Tíminn - 21.11.1972, Qupperneq 11

Tíminn - 21.11.1972, Qupperneq 11
10 TÍMINN iJriðjudagur 21. nóvember 1972 Þriðjudagur 21. nóveniber 1972 TÍMINN 11 (ieilahjörðin á Sjávarhólum. Ksjan i baksýn. fjöldi til hindrunar þvi,að stofninn deyi út, þvi að allt það.sem umfram er þá tölu.er styrklaust af hálfu hins opinbera. Og svo að sjálfsögðu þeir bændur, sem ekki senda nákvæma skýrslu um geitaeign sina. beir fá ekki heldur neinn styrk. Þrauka enn á láum stööum......... Það skal fúslega viðurkennt, að sá, sem þessar linur skrifar, veit ekki á hve mörgum stöðum á landinu geitur eru nú. bær hafa til skamms tima verið bæði i Axarfirði og á Melrakkasléttu og i fyrra voru þær á einum bæ i Vopnafirði og munu vera þar enn. A Sjávarhólum á Kjalarnesi eru sjö geitur, þegar með eru taldir tveir hafrar. Þar er eins ástatt og viðast annars staðar, að geiturnar eru einkum hafðar til skemmtunar — til þess að gera dýralifið fjölbreyttara — en ekki til neinna nytja. Þær eru ekki mjólkaðar og það er ekki heldur gert til þess að framleiða kjöt. Við skruppum tveir upp að Sjávarhólum fyrir fáum dögum, og þá tók Róbert Agústsson, ljós- myndari þessar myndir, sem hér fylgja með. En verk ljósmyndar- ans var alls ekki létt, þvi kibbur • • • Ekki leikur það á tveim tung- um, að menn hafa snemma tamið geilur og gert þær að húsdýrum. Ásatrúarmenn hugsuðu sér að einn þeirra guða, sem þeir trúðu að til væru, beitti höl'rum l'yrir vagn sinn, og svo voru þeir magnaðir, að einu gilti þótt þeim væri slátrað að kveldi og kjölið af þeim étið. Það þurfti ekki annað en raða beinunum á skinnin og vigja siðan allt gumsið: Hafrarn- ir risu óðara upp, alheilbrigðir. (Mikið má það vcra, ef þcssi hug- mynd er ekki komin frá kotkörl- um, sem óskuðu sér þess að geta slátrað tvisvar sömu rollunni). Siðan er geila nokkrum sinnum getið i fornum heimildum, og mörg eru þau örnefni á landi voru, sem á þær minna. Það er lika mjög sennilegt, og má raunar telja fullvist, að þær hafa verið miklu algengari húsdýr en hægt er að sanna með beinum rökum, og liggja til þess ýmsar ástæður. IJúskapur. Geitur eru léttar á l'óðrum, og þótl þeim sé ekki áskapað að safna miklum holdum, þá eru þær ekki heldur gjarnar á að láta þau hold, sem þær eitt sinn hafa náð. Þær eru þvi einhver ákjósanleg- asli málnytupeningur á þeim stöðum, þar sem erfitt er um tún- rækt og kúaeign. Og það er vandalaust að láta geitur mjólka langt fram á haust, jafnvel fram undir jól, ef þörf krefur. Að öllu þessu athuguðu er það sizt að undra, þótt efnalitlir bændur á harðbalajörðum not- færðu sér kosti þess að eiga geit- ur, enda brugðu margir á það ráð. , Hitt er svo aftur annað mál, að geitur hafa sina galla, ekki siður en annað búfé, og margir voru þeir, sem höfðu á þeim harla litl- ar mætur. Þær eru hinir mestu skemmdarvargar i kálgörðum og Það er haustró og friður yfir náttúrunni. ,,—Bara aö mennirnir gætu einhvern tima séð okkur i friði' Timamvndir Róbert. lausu heyi, og á meðan torfþök voru á öllum húsum þóttu þær gjarnar á að spilla þeim, enda eru þær prilandi upp um allt — og oft- ast til litilla þarfa. Nú eru allir hættir að eiga geit- ur til nytja. bær eru ekki framar mjólkaðar, enda er þess ekki ,að vænta, svo mjög sem túnrækt og kúaeign