Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 266. tölublað — Sunnudagur 19. nóvember — 56. árgangur kæli- skápar XXAöÍÍM/kvéÍH/L A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarsiræti 23 Simar 18395 & 86500 Skjóna,! girðingu heima á Löngumýri I haust — horfir ibyggin á myndasmiðinn. Með henni er afkvæmi hennar, veturgamalt tryppi — Ljósmynd: Böðvar Indriðason. Löngumýrar-Skjóna fyr- ir ætternisstapann Hér á árunum öðlaðist Nasi frá Skarði mikla frægð. Hann var stóðhestur/forkunnar- góður, sem menn röktu til ættir hesta sinna næstum þvi eins og ættir þjóða voru fyrr á tið raktar til sona Nóa. En þá varð hann þó fyrst hverju mannsbarni kunnur, er af frægð hans og ágæti spruttu hatrammar deilur um móð- erni hans með miklum blaða- skrifum misserum saman. Svo fór samt, að þessar hörðustu móðernisdeilur i is- lenzkri sögu hjöðnuðu um siðir, án þess að leitað væri ur- skurðar dómstóla. A siðari árum hefur annað hross öðlazt viðlika frægð, og þó af öðrum toga. Það er Löngumýrar-Skjóna, sem verið hefur á allra vörum, er eitthvað vita i kringum sig. Nú er Löngumýrar-Skjóna fallin i valinn og þá þykir okkur við hæfi að gera henni eftirmæli til jafns við meðal-skrifstofu- stjóra eða sýslunefndarmann. Sjá bls. 10 og 11. Gunnar og Ármann komu til Isafjarðar í fyrrinótt: ,,Vildum heizt ekki ienda í svona ferðaíagi aftur" SB—Reykjavik. Fe r ða la n g a r n ir Gunnar Pétursson og Ármann I.eifsson, sem verið hafa hálfan mánuð á ieiðinni frá Reykjavik til tsa- fjarðar, komu heim á laugar- dagsnóttina. Við náðum tali af Gunnari um hádegið i gær, en þá höfðu þeir lokið við að afferma bilana. — Hvernig er liðanin eftir svona ferðalag? — Liðanin likamlega er ágæt, en við erum þreyttir andlega. Ég vildi helzt ekki lenda í svona ferðalagi aftur. — Hvar á leiðinni urðuð þið að halda lengst kyrru fyrir? — Við þurftum að vera sex daga i Dýrafirði. Annars festum við aldrei bilana og lentum ekki i neinum vandræðum með þá. Þetta var aðeins bið eftir mokstri. Ferðin gekk ágætlega að Mjólká, en þá urðum við að biða i tvo daga eftir mokstri á Rafnseyrarheiði og misstum þar afleiðandi af mokstri á Breiða- dalsheiði. — Hvað hefur þú ekið þessa leið lengi? — Ég hef ekið hana i tólf ár og Ármann eitthvað skemur, en við höfum aldrei lent i neinu svona. 1 fyrra vorum við niu sólarhringa, sem er það lengsta fram að þessu. Snjórinn núna er óvenju- mikill á þessum árstima og auk þess skiptir það miklu, að tæki vegagerðarinnar eru venjulega ekki komin á sinn vetrarstað svona snemma. — Hvenær komuð þið heim i nótt? — Við komum i bæinn um klukkan þrjú og gekk ágætlega yfir heiðina, enda var ýta á undan okkur. A Breiðadals- heiðinni er mesti snjórinn, sem við sáum á leiðinni. — Hvenær leggið þið i hann næst? — Ætli það verði fyrr en i vor ef svona heldur áfram.. — Hvað um vörurnar, sem þið voruð með? Var hætta á að þær skemmdust? — Ef frostið hefði verið meira, hefðu þær gert það. En sem betur fór, fengum við aldrei meira en 3- 4 stiga frost. Þeir eru að fá hann í Norðursjónum Þeir hjá tilkynningaskyldunni sögðu okkur að góð veiði hefði verið hjá islenzkum bátum i Norðursjónum siðustu daga. Vitað var um sex báta, sem voru á leiðinni til Danmerkur með afla , og sennileg að fleiri væru að fá fisk þótt ekki væri vitað um það með vissu, þegar blaðið fór i prentun. Féll niður sjö hæðir-hélt lífi Klp-Ileykjavik í fyrrinótt hrapaði ungur Bandarikjamaður, sem var gestur á Hótel Esju niður á milli stiga af 7. hæð hússins og lenti i stórum gosbrunn, sem komið var fyrir á jarð- hæðinni. Maðurinn slapp lifandi, en mikið slasaður eftir fallið sem er yfir 20 metrar. - Slysið varð um klukkan eitt um nóttina. Talið er að maðurinn, sem var gestkomandi á hótelinu þess nótt, hafi fengið sér sæti á handriðinu á 7. hæð hússins og fallið aftur yfir sig. Fór hann niður á milli handriðsins og glugga, sem snúa i suðurátt. Þarna er m jög þröngt og talið nær ógjörningur fyrir mann að komast á milli. Það sem hefur orðið manninum til lifs, er að hann hefur farið beint niður og ekki komið við járnbita, sem standa út úr hand- riðinn né við sillur sem standa út frá glúggunum, en hann hefur farið fram hjá einum sjö sillum. Þar sem maðurinn kom niður hafði verið komið fyrir stórum gosbrunn, sem setja átti upp á miðju gólfinu. Kallað var á sjúkrabifreið og maðúrinn fluttur á Slysavarðstof- una, þar sem kom i ljós, að hann var mikið slasaður, m.a. mjaðmagrindarbrotinn, lær- leggsbrotinn og með brákaða hryggjarliði. Um hádegið i gær, laugardag, var hann kominn til fullrar meðvitundar ogliðanhans eftir atvikum góð. Það skal tekið fram að handriðið, sem þarna er um að ræða er yfir einn metra á hæð en samkvæmt reglum öryggiseftir- litsins, skal lögleg hæð á hand- riðum vera 90 cm. Metveiði hjá Hólmatindi SB—Reykjavik. Skuttogarinn Hólmatindur kom til Eskifjarðar i gærmorgun með 160 tonn af fiski, eftir tæprar viku veiðiferð. Mun þetta vera eitt mesta magn, sem skipið hefur fengið i einni ferð, en lestarnar taka 150 tonn. Aflinn var einkum ufsi. Fengu hálf- anskaðann SB-Reykjavik Lokið er nú málaferlum, sem staðið hafa undanfarin ár vegna skemmmda sem urðu á bryggjunni i Hrisefc 4r Goðafoss gróf undan henni á(Wb 1967, með þeim afleiðingum, aosandur rann úr úppfyllingu i bryggjuhaus. Málinu lyktaði á þá lund, að tjónið fekkst bætt að hálfu þannig að Eimskipafélaginu var gert að greiða Hriseyjarhreppi rúmar 700 þúsund krónur i skaðabætur. Hæstiréttur taldi i dómi sinum, að hafnaryfirvöld hefðu vanrækt að hafa tiltækar glöggar skýrslur um dýpi i höfninni og sjá um, að skipum, sem þangað sigldu væri nægilega leiðbeint um aðstæður. Hérna fór maðurinn niöur og ienti i gosbrunni sjö hótelhæðum neðar. (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.