Tíminn - 19.11.1972, Qupperneq 16

Tíminn - 19.11.1972, Qupperneq 16
TÍMINN Sunnudagur 19, nóvember 1972 iá. FÁEIN ORÐ UM BERNHÖFTSTORFUNA Reykjavik missir nú óðum allan brag aldamótaáranna. Dugandi niðurrifsmenn eiga þar ■ drjúgan þátt. Stefnan er að útrýma öllum minjum frá tima Dana hér á landi. Stærsta spor niðurrifsmannanna verður torfan milli stjórnarráðsins og menntaskóla Reykjavikur. Þegar illþef jandi fúaspýtum dönsku hjallanna sem þar standa hefur verið komið á brott er mikið m þrótt samtakanna öflugu félagsstarfi - rætt við Elías Snæland Jónsson, formann Sambands ungra framsóknarmanna Sýnui með — Ég tel nauðsynlegt, að hraðað verði eftir föngum þeim viðræðum, sem fram fara milli vinstri flokkanna um sameiningarmálið og sem nú felast fyrst og fremst i könnun á málefna stöðu þessara flokka. Ég tel, að framvinda þessa máls geti ráðið miklu um, hvort vinstri stjórn verður við völd á íslandi til frambúðar, eins og við ungir framsóknarmenn stefnum að, eða hvort ihaldið nær aftur þeirri valdaaðstöðu, sem það hefur haft að mestu óslitið siðustu áratugina, og þess vegna verður að vinna að mál- inn af krafti, - sagði Elias Snæland Jónsson, for maður Sambands ungra framsóknarmanna, i viðtali við SUF-siðuna. Ritstjórar SUF-siöunnar hittu Elías að máli á dögun- um, og lögðu fyrir hann nokkr- ar spurningar um þau mál, sem efst eru á baugi og þau verkefni, sem stjórn SUF vinnur að um þessar mundir. Mörkun itarlegri byggðarstefnu — Hver eru þau meginverk- efni, sem stjórnin hefur unnið að undanfarið? — Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna hefur frá siðasta þingi sambandsins, sem haldið var i september- mánuði, unnið að ýmsum mál- um, enda eru stefnumál og starfsverkefni samtaka eins og SUF margvisleg. En ef ég ætti að taka út úr eitt málefni, sem segja mætti að mest áherzla hefði verið lögð á, þá yrði það byggða- stefnan. Ungir framsóknarmenn hafa lengi barizt fyrir byggða- jafnvægi á Islandi, og á sið- asta SUF-þingi var megin- kjarni byggðastefnu okkar skýrður i stjórnmálayfirlýs- ingunni. Eitt af fyrstu verk- efnum stjórnarinnar að þing- ingu loknu var að kjósa sér- staka byggðastefnunefnd, sem falið var að útfæra þessa stefnu nánar. Formaður þess- arar nefndar er Eggert Jóhannesson varaformaður SUF, en auk hans eru i nefnd- inni, Jóhann Antonsson frá Dalvik og formaður SUF. Leitað álits fjöl- margra einstaklinga Byggðastefnunefndin vinn- ur starf sitt með nokkuð öðr- um og lýðræðislegri hætti en oft er um slikar nefndir. Hún hóf starf sitt með þvi að leita eftir skoðunum 60-70 einstakl- inga á ýmsum þáttum byggðamálanna. f flestum til- fellum var leitað til trúnaðar- manna i röðum samtakanna út um allt land, en einnig var leitað til ýmissa eldri manna, sem sérstaklega hafa látið þessi mál til sin taka. Nokkur svör hafa þegar bor- izt, og eru að berast, og voru þær upplýsingar og skoðanir, sem þar koma fram, nefndinni til mikils gagns. Jafnframt er þetta tilraun til að vinna að stefnumótun i þýðingarmikl- um málaflokki með þátttöku sem flestra félagsmanna og þvi raunhæf aðgerð i átt til virkara lýðræðis. Hyggðastefnufundir og ráðstefnur — Hvernig verður þetta mál siðan kynnt? — Hugmyndin er, að á næsta ári verði haldnir byggðastefnufundir eða ráð- stefnur viða um land, þar sem fjallað verður um byggðamál- in, og stefnudrög nefndarinnar verður þá kynnt