Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 7
TÍMINN 7 Rikisborgararéttur læst ekki fyrir peninga bótt Gyðingar hvaðanæva úr heiminum séu velkomnir til tsraels, er þó einn, sem visað hefur verið úr landi þótt hann hafi boðið háar fjárupphæðir fyrir að fá að dvelja áfram i landinu. Er það Mafiuleiðtoginn Meyer Lansky. Fyrir nokkrum vikum var sagt frá honum hér i Speglinum, en þá dvaldi hann enn i Israel og vonaðist til að fá þarlendan rikisborgararétt. Lansky er nú sjötugur. Hann er lögfræðingur að mennt og kom mjög við sögu Mafiunnar fyrir og eftir heimsstyrjöldina siðari. Hann var lögfræðilegur ráðunautur æðstu Mafiuleið- toganna og vann að þvi, að koma fjármunum þeirra i traust og lögleg fyrirtæki. Þeir, sem lesið hafa Guðföðurinn eða séð kvikmyndina, ættu auðveldlega að koma fyrir sig, hver fer þar með hlutverk Lanskys, en Lanzky ekki Sikileyingur, ekki einu sinni af itölskum ættum, heldur voru forfeður hans austur-evrópskir Gyðingar. Hin siðari ár hefur Mafiósinn Lansky rekið hótel og spilaviti á Miami á Florida og náð fótfestu fyrir fyrirtæki sin á Bahama- eyjum. Þegar jörðin var farin að hitna óþægilega mikið undir fótum Lanskys fyrir tveim árum, tók hann saman föggur sinar og fór til lsraels og fór fram á rikisborgararétt i landi feðra sinna. En honum hefur gengið illa að fá hann, og svo fór, að stjórnvöld þar i landi neituðu að endurnýja dvalar- leyfi hans. Úr vöndu var að ráða fyrir Lansky . Hann er eftir- lýstur i Bandarikjunum fyrir skattsvik, ólöglegan rekstur spilavita og margs konar fjáröflunarklæki. Fór nú gamli maðurinn á flakk.og er sagt.að hann hafi boðið mörgum rikjum eina milljón dollara fyrir að fá ríkis- borgararétt, en hvarvetna verið neitað um hann. Frá Israel fór Lansky til Sviss, þaöan til Braziliu og bað um dvalarleyfi, en honum var ekki einu sinni leyft að yfirgefa flughafnar- bygginguna i Rio de Janero. A sömu leið fór i Argentinu, Boliviu, Perú, Paraguay og Panama. Atti nú gamli glæpa- maðurinn ekki annars úrkosta, en halda til þess Gósenlands, þar sem hann rakaði saman auðæfum á ólöglegan hátt i áratugi. Þegar flugvélin, sem hann var i lenti á Miami, voru þar fyrir margir alrikis- lögreglumenn, sem handtóku Lansky umsvifalaust. Aður en Mafiósinn yfirgaf tsrael,keypti hann grafreit og lét þau orð falla, að þótt hann kæmist ekki lifandi til tsraels aftur, væru þeir ekki lausir við hann, þvi likaminn ætti eftir að koma aftur til langdvalar. Málefnaleg kosningabarátta. Kosningabaráttan i Vestur- býzkalandi stendur nú sem hæst, og gripa frambjóðendur til ým- issa ráða til að vekja athygli háttvirtra kjósenda á sér og flokki sinum. Minni spámenn i stjórnmálabaráttunni kvarta mjög yfir þvi,að fóringjar flokk- anna einoki fjölmiðla.og að helzt liti svo út sem þeir séu einir i framboði. A þetta jafnt við um frambjóðendur allra stjórn- málaflokkanna. Þessu svara tiltölulega óþekktir stjórnmálamenn og upprennandi með þvi að haga kosningabaráttunni þannig i sinum kjördæmum, að fólk komist ekki hjá þvi, að taka eft- ir uppátækjum þeirra. t nokkrar vikur hefur fegurðardis nokkur tröllriðið mótorhjóli i litlu kjördæmi i Suður-Þýzkalandi allsber, að öðru leyti en þvi, að á skrokk hennar eru máluð pólitisk slag- orð: Sendum jafnaðarmanninn Klau Immer til Bonn. í kjör- dæminu eru aðeins 20 þúsund kjósendur, og hafi þeir ekki vit- að það áður, vita þeir nú hver sósialdemókratinn Klaus Imm- er er. Frjálslyndi demókratinn Jurgen Möllemann kemur svif- andi i fallhlif ofan úr skýjunum á kosningafundi i sinu kjör- dæmi, en kristilegi demókratinn Warendorf smýgur skolleitt vatnið i ánni Ems i froskmanns- búningi og tekur sýnishorn af mengun i ánni með sér á kosn- ingafundina. Til að sýna i verki baráttu sina gegn menguninni ekur hann aldrei i bil um kjör- dæmið, heldur fer hann ýmist riðandi eða gangandi milli kosn- ingafundanna. Tveir vinir hittust á götu. — Heyrðirðu útvarpserindið mitt i gærkvöldi? spurði annar. Hinn neitaði þvi. —bað var leiðinlegt, sagði þá fyrirlesarinn. —Mig grunaði það og þess vegna opnaði ég ekki útvarpið. ★ —Hvernig stendur á þvi að ég fann heilmikið af gúmmiflyksum i kjötfarsinu, sem þú seldir mér i gær, sagði öskureið húsmóðir við kaupmanninn. —Já, það sannast bara þarna eins og viðar, aö billinn er að taka við af hestinum, svaraði kaup- maðurinn hinn rólegasti. ★ Pétur litli hafði leikið sér mikiö úti i sólinni og einn daginn fór hann að flagna. Þar sem hann sat og plokkaði skinnið af hand- leggjunum á sér, heyrði mamma hans hann tauta: — Bara fjögurra og ára og er útslitinn. Skrýtið, hvað maður hugsar litið um saltið, þangað til maður upp- götvar, að maður hefur gleymt þvi heima. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.