Tíminn - 21.11.1972, Page 9

Tíminn - 21.11.1972, Page 9
Þriðjudagur 21. nóvember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-;;:;:;;;:;:: arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans) Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislaswii. Ritstjórnarskrif^;;;;;;;;;; stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306Í;:;:;::;: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjalá;;;;;;;;;; .225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Ráðleggingar Mbl. Sá atburður varð fyrir fáum dögum, að Morgunbl. gerðist eindregið verkalýðsblað. Það hóf þá mikil skrif um væntanlegt þing Alþýðusambandsins og tók að leggja þvi ráðin um, hvernig það ætti að haga störfum sinum. Siðan hefur Mbl. flutt þessar ráðleggingar sinar af sliku kappi, að vel mætti ætla, að það ætti svo flekklausa fortið, að það ætti fyllstu heimtingu á, að launafólk færi eftir ráðum þess og áliti þau eingöngu stafa af fögru hugarfari og háleitum tilgangi, eða m.ö.o., að Mbl. hafi jafnan litið á það sem hlutverk sitt að þjóna verkalýðnum! í tilefni af þessum skrifum Mbl. er ekki úr vegi að rifja upp nokkuð um fortið þess. Þess munu áreiðanlega ekki dæmi, að Mbl. hafi ekki staðið við hlið atvinnurekenda, þegar deilur hafa staðið um kaup og kjör, enda tilheyra eigendur Mbl. þröngsýnustu atvinnurekenda- kliku landsins. Mbl. varði af miklu kappi allar kjaraskerðingaráðstafanir fyrrv. rikis- stjórnar. Það lofsöng visitölubannið 1960, og það lagði fyllstu blessun sina yfir það, að laun- þegar fengu ekki bættar kjaraskerðingar þær, sem hlutust af gengisfellingunum 1960, 1961, 1967 og 1968. Það varði eindregið þá afstöðu „viðreisnar” stjórnarinnar að láta heldur koma til stórverkfalla á árunum 1968, 1969 og ’70 en að bæta launafólkinu kjaraskerðinguna af völdum gengisfellinganna 1967 og 1968. Það átti þannig sinn þátt i þvi að gera ísland að mesta verkfallslandi heimsins á siðasta áratug. Þannig mætti halda áfram að rekja afskipti Mbl. af launamálum, sem hafa öll verið á þessa leið. Rétt er þó að geta þess, að ein undantekning er til um það, að Mbl. hafi gerzt verkalýðsblað, likt og nú. Það gerðist i tið vinstri stjórnar- innar á árunum 1956-58. Þá studdi Mbl. allar kauphækkunarkröfur. Mbl. átti þannig mikinn þátt i þvi,að hér urðu miklar kauphækkanir á árinu 1958, og leiddu þær til falls vinstri stjórnarinnar, eins og kunnugt er. Fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins eftir fall vinstri stjórnarinnar var að ógilda þessar kauphækkanir með lögum, og eftir kosningarnar 1959 var svo visitölubannið lögleitt. Skyldi það vera eitthvað svipað þessu, sem veldur verkalýðsvináttu Mbl. nú? Fortið Mbl. sker þannig ótvirætt úr um það, hve mikinn trúnað fulltrúar á þingi Alþýðu- sambandsins eiga að leggja á einlægni þess og hversu hyggilegt það muni vera að fara eftir ráðleggingum þess og þeirra manna, sem til- heyra sama sauðahúsi. Nú^eins og oft áður, er það mikið vandamál, hvernig tekst að draga úr verðbólgunni. Fyrir launastéttirnar hefur það aldrei skipt meira máli, að þetta takist en nú, þar sem þær hafa aldrei bætt hlut sinn meira en á þessu ári.Þessi árangur er hins vegar i fullkominni hættu, ef ekki tekst að draga úr verðbólguvextinum. Þess vegna hlýtur það að verða eitt megin- verkefni ábyrgra fulltrúa á Alþýðusambands- þingi að benda á þær leiðir, sem þar geta helzt komið til greina, og láta ekki ýfirborð og látalæti „verkalýðssinna” á borð við ritstjóra Mbl. villa sér sýn. Henning Christophersen, þjóðþingsmaður: Tekst Efnahagsbandalaginu að halda verðbólgunni í skefjum? Næsti áfangi er sameiginleg gjaldeyrisstefna llcnning úhrislophersen Höfundur þessarar greinar var kosinn vara- formaður Vinstri flokksins i Danmörku á nýloknu flokksþingi lians. Vakti það kjör sérstaklega athygli sökum þess, hve ungur hann er. i eftirfarandi grein ræðir hann um leið- togafund Efnahagsbanda- lags Evrópu, sem haldinn var i siðastliðnum mánuði, en þóll sá fundur næði ekki eins inikluin árangri og þeir bjartsýnustu gerðu sér vonir um, tók hann margar inerkar ákvarðanir, eins og kemur fram i þessari grein. Þess vegna er þvi spáð, að samstarf Efnahagsbandalagsins muni mjög eflast á næsta ári,og þvi eru ýmsir farnir að spá þvi, að árið 1973 verði ár Evrópu.og cr þá jöfnum höndum átt við efl- ingu Efnahagsbandalags- ins, væntanlega ráðstefnu um öryggi Evrópu og vænt- anlegar viðræður um sam- drátt herafla i Mið-F’vrópu. LEIÐTOGAR Efnahags- bandalags Evrópu komu sam- an til fundar i Paris dagana 19 og 20. okt. i