hefur aukizt á siðustu áratugum. Og enginn þarf að ætla sér að verða rikur af ull þeirra; Það væri að fara i geitarhús að leita ullar. Hér gilti það gamalkunna lög- mál framboðs og eftirspurnar, að geitum fækkaði i réttu hlutfalli við þær nytjar, sem menn þóttust geta haft af þeim. 1 fyrra voru þær ekki nema rétt um hálft þriðja hundrað á landinu öllu, en undirritaðan brestur heimildir um tölu þeirra i ár. bessi þróun hefur að sjálfsögðu ekki farið framhjá landsfeðrum vorum og þeim.sem gerzt hafa forsjármenn bænda : Það er farið að verðlauna menn fyrir að eiga geitur, en að visu þurfa þeir að uppfylla viss skilyrði til þess að njóta sliks. Bændur þurfa að senda vandaða skýrslu um geitaeign sina, og ekki aðeins um fjölda þeirra, heldur einnig heimildir um ætt- erni, lit og nytjar hverrar skepnu. En þegar talað er um nytjar, er átt við.hvenær geitin hafi fengið að vetrinum, hvenær hún hafi borið og hvort afkvæmið var sett á vetur eða þvi lógað að hausti. Sé þessum skilyrðum fullnægt og samvizkusamlega að öllu farið, eru mönnum greiddar fjögur hundruð krónur á hverja geit, sem þeir eiga, að viðbættri visi- tölu, sem nú er meira en tvöföld grunntalan, þannig að styrkur á hverja geit er nú rúmar 963 krón- ur. Það er alls ekki svo slæmt, þegar „meðlagið” með hverri geit er farið að nálgast þúsund- kallinn. Þess ber þó að geta i sambandi við styrkinn, að hann er ekki veittur á hærri tölu en tvö hundruð geitur á öllu landinu. Það litur út fyrir, að þeim, sem um þessi mál hafa fjallað á opin- berum vettvangi, þyki það nógur llvitar gcitur cru fallegar skepnur. voru ekkert upp á það komnar að hafa frið á meðan reynt var að mynda þær. Þó tókst Róbert verkið harla vel: Þær sáu ekki við tækninni. Skáldskapur. í upphafi var vikið litillega að skáldskap, þar sem geita er getið. Ætla mætti, að þar væri eitt á að minnast, þvi að ekki virðast þær liklegar til þess að örva andagift manna, blessaðar. Þó er undirrit- uðum kunnugt um að minnsta kosti tvö dæmi úr ljóðagerð sið- ustu áratuga, þar sem verður til minning geitahirðisins verður til þess að varpa ljóma á skáldskap hans. Ágætt ljóðskáld, sem að visu hefur aldrei viljað láta setja sig á skáldabekk (og er kannski vorkunnarmál), hefur lýst timg- un geitfjár með svofelldum o r ð u m Hamaðist ég með hafurinn, höfðingja minna geita... Af velsæmisástæðum er þvi miður ekki hægt að fara lengra i ljóðinu. Þó má geta þess, að á móti „geita” rimar höfundurinn „þreyta”. Taldi hann hafur sinn sizt hafa þurft að kvarta undan henni. Sami maður sendi einnig vini sinum svohljóðandi ávarp: Meðan hani eltir hænu, meðan huðna drekkur sull... o.s.frv. Hann vissi bað, eins og allic er einhvern tima hafa umgeng- izt geitur, að huðna er ung geit, helzt veturgömul eða þá tvævetla. Sums staðar á landinu heitir þetta haðna (um höðnu o.s.frv.). Og sull, sláturblanda og annað þess háttar — það er uppáhalds- drykkur allra geita. Þótt þessi dæmi hafi verið tilfærð úr ljóðagerð siðustu ára, skal þvi ekki haldið fram hér, að bókmenntir þjóðarinnar myndu biða neinn óbætanlegan hnekki, þótt geitur hyrfu með öllu úr landi. Aftur á móti yrði dýralif landsins miklum mun fáskrúð- ugra fyrir vikið. Þess vegna er það að minni hyggju ekki nóg að halda