Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 19. nóvember 1972 höfuðatríði Árelius Nielsson: Þjónustan Félagasamtökin Vernd hafa nýlega sent frá sér 11. árgang timarits sins, sem ber sama nafn og heitir Vernd. Þetta hefur alltaf verið ágætt rit og er þetta hefti ekki sizt fjöl- breytt að efni og fallegt. En raunalegt er, að svo má virðast, að vegna f járhagsörðug- leika þessara merku og fjöl- mennu liknarsamtaka kom ritið ekki út á siðasta ári. Samt hafa þessi samtök sannarlega markað spor i liknar- málum þjóðarinnar hin siðari ár. Og liklegt má teljast, að hinn ötuli brautryðjandi og fram- kvæmdarstjóri Verndar, frú Þóra Einarsdóttir, verði talin meðal skærustu ljósa kristninnar á tslandi á þessari öld. Samt mun sumum finnast, að hún sé likt og rödd hrópandans i auðninni meðal sinnar samtiðar. Um það sjá tómlæti og tregða fólks til þess, sem gott er annars vegar og sú árátta múgsins hins vegar, sem reynir að snúa við- leitni sinna beztu vina á versta veg með banvænum orðum bak- mælgi og lasti, sem vakið er af öfundarrótum. En frú Þóra lætur ekkert á sig fá. Og þannig verður hún vegljós og verndari þeirra, sem i myrkur hafa ratað. Þrátt fyrir stöðugan fjárskort og óteljandi ljón á vegi, hefur frú Þóru og félagasam- tökum hennar, sem stundum eru nú aðallega hún ein, tekizt að vinna ómetanlegt brautryðjenda starf fyrir þá, sem önnur kona andlega skyld Þóru nefndi „Aumastir allra". Það eru ekki einungis fangar og fyrrverandi fangar, sem hafa notið góðs af starfi og hugsjónum Verndar, þarhafa aðrir einnig að unnið t.d. Oscar Clausen, sem á þar fyrstu sporin og fágætt fórnarstarf, heldur eru það ekki siður drykkjumenn og afvega- leiddar stúlkur, sem hafa leitað til „Þóru i Vernd". Það eru orðin algeng orð með vonarglampa i augum hjá vesalingum bak við tjöldin i Reykjavik. Og á þeim tiltölulega stutta tima.sem félagasamtökin Vernd eiga að baki hefur ótrúlega margt áunnizt fyrir þetta bágstadda fólk, „sem ekki megnar sjálfu sér i sinni neyð að bjarga". Stundum er það Vernd ein, sem á þar hlut að máli, stundum ein- hvern hlut eða i samst. við aðra svipaða liknarstarfsemi. Fyrst skal hér minnt á jóla- fagnað fyrir einstæðinga á jóla- nótt, sem frú Sigriður Magnússon hefur haft yfirumsjón, með á vegum Verndar. Þar hefur margt gott fólk að unnið og stundum hafa þar opnast hlið fyrir aðstoð við þá, sem annars huldusl i skuggunum. Þá skal gétið um aðstoð og fylgd \ií> ungar konur og eldri, til að komast á erlend hæli og hjálparstofnanir. En mörgum er Þóra búin að fylgja yfir hafið, hjálpa þeim og hug- hreysta, unz i öruggar hendur var komið. Og nú er þar næsta skrefið, sem ekki má fatast né gleymast, en það er milliríkjamál og samningar til handa þeim, sem ekki eru sakhæfir en sekir þó, vegna sjúkleika og þurfa að dvelja á sjúkrahúsi frekar en I fangelsi. Slfkar deildir fyrir geð- veila afbrotamenn höfum við ekki I okkar fæð og smæð. En alltaf geta verið til og er til einn eða fleiri, sem þurfa á slikri aðstoð að halda hér. Fangelsispresturog hjálp hans við sálgæzlu og aðstoð hefur verið hugsjón Verndar frá upphafi. Sú hugsjón er nú orðin að veruleika. Sr. Jón Bjarman er nú orðinn hinn fyrsti skipaði fangelsis- prestur. En sá, sem þetta ritar vissi þess fulla þörf fyrir meira en 30 árum. Lögum endurhæfingu fanga og drykkjusjúkra hef'úr einnig véfið' hugsjón og baráttumál Verndar. Þar hefur verið stórt spor i áttina stigið fyrir þolgæði og markvissa baráttu þessara samtaka i sam- starfi við fleiri liknar- og fræðslu- samtök þjóðarinnar. Er nú verið að opna hjálparstöð á Vifil- stöðum fyrir fólk, sem þarfnast endurhæfingar. Og mjór er mikils visir. Gistiskýli á fyrrverandi Farsóttahúsi má einnig teljast framkvæmd Verndar. En það var mikil nauðsyn og bætti úr brýnni þörf ótrúlega margra útigangs- manna, sem hvergi áttu athvarf i borginni, nema þá helzt i aflóga skipsflökum eða opnum kjallara- holum. Samt er enn ótalið það, sem þó er grunnur og hornsteinn þessa alls, en það er vaka Verndar, ef svo mætti segja,. leiðbeininga- stöðin sjálf, skrifstofan i Grjóta- götu 14A og 14B. En þar hefur einnig verið gistiskýli, eða nokkurs konar biðskýli, fyrir bæði fanga og drykkjusjúka, meðan þeir biðu eftir athvarfi eða vinnu. Og mikil væru launin, sem frú Þóra ætti skilið fyrir allt starfið. allar stundirnar þar jafnvel bæði dag og nótt, ef nauðsyn ber til, þrátt fyrir ágætt starf aðstoðar- manna sinna. En þau laun verða liklega ekki goldin i peningum. Enda yfir það hafin, eins og flest, sem bezt er gert. Liklega verða störf Verndar aldrei til gulls metin, hvorki sem dagvinna, eftirvinna eða nætur- vinna. Það væru sem betur fer ótrú- lega margir auðmenn hjá þessari þjóð, ef öll slik störf væru metin og launuð að verðleikum. Og meðal milljóneranna væri „Þóra i Vernd" með þeim rikustu. Heill þeirri þjóð, sem á slika þegna sem „Þóru i Vernd". m ee mmwmm'wmm, þjónusta - saia - hleðsla - viðgerðir Alhliöa rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði -- Fljót og örugg þjónusta , RÆSIÐ BÍLINN MEÐ SÖNNAK J I Tæhniver AFREIÐSLA I Laugavegi 168 — Simi 33-1-55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.