Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 20
Pepsi Cola nú í Sovét NTB— New York Bandariska fyrirtækið Pepsi- Cola tilkynnti i gær, að það hefði undirritað samning um sölu til Sovétrikjanna. Ekki var getið um stærð samningsins. Er þetta i fyrsta sinn, sem bandarisk neyzluvara er leyfð i Sovétrikjunum. Pepsi Cola er nú þegar tappað og selt i Rúmeniu,og keppinauturinn.Coca Cola.er vin- sælasti drykkur i Búlgariu. Var annar þjófur á undan? Klp—Reykjavík. Brotizt var inn i gullsmiöa- vinnustofu Jóns & Oskars að Laugavegi 70 i fyrrinótt og stoliö þaðan úrum og klukkum að verö- mæti um 70 þús. króna. Skömmu eftir aö þjófnaðurinn komst upp var handtekinn maður, sem hafði i sinum fórum þrjú úr og eina klukku,og viður- kenndi hann að hafa tekið þetta úr glugganum. Hann neitar með öllu að hafa tekið meir en þetta,og segir, að einhver annar hljóti að hafa komið á undan sér. Hann er nú i umsjá lögreglunnar, sem vonar, að minnið verði eitthvað betra hjá honum eftir smá dvöl i fangageymslunni. Samvinnu- skólamenn I Viðræður hefjast París á mánudaginn líkindi til að þær taki marga daga N T B—W a s h i ng to n Leynilegar viðræður þeirra Kissingers og Le Duc Tho um friðarsáttmálann hefjast að nýju i Paris á mánudaginn, að þvi er segir i tilkynningu frá Ifvita hús- inu i gær. Vcrður það i 22. sinn, sein þeir ræðast við fyrir lokuðum dyrum siðan haustið 1969. Kiss- inger og aðstoðarmenn hans fara Ganga um stelandi nótt eftir nótt — og ekkert er gert í málinu Klp—Reykjavík. t fyrrinótt var brotizt inn á þrem stöðum i Reykjavik og þar unnin mikil spjöll. Þarna voru að verki fjórir piltar á aldrinum 14 til 15 ára, og voru þeir handteknir i gærdag. Þeir brutust fyrst inn i bensin- söluna við Vitatorg og slðan i verzl. Varmá við Hverfisgötu. Þaðan héldu þeir i Kaffistofu Guð mundar við Sigtún og ollu þar miklum skemmdum á hurðum og innanstokksmunum. t þessum hópi var einn piltur, sem oft hefur komið við sögu lögreglunnar. Hefur hann að undanförnu veriö i sérstakri umsjá Barnaverndar- nefndar, en þrátt fyrir það er hann nær daglega tekinn af lög- reglunni fyrir þjófnað og annað. Við yfirheyrslur i gær viður- kenndi hann ásamt félögum sin- um þessi þrjú innbrot, og þegar þvi var lokið var þeim öllum sleppt. Astæðan fyrir þvi er ein- faldlega sú, að hvergi er hægt að koma honum né öðrum vand- ræðagemsum fyrir, þar sem Upp- tökuheimilið i Kópavogi er orðin svo merkileg stofnun, að þar komast varla nokkrir inn. Verður nú eitthvað róttækt að fara að gera i þessum málum, þvi skatt- borgararnir hljóta að eiga ein- hvern rétt á, að svona pörupiltar gangi ekki lausir um göturnar nótt eftir nótt. BLAÐBURÐAR- BÖRN Hlaðburðarbörn óskast i eftirtalin liverfi: Kleppsveg, Hjarðarhaga, Meistaravelli, Lauga- veg, Viðimel, Reyni- mel, Vifilsgötu, Túnin og Seltjarnarnes. Hafið samband við af- greiðsluna i Banka- stræti 7, simi 12323. frá Washington á morgun, en Tho cr þegar kominn til Parisar, cftir viðkomu i Peking og Moskvu. Þetta er i fyrsta sinn, sem stjórn Nixons hefur tilkynnt fyrir- fram um leynifund. I fyrstu var það algjört leyndarmál, en siðar var farið að tilkynna, að fundirnir væru hafnir. I tilkynningunni i gær sagði, að viðræðurnar nú myndu taka marga daga. Þykir þetta stað- festa, að ekki sé lengur áreiöan- legt að