Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 9
< Sunnudagur 19. nóvember 1972 TÍMINN Ctgefandi: Frtfmsóknarflokkurihn ÍFramkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:|: : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;!; j: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).-:; •: Auglýsingastjóri: Steingrlmur. Gislasojii. Ritstjórnarskrif-j:j stofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-1J8306J;! : Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiösluslmi 12323 — auglýs-i;! : ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldj:: • 2?5 kijónur á mánuöi innan lands, I lausasölu 15 krónur einí:- takið. Bla6aprent_h_.f.. Skattamálin Ýms sérgreinasambönd innan Alþýðusam- bands íslands hafa að undanförnu haldið þing sin og gert athyglisverðar samþykktir um kjaramál og ýms mál önnur. Meðal annars hafa sum þeirra gert ályktanir um skattamál, og mun ályktun Rafiðnaðarsambands Islands um þau vera einna itarlegust. Þar sem hún er á margan hátt mjög athyglisverð, þykir rétt að birta hana hér i heilu lagi: ,,Annað þing Rafiðnaðarsambands ís- lands bendir á, að skattalög þau, sem sett voru á siðastliðnum vetri, hafa ekki komið i veg fyrir að þurftartekjur eru skatt- lagðar sem hátekjur,en telur þó að niður- felling nefskatta haf i verið spor i rétta átt. Þvi telur þingið nauðsynlegt að gagngerð endurskoðun fari fram á núgildandi skatt- kerfi með það fyrir augum, að gera skatt- kerfið einfaldara og réttlátara i fram- kvæmd. I þessu sambandi beinir þingið þvi til viðkomandi stjórnvalda að fram verði látin fara könnun á þvi, hvort ekki verði heppilegra og réttlátara, að hverfa frá beinum tekjusköttum, en taka upp i þess stað sköttum á eyðslu með óbeinum sköttum. Almennar neyzluvörur verði þó eigi skattlagðar. Almannatryggingakerfið verði notað til þess að tryggja hag barn- margra f jölskyldna og lifeyrisþega i sam- bandi við slika kerfisbreytingu, ef hag- kvæm reynist. Þingið bendir á eftirfarandi úrræði i skattamálum: Skattvisitala verði ákveðin með tilliti til RAUNVERULEGSframfærslukostnaðar. Álagningarhlutfall útsvars á láglaunatekjur verði lækkað, en hækkað á tekjur, sem nema margföldum lágmarks- launum. Húsaleiga verði gerð frádáttarbær til skatts og sama látið gilda um húsaleigu i eigin húsnæði, ef það er af hóflegri stærð. Vaxtarfrádráttur til tekjuskatts og útsvars verði takmarkaður með tilliti til eðlilegrar lausafjárþarfar til heimilisstofnunar og ibúðarkaupa. Fasteignagjöld af hóflegu ibúðar- húsnæði til eigin nota falli niður, en af eign umfram það stórhækki. Stighækkun eignaskatts aukist til mikilla muna. I samræmi við margendurteknar samþykktir verkalýðshreyfingarinnar er þess krafizt, að nú þegar verði tekin upp staðgreiðsla skatta. Skattaeftirlit verði stóreflt, og refsingar vegna skattsvika verði þyngdar til muna." Mikilsvert er, að launþegasamtök eins og Rafiðnaðarsambandið láti heyra til sin um þessi mál. Að sjálfsögðu verða beinir skattar ekki lækkaðir, nema önnur tekjuöflun komi i staðinn, og jafnframt verði þá hafðar i huga breytingar á tryggingakerfinu. Fyrir launþegasamtökin er raunverulega ekki hægt að fjalla um kjaramálin, nema skattamálin séu jafnframt höfð til hliðsjónar. Kauphækkanir koma að takmörkuðu gagni, ef um helmingurinn fer i beina skatta. Þess ber einnig að gæta, að þeir leggjast yfirleitt þyngra á launafólk en aðra. Þ.