Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 5
Þ'riðjudagur 21. hóvember 1972 TÍMINN 5 einum eða tveim stöðum. Þeir sögðust ekki hafa farið neitt út fyrir bæinn og þvi siður komið ná lægt hrauninu undir Selfelli. Við þessar upplýsingar létti mönnum þar efra, enda búnir að tvinna hrópin við hvarf þessara tveggja pilta. En þrátt fyrir þess- ar upplýsingar var ekki hætt við leitina. Afram var haldið að kemba hraunið þar til fóraðbirta af degi. Höfðu þá hinir fórnfúsu skátar gengið um það alla nótt- ina, en einskis orðið visari. Að visu höfðu þeir rekizt á fót- spor i snjónum, en þau voru sett i samband við rjúpnaveiðimenn, sem þarna eru mikið á ferð. Létu sumir sér detta i hug, að hrópin hefðu staðið i sambandi við veiði- mann, sem hefði annað hvort villzt eða legið slasaður i hraun- inu. En aðrir i sambandi við brunann á skálanum og ferðir bil- anna, sem þar hefðu sézt fyrr um kvöldið. arnir að rústum skálans, sem kveikt hafði verið i. Voru verks- ummerki skoðuð og teknar mynd- iraf hjólförum bils, sem þar hafði sýnilega verið á ferð skömmu áður. Þegar þeirri ferð var lokið.var farið aftur að hinum bilunum og Félagar úr Hjálparsveit skáta leggja upp i leitina aðfaranótt sunnudagsins (Tiinamyndir Róbert) Klp—Reykjavik. Seint á sunnudagskvöldið var hringt til lögreglunnar i Reykja- vik frá Gunnarshólma. Voru þar komnir tveir piltar, sem sögðu sögu, er þegar olli lögregl unni hinuni mestu áhyggjum. Þeir sögðust hafa ásamt öðru fólki þrisvar sinnum heyrt hróp- að á hjálp úr hrauni skammt frá Selfelli rétt sunnan Lækjarbotna. Þar hefðu þeir einnig séð skömmu áður til ferða bila, sem er heldur sjaldgæf sjón á þessuni slóðum, og rétt eftir að þeir hefðu horfið, hefði skáli, sem þarna væri, staðið i ljósum log- um. Var þegar óttazt, aö þarna hefði orðið slys á fólki, og var Iljálparsveit skáta i Reykjavik kölluð út til leilar. Blaðamaður og Ijósmyndari Timans fengu fregn- ir af þessu ogslógustiför með leit- arflokknum og lögregluþjónum, sem voru sendir á staðinn. Hjalparsveitin var mætt um miðnætti við lögreglustöðina i Arbæ. Þar fengu leitarmenn þær fréttir að óttazt væri um tvo drengi, 10 og 11 ára gamla, sem hefðu haldið að heiman frá sér um morguninn og væru ekki komnir heim. 1 snarhasti var ekið á þrem bil- um ylir vegleysur og snjóskafla upp að Selfelli og að skála Farfugla, Heiðarbóli, þar sem var hópur ungmenna á vegum Æskulýðsráðs undir stjórn Ketils Larsen, starfsmanns ráðsins. Sáu skála brenna og heyröu hrópað á hjálp Þar sagði Ketill leitarmönnum, að hann hefði ásamt unglingunum hlaupið upp að skála þar rétt hjá, þegar þau hefðu séð hann standa allt i einu i ljósum logum. Skömmu áður hefðu þau orðið vör við ljós á a.m.k. þrem bilum rétt við skálann. Þegar þau hefðu komið þangað, hefðu þau ekki séð neitt til bilanna, og einnig séð að þau gætu engu bjargaðúr brunan- um. Hann hefði þá ásamt fimm öðrum úr hópnum gengið aðeins frá staðnum.og þá hefðu þau öll greinilega heyrt tvivegis kallað á hjálp úti i hrauninu. Fyrst hefðu þau haldið.að þetta væri mis- heyrn, en svona klukkustund sið- ar hefðu þeir piltar úr hópnum, sem hefðu gengið út i hraunið, aftur heyrt hrópað á hjálp og þeir einnig séð fótspor i snjónum. Að fengnum þessum upplýsing- um, fór Hjálparsveitin þegar að skipuleggja leit i hrauninu. Var sýnilegt á öllu, að þarna voru vanir menn og vaskir á ferð. Hver maður tók sér stórt vasaljós i hönd og siðan var gengið skipul. i hraunið, sem er mjög erfitt yfir- ferðar, hvað þá heldur i myrkri og nistingskulda eins og var þessa nótt. Skipuleg leit hafin i hraun- inu Skotið var upp blysi, sem lýsti upp allt hraunið, og siðan hlustað hvort einhver hrópaði á hjálp. Þegar ekkert heyrðist.lagði hver maður af stað.og var gengiö þvert yfir hraunið og haft jafnt bil á milli manna. Þarna var klöngrazt fram og aftur og lýst inn i hvern krók og kima. Þegar fyrstu ferð yfirhraunið, sem er um kilómetri á breidd, var lokið, snéri hópu”- inn við og hélt til baka aðeins inn- ar i hrauninu. Við og við var skot- ið upp blysum til að lýsa upp hraunið, en hvorki heyrðist hósti né stuna. Það eina,sem heyrðist, var muldur i leitarmönnum, þegar þeir klöngruðust yfir hraunnibburnar, en frá leitarbil- unum sáust aðeins ljós manna, sem komu og hurfu eftir þvi hvort sá,sem það bar.var að hverfa niður i hraungjótu eða koma upp á hæð. Tilsýndar var þetta að sjá eins og ljós frá stórum bátaflota, sem væri við veiðar i miklum öldugangi. Léttir, þegar drengirnir komu fram Á meðan leitarmennirnir gengu yfir hraunið, fóru lögregluþjón- Skatarnir og lögreglan hitta Ketil Larsen og unglinga, sem voru i útilegunni. Lögregluþjónar mæla stærð sumarbústaðarins, cftir að slökknað hafði i rústunum. nú beðið aðeins eftir einhverjum fréttum úr hrauninu. Um klukkan fjögur um nóttina komu þær frétt- ir úr bænum að drcngnirnir tveir sem óttazt hefði verið um, hefðu verið að koma i leitirnar. Hefðu þeir verið á flakki um bæinn allan þennan tima og m.a. brotizt inn á Uppgefnir eftir erfiða göngu alla nóttina, héldu skátarnir aftur i bæinn snemma á sunnudags- morgun. En eftir hádegi fór einn þeirra þangað aftur, en nú með þyrlu Landhelgisgæzlunnar, og var flogið yfir svæðið fram og aftur. 1 þeirri ferð kom heldur ekkert i Ijós, og verður þvi gátan um það — hver það hafi verið, sem hrópaði á hjálp úr hrauninu undir Selfelli þetta laugardags- kvöld, óráðin — a.m.k.fyrst um sinn. Þessa mynd tók Ketill Larsen, þegar sumarbústaðurinn stóð i ljósum Skátar og lögregla skipuleggja leit á svæðinu I kringum bústaðinn. logum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.