geitastofninum i þvi lágmarki, sem hann er nú. Þeim þarf að fjölga, og það meira að segja talsvert, frá þvi sem nú er. — VS. Tveir hafrar. Skyldi sá svartsmokkótti ekki vera aö láta sig dreyma um að verða einhvern tíma eins fagurhyrndur og höfðinginn við hlið hans. Hvað gerir lénsskólanefnd? t Sviþjóð eru 24 lén. Lénin eru misjafnlega stór að flatarmáli og ibaúatalan er einnig mismun- andi. Hvert lén hefur að vissu marki sjálfstjórn og er æðsti maður i hverju léni nefndur landshöfðingi. Landhöfðinginn er oft lögfræðingur að menntun en þarf ekki endilega að vera það. T.d. var varaforseti Alþýðusam- bandsins sænska nýlega gerður að landshöfðingja þótt hann hefði ekki lögfræðimenntun. Haustið 1971 fékk ég starf sem lénsskólasálfræðingur i Hallands léni og kynntist þá skipulaginu varðandi lénin nánar. einkum að þvi er snerti fræöslumál. Hallands lén er meðal minni léna Sviþjóðar. Þaö er um það bil 170 km á lengd og að meðaltali 40 km á breidd. tbúafjöldinn er tæplega 200.000. Halland er ásamt Skáni og Blekinge gamalt danskt land, sem Danir létu af hendi við Svia 1658. Enn þann dag i dag er samt margt sem minnir á Dan- mörku i þessum landshluta m.a. margar gamlar byggingar og siðir sem Sviar norðar i landinu þekkja varla. Hvert lén hefur, hvað stjórn lénsins snertir, sitt sjórnaraðsetur. 1 Hallandi er borgin Halmstad aðsetur lands- höfðingjans og lénsstjórnarinnar, auk annarra lénsstofnana, sem launaðar eru af rikinu. Stofnun, sem nefnist lénsskóla- nefnd, hefur alltaf aðsetur sitt i sömu borg og landshöfðingi og lénsstjórn og skal nú gerð nánari grein fyrir þvi hvað lénsskóla- nefnd gerir, en Sviþjóð er eina landið i Evrópu, þar sem slik stofnun er starfrækt. Lénsskólanefndin er æðsta yfir- vald skólanna i hverju léni, en yfir stjórn skóla alls landsins er i höndum stofnunar, sem nefnist Skolöverstyrelsen, alltaf skammstafað Sö bæði i ræðu og riti.. Sö hefur aðsetur sitt i Stokkhólmi. Lénsskólanefnd er skipuð sam- kvæmt ákveðnum reglum og eiga sæti i henni m.a. fuiltrúar rikis- stjórnarinnar, lénsstjórna, at- vinnurekenda og launþega. Lén- skólanefnd heldur venjulega fundi einu sinni i mánuði og eru þá allar mikilvægar ákvarðanir varðandi fræðslumál lénsins teknar. Dagleg störf i lénsskóla- nefndunum eru unnin af mönnum, sem einu nafni eru kallaðir „tjanstemán”, sem rétt- ast mun að þýða með orðinu rikis- embættismenn á islenzku þótt sú þýðing sé ónákvæm og segir ekki til hlitar hvað i orðinu „tjánste- mán” felst. Æðsti embættismaður léns- skólanefndarinnar nefnist á sænsku „lansskolinspektör”, sem væntanlega myndi verða þýtt með orðinu lénsfræðslustjóri ef samsvarandi embætti væri til á tslandi. Aðrir embættismenn i lénsskólanefnd eru: skolin- spektör, byradirektör, fort- bildningsledare og lansskolpsyko- log. Islenzkir lesendur, sem lært hafa dönsku, en kunna ekki sænsku, mega gæta sin á þvi að rugla ekki saman danska orð- inu skoleinspektör og sænska orð- inu skolinspektor. Danska örðið skoleinspektör er sama og skóla- stjóri á islenzku, skolinspektör eða lá'nsskolinspektör á sænsku táknar æðsta yfirvald skólanna i hverju léni, mann eða menn sefn i senn eru ráðgjafar og að vissu marki yfirmenn skólastjóranna. Hversu margir skolinspektörer eru i hverri lénsskólanefnd