og rædd. Við munum sem sagt leggja mikla áherzlu á byggðamálin i starfsemi okkar nú i vetur. Áfnagi i sam- einingarmálinu — Sameiningarmálið hefur verið eitt af helztu baráttumálum SUF siðustu árin. Hver er afstaða stjórnar- innar til þeirrar þróunar, sem orðið hefur i þvi máli undan- farið? — Þess ber fyrst að geta, að siðasta þing SUF samþykkti i einu hljóði þá yfirlýsingu, sem framkvæmdastjórnir SUF og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna gáfu út sam- eiginlega veturinn 1971. Þessi yfirlýsing er þvi grundvallar- stefna SUF i málinu. Við höfum sfðan fylgzt náið með þróun þessa máls undan- farið, en þar ber hæst sam- þykktir flokksþinga SFV og Alþýðuflokksins þarsem báðir þessir flokkar lýstu yfir vilja sinum til að eiga aðild að flokksstofnun fyrir næstu kosningar og lögðu áherzlu á, að aðild að slíkum flokki gætu átt allir þeir einstaklingar og samtök, sem aðhyllast stefnu jafnaðar, samvinnu og lýð- ræðis. Stjórn SUF fagnaði þessum áfanga i sameiningarmálinu með sérstakri samþykkt, sem birt hefur verið, enda er hér vafalaust um þýðingarmikið skref að ræða i málinu. Máletnakönnun sé hraðað Jafnframt lögðum við á það áherzlu i þessari samþykkt okkar, að viðræðunefndir Elias Jónsson vinstri flokkanna hraði þeirri könnun á málefnagrundvelli vinstrimanna, sem þær hafa unnið að undanfarið. Það er mjög nauðsynlegt, að minu áliti, að viðræðunefndirnar gefi sér góðan tima á næstu vikum og mánuðum til að kanna áfram itarlega mál- efnalega samstöðu vinstri flokkanna, svo öllum megi verða ljóst sem fyrst, hvað sameinar og hvað sundrar islenzkri vinstrihreyfingu málefnalega séð. Að þessu þarf að vinna af krafti, þvi ég tel, að sameiningarmálið geti ráðið mjög miklu um, hvort vinstri stjórn verður við völd á tslandi til frambúðar — eins og við ungir framsóknarmenn berjumst fyrir — eða hvort ihaldið kemst aftur í þá valda- aðstöðu, sem það hefur haft i islenzkum stjórnmálum undanfarna áratugi. Fagna viðræðum um varnarliðið — Hvað um hermálið? — Á þinginu á Akureyri itrekuðu við stefnu rikis- stjórnarinnar i þvi máli og lögðum áherzlu á, að „frjálst, herstöðvalaust land” væri eitt af okkar megin stefnumiðum. Og ég fagna þvi, að utanrikis- ráðherra hefur nú tilkynnt, að i janúarmánuði muni hann hefja viðræður við Bandarikjamenn um framtið varnarliðsins. Stjórn SUF hefur ekki nein- ar sérstakar aðgerðir i huga i þessu máli. Hins vegar má geta þess, að ýmsir forystu- menn ungra framsóknar- manna taka þátt i undirbun ingi tveggja ráðstefna, sem væntanlega verða haldnar nú á næstunni um utanrikismál og þar á meðal varnarmálin. SUF :J5 ára á næsta ári — Hvað er fyrirhugað i út- gáfumálum á vegum samtak- anna? — Fastur liður i útbreiðslu- málum SUF er SUF-siðan i Timanum og verður stefnt að þvi að hún komi út einu sinni i viku i vetur og hef ég fulla trú á að það takist. Það sem stjórn SUF hefur þegar fastákveðið i útgáfu- málum þar til viðbótar er, að gefa út myndarlegt rit eða blað á næsta ári i tilefni af 35 ára afmæli sambandsins það ár. Undirbúningur að þeirri útgáfu er þegar hafinn, og er hugmyndin, að meðal efnis i afmælisritinu verði úttekt á ýmsum helztu baráttumálum ungra framsóknarmanna. Mun ritið þvi bæði gegna þvi hlutverki, að rifja upp það, sem liðið er, i viðburðarrikri sögu samtakanna, og skýra stefnumál okkar i nútið og nánustu framtið. Iláðning