Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 20
/ Pabbi þinn sagöi okkur að vera inni ^ Stebbi minn. <m AAamma. Hlaöan stendur i björtu báli Hann er aö koma til ) baka Geiri. AAig N langaði ekki aö kveikja i, en hvaö vartil bragðs, P^En mundu, að hann ætlaði ekki aöskjóta Benna.^ Hann hefði eyðilagt eldflaugina okkar. ReynduaS' AAaria Stebbi Stebbi — skrúfaðu frá vatninu. handtakahannj ^ en ekki ) ■I skjóta /> @ King Features Syndicate, Inc., 1972. World rignts reservet ! l) k YT Engan æsing, látum hann berjast við eldinn. Stebbi ekki standa svona nærri eldinum Við getum tekið hann núna. Stebbi Stebbi Framhald I í 1 Þrjátíu þúsund sjá Guðföðurinn JGK—Reykjavik. Þaö er nú ljóst að kvik- myndin Guöfaðirinn, sem nú er sýnd i Háskólabiói verður ein af fjölsóttustu myndum sem sýndar hafa verið hér- lendis. Þegar Timinn hafði samband við bióið i vikunni sem leiö höföu 28500 manns séð myndina og má þvi reikna með aö þegar sýningum lýkur veröi sýningargestir komnir töluvert yfir þrjátiu þúsund. Guðfaðirinn slær þó engin met að þessu leyti. Myndin A hverfanda hveli mun vera sú sem flestir Islendingar hafa séö. 1 fyrra var hún sýnd i Gamla biói og þá sáu hana u.þ.b. 28000 manns en hún var einnig sýnd hér 1959 við mikla aðsókn. Aðrar myndir, sem hafa verið hvað fjölsóttastar hér á landi eru svo ólikar myndir sem Sound of Music eða Tónaflóð eins og hún hét á islenzku og Táknmál ástarinn- ar. 1 I | Heldur Brandt velli? NTB-Bonn Kosningabaráttunni i V-Þýzka- landi lauk i gær.en i dag ganga 40 ,8 milljónir manna að kjör- borðinu og greiða atkvæði um, hvort núverandi samsteypustjórn jafnaðarmanna verður áfram við völd, eða hvort kristilegir og borgaflokkurinn fá völdin. A siðasta kosningafundi sinum i bænum Paderborn, sagði Willy Brandt, að ef hann yrði kanslari áfram, væri hann fús til að fara fyrri jól til A-Berlinar og udnir- rita sáttmálann milli Austur- og Vestur-Þýzkalands. Siðustu skoðanakannanir hafa sýnt, að stjórnarflokkarnir hafa meirihluta. Þess má geta, að konur eru i talsverðum meirihl. kjósenda 21,8 milljón á móti 19 milljónum karlmanna. Pétur í Reyni- hlíð látinn A föstudagskvöldið lézt Pétur Jónsson fyrrum hótelhaldari i Reynihlið við Mývatn. Pétur var 74 ára að aldri, og lézt að heimili sinu. verndarráð í Eldey JGK-Reykjavik Eins og menn rekur ef til vill minni til, klifu sjö menn Eldey sumarið 1971 og varð af mála- rekstur þvi eyjan er friðuð og bannað að klifa hana nema meö leyfi náttúruverndaráðs. Nú hefur sjömenningunum veriö boðin dómsátt, sem hljóðar upp á sex þúsund króna sekt en það vilja þeir ekki fallast á. Þeir fara fram á vettvangs- rannsókn i málinu til að gengið verði úr skugga um i eitt skipti fyrir öll hvort þeir hafi valdið spjöllum i eynni. Þetta hefur þvi tekið dálitð spélega stefnu, þvi að hætt er við að landganga i Eldey geti orðið náttúruverndarráði og saksóknara rikisins, erfitt við- fangsefni — nema þeir veröi sér úti um loftbelg. Tækni og vísindi í hljóðvarpi Umsjónarmenn þáttarins Tækni og vísindi óska að vekja athygli á því,að n.k. þriðjudag hefst í hljóð- varpinu hinn fyrsti þriggja þátta, sem fjalla um uppruna lífs á jörðu og þróun þess. Þátt þennan viljum við kynna með eftirfarandi inngangs- orðum þáttarins n.k. þriðjudag: „Mannshugurinn hefur lengi glimt við ráðgátuna um uppruna lifs á jörðu. Frá ómunatið hafa menn reynt að skapa sér senni- lega mynd af uppruna lifs og manna. Sumar þessara hug- mynda hafa verið hnepptar i heimspekileg og trúarleg kerfi. Gamlar trúarsetningar drápu i dróma viðleitni manna til að skilja ráðgátuna um eigin uppruna og héldu mönnum i fjötrum öldum saman. Við rannsóknir á hinni lifandi og dauðu náttúru hafa visindamenn i mörgum greinum aflað þekk- ingar, sem snerti mjög ýmsa þætti sagna, kenninga og trúar- setninga um uppruna lifsins og þróun þess. Þessi þekking hefur i flestu stangazt á við hinar gömlu hugmyndir. Á siðari árum hafa visindamenn i vaxandi mæli beint athygli sinni og rannsóknum að þeim þáttum náttúrunnar, sem gætu frætt okkur um upp runa sólkerfisins, jarðar, lifs á jörðu og þróun þess. Á grund- velli gloppóttrar þekkingar hafa visindamenn sett fram kenningar um þessi efni. Margar hafa orðið ærið skammlifar, en þessari við- leitni vex þó jafnt og þétt fiskur uffl hrygg, og hverja nýja eða endurbætta kenningu má styðja með þekktum staðreyndum i vaxandi mæli. Ætla má,aðmörgum hlustendum þyki efnið forvitnilegt,og þvi mun verða reynt að gera þvi skil i þremur þáttum með tveggja vikna millibili undir flokknum Tækni og Visindi. Efni það, sem flutt verður hér i kvöld, verður fyrst og fremst inngangur að meginefninu”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.