þarna sé um að ræða sið- ustu fundina, áður en sáttmálinn verður undirritaður, eins og Kiss- inger sagði 26. október, þegar hann skýrði frá sáttmálanum. N-Vietnamar leggja áherzlu á, að þótt þeir kunni að vera fúsir til að bæta „tæknilegum smáatrið- um” inn i sáttmálann, muni þeir ekki samþykkja neinar breyting- ar á honum. Sl. viku hefur fundurinn verið undirbúinn af kappi. Nixon hefur allan timann verið i stöðugu sam- bandi við Kissinger og Rogers utanrikissráðherra, en Rogers mun væntanlega undirrita sátt- málann fyrir hönd Bandarikj- anna. Aður en Kissinger leggur af stað til Parisar á morgun, mun hann ræða enn við Nixon og þeir i sameiningu farayfir sáttmálann. Eitt af aðalatriðum umræðn- anna, sem nú eru að hefjast.mun verða fyrirkomulag brottköllunar herliðs N-Vietnama frá S-Viet- nam. Ekki ber saman um,hversu mikið n-vietnamskt herlið er i landinu. Thieu forseti er sagður hafa samþykkt.að norðanherinn verði kallaður heim i áföngum, en hann vill fá skriflegt öryggi fyrir, að það verði þá gert. Hann vill einnig, að lofað verði, að N- Vietnamar og þjóðfrelsis- hreyfingin reyni ekki að taka völdin i S-Vietnam eftir að banda- riski herinn er farinn. Þegar vopnahléð gengur i gildi, tekur til starfa 1250 manna eftir- litsnefnd frá Kanada, Indónesiu, Póllandi og Ungverjalandi. Nefnd þessi á að sjá um, að vopnahléð verði haldið. Það er orðin árleg venja, að kennarar og nemendur úr Samvinnuskólanum i Bifröst bregði sér i kynnisför til Reykjavikur vetur hvern. Eru þá gjarna haldnir fyrirlestrar á morgnana, en siðan höfð verkleg námskeið eða farið i kynnisferðir siðari hluta dags. Þeir Samvinnuskólamenn dvöldust hér i Reykjavik i slikri kynnisför siðast liðna viku, hlýddu á fyrirlestra um ýmsar atvinnugreinar og heimsóttu fyrirtæki. I gær brá allur hópurinn sér i álverið i Straumsvik. Myndina, sem hér fylgir, tók ljósmyndari Timans, G.E., i gærmorgun á iðnaðardegi kynnisfararinnar, en þann morgun fluttu þeir framkvæmdastjórarnir Haukur Björnsson og Harry Frederiksen erindi á vegum Félags islenzkra iðnrekenda og iðnaðardeildar S.l.S. Logaði í kössum og fata- druslum Klp—Reykjavik. Um kl. 16,00 i gær var slökkvi- liðið i Reykjavik kallað að húsinu Hrisateig 10. Þá logaði þar út um glugga i þvottahúsi og töluverður eldur að sjá. Slökkviliðsmenn réðu fljótlega niðurlögum eldsins, og urðu litlar sem engar skemmdir á þvottahúsinu. Eldur- inn var i kössum og fatadruslum, sem voru á gólfinu, en ekki var vitaö hver upptökin voru. Perón kominn heim NTB—Buenos Aires Juan Pcrón, fyrrum forseti Argentinu, kom heim i dag eftir 17 ára útlegö á Spáni. Ilernaðar- yfirvöld Argcntinu höfðu gert óvenju miklar varúðarráðstafan- ir og kvatt út um 25 þúsund her inenn, scm fengið höfðu skipanir um að drepa ef nauösynlegt væri til að koma i veg fyrir fjöldaaö- gerðir til stuönings Perón. Yfirvöldin fengu óvænta aðstoð veðurguðanna. Það var hellirign- ing, þegar flugvél Peróns lenti siðdegis i gær,og varð veðriö til þess, að Perón varð að aflýsa fyrirhuguðum útifundi á flugvell- inum með 300 stuðningsmönnum sinum. Perón og kona hans, Isabebfóru þegar til hótels sins, rétt við flug- völlinn. Vel vopnaðir öryggis- verðir fylgdu Perón hvert fótmál, en gátu þó ekki hindrað, að 200 verkamenn brutust gegnum girð- inguna umhverfis hótelið