Þ. Grein frá APN: Þriðji hver Rússi er ó skólabekk Kennslan fer fram á 57 tungumálum ÞAÐ ER langt siðan ólæsi var útrýmt i Sovétrikjunum. Fyrir 55 árum voru þrir af hverjum fjórum ibúum, sem voru niu ára og eldri, ólæsir og óskrifandi, og af hverjum fimm börnum og unglingum á skólaaldri voru fjórir, sem áttu enga möguleika á að njóta skólagöngu. Af 100 þjóð- um og þjóðabrotum voru yfir 40, sem ekki áttu sér ritmál. Þjóðir þær, sem bjuggu i út- jaðri rússneska keisaradæm- isins voru óendanlega langt á eftir menningunni. Árið 1906 var sagt frá þvi i timaritinu „Vestnik vospitania", að i Evrópuhluta Rússlands yrði ólæsi útrýmt eftir 120 ár, i Kákasus ef tir 430 ár og i Túrk- meniu eftir 4.600 ár! Það þarf ekki að taka það fram, að mið- að var við þáverandi fræðslu- fyrirkomulag. Af Uzbekum voru 2 prósent læs og skrif- andi, en af konum i Úzbekist- an var 1.2 prósent læst. 2.3 prósent Tadsjika voru læsir, en meðal kvenna var talan 0.3 prósent. Þetta fólk var ein- göngu úr vel stæðum fjölskyldum. Á FYRSTU árum sovézku stjórnarinnar var komið á fót þUsundum skóla til að vinna að útrýmingu ólæsis og illlæs- is. Einkum var unnið mikið að þessum málum i Mið-Asiu. Fyrsti rikisháskólinn i Mið- Asiu var stofnaður i Tashkent, samkvæmt tilskipan Lenins árið 1920. Arið 1930 var komið á almennri skólaskyldu og ár- ið 1932 var komið á sjö ára skólaskyldu barna i borgum. Árið 1940 hafði 50 millj. ólæsra og 30 milljónum illlæsra verið kennt að lesa. Það var erfitt að hefja baráttu gegn ólæsi i landi, sem hafði barizt i heimsstyrjöld- inni i fjögur ár og átt i borg arastyrjöld og hungursneyð. Árið 1921 fékk hver nemandi sex pappirsblöð, hverjir tiu nemendur fengu, einn penna og tuttugu nemendur skiptust á um eina stilabók og einn blý- ant. Nú ER NÆSTUM helming- ur allra ibúa Sovétrikjanna með miðskóla- og æðri mennt- un og verið er að vinna að framkvæmd 10 ára skóla- skyldunnar. 1 byrjun skóla- ársins 1971 voru 80,2 milljónir manns við nám, en það er þriöji hver maður. Kennsla fer fram á 57 málum. Skyldu- stigsskólar eru 190 þúsund og þar af eru 26 þúsund skólar i Mið-Asiu og Kazhkstan og stunda þar nám 8.6 milljón nemendur. Fram að byltingu voru hvorki æðri menntastofnanir né miðskólar i Kirgisiu, Tadsjikistan og Túrkmeniu, en i Ozbekistan, Kazahkstan, Azerbajdsjan, Armeniu, Litháen og Moldaviu voru engar æöri mennta- s t of n a n i r . Nú eru 811 æðri mennta- stofnanir i Sovétrikjunum og þar af 52 háskólar. Þar stunda nám 4.6 milljóriir stúdenta, en það er þrefalt fleiri fjöldi, en i Englandi, Frakklandi, Vestur- Þýzkalandi og ftaliu til sam- ans. I landinu eru rúmlega 4.2 þúsundir sérhæfðra miðskóla- stofnana. Fyrir byltingu voru 12 háskólar og eingöngu i Evrópuhluta landsins. ÁRIÐ 1971 voru 188 stúdent- ar af hverjum 10 þúsund ibU- um, en i Englandi 83, Italiu 78 Útlánsdcild i bókasafni verksmiðju I Moskvu. og i Vestur-Þýzkalandi 48. 