Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 19. nóvember 1972 „Mig langar svo að vera hjá þér", hvlslaði hún, „þess vegna kom ég". „Þaö var gott þú komst", svaraði hann. „Getum við veriðsaman á hverri nóttu?" spurði hún. ,,Já, á hverri nóttu". „Hversu lengi?" „Lengi," svaraði hann. „Lengi". Þá sagði hún ekki fleira. Hann strauk brjóst hennar og lyfti höfði og hlustaði ut i myrkrið. Sjakalarnir vældu, og raddir þeirra lfktust óneitanlega röddum þeirra, sem höfðu verið að rifast fyrr um kvöldið. 8. kafli. Loks á þriðja degi ferðarinnar var hægt að merkja, að komið væri nær fjöllunum. Þau gnæfðu risavaxin og grá i sindrandi hitamóðunni við enda sléttunnar. Loftið yfir sléttunni gekk i bylgjum og virtist allt á hreyfingu. Landslagiðhafði breytt um svip. Bambusskógurinn beggja vegna vegarinsvar núsvoþéttur, aðhann var ófær yfirferðar og aðeins með löngu millibili höfðu verið höggvin skörð eða rjóður i skóginn. Klettar voru farnir að koma i ljós undir jarðveginum, og vegurinn var alveg eins slæmur og fyrr, en ennþá krókóttari. Um miðjan dag fór Paterson að verða áhyggjufullur yfir ganginum i vélinni, hann sat álútur og hlustaði. Oðru hvoru hóstaði vélin og tók ekki við inngjöfinni, Sprengingarnar í útblástursrörinu hljómuðu eins og skammbyssuskot. Þegar Paterson hafoi með miklum erfiðsmunum komið bilnum upp bratta brekku, ók Portman upp að hlið hans. Portman skrúfaði niður rúðuna og hrópaði til hans: „Er eitthvað að, eða hvað? A ég að draga þig dálitinn spotta?" ,,Ég held, að sé óhreinka i bensininu. Við getum eins stanzað og borðað strax". Portman hemlaði og sneri kveikjulyklinum.. Honum þóttu slæmar fréttir, að eitthvað væri að bilnum hjá Paterson. Lengi hafði þetta gengið svo ljómandi vel. Þau voru löngu laus við þessa felmtri slegnu lest af hjólkerrum, hjólbörum og reiðhjólum og þau voru komin fram úr fornlegu vögnunum og bilunum, sem voru frá héruðum sunnan Shwebo. Einum bilnum var ekið af Hollendingi og þegar þau fóru fram úr honum, hrópaði hann til þeirra, að Japanir væru komnir til Yamethin..... Portman fór út úr bilnum og teygði úr sér. Frú Portman sagði: „Mér finnst algerlega útilokað að fara að stanza klukkan þrjú. Hinir bilarnir gætu dregið okkur uppi". „O, þetta verður varla löng töf", svaraði Portman. „Já, en ég fæ ekki séð, hvers vegna við þurfum endilega að stanza, þótt hann geri það". Hún hafði eftir þvi sem dagarnir liðu fengið það á tilfinninguna, að þessir tveir bilar ættu ekkert sameiginlegt, að þeir stefndu sinn að hvoru markmiðinu. Nú fannst henni það eins konar sigur að vera á undan Patersons bil. Paterson hafði allan timann ákveðið Ieiðina, hrað ann og matmálstímana, eins og þau hin væru bara samsafn af óvita- börnum, sem hann gæti ráðskazt með eftir hentugleikum. Þessi eigin- leiki Patersons var töluvert rikjandi I þeirri mynd, sem hún hafði gert sér af honum. Henni fannst þetta þæði aðlaðandi og fráhrindandi i senn, rétt eins og framkoma hans I klúbbnum. Hugmyndir hennar um Paterson þrúguðu hana, og lögðust á hana með sama þunga og slð- degishitinn og ryk vegarins. Hann ergði hana á sama hátt og vegurinn, slæmur og holóttur, sem átti sök á þvi, að hún var svo lurkum