Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. nóvember 1972 TÍMINN lliaillimii Verömætt krass. Eins og margir aðrir hafði John F. Kennedy, forseti, þann ávana að rissa á blöð, þegar hann sat við skrifborð sitt og, talaði i sima eða hlustaði á ráðunauta sina. Að vonum var þetta riss ónýtt til allra hluta,og henti forsetinn þvi oftast i ruslakörfuna. Þó munu vera til fimm litlar teikningar, sem forsetinn gerði og gaf vinum sinum og vandamönnum. En ein teikninga forsetans, sem lenti i pappirskörfunni.hefur þó eftir krókaleiðum lent i höndum listaverkasala, sem er kona að nafni Holly Langhorne. Hún skipti á rissi forsetans og einhverju listaverki. Frú Langhorne segist ekki selja myndina, þótt henni væru boðnir milljón dollarar fyrir pappirssnepilinn. Á næsta ári, en þá eru íiðin 10 ár frá morði forsetans, ætlar hún að gefa út eftirprentanir af myndinni i takmörkuðu upplagi og selja dýrt. Ágóðinn fer allur til góð- gerðastarfsemi. Myndin eftir forsetann er af bátum og húsum og er sögð vera frá Hyannishöfn i Massaehusetts. Lopi í tizku fslandspeysur hafa lengi verið vel þekktar flikur i Svi- þjóð, en það eru sams konar flikur og löngum hafa verið kallaðar færeyskar peysur á Islandi, en hafa hin siðari ár verið sifellt meira prjónaðar hérlendis til innanlandsbrúks og útflutnings. En nú virðist islenzki lopinn vera að vinna sér þann sess erlendis, sem hann á skilið. f hinu viðlesna sænska blaði Femina birtist nýlega greinar- korn um islenzka lopann og fylgdu prjónamynstur og leiðbeiningar um.hvernig á að meðhöndla hann. Þá geta les- endur blaðsins pantað lopa og leiðbeiningabækling hjá blaðinu. Þess má geta, að i blaðinu er notað islenza orðið lopi, þar sem ekkert orð er til i sænsku um fyrirbrigðið. Er sagt, að á fslandi hafi lifað sérstakt fjárkyn allt frá niundu öld, og sé hið ullarlengsta i heimi, háralengdin er sjö til tiu sentimetrar. Tekið er fram, að konur á fslandi hafi ekki spunnið lopann heldur snúið hann. Maður kom til læknisins og sagðist vist þurfa að fá sér gler- augu. Læknirinn sýndi honum töflu og spurði, hvað stæði þarna. — Þara stendur tiu, svaraði maðurinn. —Já, þú þarft svo sannarlega að fá gleraugu. Þetta er nefnilega mynd af Helga Sæm og Guðmundi Jónssyni. ★ —Komdu nú út. Það er allt of gott veður til að hanga inni og horfa á sjónvarp. ....og til að gera langa sögu stutta.. ★ Mannætan var i náttúrulækninga- félaginu og borðaði bara grasekkjur. —Hvernig veiðir maður kengúru —Fer til hennar og spyr, hvort hún geti skipt hundraðkalli. Á meðan hún leitar i pokanum, rotar maður hana...... Hún veiktist svo i brúðkaups- ferðinni, að kalla varð á lækni. Iiann skoðaði hana vandlega, en sagði siðan: —Konan yðar litur sannariega ekki vel út. — Nei, en pabbi hennar á fullt af peningum, svaraði brúðguminn. * -Segðumér. Vissirðu, að það er koldimmt úti? DENNI DÆMALAUSI Það cr bara góð lykt af ef maður hefur i huga hvað hann ber á þær

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.