1 einstökum sovézkum lýðveld um er þessi tala hærri: 1 Ozbekistan eru 189 stúdentar af hverjum 10 þúsund ibúum, i Azerbajdsjan 192. Samkvæmt siðasta manntali, sem fór fram i Sovétrikjunum (janúar 1970), kom það fram, að af hverjum 1000 manns, sem vinna að þjóðarbúskapnum, eru i Grúsiu 711 manns með. miðskóla og æðri menntun, i Armeniu 697, i Túrkmeniu 682, Azerbajdsjan 674, i Okrainu 668, i Úzbekistan 663, i Rúss- landi 656 og i Sovétrikjunum i heild 653. Á undanförnum fimm árum hafa verið stofnaðir 9 nýir háskólar i Sovétrikjunum og 60 menntastofnanir. Árið 1975 mun 8. hver borgari hafa lokið æðri skóla eða sérhæfðum miðskóla, sem hafa upp á 400 sérgreinar að bjóða. ÞAÐ GEFUR auga leið, að menntun rúmlega 80 milljóna sovézkra pilta og stúlkna krefst mikilla fjárútláta frá rikinu, og þess fremur, sem nám er ókeypis. 75 þúsund stúdentar fá námslaun, hafa frian aðgang að rannsókna- stofum, bókasöfnum, njóta frirrar læknishjálpar, fá dvöl á hressingar- og hvildarhælum. Stúdentarnir i landbúriaðar- háskólanum i Alma-Ata þurfa aðeins að borga 10 rublur (1 rúbla= c.a 100 isl. kr.) fyrir tveggja vikna leyfi á strönd fjallavatnsins Issyr-Kúlj, en rikið þarf að greiða fimm sinnum meira! Fyrir 10 rúblurnar sinar fær stUdentinngottfæði, leikur sér. á vatnsskiðum, fer i gönguferðir upp I fjöllin og hefur aðgang að kvikmynda- húsi. Arið 1971 var tekin ákvörðun af sovézku stjórn- inni að bæta efnahagslegar aðstæður stúdenta og aðbún- að. Árlega verða byggðir rúm- lega milljón fermetrar húsnæðis handa þeim (stúdentagarðar). Auk þessa tók sovézka stjórnin þá ákvörðun árið 1972 að losa 1.2 milljón fermetra húsnæðis, sem notað hefur verið til ann- arra þarfa. Veittir hafa verið 4 milljarð- ar rúblna til að bæta aðbúnað stúdenta á annan hátt. Menntun hvers og eins kostar rikið frá 7 og upp i 20 þúsund rúblur eftir þvi, hvaða nám er stundað, og er þá aðeins miðað við beinar greiðslur, eins og laun prófessora og kennara, kostnað við bókasöfn, kennslutæki og fleira. BÆKUR ERU GEFNAR út i Sovétrikjunum á 89 þjóðmál- um landsins og 145 tungumál- um heims. Á árunum 1918-1970 voru gefnar út i Sovétrikjun um 2.4 milljónir bóka að samanlögðu upplagi 38.3 milljarðar eintaka. 1 Sovétrikjunum eru gefin út 7.863 dagblöð, 5.966 timarit. Bækur, dagblöð og timarit eru gefin Ut á tungu hverrar þjóð- ar og þjóðarbrots i landinu. T.d. eru gefnar út 2000 bækur árlega i Kazahkstan og er upplagið samanlagt 22 milljónir, og þar af eru 13 milljónir á máli Kazahkstan. Auk bókaútgáfunnar, sem fer fram i sjálfstjórnarhéraði Gyðinga i Austur-Siberiu er gefið út i Moskvu bókmennta- og listatimaritið „Sowetish Heimland" á jiddish. Verk sigildra og nútima Gyðinga- rithöfunda eru gefin út á jiddish. Rúmlega 100 meðlim- ir sovézka rithöfundasam- bandsins skrifa á jiddish. Nöfn GrUbian og Lúrije eru vel þekkt um heim allan. Undanfarið hafa 700 verk eistneskra rithöfunda verið þýdd á 37 tungumál þjóða Sovétrikjanna. í landinu eru 360 þUsund bókasöfn, sem geyma yfir 3 milljarða bóka. Fullorðnir lesendur eru rúmlega 120 milljónir (ibUatala Sovétrikj- anna er rUmlega 247 milljón- ir). Samkvæmt upplýsingum Unesco eru Sovétrikin i fyrsta sæti i heimi, hvað snertir aðsókn að bókasöfnum. Aðeins á árunum 1966-70 voru byggð 12 þUsund ný bókasöfn. Það er i áætlun að f jölga bókasöfnum um 12.2 þUsund fyrirárið 1975. t landinu eru 11 menningar- stofnanir, sem hafa það verk með hóndum að undirbUa sér- fræðinga i menningar- og upp- fræðslumálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.