Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 21. nóvember 1972 Myndin sýnir Hilmar, afgrelbslumann i Kjöver/.lun Tómasar, með lilula al' jólasendingunum. Jólamatur frá Tómasi til útlanda SB-Reykjavik Eiins og undanfarin dr sér Kjötverzlun Tómasar um að senda isienzkan jólamat til fólks erlendis. Sama fyrirkomulag verður á nú og var i fyrra, þannig að sá sem ætlar að gleðja ættingja eða vini erlendis með hangikjöti og sviðum, auk alls hins, getur komið i verzlunina, afhent heimilisfang viðtakanda og sagt l'yrir hve háa upphæð maturinn á að vera. Siðan sér verzlunin al- gjörlega um að pakka sendingunni, útbúa viðeigandi fylgiskjöl og tollskjöl og senda pakkann. Sendandinn greiðir siðan kostnaðinn af sendingunni. bess má geta;að það er gott fleira en hangikjöt og svið, sem sent er úr landi fyrir jólin. Md nefna harðfisk og súrmat og einnig alls kyns dósamat af islenzkum uppruna. Ólafsf jörður: LÆKNISLEYSIÐ ISKYGGILEGT BS—Ólafslirði Hér er nú allt á kafi i snjó, þótt aö visu muni fönn vera meiri bæði inni i Eyjafirði og vestur i Skagafirði, og allir bátar i höfn vegna veðurs. Nú sem stendur eru Ólafs- lirðingar með öllu samgöngu- lausir, bæði á sjó og landi, og er það uggvamíegt, ef skjótt þarf að ná læknis, þvi að eng- inn læknir er hér hjá okkur. Yfirlæknir sjúkrahússins á Akureyri ætlaði að koma hing- að úteftir á laugardag, og hafði þá verið fært fyrir Ólafs- fjarðarmúla i þrjá daga. En á laugardaginn var vegurinn orðinn, ófær, svo að læknirinn komst ekki til okkar. Hafa stolið átta bílum — sd síðasti var keyrður í klessu Klp-Reykjavik Aðfaranótt sunnudagsins var stolið volkswagenbifreið frá húsi i Skaftahlið. Voru þar að verki fimm unglingar á aldrinum 13 til 15 ára. Þegar þeir höfðu komið bifreiðinni i gang var haldið af stað út fyrir bæinn, en þeirri öku- ferð lauk upp i Mosfellssveit, þar sem bilnum var ekið á mikilli ferð útaf veginum. Engin slys urðu á fólkinu, utan þess, að einn piltur hlaut smá vegis meiðsli. En bifreiðin er gjörónýtog ekki taliðborga sig að gera hana upp aftur. Við yfir heyrslur hjá rannsóknarlögregl- unni viðurkenndi þessi hópur að hafa á undanförnum vikum stolið átta bilum og ekið þeim um bæinn og næsta nágrenni. A þessum bilum höfðu litlar sem engar skemmdir orðið, en öðru máli gildir um það siðasta. Þar verða unglingarnir, eða foreldrar þeirra, gerðir bótaskyldir og getur sú upphæð numið tug- þúsundum króna. Bændur í Kjalarnesþingi mótmæla mjólkurfrumvarpinu Á aðalfundi Mjólkursamlags framkomið frumvarp Ellerts B. Kjalarnesþings, sem haldinn var Schram og fleiri til umræðu, og á föstudag i siðustu viku var Tveir opinberir háskólafyrirlestrar Einhver kunnasti bókmennta- fræðingur á Norðurlöndum, dr. nhil. Sven Möller Kristensen, prófessor i norrænum bókmenntum við Kaupmanna- hafnarháskola, flytur i boði Heimspekideildar tvo opinbera fyrirlestra við Háskóla islands. h"yrri fyrirlesturinn nefnir prófessor Kristensen Litteratur- sociologiske problemer, en hinn siðari (íeorg Brandes’ kritiske principper. Þeir verða fluttir i 1. kennslu- stofu Háskólans þriðjudaginn 21. nóv. og fimmtudaginn 23. nóv. og hefjast báðir kl. 17.15. