Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 19. nóvember 1972 TÍMINN 19 Blóma- og grænmetis- ræktun í hydrokultur i Hentar mjög vel á íslandi HYDROKULTUR — hvaö er nú það? mun margur spyrja. Orðið HYDROKULTUR finnst heldur ekki i neinni oröabók, en það er myndað af griska orðinu „hydor" (vatn) og latneska orðinu ,,cul- tura" (að rækta) og má þvi segja að hydrokultur þýði „ræktun i vatni". Það var fyrir meira en öld sið- an, sem efnafræðingurinn Justus von Liebig upgötvaði, að plönt- urnar nærast alls ekki á sjálfri moldinni, heldur af þeim stein- efnum og snefilefnum, sem upp- leysast i rigningarvatni og vatni, sem vökvað er með. Sjálfa mold- ina nota plönturnar aðeins sem akkerisfesti fyrir rætur sina. En þar með vaknaði hugmyndin um það, hvort hægt væri að rækta plöntur algerlega án moldar. Til- raunir sýndu að það var hægt með þvi að útbúa sérstaka næringar- upplausn, sem sett var i vatn og plöntunni komið fyrir i þessari upplausn,en siðan var notað ólif- rænt fyllingarefni i stað moldar. Þessari ræktunaraðferð var gefið nafnið hydrokultur. Þótt tilraunir með hydrokultur færu fram i ýmsum löndum, var framþróunin hæg. Það var þó af hreinni tilviljun, að i seinni heimsstyrjöldinni komst hydro- kultur aftur á dagskrá. Bandarik- in höfðu sett upp herstöðvar á eyjum, sem liggja úti i miðju Suður-Atlantshafi, en eyjar þess- ar hafa myndazt af eldgosum, og þar er ekkert annað en hraun, sandur og vikur.en gróður enginn. Það skapaðist þvi fljótt það vandamál, hvernig ætti að sjá hermönnunum fyrir nýju græn- meti, en flutningaleiðin var óra- löng og skipakosturekkiof mikill. Þá minntust menn tilrauna, sem gerðar höfðu verið með hydrokuL- tur i Bandarikjunum.og þar með var vandinn leystur. I staðinn fyri»«ð nota mikið skipsrými urid- ir grænmeti, þurfti aðeins að senda plóntunæringu og fræ með flugvélum.og svo var grænmetið ræktað á staðnum i stórum flötum bökkum og vikurinn notaður i st;ið moldar. Grænmetið óx þarna betur en i venjulegum jarðvegi. Og þar með var fengin sönn- unfyrir þvi, að mold var alls ekki nauðsynleg við ræktun græn- metis. En nú á döeum er bó hydrokul- tur aðallega notað við blómarækt- ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM KAUPFÉLAG PATREKSFJARÐAR un, og er það ævintýri likast, hver árangurhefurnáðst i þvi efni. Það gerðist I Sviss. Er það svissneska fyrirtækið Interhydro AG., sem hefur fullkomnað tæknilega þá að- ferð, sem gerir moldarlausa blómaræktun auðvelda. Hefur Interhydro framleitt sérstaklega gerða blómapotta og blómakc, sérstaklega samansett næringar- efni með nákvæmlega útreiknuðu sýrustigi fyrir vatnsræktun. Fywiefnið, sem kemur i staðinn fyrir mold, er brenndur blásinn leir i smákúlum, algerlega ólif- ræntefni. Interhydro hefur fengið gullverðlaun fyrir hydrokultur- ræktun sina i Þýzkalandi og Sviþjóð, endahefurfyrtækið skrá- sett einkaleyfi' á uppfyndingu sinni i ýmsum löndum heims, einnig hér á Islandi. Blómaræktun með hydrokultur hefur fjölmarga kosti fram yfir moldarræktun. Blómin hafa betri lifsskilyrði, þvi að loft og súrefni kemst auðveldlega að rótinni. Blómin vaxa betur, eru heilbrigð- ari og ferskari, þvi að engin hætta er á rótarskemmdum, og engar skemmdir verða af völdum skor- dýra. Blóm i hydrokultur þurfa mjög litla umhirðu, og yfirleitt þarf ekki að vökva þau oftar en á þriggja til fjögurra vikna fresti. Og það þarf aldrei að skipta um fylliefnið eins og nauðsynlegt er að gera við moldina. Þess vegna henta blóm i hydrokultur sérstak- lega vel fyrir allar stórbyggingar og opinberar stofnanir, þvi að einmitt á þeim stöðum verður umhirðan oft handahófskennd, ýmist vökvað of litið eða of mikið. 1 mörgum Evrópulöndum sést nú ekki annað er hydrokultur blóm i stórbyggingum. HYDROKULTUR i LANDBÚN- AÐ Eins og áður er sagt, hafa til- raunir með ræktun grænmetis i hydrokultur gefið mjög góðan árangur. I Israel hafa einnig ver- ið gerðar tilraunir með ræktun tómata,og varð árangurinn sá,að með hydrokultur fengust 22 kg af hverjum fermetra á móti 4 1/2 kg i venjulegum jarðvegi. Melónur urðu einnig mun stærri og sætari. 