lamin og uppgefin, að hún gat ekki sofið um nætur. Portman gekk til Patersons og i sama bili kvað við röð af spreng- ingum, sem bergmáluðu i klettavegg fyrir ofan veginn. Frú McNairn varð mjög hverft við og hrópaði reiðilega: „Er i raun og veru nauðsynlegt að nota hvert tækifæri til að eyði- leggja taugar annarra!" Paterson hafði opnað vélarhúsið og hreyfði flotholt blöndungsins upp og niður og við það mynduðustu sprengingar i útblástursrörinu. Berg- málið hljómaði stöðugt milli bambusskógarins og fjallanna. Tuesday stóð til hliðar tilbúinn með verkfærakassann og brosti hreykinn til, Patersons. Eitthvað við bros Tuesdays jók á gremju Portmans, og hann spurði: „Hvað er að?" en rétt i þvi drundu sprengingarnar aftur, svo að Paterson heyrði ekki spurninguna. Brennandi hitann frá vélinni lagði HVELL upp I andlit Patersons og var þó ekki á bætandi, þar sem hitinn var nógur fyrir. „Hvað er að"? varö Portman að hrópa aftur i þeirri von, að til sln heyrðist. Þá fór vélin að ganga tómagang aftur og öskrin I Portman voru til- gangslaus. Paterson leit á hann með spyrjandi glotti og bros Tuesdays varð ennþá breiðara. Honum fannst það alveg óviðjafnanlegt að hafa bæði Portman og hvellina I litblástursrörinu til að skemmta sér yfir I einu. Portman langaði mest til að gefa honum utan undir. „Hvað er að? Er eitthvað bilað?" spurði Portman I venjulegri tónhæð. „Eitthvað i blöndungnum. Sennilega þarf að hreinsa ventlana, en það get ég ekki gert nema taka þetta sundur". „Er nauðsynlegt að stanza vegna þess arna?" ,,Já, það er það". „Já, en ég á við, núna?" „Það væri heimskulegt að halda áfram með blöndunginn i ólagi. Ég gerði það ekki, jafnvel þótt ég gæti það". „Jæja, þá nær þessi brúni lýður okkar aftur".' „Heyrið mig nú," sagði Paterson, „þetta er þó þeirra eigið land, og þeir eru i sinum fulla rétti til að nota vegina". Portman stóð um stund dolfallinn yfir þessum allt of rólega Paterson og þessum allt of brosandi'Tuesday. Hann fylltist gremju yfir þessu óhappi. Þá kallaði kona hans frá bilnum: „Hvað ræðið þið af svo miklum ákafa, væni minn?" Paterson sagði: „Það er bezt, að þið farið niður I dalverpið þarna, setjist þar að og tjaldið. Ég ætla að athuga, hvort ég get gert við þetta og verði ég ekki búinn fyrir kvöldið, getum við alltaf Iátið bllinn renna niður brekkuna". „Já, þá höfum við það þannig". Portman gekk til baka að bil sinum og litlu siðar óku Portmanhjónin, frú McNairn og Connie af stað niður I dalinn. Betteson og majór Brain buðu Paterson aðstoð sina. „Við Tuesday önnumst þetta," svaraði Paterson. „En tjaldið hérna gætuð þið tekið og borið niður til hinna". „Við getum flutt þá á hjólinu", sagði majór Brain. En Paterson hafði þegar stungið höfðinu undir vélarhlifina aftur og heyrði ekki, hvað majórinn sagði og sá hann heldur ekki hjóla niður brekkuna með tjaldið bundið við stöngina. Betteson var farinn á undan með hjúkrunarkonunni. Hann hafði klesst sér upp að ungfrú Alison allan daginn. Hún var berfætt og fætur hennar líktust fallegum grönnum bambusgreinum, sem orðnar voru gullinbrúnar I sólskininu. Mjúkar boglinur hálsins sveigðust niður I hálsmálið á snotrum einkennisbúningnum, sem huldi litil brjóstin. 