Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. nóvember 1972 TÍMINN 11 Hvað gerir lénsskólanefnd? I Sviþjóð eru 24 lén. Lénin eru misjafnlega stór að flatarmáli og ibaúatalan er einnig mismun- andi. Hvert lén hefur að vissu marki sjálfstjórn og er æðsti maður i hverju léni nefndur landshöfðingi. Landhöfðinginn er oft lögfræðingur að menntun en þarf ekki endilega að vera það. T.d. var varaforseti Alþýðusam- bandsins sænska nýlega gerður að landshöfðingja þótt hann hefði ekki lögfræðimenntun. Haustið 1971 fékk ég starf sem lénsskólasálfræðingur i Hallands léni og kynntist þá skipulaginu varðandi lénin nánar, einkum að þvi er snerti fræðslumál. Hallands lén er meðal minni léna Sviþjóðar. Það er um það bil 170 km á lengd og að meðaltali 40 km á breidd. Ibúafjöldinn er tæplega 200.000. Halland er ásamt Skáni og Blekinge gamalt danskt land, sem Danir létu af hendi við Svia 1658. Enn þann dag i dag er samt margt sem minnir á Dan- mörku i þessum landshluta m.a. margar gamlar byggingar og siðir sem Sviar norðar i landinu þekkja varla. Hvert lén hefur, hvað stjórn lénsins snertir, sitt sjórnaraðsetur. 1 Hallandi er borgin Halmstad aðsetur lands- höfðingjans og lénsstjórnarinnar, auk annarra lénsstofnana, sem launaðar eru af rikinu. Stofnun, sem nefnist lénsskóla- nefnd, hefur alltaf aðsetur sitt i sömu borg og landshöfðingi og lénsstjórn og skal nú gerð nánari grein fyrir þvi hvað lénsskóla- nefnd gerir, en Sviþjóð er eina landið i Evrópu, þar sem slik stofnun er starfrækt. Lénsskólanefndin er æðsta yfir- vald skólanna i hverju léni, en yfir stjórn skóla alls landsins er i höndum stofnunar, sem nefnist Skolöverstyrelsen, alltaf skammstafað SO bæði i ræðu og riti.. Sö hefur aðsetur sitt i Stokkhólmi. Lénsskólanefnd er skipuð sam- kvæmt ákveðnum reglum og eiga sæti i henni m.a. fulltrúar rikis- stjórnarinnar, lénsstjórna, at- vinnurekenda og launþega. Lén- skólanefnd heldur venjulega fundi einu sinni i mánuði og eru þá allar mikilvægar ákvarðanir varðandi fræðslumál lénsins teknar. Dagleg störf i lénsskóla- nefndunum eru unnin af mönnum, sem einu nafni eru kallaðir „tjanstemán", sem rétt- ast mun að þýða með orðinu rikis- embættismenn á islenzku þótt sú þýðing sé ónákvæm og segir ekki til hlitar hvað i orðinu „tjánste- maV' felst. Æðsti embættismaður léns- skólanefndarinnar nefnist á' sænsku „lansskolinspektör", sem væntanlega myndi verða þýtt með orðinu lénsfræðslustjóri ef samsvarandi embætti væri til á Islandi. Aðrir embættismenn i lénsskólanefnd eru: skolin- spektör, byradirektör, fort- bildningsledareog lansskolpsyko- log. tslenzkir lesendur, sem lært hafa dönsku, en kunna ekki sænsku, mega gæta sin á þvi að rugla ekki saman danska orð- inu skoleinspektör og sænska orð- inu skolinspektor. Danska brðið skoleinspektór er sama og skóla- stjóri á islenzku, skolinspektör eða lá'nsskolinspektör á sænsku táknar æðsta yfirvald skólanna i hverju léni, mann eða menn sem i senn eru ráðgjafar og að vissu marki yfirmenn skólastjóranna. Hversu margir skolinspektörer eru i hverri lénsskólanefnd fer eftir þvi hversu fjölmennt lénið er, en venjulega eru þeir 2-3. Þessir embættismenn skipta um- sjón