til að hylla einræðisherrann fyrrver- andi. Hermenn komu fljótlega á vett- vang og fjarlægðu verkamennina, en stöðugt heyrðist hrópað: „Lifi Perón” og „Perón fyrir forseta”. Stal tveimur bílum til austurferðar Bílarnir nálgast ísafjörð: Erfiðasta ferðin í þrettdn dr SB—Reykjavik i dag er hálfur mánuður lið- inn siðan tveir vöruflutninga- bilar lögðu af stað frá Reykja- vik, áleiðis til isafjaröar. Ferðalagið hefur gengið ærið skrykkjótt,og eru bilarnir ekki enn komnir til isafjarðar. Það eru þeir Gunnar Pétursson og Armann Leifs- son bilstjórar hjá Gunnari og Ebenezcr á isafirði, sem lent bafa i þessu langa ferðalagi. Ebenezcr Þórarinsson sagði Timanum i gær að þeir hefðu verið á Flateyri að minnsta kosti fyrr um daginn, en nú væri vegagerðin byrjuð að ryðja Breiðadalsheiði, sem er siöasti trafalinn á leiðinni. Ebenezer sagði, að bilar þeirra félaga hefðu byrjað akstur milli isafjarðar og Reykjavlkur árið 1959 og fram til þessa heföi aldrei tekiö nema tiu daga mest að komast á milli. Nú snjóar fyrir vectan og ef veður versnar, er ekki gott að segja hvernig gengur að ryðja heiðina, en takist það, komast ferðalangarnir væntanlega heim i dag. Klp—Keykjavik. i fyrrinótt var maður, sem hef- ur þá áráttu að stela bílum, á ferðinni i Reykjavik. Komst hann inn i fólksbifreiö og náði að sctja hana i gang. Ók hann fyrst um götur borgarinnar, en lagði síðan leið sina austur fyrir fjall. Gekk sú ferð vel hjá honum, þar til hann kom að vegaskilti við Þrengslaveg, að hann missti stjórn á bilnum, og ók hann á fullri ferð á skiltið. Skammt frá náði hann i bil — með ökumanni — og fékk far i bæ- inn aftur. Lagði hann siðan leið sina suður i Hafnarfjörð, þar sem hann brauzt inn á bilaverkstæði og náði i lykla af stórum vörubil, sem þar var i viðgerð. Með þenn- an stóra farkost lagði hann aftur af stað austur. Við Elliðaárbrúna renndi hann sér á bæði brúar- handriðin og mjókkaði þar með bflinn allmikið að framan, en hélt samt áfram. Þegar hann var rétt kominn upp fyrir bæinn.gaf vöru- billinn upp andann, og lauk þar með seinni tilraun haps við austurferðina. I gærdag var búið að ná i báða bilana, sem voru allmikið skemmdir, en ökumaðurinn er enn ófundinn. Lögreglan telur sig saml vita,hver þarna eigi hlut að máli, og biður nú bara eftir að hann komi fram i dagsljósið. bílasýning í vor? Klp—Reykjavik. Fyrir tveim árum var haldin hér i Reykjavik stór og mikil bila- sýning, þar sem flestir bifreiða- innflytjendur landsins sýndu nýjar tegundir og ýmsa fylgihluti bifreiða. Þessa sýningu, sem haldin var i húsnæði þvi, sem Skautahöllin hafði til umráða á sinum tima, sóttu á milli 25 og 30 þúsund manns, og er það éitt mesta fjölmenni, sem komið hefur á sýningu hér á landi. i gær höfðum við tal af Júliusi Ólafssyni hjá Bilgreinasambandi Islands, og spurðum hann að þvi, hvort fyrirhugað væri að halda aðra slika sýningu á næstunni. Július sagði, að Bilgreinasam- bandið væri að velta þvi fyrir sér, að halda stóra bilasýningu næsta vor. Þvi miður hefði ekki enn fengizt nægilega hentugt húsnæði, en verið væri að kanna það betur. Á þessu stigi væri þvi ekkert um málið að segja annað en, að viljinn og áhuginn væri fyrir hendi að setja upp slika sýningu og það helzt snemma næsta vor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.