Tíminn - 19.11.1972, Qupperneq 13

Tíminn - 19.11.1972, Qupperneq 13
 ■ • M : Swmmmámgmr 1». má*ember 1»72 Hve hættuleg eru eiturefni? Grein þessi birtist 8. april, 1971, i enska timaritinu AVAKE! Svanberg K. Jakobsson þýddi. Þegar lögregla drap fjóra stú- denta við Kent-rikisháskólann i Ohio i Bandarikjunum i mai 1970, vakti það athygli allrar banda- risku þjóðarinnar. Þó er sagt, að þessa sömu helgi hafi sautján unglingar látizt af eiturlyfja- neyzlu i New York-borg einni. Yfir 44.000 Bandarikjamenn hafa verið drepnir i Vietnam- striðinu. Þetta hefur orsakað reiði margra og valdið alvar- legum deilum hjá borgurunum. Þó er sagt, að á sama timabili hafi yfir 140.000 Amerikumenn látizt af vöidum eituriyfja. Hvers vegna valda slik dauðs- föll ekki reiði manna? Ein ástæð- an fyrir þvi er, að margt ungt fólk, auk fjölda fullorðinna, trúir, að eiturlyfjaneyzla sé ekki endi- lega röng eða skaðleg. Fólk þetta segir, að ekki allir, sem neyta slikra lyfja, skaðist alvarlega eða deyi. Það er alveg rétt. En hitt er lika alveg rétt, að á flestúm stöðum skaðast eða deyja fleiri af völdum eiturlyfja en af völdum byssukúlna! IIVAÐ ER A SEYÐI? Hvað er á seyði i heimi eitur- lyfjanna, sem veldur þvi, að sér- fræðingar hrista höfuð sin vantrúarfullir? Þessi gifurlega aukning eiturlyfjaneyzlu veldur þvi. Astand sem þetta er gjarnan kallað faraldur. A árunum 1960 til 1970 tvöfald- aðist'fjöldi nýrra eiturlyfjaneyt- enda i Sviþjóð á tveggja og hálfs árs fresti að jafnaði. Nú undan- farið hefur fjöldinn tvöfaldazt á tólf mánaða fresti! I Bandarikj- unum hefur eiturlyf janeyzla skollið yfir eins og flóðbylgja. Sumir áætla, að yfir tuttugu mill- jónir manna hafi nú neytt eiturlyfja, og þeim fjölgi um sjö af hundraði á mánuði hverjum! John Ingersoll, forstöðumaður stofnunar þeirrar, sem hefur með neyzlu ávana- og fiknilyfja að gera f Bandarikjunum, lýsti þvi yfir, að eiturlyfjaneyzla hafi „skyndilega orðið slikt vanda- mál, að óttalegt sé til að hugsa ... og vaxi með uggvænlegum hraða.” Ungir sem gamlir, rikir sem fátækir, hvitir sem svartir eiga hlut að máli. Ekki er langt siðan synir eftirfarandi þekktra manna voru handteknir: Hins látna öldungardeildarþingmanns Ró- berts Kennedys; mágs hans, Sargents Shrivers; Unruhs, þing- manns fulltrúadeildar Kaliforniu*, og Cahills, rikisstjóra New Jerseyfylkis. Verzlunarráð New York skýröi svo frá, að eiturlyfjaneyzla i við- skiptaheiminum ykist „uggvæn- lega” og sé orðin „óheillavænlegt vandamál i örum vexti.” Að sögn sjónarvotta er hún einnig orðin „faraldur” meðal hermanna i Vietnam. Það er jafnvel að verða tizka meðal fullorðinna að bjóða marijuana i samkvæmum, jafn tilfallandi og vindlingar eru boðnir. I mörgum háskólum heyrir sá nemandi til undantekninga, sem ekki hefur reynt a.m.k. eitt eitur- lyf. Eiturlyfjaneyzla er þá ekki lengur einskorðuð við æðri skóla. Eins og eldur i sinu geystist hún nú inn i barnaskólana, jafnvel niður i neðstu deildir. Edward Kelly, forstöðumaður þeirrar stofnunar, sem reynir að hafa hemil á eiturlyfjaneyzlu á New York svæði, sagði: „Hreinskiln- ingslega sagt eru nemendur i þvi- liku hugarástandi nú á timum, að þeir munu reykja, éta, anda að sér eða dæla i sig hverju þvi, sem gefur þeim spennu’. Er öll þessi eiturlyfjaneyzla einungis tizkufyrirbæri, sem liða mun hjá? Takið eftir þessu: „Ef þú heldur, að heróin sé alvarlegt vandamál, þá biddu bara við. Með núverandi hraða mun hver einasti æðri skóli og barnaskóli fljóta i heroini innan tveggja ára.” — Dr. D. A. Louria, forseti eiturlyfjaneyzluráðs New York fylkis. „Neyzla ólöglegra eiturlyfja á sér of djúpar rætur i skólum, til þess að vera einungis tízkufyrir- bæri. Flestir geðlæknar, sem hafa rannsakað einstakar hvatir nem- enda, er reynt hafa eiturlyf, benda á ótal ástæður fyrir þvi, að vandamálið getur einungis versn- að.”