með skólunum i léninu á milli sin og fer sú skipting venju- lega eftir þvi hvaða menntun þeir hafa sjálfir og hvaða skóla eða skólastig þeir þekkja bezt. Allir skólar i sama léni lúta eftirliti og umsjá þessara manna og skiptir i þvi sambandi engu máli hvort skólinn er barnaskóli, unglinga- skóli, menntaskóli eða sérskóli t.d. landbúnaðar- eða sjómanna- skóli. ByrSdirektören myndi vafalitið Eftir Ólaf Gunnarsson, lénsskólasálfræðing verða kallaður skrifstofustjóri á islenzku. Hann er að öllum jafn- aði lögfræðingur að menntun. Skrifstofustjórinn á að gæta þess i samráði við aðra embættismenn nefndanna að allt sem þar er gert sé gert lögum samkvæmt. Hann þarf þannig ekki aðeins að kunna lögin heldur einnig að fylgjast vel með öllum reglugerðum og breyt- ingum á reglugerðum. Þessar reglugerðir eru stöðugum breyt- ingum undirorpnar og eru breyt- ingarnar alltaf tilkynntar léns- skólanefndunum i heftum sem heita „aktuellt fran Skolöverstyr- elsen". Sá sem ekki fylgdist vel með þvi sem stendur i þessum heftum getur ekki úrskurðað hvað rétt sé samkvæmt lögum og reglugerðum þegar nokkur timi er umliðinn frá útkomu reglu- gerðar. Skrifstofustjórinn veitir viðtöku umsóknum kennara um kennara- Ólafur (iunnarsson lénsskóiasálfræðingur. stöður, umsóknum þeirra um starfsfri til framhaldsnáms og námsstyrki i þvi sambandi. Skrif- stofustjórinn verður i þessu sam- bandi oft að leiðbeina fræðsluráð- um, fræðslumálastjórum og skólastjórum. Skrifstofustjórinn fylgist með leyfisdögum starfsmanna léns- skólanefndanna, bæði rikisem- bættismanna og annars starfs- fólks, sem að öllum jafnaði er heldur fleira en embættismenn- irnir, er þar um vel menntað skrifstofufólk að ræða sem m.a. skrásetur öll erindi sem nefndun- um berast og þau svör sem send eru frá nefndunum við hinum ýmsu erindum. Elztu starfsmenn lénsskólanefndanna hafa 40 leyfisdaga á ári. Vinnutiminn er 40 stundir á viku þ.e. 8 stundir á dag. Laugardagur og sunnudagur eru fridagar. Fortbildingsledare er maður, sem sér um íramhaldsmenntun kennara en allir sænskir kennar- ar eiga rétt á 5 framhaldsmennt- unardögum á ári með fullum launum. Rikið borgar ekki aðeins laun kennara á þessum dögum, heldur einnig ferðakostnaö i sam- bandi við framhaldsnámsdaga, auk uppihalds ef námið fer fram fjarri heimili kennaranna. Fort- bildingsledaren yrði væntanlega kallaður framhaldsmenntunar- stjóri á islenzku ef starf hans væri til á fslandi. Framhaldsmenntunarstjórinn hefur sér til aðstoðar 6-7 náms- stjóra (konsulenter) og skipta þeir á milli sin hinum ýmsu námsgreinum og skólastigum. Stundum gegnir sami námsstjóri starfi i meira en einu léni t.d. er algengt að einn námsstjóri skipu- leggi kennslu heyrnardaufra barna i mörgum lénum og sama máli gegnir um kennslu sjífn- dapra barna. Námsstjórarnir vinna námsstjórastörf sin á 2. degi á viku en kenna jafnlangan tima, þannig er tryggt að þeir losni ekki úr tengslum við hið lif- ræna starf skólanna. Allir em- bættismenn nefndanna hafa sam- ráð sin á milli um störf náms- stjóranna og halda þeir reglulega fundi i sambandi við bæði náms- stjórnina og önnur mál nokkuð reglulega t.d. einu sinni i hálfum mánuði. Loks er á