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrunum. VINNAN r Málverkasýning Listasafns ASI Stp-Iteykjavik í dag klukkan niu verður opnuð málverkasýning i Listasafni ASl á efstu hæð i Alþýðubankahúsinu að Laugavegi 31. Sýningin verður opin virka daga frá 2 til 7 fram til 3. desember, en til 10 á kvöldin um helgar. Fréttamaður kom við i sýningarsalnum i gær og hitti að máli Hjörleif Sigurðsson málara sem er forstöðumaður Listasafns ASl. Safnið er sjálfseignar- stofnun innan ASt og var stofnað árið 1961, en Ragnar Jónsson i Smára gaf til þess 120 myndir. Mun hann hafa komizt svo að orði, að þær væru bezt komnar i höndum erfiðismanna. Siðan hafa fleiri aðilar gefið myndir til safnsins og á það nú alls um 200 myndir. Stjórn safnsins er skipuð þrem mönnum tilnefndum af Itagnari Jónssyni og þremur til- nefndum af ASl. Sýningin ber heitið Vinnan og eru allar myndirnar, alls 42, af vinnandi fólki. Það ber að geta þess, að sýningin er i tengslum við 32. þing Alþýðusambands ts- lands, sem haldið er um þessar mundir. Eru þær allar i einka- eign. Af einstökum myndum má nefna Verkamenn í Reykjavíkfrá 1918, eftir Asgrim Jónsson, i eigu Ásgrimssafns, Ileybandslest frá 1935 eftir Gunnlaug Scheving, i eigu dr. Gunnlaugs Þórðarsonar, Þrir sjómenn, eftir Þorvald Skúlason, i eigu Listasafns ASt og Kyggingarvinna eftir Hring Jóhannesson, i eigu Iðnaðar- banka tslands. Fyrsta tilraun Listasafns ASt til að koma upp sýningu sama eðlis og þessari sumarið 1971 var mjög vel tekið og er að vonast til, að svo verði einnig nú. I ávarpi i sýningarskrá eftir Björn Jónsson segir m.a. „Vinnan í fjölbreyti- leik sinum er vissulega verðugt viðfangsefni göfugrar listar. Maðurinn og mannleg örlög i striði við náttúruöflin, vinnan uppspretta lifsgæða og valds yfir umhverfinu — hver getur skynjað og tjáð allt þetta betur — eða einfaldar en myndlistar- maðurinn, þegar honum tekst bezt til, og gefið okkur á þvi nýja sýn. — Annars er heldur litið um „social realisma” hér á landi, eins og i Rússlandi og fleiri Austur-Evrópulöndum, þar sem fulltrúar hinna vinnandi stétta eru gerðir að hetjum og málaðir samkvæmt þvi, — segir Hjör- leifur. Hjörleifur Sigurösson forstöðumaður Listasafns ASt við málverkið VINNUHLE, eftir Itörð Agústsson listmálara. Málverkið er frá 1948 og er i eigu Reykjalundar. (Timamynd: Róbert). gerði aðalfundurinn svofellda samþykkt i þvi sambandi: Aðalfundur M jókursamlags Kjalarnesþings haldinn 17. nóvember 1972 mótmælir sam- þykkt framkomins frumvarps á Alþingi um breytingu á Framleiðsluráðslögunum varð andi dreifingu og sölu neyzlu- mjólkur. Telur fundurinn, að bændur geti ekki unað þvi, að áhrif þeirra á meðferð og dreifingu sölumjólkur verði i nokkru skert. Tillaga þessi var samþykkt með atkvæðum allra fundar- manna. Nætur- gisting í Surtsey Klp—Reykjavík — Þetta er ekki I frásögur færandi — það væri að gera úlfalda úr mýflugu að snúa þessu upp i rosafrétt, sagði Svavar Garðarsson, ungur Vestmanna- eyingur, er við náðum tali af honum i gær lil þess að spyrjast fyrir um ferð hans og félaga hans, Ragnars Grétarssonar, út i Surtsey á laugardaginn. Þeir höfðu orðið að láta fyrir- berast i eynni á sunnudags- nóttina, en Svavar vildi sem fæst um það tala. Annars staðar fregnaði blaðið, að þeir félagar hefðu fengið á sig sjó, er þeir voru við eyna á gúmbát þeirra erinda að sækja þangað pilta, er þar áttu að vera við björgunaræfingar. Þegar i eyna kom, var sveitin ekki við æfingar þar, heldur uppi á Landeyjasandi. Voru þeir að fara frá eynni, er sjór reið yfir bátinn.Syntu þeir gegn um brimið til lands i Surtsey, þar sem þeir leituðu siðan athvarfs i skálanum, er þar er. Létu þeir vita gegnum talstöðina i skálanum, hvernig komið var, og það með, að ekkert væri að óttast. Daginn eftir sótti hafnsögumaður þá, og voru þeir dregnir um borð i bát hans á linu, sem skotið var á land. Gúmbát sem sendur var frá hafnsögubátnum, hvolfdi i lendingu. Piltarnir komust heim um klukkan hálf þrjú og hafði ekkert orðið meint af volkinu. hankinii or linklijnrl 'BIINAÐARBANKINN AUGLÝSINGA símar Tímans 18300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.