Tíminn - 19.11.1972, Side 11

Tíminn - 19.11.1972, Side 11
 Samband ísl. samvinnufélaga > INNFLUTNINGSDEILD TÍMINN Sunnudagur 19. nóvember 1972 Sunnudagur 19. nóvember 1972 TÍMINN Hinsvegar var þetta dálitð skemmtiatriöi fyrir þingmenn þvi Isberg sýslumaður okkar skrifaöi þingmönnum, sem sæti áttu i landbúnaðarnefnd dálitið skoplegt bréf þar sem hann mælti meö þvi að frumvarpið yrði samþykkt og má þvi öllum ljóst vera að frumvarp Pálma hefur ekki verið óviturlegt. Hvað á nú að gera við Skjónu, þegar búið er að lóga henni? Það er nú ekki alveg fullráöiö en vitanlega verður að gera út- för hennar viröulega. Helzt er ráðgert að stoppa hana upp og setja hana á dýrasafn i Reykja- vik. Ætli hún verði ekki geymd þar svona eins og dálitið minnismerki um manniega ill- kvittni. Þar með slitum við talinu um Skjónu gömlu en sitjum enn dá- litla stund og röbbum um lands- sins gagn og nauðsynjar. Böðvar ljósmyndari er Vatns- dælingur og þeir Björn ræða húnvetnska sveitamenningu um hrið og um það er lýkur hafa þeir komið sér saman um það, að ungur bændurnir sem eru að taka við búum i Vatnsdal hafi ekki til að bera hálft mont á viö feður sina. Slikt sé með öllu að verða útdautt, þar um slóðir og sé það miður. En annirnar kalla að og Björn þarf að halda áfram að sinna fé sinu. Við höldum þvi af stað aftur til Reykjavikur og á morgun liggur leið Björns þangað einnig, alvarleg mál biða afgreiðslu á þinginu. Viö ökum greitt og Böðvar styttir okkur stundirnar með sögum af skritnum og skemmtilegum Húnvetningum en þær skulum við ekki hafa eftir á prenti að sinni. TfORIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi ( mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Nú er Löngumýrar- Skjóna fallin i valinn. Það telst reyndar sjaldnast til tíðinda þótt ellimóð stóð- hrossséu felldá íslandiog héraðsbrestir fátíðir í því sambandi. En Skjóna var á efri árum sínum flestum hrossum frægari, og hafa sennilega fleiri kannazt við hana af orðspori en nokkurt annað hross sam- tiða henni. Því var það, að þegar við höfðum spurnir af því að dagar hennar yrðu brátt taldir þótti okkur einsýnt, að við yrðum að festa hana á filmu í lifanda lífi og fræðast lítið eitt um ævi hennar í leiðinni. Viö lögðum af stað i býtið einn sunnudagsmorgun, blaðamaöur og ljósmyndari og ókum sem leið liggur norður i Húnaþing. Við komum i hlað á Löngumýri upp úr hádegi og hittum Björn bónda og alþingismann þar sem hann er aö reka fé i hús, það á að fara að taka frá til slátrunar. Hann tekur erinda okkur vel og leyfir aö tefja sig frá fjárraginu. Skjóna stendur á beit með , - ■ ' '■ ■ ■ Frásögn og viðtal: Jón Guðni • AAyndir: Böðvar Indriðason Skjóna og tryppiö, sem hún átti I fyrravor. 1 baksýn er Svínavatnið, og yfir hálsinn sést I Langadalsfjöll. Þetta trippi var fætt 1948 og hann viðurkenndi fyrir rétti að það haust hefði fundizt trippi með þessum lit dautt frammi á Sauðadal og hefði hann talið að það væri hans. Raunverulega skrökvaði Jón aldrei neinu, þvi að hann sagði aldrei að hann ætti eða hefði átt Skjónu. Annars hygg ég að sú skjótta sanni bezt sjálf, aö hún hafi aldrei verið i eigu Jóns þvi hefði svo verið væri hún orðin tuttugu og fjögurra ára og ég veit þess engin dæmi að tuttugu og þriggja ára gömul hryssa eigi folald, en Skjóna kastaði i fyrra- vor. Reyndar bar mér og þeim, sem aldursgreindu hryssuna fyrir dóminn, saman um aldur hennar. Löngumýrar-Skjóna sótt heim . . . og spjallað við Björn Pálsson um Skjónumál og fleira öðrum hrossum' Björns i girðingu skammt frá fjárhúsun- um. Synir Björns hlaupa fyrir hana og reka hana ásamt trippinu hennar út i horn á girð- ingunni. Hún er meðfærileg og sýnir ekki af sér styggð. Mynda- vélin vinnur sitt verk. Skjóna hengir hausinn framan i myndavélina. Hún er leið yfir að vera trufluð á beitinni, eða er hún bara að sýna blaðasnápum litilsvirðingu sina? Hún er lik- lega á sama máli og Þórbergur um að ekki sé meira mark tak- andi á blaðamönnum en velli spóans. Þegar ljósmyndun er lokið er Skjónu stuggað i hagann á ný, en Björn býöur okkur til bæjar. Yfir kaffinu er Skjóna að sjálfsögðu miðpunktur sam- ræðnanna og okkur leikur hugur á að heyra um hana og hennar mál séð frá bæjardyrum Björns sjálfs og tökum’ þvi aö spyrja hann spjörunum úr. Af hverju ætlarðu að lóga Skjónu i haust? Hún er orðin anzi gömul greyið, tuttugu ára. Það er ekki ráðlagt að gera hryssur eldri en átján vetra eigi þær að ganga úti og eiga folöld árlega. Hryssur eiga tæpast folöld leng- ur eftir að þær eru orðnar átján til nitján vetra, og ástæðulaust að eiga geldar gamlar hryssur. Gamlar hryssur eru lika þung- færar að vorinu og er þess vegna hætt við slysum. Hvernig stóð á þvi að það urðu málaferli út af Skjónu? Markið á henni varskemmtog ég þurfti að fara úr réttinni áður en drætti var lokið. Og það var ástæðan fyrir þvi að hún var dregin Jóni i Oxl. Taldi hann sig þá eiga Skjónu? 