haust. Þar voru teknar ákvarðanir, sem hafa mjög mikil áhrif á framtiðar- þróun bandalagsins. Samvinnan i efnahags- og gjaldeyrismálum var megin- efni fundarins. Samþykkt var, að aðildarrikin tækju fyrir lok októbermánaðar bindandi ákvarðanir um að hægja á verðbólgunni. Þetta var nauð- synlegt af tveimur ástæðum. Verðbólgan eykst tilfinnan- lega ört i aðildarrikjunum, og auk þess er samræming efna- hagsstefnunnar beinlinis for- senda þess, að orðið geti úr samvinnu i gjaldeyris- og efnahagsmálum. Samkomulag hefir nú náðst um hinar fyrirhuguðu ráðstaf- anir. Danska stjórnin samþykkti þær með fyrir- vara, en áhrif þeirra ná eigi að siður hingað til Danmerkur. Takizt öðrum aðildarrikjum að koma i veg fyrir, að verð- hækkanir árið 1973 fari fram úr fjórum af hundraði eins og samþykkt var, getum við Danir naumast liðið tvöfalt meiri verðbólgu hvað þá meira. NÆSTI áfangi efnahags- samvinnunnar er sameiginleg gjaldeyrisstefna. Fundur leið- toga Efnahagsbandalagsins tók þrjár tímaákvarðanir i þvi efni. Stofna skal sameiginleg- an gjaldeyrissjóð Evrópurikja fyrir 1. april 1973, en hann á að aðstoða þau aðildarriki, sem lenda i verulega alvarlegum gjaldeyriserfiðleikum. Fyrir 1. október 1973 á að vera búið að auka verulega möguleikana á skammtimaað stoð við einstök aðildarriki. Fyrir árslok 1973 á að byrja að sameina gjaldeyrisforða aðildarrikja Efnahagsbanda- lagsins, en sú sameining á að gerast smátt og smátt. Af. þessum timaákvörðunum á að leiða, að Efnahagsbandalags- rikin nálgist á árinu 1974 fast- ákveðið gengi og raunveru lega gjaldeyriseiningu. Fyrir 1. mai 1973 á ráð- herranefndin að ákveða, hvernig skipta beri milli aðild- arrikjanna og framkvæmda- stjórnarinnar heimildum og ábyrgð vegna efnahags- og gjaldeyrissamvinnunnar. Á FUNDI forustumannanna var einnig samþykkt virkari stefna en áður hefir verið fylgt i viðskiptamálum. 1. júli i sumar á bandalagið að hafa tilbúnar tillögur til að leggja fram við nýjar ,,Kennedy-við- ræður”, en endanlegum niður- stöðum á að ná árið 1975. Tilgangurinn er ný lækkun tolla i áföngum i alþjóðavið- skiptum. I þessu tilefni á að hefja i ársbyrjun 1973 athugun á möguleikum á að auka hag- vöxt vanþróuðu rikjanna, en fyrir lok þess árs á að vera bú- ið að endurskoða afstöðu Efnahagsbandalagsins til þeirra og auka aðstoðina við þau. Sameiginleg stefna banda- lagsrikjanna i viðskiptum við rikin austan járntjalds á að ganga i gildi 1. janúar 1973. Frá þeim degi eiga ráðherra- nefndin og framkvæmdastjórn bandalagsins að annast og staðfesta fyrir þess hönd alla viðskiptasamninga við einstök riki austan járntjalds. FORUSTUMENN Efnahagsbandalagsins komu sér einnig saman um ýmsar timaákvarðanir i sambandi við hin innri mál bandalags- ins. Fyrir árslok 1973 á til dæmis að stofna sjóð til þess að greiða fyrir framvindu i einstökum landshlutum. Ætlunin er, að þá verði einnig búið að semja og samþykkja framkvæmdaáætlun i félags- málum. Fyrir árslok 1973. á einnig að semja og samþykkja timasetta framkvæmdaáætl- un bandalagsins i iðnaði, vis- indum og tækni. Svipuðu máli gegnir um stefnuna i um- hverfisverndarmálum, nema hvað framkvæmdaáætlun á þvi sviði á að semja og samþykkja fyrir 1. ágúst næsta sumar. Þá var einnig samþykkt að vinda bráðan bug að samn- ingu áætlunar um sameigin- lega stefnu i orkumálum. Hún á meðal annars að tryggja Efnahagsbandalaginu næga orku af ýmsu tagi, en sú áætl- un er ekki timasett. Auknir erfiðleikar á útvegun oliu eiga meðal annars sinn þátt i ákvörðuninni um sameigin- lega stefnu i orkumalum. SIAUKIÐ samstarf aðildar- rikja Efnahagsbandalagsins leiddi til þess, að loks náðist samkomulag um ýmsar tíma- ákvarðanir um endurskoðun og endurmótun vinnuskilyrða og aðferða Efnahagsbanda- lagsins sjálfs. Bæta á verulega ákvörðun- araðferðir ráðherranefndar- innarfyrir mitt næsta ár. Þá á að semja skýrslu um myndun hinnar eiginlegu einingar Evrópu fyrir árslok 1975, og hana á siðan að ræða á leið- togafundi bandalagsins, væntanlega á árinu 1976. Játa ber, að mjög eru skipt- ar skoðanir um mat á gerðum leiðtogafundar Efnahags- bandalagsins i Paris i haust. Sumir urðu fyrir nokkrum vonbrigðum, en aðrireru fullir bjartsýni og sigurglaðir. Engu að siður er Ijóst, að ákvarðan- irnar, sem teknar voru, tima- settu svo marga áfanga starfsins og fjölluðu um svo yfirgripsmikið svið þess, að miklar og margháttaðar breytingar hljóta að gerast á næstu árum á verkefnum Efnahagsbandalagsins og mætti, og árangri samstarfs- ins um leið. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.