Iramkvæmdastjóra — Hvað liður framkvæmd samþykktar siðasta þings SUF, um ráðningu framkvæmdastj óra fyrir samtökin? — Það er rétt., að siðasta þing SUF samþykkti, að ráð- inn skyldi framkvæmdastjóri fyrir samtökin. Þingið gerði sér fulla grein fyrir þvi að jafn stór og þýðingarmikill landssamtök og SUF er, verða að hafa starfsmann, ef halda á uppi lifandi félagsstarfi um landið. SUF hefur ekki haft fastan starfsmann frá þvi i septem- bermánuði siðastliðnum, en vonir standa til, að úr þvi ræt- ist með nýju ári. Slikt starfs- mannahald er að sjálfsögðu verulegt fjárhagslegt atriði, sem oft áður hefur verið leyst á þann hátt, að Framsóknarflokkurinn hefur haft mann úr röðum ungra framsóknarmanna sem fast- ráðinn erindreka, sem varið hefur miklum hluta starfs- krafta sinna i þágu ung- hreyfingarinnar, enda þörfin fyrir slikan starfskraft al- mennt viðurkennd. Þessi þörf er ekki minni nú en áður, og þess vegna er stefnt að þvi að framkvæma þessa samþykkt SUF-þingsins sem fyrst. ÖHugt félagsstarf — Og að lokum, Eiias? — Ég vil að lokum hvetja félög ungra framsóknar- manna um allt land til að hafa öflugt félagsstarf i vetur. SUF-þingið á Akureyri sýndi, að Samband ungra fram- sóknarmanna eru kröftug pólitisk samtök i mikilli sókn. Það er nauðsynlegt að sýna þennan þrótt samtakanna i góðu félagsstarfi og einhuga baráttu fyrir hinum mörgu og þýðingarmiklu baráttumálum ungra framsóknarmanna. unnið islenzkri menningu. tslendingar fá siðan að lita á þeim stað glæsibyggingu stjórnar- ráðsins, að visu verður varla rými fyrir húsið á lóðinni en hvað um það. Fróðlegt væri að vita hverjar skoðanir niðurrifsmenn hafa á nauðsynlegri kjölfestu hvers þjóðfélags. Almennt er álitið að þjóðum sé nauðsyn að varðveita sögu sina ritaða og reista. Það er talið brýnt að varð- veita sögulegar minjar, til þess að efla með mönnum virðingu fyrir þjóðerni sinu. Niðurrifs- stefnan miðar i allt aðra átt. A vissan hátt er borin kjölfestan úr islenzku þjóðfélagi, ef gömlum byggingum, sem eiga sér merka sögu, er rýmt af sjónarsviðinu og kaldir steinkassar nútimans taka stað þeirra. Gömul hús hafa sinn persónuleika, ef svo má segja, jafnvel þó danskir kaupmenn hafi reist þau og átt þar aðsetur. Ein- kennilegt er að i þessu máli er afstaða fólks nokkuð mörkuð eftir aldursskeiði. Þeir yngri eru ihaldssamari og vilja einsog frekast er unnt varðveita þær minjar sem hægt er. Hinir eldri eru róttækir og vilja margir umfram allt ,,rýma svæðið’.’ Ungir framsóknarmenn hafa nokkuð látið þetta mál til sin taka og má i þvi sambandi minna á samþykkt almenns fundar Félags ungra framsóknarmanna i Reykjavik, sem er um verndun Bernhöftstorfunnar. Ég er þess fullviss að meirihluti ungs fólks er mér sammála þegar ég bendi hlutaðeigandi ráðamönnum i fullri vinsemd á það, að engin reisn hvilir yfir þeirra aðgerð að rifa „torfuna”, og mér er nánast spurn? Er gamla stjórnar- ráðshúsið ekki fullgott eins og það er. Yfir þvi er þokki, þótt það eigi sér vafasama fortið. Ég vil að endingu benda á dæmi til að skýra mál mitt. ,,Næpan" á Skálholtsstig var fyrir nokkrum árum i hinni mestu niðurlægingu og hafði litið gildi i flestra augum. Nú þegar húsið hefur verið endur- bætt er það samdóma álit manna, að það sé perla i umhverfi sinu. Pétur Einarsson. Auglýsingasímar, Tímans eru

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.