-----The Poisoned Ivy eftir William Surface. Þetta er i samræmi við spá- dóma Bibliunnar. Hún kaliar okkar tima „hina siðustu daga” og sagöi fyrir, að menn mundu verða „sérgóðir”, „bindindis- lausir”, eða „án sjálfstjórnar, NW”, „elskandi munaðarlifiö.” — 2. Timóteusarbréf 3. kafli. vers 1-5. Sumir fullyrða samt sem áður, að eiturlyfjaneyzla sé ekki svo slæm, enda þótt hún færist i vöxt. Þeir segja, að það sé ekki skað- legt að neyta „mildari” eitur- lyfja og benda á marijuana sem dæmi. ER MARIJUANA SKAÐLAUST? Marijúana er unnið úr blöðum Cannabis sativa jurtarinnar, vafið innan i þunnan pappir og reykt. Margir fullyrða, að skað- laust sé að reykja marijúana, En þetta er það sama og var einu sinni sagt um vindlingareyk- ingar. Nú vitum við, að vind- lingar drepa menn. Marijuana er flokkað sem „milt” skynvillulyf (hallucin- ogen). Ahrifin geta orðið einhvers konar vima, sem er einmitt ástæðan fyrir þvi, að flest fólk reykir það. Það vill komast „hátt upp” til þass aö „liða vel”. En einmitt sú staðreynd, að fólki finnst það vera „hátt uppi”, sýnir, að hugur þess, eða skynjun verður fyrir áhrifum. I fyrstu má vera, að marijúana reykingar hafi ekki áberandi áhrif. Þetta verður fólki iðulega hvatning til þess að halda áfram. Það hefur á tilfinningunni, að skaðlegu áhrifin hafi verið ýkt verulega. Áframhaldandi notkun getur hins vegar leitt af sér sterk- ari áhrif, það er að segja, eitur- áhrifin magnast. Sterkara marí- júana er fljótvirkara i þvi efni. Maijúana hefur truflandi áhrif á likamsstarfsemina. Hjart- sláttur verður hraöari og likamshitinn getur hækkað öeðli- lega. Slimhimna iungnapipanna getur bólgnað. Sé neytt stærri eða sterkari skammta, getur það haft i för meö sér greinilegar skyn- villur. Tilraun gerð á bifreiöarstjórum undiráhrifum marijúana, leiddi i ljós margs konar truflanir. Sumir héldu sig vera á rennibraut með beygjum og hæðum, enda þótt vegurinn væri sléttur. Einn öku- mannanna hélt sig vera á hvolfi. Hann sagði einnig, að sér virtist vera púði milli fótar sins og hem- ilsins. Sumir ökumenn héldu sig hafa ekið i hálfa klukkustund. Raunverulega var timinn ekki nema þrjár minútur. Dómgreind þeirra var skert, hvað svo sem þeir sjálfir héldu. David Archibald, fram- kvæmdastjóri stofnunar, er vinnur aö rannsóknum á eitur- lyfjaneyzlu, sagði: „Það er engum vafa undir- orpið, að neyti 100 manns mari- júana, munu sumir verða fyrir skaðlegum áhrifum. Viss hluti þeirra mun lenda i mjög miklum erfiðleikum vegna neyzlu þessa eiturlyfffa Sé neytandinn i geðs- hræringiíýjftun marijuana auka á slika tilhneigingu og valda þung- lyndi. Hafi neytandinn' tilhneig- ingu til aö fá æöisköst, má vera, að marijúana kalli fram slikt og neytandinn gangi berserksgang.” IIVER GETUR AFLEIÐINGIN ORÐIÐ? Þeim, sem reykir marijúana, mun reynast langtum auðveldara að neyta „sterkra” lyfja, heldur er þeim, sem ekki reykir það. Hann kemst i samband við eitur- lyfjaneytendúr, sem eru fórnar- lömb eiturlyfjasala. Slik sam- bönd geta oft haft þau áhrif á hann, að hann reyni sterkari eiturlyf. Á allra siðustu árum hefur þeim nálægt 50.000, sem