1263 Lárétt 1) Bein,- 6) Dans.- 8) Bandvefur.- 10) Vökva.- 12) Eins.-13)Guð.- 14)Fæða.-16) Bið.-17) Pest.- 19) Fótaveik.- Lóðrétt 2) Fugl.- 3) Svik.- 4) Hár.- 5) Skaðar.- 7) Yfirhöfn.- 9) Vond.- 11) Klukku.- 15) Kraftur.-16) Ósoðin.-18) Spíl.- Ráðning á gátu No. 1262 Lárétt 1) Rósir.- 6) Lán.- 8) Nei.- 10) Næm.- 12> Et.- 13) Lá.- 14) Gat.- 16) Man.- 17) ódó.- 19) Skott.- Lóðrétt 2) Óli,- 3) Sá.- 4) Inn.- 5) Hnegg.- 7) Smána.- 9) Eta.- 11) Æla.- 15) Tók.- 16) Mót.- 18) Dó.- R I D R E K I SUNNUDAGUR 19. nóvember 8.00 MorgunandaktSéra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög.Klassisk lög úr ýmsum áttum. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 veðurfregnir) 11.00 Messa i Eiðakirkju (Hljóðr. 22. f.m.) Prestur: Séra Einar Þór Þorsteins- son. Organleikari: Kristján Gissurarson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Fréttaspegill.Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Halldór Laxness og verk hans; — þriðja erindi: Óskar Halldórsson lektor talar um ljóðagerð skálds- ins. 14.00 Hratt flýgur stund.Jónas Jónasson stjórnar blönduð- um þætti i hópi Islendinga i Gautaborg. 15.35 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátíð i St. Denis i Frakklandi á s.l. sumri. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Framhaldsleikritið: „Landsins lukka" eftir Gunnar M. Magnúss.Endur- fluttur 5. þáttur. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. 17.45 Sunnudagslögin 18.30 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Pistill frá útlöndum. Kristinn Jóhannesson lektor talar frá Gautaborg. 19.35 úr segulbandasafninu. Eggert Stefánsson les úr dagbókarblöðum sinum frá ítaliu vorið 1949. 20.00 Tónleikar frá norska út- varpinu. 20.45 Vindur um nóttJJagskrá um Jóhann Jónsson skáld með lestri úr ljóðum hans, saman tekin af Þorsteini frá Hamri og Hjálmari Ólafs- syni. Lesari með þeim: Guðrún Svava Svavarsdótt- ir. Lög við ljóð eftir skáldið syhgja Jón Sigurbjörnsson og Kristinn Hallsson. 21.30 Lestur fornrita: Njáls saga.Dr. Einar Öl. Sveins- son prófessor les (5) 22.00 Fréttir 22.10 Veðurfregnir. Danslög Guðbjörg Hlif Pálsdóttir velur. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 20. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsm. bl.), 9.00 og J0.00 Morgunbænkl. 7.45: Séjjfií Arngrimur Jónsson (a.vdv.) Morgunleikfimi kl. 1*50: Valdimar Ornólfs- son "og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar) Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorlákur Jónsson byrjar að lesa þýðingu sina á sögunni „Þriðji bekkur B" eftir Evi Bögenes. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milliliða. Búnaðarþátturkl. 10.25: Sveinn Hallgrimsson ráðunautur talar um fengi- eldi. Morgunpopp kl. 10.40: John Lennon syngur og leik- ur. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Þáttur um heilbrigðis- mál: Geðheilsa II. Gisli Þorsteinsson læknir talar um meiriháttar geðtruflanir (endt.) 14.30 Siðdegissagan: „Gömul kynni" eftir Ingunni Jóns- dóttur.Jónas R. Jónsson á Melum les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: Frá vorhátið i Prag á þessu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.