velflestum lénssköla- nefndum maður sem nefnist l3ns- skolpsykolog. Lénsskólasálfræð- ingurinn verður að hafa æðri menntun sálfræðinga (högre behörighet kallast hún á sænsku). i þessu flest, að lénsskólasálfræð- ingurinn þarf að hafa háskóla- menntun sem jafngildir fil. lic. og starfsreynslu ekki minni en 3ja ára starf sem skólasálfræðingur auk reynslu og helzt menntun sem kennari. Sem dæmi þess hversu erfitt er að uppfylla þess- ar kröfur má geta þess, að sl. vor auglýsti Sö 10 lénsskólasálfræð- ingsstöður lausar til umsóknar i jafnmörgum lénum. Umsækjend- ur um þessi störf munu hafa verið nærri 80. t ágústmánuði sl. voru fjórum mönnum veitt þessi störf. 6 lén fengu að sinni engan nógu menntaðari lénsskólasálfræðing en SO ákvað að auglýsa störfin á nýja leik i 6 lénum. Menntunarkröfur sem gerðar eru til skólasálfræðinga eru enn strangari en i Sviþjóð i sumum löndum t.d. þarf danskur skóla- sálfræðingur að hafa lokið kennaraprófi og verið kennari i minnst 5 ár. Við þessa menntun og starfsreynslu bætist 7 ára háskólanám. I Englandi þarf skólasálfræðingur að loknu háskólanámi að hafa minnst 2ja ára kennarareynslu helzt i sér- skólum. Lénsskólasálfræðingur þarf að skipuleggja framhaldsmenntun skólasálfræðinga og annarra, sem vinnna að félagslegri þjónustu i skólum svo sem félags- ráðgjafa, hjúkrunarkvenna, sér- kennara, yfirkennara, skóla- stjóra og starfskynningar- kennara. Þetta fólk nefnist einu nafni á sænsku „elvvffrdand personal". Fáir eða engir islenzkir skólar hafa allt þetta starfsfólk á sinum snærum svo ég veit ekki hvað það myndi kallast á islenzku ef til væri. Loks aðstoðar lénsskólasál- fræðingurinn skólastjórana við skipulagningu i skólunum, ekki sizt við skipulagningu sér- kennslunnar, sem er mjög um- fangsmikil i sænskum skólum t.d. hal'ði ég eftirlit með kennslu 200 sérkennara meðan ég var lénskólasálfræðingur i Hallands- léni og svipuð mun tala sér- kennara v«ra hér i Bl»kinge léni þar sem ég hef starfað siðan 12. kennara vera hér i Blekinge léni Lénsskólasálfræðingar skipu- leggja oftast i samráði við skóla- stjóra innritun barna i fyrsta bekk, kennarar sem kenna i 1.-3. bekk koma þar mjög við sögu, en i Sviþjóð hafa þeir kennarar sér- staka menntun og kallast „smáskollárare" á sænsku. Þeim til aðstoðar við innritun og að- lögun barna að námi i fyrsta bekk, eru sérkennarar, hjúkrunarkonur, skólasálfræð- ingar og kennarar leikskólanna. Lénsskólasálfræðingar hafa að öllum jafnaði praktikanta þ.e. unga sálffræðinga, sem lokið hafa námi i háskóla en ekki hlotið reynslu i starfi. Lágmarks- menntun þessara ungu sál- fræðinga hjá reyndara fólki eru 6 mánuðir. Þessa 6 mánuði getur ungi sálfræðingurinn dvalið hjá einum reyndum sálfræðingi i ein- hverri grein eða tveimur. Læri hann hjá tveimur reyndum sál- fræðingum er annar þeirra t.d. skólasálfræðingur og hinn vinnu- sálfræðingur. Eins má vera að annar sé kliniskur sálfræðingur og hinn skólasálfræðingur. Að lokinni þessari 6 mánaða hagnýtu menntun getur ungi sálfræðingurinn, að fengnum viðunandi meðmælum eldri sálfræðings, sótt um starfs- réttindi sem aðstoðarsál- fræðingur. Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.