1 málsskjölunum kom fram að Jón hafði tapað trippi 1951. Voru mörk ykkar Jóns svipuð? Svipuð og svipuð ekki. Ég hef fjöður en hann vaglskoru. En ef fjöðrin er grannt mörkuð visnar fjaðrarbroddurinn og dettur af. 1 þessu tilfelli hefur fjöðrin verið mjög grannt mörkuð, liklega hefur hnifurinn verið bitlitill þegar ég markaði Skjónu sem folald. Ég skoðaði markið á henni og ég álit, að það hafi þurft meira en meðal illkvittni að sjá ekki og viður- kenna, að það var likara skemmdri fjöður en vaglskoru. Það er þó ofurlitil afsökun, að þeir, sem endanlega lýstu markinu höfðu litla æfingu i að lýsa mörkum. Þetta varð mjög langdregið mál og var meira að segja tekið upp oftar en einu sinni. Hvernig stóð á þvi? Það stóð nú fyrst og fremst þannig á þvi að sýslumaðurinn okkar er ákaflega ósérhlifinn og duglegur og réðist i það að lýsa markinu sjálfur. En það er eigi i samræmi við islenzk lög, að dómari beri vitni i máli, sem hann á sjálfur að dæma. Þessi fyrsta marklýsing var raunar býsna skopleg, þvi að i henni var sagt, að markið væri vagl- skora en þvi bætt við að það gæti verið skemmd fjöður. Það er i sjálfu sér virðingarvert að viðurkenna þó sannleikann i öðru orðinu, þótt honum sé svo að sönnu afneitað i hinu. Hefurðu gaman af þvi að standa i málaferlum? Ja, það getur verið býsna skemmtilegt, ef maður hefur tima til þess. En það er tima- frekt. Hefurðu oft verið i málum? Já, ég hef oft verið i mála- Frá Auðkúlurétt. Þar var Skjóna dregin Jóni I öxl haustið 1967. Ytri-Langamýri i Svfnavatnshreppi, bær Björns Pálssonar alþingisinanns. ferlum . Einu sinni var ég með sex mál i einu. Stundum hlýturðu að hafa tapað? Nei, ég tapaði áldrei máli. Fyrst þú ert svona reyndur i málaferlum, hvers þarf maður einkum að gæta til að tapa ekki máli? Fyrst og fremst að fara aldrei með rangt mál og hefja aldrei mál nema geta fært sönnur á að málshefjandi hafi á réttu að standa. Heldurðu að dómar hæsta- réttar séu yfirleitt réttir? Ég álit dómara hæstaréttar mjög hæfa menn og efast ekki um samvizkusemi þeirra. Hins vegar getur borið við, að vegna skorts á sönnunargögnum sleppa sekir menn við refsingu. Það urðu mikil blaðaskrif út af Skjónumálum. Sumir báru brigður á að þú ættir hryssuna þrátt fyrir dóminn. Jú, það er rétt. Stöku maður hélt þvi fram. En það var sameiginlegt með þá alla að þeir vissu ekkert hvað þeir voru að fleipra með. Þeir höfðu annaðhvort engin málsskjöl lesið eða bara hluta þeirra og höfðu aldrei séð skjótta trippið hans Jóns og sumir þeirra ekki einu sinni Skjónu. Þeir sem þekktu min hross báru það að ég hefði alltaf átt þessa meri og greindur og vandaður maður, sem var hjá mér vetrarmaður, þegar Skjóna var foland, bar það að þetta væri sama hrossið. Þeir, sem voru að fleipra um hið gangstæöa réðust á hæstarétt en ekki mig, þvi ekki dæmdi ég i málinu. Annars er litið gerandi með það sem þeir segja um þetta mál, sem engan aðstöðu hafa til að vita hið rétta, i þvi til- felli getur ekki verið um annað að ræða en illkvittni eina saman. Hvers vegna var þér dæmd hryssan á hefð, þegar þú varst búinn að sanna með vitnum, að þú ættir hana? Skjóna var dæmd mér á eignar eða sönnunarhefð vegna þess að markið var skemmt og þess vegna ekki hægt að dæma mér hana eftir þvi. 1 forsendum hæstaréttar var hvergi látið að þvi liggja að Jón i öxl gæti átt hryssuna, og liklega hefði hún verið dæmd óskilahross, ef ég hefði ekki getað fært sönnur á, að hún hefði alltaf verið min eign. Það sem gerði Skjónu hvað frægasta, var það að hún var til umræðu á alþingi. Flutti ekki Pálmi á Akri frumvarp á þingi út af henni? Liklegt er að svo hafi veriö en litiö var nú gert með það frumvarp. Sennilega hefur Pálmi gert þetta fyrir einhverja kjósendur sina en ég hygg þó, að hann hafi fá atkvæði fengið út á þennan frumvarpsflutning sinn. Studdu ekki sjálfstæðismenn á þingi Pálma i málinu? Það hygg ég að hafi ekki verið. Mér skildist að þeir væru ekkert hrifnir af frumvarpinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.