Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 21. nóvember 1972 fjöldi tilhindrunar þvi,að stofninn deyi út, þvi að allt það,sem umfrafn er þá tölu, er styrklaust af hálfu hins opinbera. Og svo að sjálfsögðu þeir bændur, sem ekki senda nákvæma skýrslu um geitaeign sina. Þeir fá ekki heldur neinn styrk. Þrauka enn á f'áum stöðum..... Geitahjörðin á Sjávarhólum. Ksjan i baksýn. Það skal fúsleea viðurkennt, að sá, sem þessar linur skrifar, veit ekki á hve mörgum stöðum á landinu geitur eru nú. Þær hafa til skamms tima verið bæði i Axarfirði og á Melrakkasléttu og i fyrra voru þær á einum bæ i Vopnafirði og munu vera þar enn. A Sjávarhólum á Kjalarnesi eru sjö geitur, þegar með eru táldir tveir hafrar. Þar er eins ástatt og viðast annars staðar, að geiturnar eru einkum hafðar til skemmtunar — til þess að gera dýralifið fjölbreyttara — en ekki til neinna nytja. Þær eru ekki mjólkaðar og það er ekki heldur gert til þess að framleiða kjöt. Við skruppum tveir upp að Sjávarhólum fyrir fáum dögum, og þá tók Róbert Agústsson, ljós- myndari þessar myndir, sem hér fylgja með. En verk ljósmyndar- ans var alls ekki létt, þvi kibbur ,...AAeðan huðna drekkur sull. i* Ekki leikur það á tveim tung- um, að menn hafa snemma tamið geitur og gert þær að húsdýrum. Asatrúarmenn hugsuðu sér að einn þeirra guða, sem þeir trúðu að til væru, beitti höfrum fyrir vagn sinn, og svo voru þeir magnaðir, að einu gilti þótt þeim væri slátrað að kveldi og kjötið af þeim étið. Það þurlti ekki annað en raða beinunum á skinnin og vigja siðan allt gumsið: Hafrarn- ir risu óðara upp, alheilbrigðir. (Mikið má það vera, el' þessi hug- mynd er ekki komin lrá kotkörl- um, sem óskuðu sér þess að geta slátrað tvisvar sömu rollunni). Siðan er geita nokkrum sinnum getið i fornum heimildum, og mörg eru þau örnefni á landi voru, sem á þær minna. Það er lika mjög sennilegt, og má raunar telja fullvist, að þær hafa verið miklu algengari húsdýr en hægt er að sanna með beinum rökum, og liggja til þess ýmsar ástæður. Búskapur. Geitur eru léttar á fóðrum, og þótt þeim sé ekki áskapað að safna miklum holdum, þá eru þær ekki heldur gjarnar á að láta þau hold, sem þær eitt sinn hafa náð. Þær eru þvi einhver ákjósanleg- asti málnytupeningur á þeim stöðum, þar sem erfitt er um tún- rækt og kúaeign. Og það er vandalaust að láta geitur mjólka langt fram á haust, jafnvel fram undir jól, ef þörf krefur. Að öllu þessu athuguðu er það sizt að undra, þótt efnalitlir bændur á harðbalajörðum not- færðu sér kosti þess að eiga geit- ur, enda brugðu margir á það ráð. . Hitt er svo aftur annað mál, að geitur hafa sina galla, ekki siður en annað búfé, og margir voru þeir, sem höfðu á þeim harla litl- ar mætur. Þær eru hinir mestu skemmdarvargar i kálgörðum og Það er haustró og friður yfir náttúrunni. ,,—Bara að mennirnir gætu einhvern tima séð okkur i friði". Tlmamyndir Róbert. lausu heyi, og á meðan torfþök voru á öllum húsum þóttu þær gjarnar á að spilla þeim, enda eru þær prílandi upp um allt — og oft- ast til litilla þarfa. Nú eru allir hættir að eiga geit- ur til nytja. Þær eru ekki framar mjólkaðar, endá er þess ekki ,að vænta, svo mjög sem túnrækt og kúaeign hefur aukizt á siðustu áratugum. Og enginn þarf að ætla sér að verða rikur af ull þeirra; Það væri að fara i geitarhús að leita ullar. Hér gilti það gamalkunna lög- mál framboðs og eftirspurnar, að geitum fækkaði i réttu hlutfalli við þær nytjar, sem menn þóttust geta haft af þeim. I fyrra voru þær ekki nema rétt um hálft þriðja hundrað á landinu öllu, en undirritaðan brestur heimildir um tölu þeirra i ár. Þessi þróun hefur að sjálfsögðu ekki farið framhjá landsfeðrum vorum og þeim,sem gerzt hafa forsjármenn bænda: Það er farið að verðlauna menn fyrir að eiga geitur, en að visu þurfa þeir að uppfylla viss skilyrði til þess að njóta sliks. Bændur þurfa að senda vandaða skýrslu um geitaeign sina, og ekki aðeins um fjölda þeirra, heldur einnig heimildir um ætt- erni, lit og nytjar hverrar skepnu. En þegar talað er um nytjar, er átt við.hvenær geitin hafi fengið að vetrinum, hvenær hún hafi borið og hvort afkvæmið var sett á vetur eða þvi lógað að hausti. Sé þessum skilyrðum fullnægt og samvizkusamlega að öllu farið, eru mönnum greiddar fjögur hundruð krónur á hverja geit, sem þeir eiga, að viðbættri visi- tölu, sem nú er meira en tvöföld grunntalan, þannig að styrkur á hverja geit er nú rúmar 963 krón- ur. Það er alls ekki svo slæmt, þegar „meðlagið" með hverri geit er farið að nálgast þúsund- kallinn. Þess ber þó að geta i sambandi við styrkinn, að hann er ekki veittur á hærri tölu en tvö hundruð geitur á öllu landinu. Það litur út fyrir, að þeim, sem um þessi mál hafa fjallað á opin- berum vettvangi, þyki það nógur voru ekkert upp á það komnar að hafa frið á meðan reynt var að mynda þær. Þó tókst Róbert verkið harla vel: Þær sáu ekki við tækninni. Skáldskapur. I upphafi var vikið litillega að skáldskap, þar sem geita er getið. Ætla mætti, að þar væri eitt á að minnast, þvi að ekki virðast þær liklegar til þess að örva andagift manna, blessaðar. Þó er undirrit- uðum kunnugt um að minnsta Tveir hafrar. Skylili sá svartsmok fagurhyrndur og höfðinginn við h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.