Tíminn - 19.11.1972, Qupperneq 5

Tíminn - 19.11.1972, Qupperneq 5
Sunnudagur 19. nóvember 1972 TÍMINN 5 Hjálparhella Nokkrir stjórnarnianna Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra ásamt starfsfólki æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13. OPIÐ ALLAN DAGINN Kaupiö jólagjafirnar timanlega Eigum jólakerti í úrvali, ásamt postulínsstyttum, keramiki, skraut- speglum og ýmsu fleiru. RAMMAIÐJAN óöinsgötu 1 lamaðra og fatlaðra 20 ára um þessar mundir Klp—Reykjavík A þessu ári eru liðin 20 ár siðan Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað. Sunnudagurinn 2. marz 1952 telst vera stofndagur, en áður hafði verið haldinn undir - búningsfundur og þá tekin ákvörðun um stofnun félags- ins. Fyrst i stað voru tekjur félagsins aðeins félagsgjöld og frjáls framlög, en árið 1953 fékkst leyfi fjármálaráðu- neytisins að merkja sérstak- lega hluta af eldspýtustokkum og selja þá á hærra verði. Þetta er eini fasti tekjustofn félagsins, en á siðasta ári námu tekjur af þessari sölu 1.821 þúsund kr. Önnur megin fjáröflun félagsins hefur verið ágóði af simahappdrættinu. Agóði af þvi var á siðasta ári 1.253 þúsund kr. Um þessar mundir er nýtt simahapp- drætti i gangi og er rekið i stærra og breyttu formi. Standa vonir til.að ágóði af þvi verði meiri en nokkru sinni fyrr,og gáfu siðustu tölur svo sannarlega visbendingu um það, en þær sýndu.að ágóðinn var kominn yfir tvær milljónir króna. Auk þessara tekjuliða hafa félaginu borizt margar góðar gjafir frá velunnurum þess, og eru það bæði húseignir og pen- ingagjafir. Árið 1955 festi félagið kaup á húsinu Sjafnargötu 14 og var þvi breytt i æfingastöð. Fyrsta árið,sem stöðin var starfrækt, komu i hana 127 sjúklingar og fengu 4.406 æfingameðferðir. Aukin aðsókn var að stöðinni næstu árin og siðasta starfsár hennar, sem var árið 1968, komu þar 526 sjúklingar og fengu 11.653 æfingameðferðir. Um haustið 1968 flutti stöðin i nýtt húsnæði að Háaleitis- braut 13, þar sem er mjög fullkomin aðstaða, eins og t.d. sundlaug, æfingaklefar með góðum tækjum og margt fleira. 1 nýju stöðina komu á siðasta starfsári 762 sjúklingar og fengu 15.478 æfingameðferðir. Auk æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13 hefur félagið rekið sumardvalarheimili fyrir fötluð börn i Reykjadal i Mosfellssveit. Þar hafa verið gerðar miklar endurbætur, m.a. byggð sundlaug og búningsklefar, svefnskáli og margt f 1. Nú siðustu þrjá vetur hefur verið rekin þar heimavistarskóli fyrir fötluð börn og hafa 2 fastir kennarar verið þar ásamt nokkrum stundakennurum. Frá stofnun félagsins hefur Svavar Pálsson verið for- maður þess, en á aðalfundi, sem haldinn var fyrir skömmu, baöst hann ein- dregið undan endurkjöri. Á þeim fundi var kosið fimmtán manna framkvæmdarráð, og var Friðfinnur Ólafsson kosinn formaður þess. Þar var einnig samþykkt að ráða Eggert G. Þorsteinsson, fyrrv. ráðherra, framkvæmdastjóra félagsins, og mun hann starfa á skrifstofu félagsins nokkra tima á dag. i sundlaug æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13. Kennarinn er þarna að þjálfa ungan lamaðan pilt, sem er mjög ánægður með að vera þarna. (Tímamyndir Róbert) Auglýsingastofa Timans er í Bankastræti 7 19523 ‘2'18300 Electrolux li s HRÆRIVÉL i I /^■'•ygga FYLGIHLUTIR: ALLTINNIFALID í VERÐI ☆ Timastillir ☆ Skál ☆ Hakkavél ☆ Hnetukvörn ☆ Mixari ☆ Dropateljari ☆ Sitrónupressa ☆ Grœnmetiskvörn ☆ Þeytari ☆ Pylsujárn Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1 A - SÍMI 86-112^1 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.