Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 19. nóvember 1972 Nú er Löngumýrar- Skjóna fallin i valinn. Þaö telst reyndar sjaldnast til tíðinda þótt ellimóö stóð- hrossséu felld á islandi og héraðsbrestir fátiðir í því sambandi. En Skjóna var á efri árum sínum flestum hrossum frægari, og hafa sennilega fleiri kannazt við hana af orðspori en nokkurt annað hross sam- tíða henni. Því varþað, að þegar við höfðum spurnir af því að dagar hennar yrðu brátt taldir þótti okkur einsýnt, að við yrðum að festa hana á fiimu i lifanda lífi og fræðast lítið eitt um ævi hennar i leiðinni. Vi6 lögöum af staö i býtið einn sunnudagsmorgun, blaöamaöur og ljósmyndari og ókum sem leið liggur norður i Húnaþing. Við komum i hlað á Löngumýri upp úr hádegi og hittum Björn bónda og alþingismann þar sem hann er að reka fé i hús, það á að fara að taka frá til slátrunar. Hann tekur erinda okkur vel og leyfir aö tef ja sig frá fjárraginu. Skjóna stendur á beit með Frásögn Jón My BöðvarI Skjóna og tryppið, sem hún átti í fyrravor. 1 baksýn er Svína valnið, og yfir hálsinn sést i Langadalsfjöll. Þetta trippi var fætt 1948 og hann viðurkenndi fyrir rétti að það haust hefði fundizt trippi með þessum lit dautt frammi á Sauðadal og hefði hann talið að það væri hans. Raunverulega skrökvaði Jón aldrei neinu, þvi að hann sagði aldrei að hann ætti eða héfði átt Skjónu. Annars hygg ég að sú skjótta sanni bezt sjálf, að hún hafi aldrei verið i eigu Jóns þvi hefði svo verið væri hún orðin tuttugu og f jögurra ára og ég veit þess engin dæmi að, tuttugu og þriggja ára gömul hryssa eigi í'olald, en Skjóna kastaði i fyrra- vor. Reyndar bar mér og þeim, sem aldursgreindu hryssuna fyrir dóminn, saman um aldur hennar. Löngumýrar-Skjóna sótt hein . . . og spjallað við Björn Pálsson um Skjónumál og fleira öðrum hrossum Björns i girðingu skammt frá fjárhúsun- um. Synir Björns hlaupa fyrir hana og reka hana ásamt trippinu hennar út i horn á girð- ingunni. Hún er meðfaerileg og sýnir ekki af sér styggð. Mynda- vélin vinnur sitt verk. Skjóna hengir hausinn framan i myndavélina. Hún er leið yfir að vera trufluð á beitinni, eða er hún bara að sýna blaðasnápum litilsvirðingu sina? Hún er lik- lega á sama máli og Þórbergur um að ekki sé meira mark tak- andi á blaðamönnum en velli spóans. Þegar ljósmyndun er lokið er Skjónu stuggað i hagann á ný, en Björn býður okkur til bæjar. Yfir kaffinu er Skjóna að sjálfsögðu miðpunktur sam- ræðnanna og okkur leikur hugur á aö heyra um hana og hennar mál séð frá bæjardyrum Björns sjálfs og tökum' þvi að spyrja hann spjörunum úr. Af hverju ætlarðu að lóga Skjónu i haust? Hún er orðin anzi gömul greyið, tuttugu ára. Það er ekki ráðlagt að gera hryssur eldfi en átján vetra eigi þær að ganga úti og eiga folöld árlega. Hryssur eiga tæpast folöld leng- ur ef tir að þær eru orðnar átján til nitján vetra, og ástæðulaust að eiga geldar gamlar hryssur. Gamlar hryssur eru lika þung- færar að vorinu og er þess vegna hætt við slysum. Hvernig stóð á þvi að það urðu málaferli út af Skjónu? Markið á henni varskemmtog ég þurfti að fara úr réttinni áður en drætti var lokið. Og þáð var ástæðan fyrir þvi að hun var dregin Jóni i öxl. Taldi hann sig þá eiga Skjónu? I málsskjölunum kom fram að Jón hafði tapað trippi 1951. Frá Auðkúlurétt. Þar var Skjóna dregin .lóni i öxl haustiA 1967.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.