1 Þýzkalandi hefir einnig verið ræktað salat, gúrkur, baunir og tómatar með þessari aðferð. I Indiana-fylki i USA hafa verið gerðar tilraunir með að rækta bygg til grænfóðurs innanhúss allt árið og er þá notað rafmagns- ljós yfir dimmasta timann. Til- raunir þessar hafa gefizt vel,og er talið,að i húsi, sem er að flatar- máli á við venjulegan bflskúr, Eiturlyf Framhald af 13. siðu. gjarnan af lifrarbólgu (hepatit- is), banvænni blóðeitrun, auk annarra kvilla i lifur, heila og lungum. Eiturlyfjaneytandi nokkur viðurkenndi: „Lif okkar er slikt, að i fangelsi munum við helzt ná okkur." Heróinneytandinn er i stöðugri lifshættu vegna daglegrar neyzlu sinnar eða vegna of stórra skammta. New York borg hefur raunar skýrt svo frá, að neyzla heróins sé nú höfuðdauðaorsök fólks á aldrinum fjórtán til þrjátiu og fimm ára. Barnaleg, en velviljuð stúlka spurði fyrrverandi eiturlyfja- neytanda: ,,En varð ekki reynsla þin til þess að vikka sjóndeildar- hring þinn?" Hann svaraði: „Ætla mætti, að ég hefði lært eitt hvað uppbyggjandi á þessum árum — en allt, sem mig rekur minni til, er harmleikur einn." Áætlað er, að um 90 af hundraði þeirra, sem gangast undir læknis- hendi vegna neyzlu „sterkra" lyfja, hverfi á endanum aftur til fyrri vega sinna. Alls engin trygging er fyrir lækningu. Satt bezt að segja, er langtum meiri trygging fyrir andlegu og likam- legu skipbroti, já, jafnvel dauða. megi rækta grænfóður, sem nægi handa 40 kúm. AÐSTÆÐUR TIL HYDROKUL- TUR-RÆKTUNAR ERU SÉR- STAKLEGA GÓÐAR A ÍSLANDI I ýmsum Evrópulöndum er kalk-innihald vatnsins það mikið, að nauðsynlegt er að byrja á þvi að setja i það efni, sem eyðir kalkinu, áður en það er nothæft við vatnsræktun blóma. Hér á landi er kalk-innihald vatnsins það litið, að hægt er að nota það einsogþaðkemur úrkrananum. I öðrum löndum þarfa að búa til fylliefnið, sem kemur i stað mold- ar og venjulega er það brennd- ur,blásinn leir. Þetta er að visu mjög ódýrt efni. En hér á landi er til nóg af jafngóðu fylliefniien það er islenzki vikurinn. Hann er al- gerlega „dautt" efni, kalklaus og dregur mátulega vel I sig raka. A rannsóknarstofu i Sviss hafa ver- ið gerðar rannsóknir á ýmsum tegundum fylliefna við hydrokul- tur, þar á meðal á islenzkum vikri og fékk hann beztan dóm af þeim efnum, sem rannsökuð voru. Hydrokultur býður þannig upp á marga möguleika i ræktun, en enn sem komið er, hefur mestur árangur náðst við ræktun blóma. Leifur Þórhallson. ÍOLAKORT ftir filmum yðar pantið í fíma Áusíurstræti. Akranes - Aðalbókari Starf aðalbókara á bæjarskrifstofunni A Akranesi er laus til umsóknar. Starfið veitist frá 1. janúar 1973. Umsóknir,er greini frá aldri, menntun og starfsreynslu, sendist undirrituðum fyrir 1. desember n.k. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari. Bæjarstjóri - Enn fást tvær af átta úrvals bókum Félagsmálastofnunarinnar Lýðræðisleg félagsstörf eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing, er grundvallarrit um félags- og fundarstarfsemi lýðræðisskipulagsins. Falleg bók I góðu bandi, 304 blaðsiður, rituð af skarpskyggni, þekkingu og fjöri fyrir alla þá, sem áhuga hafa á virkri þátttöku i félagsmálum. Efnið, andinn og eilífðarmálin eftir 8 þjóðkunna höfunda, er ein athyglisverðasta bókin. Fjallar á fróðlegan, djarfan og forvitnilegan hátt um dýpri gátur tilverunnar i ljósi nútima þekkingar. Sigildar jólagjafir fyrir yngri sem eldri. Kynnið ykkur verð og gæöi — Fást hjá bóksölum og beint frá útgef- anda. FELAGSMALASTOFNUNIN Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 40624 fyrir eftirtaldar bækur, sem óskast póstlagðar Pöntunarseðill Sendi hér með kr. ¦strax: O Lýðræöisleg félagsstörf, innbundinn, kr. 500,00 O Efnið, andinn og eilifðarmálin, heft, kr. 200.00 Mun opna eftirfarandi stofutíma til heimilislækninga i Domus Medica, Egilsgötu 3, frá 20. nóvember: Mánu- daga og föstudaga kl. 10,00 — 12.00. Miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14,00— 15.30. Þriðjudaga kl. 16.30 — 18.00. Simi stofuog vitjanabeiðna fyrirkl. 13.00: 1-16-84. Simaviðtalstími kl. 9.00-10.00 mánudaga til föstudaga, simi 1-60-88. Ólafur Mixa, læknir. Geymið auglýsinguna. I ! Nýjung! penol SKIPTIBLÝANTINN • þarf aldrei að ydda • alltaf jafn langur • ótrúlega ódýr! Fæst í næstu ritfanga- og bókabúð VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN l-kftrsuz Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd:'240 sm 210 - x~ - 270 sm Aðror stærðir smlCdðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Si'jiimúla 12 - Sinni 38220 LAUGAVEGI 27 - SlM 1.12303

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.