áður reyktu marijúana i Bandarikj- unum, fjölgaö upp i nær 15 til 20 milljónir, sem neyta þess nú eða hafa reynt það. Og þeim fáu, sem neyttu sterkari lyfja, hefur fjölgað upp i nokkrar milljónir. Saga flestra þeirra, sem neyta sterkra lyfja, sýnir, að þeir byrjuðu á þvi aö reykja marijuana. Þvi segir hr. Inger- soll: „Það virðisteðlilegtað telja, að hefðu margir einstaklingar ekki komizt I kynni við mariju- ana, hefðu þeir aldrei byrjað á þvi að neyta sterkari og hættulegri lyfja”. Á umræðufundi i skóla sagði ungur nemandi við fyrrverandi eituriyfjaneytanda, sem neytt hafði „sterkra” lyfja: „Okkur finnst, að við getum látið mari- júana nægja. Við teljum ekki þörf á þvi að fara yfir i sterk lyf. Hvað finnst þér um þetta?” Eiturlyfjaneytandinn fyrrver- andi, sautján ára gamall, og einn úr hópi tólf fyrrverandi eitur- lyfjaneytenda, sem tóku þátt i umræðufundunum, svaraöi: „En það héldum við allir. Allir saman. Og veiztu hvernig fór? Við létum allir ánetjast. Viö gátum hætt, en gerðum það ekki. Og þaö munuð þið heldur ekki gera, svo þiö skuluð aldrei byrja!” NEYZLA STERKRA LYFJA — SORG ARSAGA Af sterkum lyfjum má nefna LSD (lysgeric sýru diethýiamið), deyfiiyf, eins og heróin, örvandi efnr, sem kallast amphetamin, og róandi efni, er kallast barbitúröt. Ný afbrigöi koma fram árlega. Með litilli ögn af LSD má fara I skynvillu „ferð” sem tekið getur frá átta til sextán klukkustundir Truflun veröur á tima-, fjar- viddar-, litar-, sjónar- og heyrnarskynjun. Dómgreind biður alvarlegan hnekki. Skyn- truflanir geta komið fram dögum eða jafnvel mánuðum eftir að skammturinn var tekinn. Feitur maður hafði tekið inn LSD. Hann tók sér hnif i hönd og byrjaði að flá fitu af likama sin- um. Honum blæddi út. Annar maður stakk tengdamóður sina 105 hnífsstungum. Siðar minntist hann þess ekki aðhafamyrt hana. Enn aðrir hafa verið lagðir inn á geðsjúkrahús, Tveggja og hálfs árs gamall drengur tók eina af LSD töflum móður sinnar af slysni. Hann var lagður inn á sjúkrahús i alvarlegu ásigkomu- lági. Margir hafa bakað sjálfum sér og öðrum tjón á einn eða ann- an hátt. Heróin er unnið úr ópium og er eitt hættulegasta eiturlyfið og það, sem menn verða hvað helzt ofurseldir. Neytandinn verður kærulaus, hann finnur til sjálfs- trausts og velliðanar og er „hátt uppi”. Þegar hann hins vegar heidur neyzlunni áfram, þarf hann sifellt meira magn til þess aö ná þvi stigi. Hann verður algjörlega ofurseldur þessu eitur- lyfi. Heróinneytandi er iöulega van- nærður, þar sem hann finnur ekki til svengdar. Hann þarf gjarnan að greiða svo hátt verö fyrir heró- inið sitt, að hann hefur ekki efni á að kaupa sér boölegan mat. Satt að segja verður hann venjulega að stela, til þess að standa undir þeim gifurlega kostnaöi, sem venjur hans hafa i för með sér. Þar sem hann er vannærður, hefur hann litiö mótstööuafl gegn sjúkdómum. Venjulega sótt- hreinsar hann ekki heldur sprautunálarnar og sýkist þvf Framhald á bls. 19 í þessari nýju fullkomnu, hljóðlátu Kenwood uppþvottavél eru hringfara armar, sem úða vatninu á ailan uppþvottinn. Innbyggður hitari. Einfaldir stjórnrofar. Þrjú þvottakerfi. Öryggislæsing á hurðinni. Stærð: Hæð (á hjólum) 85 cm,breidd 54 cm, dýpt 58 cm og hún tekur fullkominn borð- búnað fyrir 8 manns. — Greiðsluskilmálar. Ódýrasta uppþvottavélin á markaðnum. Verð kr. 31.500.00. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. m M ■ w! ' fe I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.