buklijitrl BÍNAÐARBANKINN Aðalfundur Landeigenda- félags Mosfellssveitar Erl—Reykjavik Landeigendafélag Mosfells- sveitar hélt aðalfund sinn 11. nóv. sl. A honum kom fram mikil gagnrýni á skipulagslögin frá 1964, og taldi fundurinn þörf endurskoðunar á þeim, þvi að vissar greinar þeirra leiddu til valdniðslu og ógnuðu réttar- öryggi. Einnig lét fundurinn i ljós óánægju með ágengni á eignar- rétt og þrengingu á athafnafrelsi einstaklinga, sem hann telur gæta i æ rikara mæli af hálfu stjórn- valda. Sérstaklega vildi fundurinn mótmæla þrem málum, sem nú liggja fyrir al- þingi, þ.e. frumvarp til laga um framkvæmd eignarnáms, þings- ályktunartillaga ,,um verðauka- skatt af lóðum og lendum” og þingsály ktunartillaga ,,um eignarnám á landinu, gögnum þess og gæðum. Landeigendafélagið gekk i Hús- og landeigendasamband tslands á sl. ári. Núverandi formaður þess er Elias Hannesson. iiiiiiiiiii Félagsmálaskóli Framsóknar- flokksins _ Mælsktiæfingar og framsögn i þessari viku. Fundur verður i skólanum þriðjudaginn 21. nóv. kl. 20.30. Björn Björnsson leiðbeinir. Ný'ir nemendur velkomnir. Happdrætti Framsóknarflokksins Þeir, sem hafa fengiö heimsenda miða, eru vinsamlegast beönir að gera skil á skrifstofu happdrættisins að Hringbraut 30, sími 2-44-83, Einnig taka á móti uppgjöri umboðsmenn happdrættisins víða um land. Einnig hefur happdrættið gíró-reikning nr. 34444 við Samvinnubankann og má greiða inn á það númer í bönkum, sparisjóðum og póst- húsum um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.