fer eftir þvi hversu fjölmennt lénið er, en venjulega eru þeir 2-3. Þessir embættismenn skipta um- sjón með skólunum i léninu á milli sin og fer sú skipting venju- lega eftir þvi hvaða menntun þeir hafa sjálfir og hvaða skóla eða skólastig þeir þekkja bezt. Allir skólar i sama léni lúta eftirliti og umsjá þessara manna og skiptir i þvi sambandi engu máli hvort skólinn er barnaskóli, unglinga- skóli, menntaskóli eða sérskóli t.d. landbúnaðar- eða sjómanna- skóli. ByrSdirektören myndi vafalitið f Eftir Ölaf Gunnarsson, ] lénsskólasálfræðing J verða kallaður skrifstofustjóri á islenzku. Hann er að öllum jafn- aði lögfræðingur að menntun. Skrifstofustjórinn á að gæta þess i samráði við aðra embættismenn nefndanna að allt sem þar er gert sé gert lögum samkvæmt. Hann þarf þannig ekki aðeins að kunna lögin heldur einnig að fylgjast vel með öllum reglugerðum og breyt- ingum á reglugerðum. Þessar reglugerðir eru stöðugum breyt- ingum undirorpnar og eru breyt- ingarnar alltaf tilkynntar léns- skólanefndunum i heftum sem heita „aktuellt frán Skolöverstyr- elsen”. Sá sem ekki fylgdist vel með þvi sem stendur i þessum heftum getur ekki úrskurðað hvað rétt sé samkvæmt lögum og reglugerðum þegar nokkur timi er umliðinn frá útkomu reglu- gerðar. Skrifstofustjórinn veitir viðtöku umsóknum kennara um kennara- ólafur (iuiiuarsKon léiiKskólasálfræðiiigur. stöður, umsóknum þeirra um starfsfri til framhaldsnáms og námsstyrki i þvi sambandi. Skrif- stofustjórinn verður i þessu sam- bandi oft að leiðbeina fræðsluráð- um, fræðslumálastjórum og skólastjórum. Skrifstofustjórinn fylgist með leyfisdögum starfsmanna léns- skólanefndanna, bæði rikisem- bættismanna og annars starfs- fólks, sem að öllum jafnaði er heldur fleira en embættismenn- irnir, er þar um vel menntað skrifstofufólk aö ræða sem m.a. skrásetur öll erindi sem nefndun- um berast og þau svör sem send eru frá nefndunum við hinum ýmsu erindum. Elztu starfsmenn lénsskólanefndanna hafa 40 leyfisdaga á ári. Vinnutiminn er 40 stundir á viku þ.e. 8 stundir á dag. Laugardagur og sunnudagur eru fridagar. Fortbildingsledare er maður, sem sér um framhaldsmenntun kennara en allir sænskir kennar- ar eiga rétt á 5 framhaldsmennt- unardögum á ári með fullum launum. Rikið borgar ekki aðeins laun kennara á þessum dögum, heldur einnig feröakostnað i sam- bandi við framhaldsnámsdaga, auk uppihalds ef námið fer fram fjarri heimili kennaranna. Fort- bildingsledaren yrði væntanlega kallaður framhaldsmenntunar- stjóri á islenzku ef starf hans væri til á tslandi. Framhaldsmenntunarstjórinn hefur sér til aðstoðar 6-7 náms- stjóra (konsulenter) og skipta þeir á milli sin hinum ýmsu námsgreinum og skólastigum. Stundum gegnir sami námsstjóri starfi i meira en einu léni t.d. er algengt að einn námsstjóri skipu- leggi kennslu heyrnardaufra barna i mörgum lénum og sama máli gegnir um kennslu sjrfn- dapra barna. Námsstjórarnir vinna námsstjórastörf sin á 2. degi á viku en kenna jafnlangan tima, þannig er tryggt að þeir losni ekki úr tengslum við hið lif- ræna starf skólanna. Allir em- bættismenn nefndanna hafa sam- ráð sin á milli um störf náms- stjóranna og halda þeir reglulega fundi i sambandi við bæði náms- stjórnina og önnur mál nokkuð reglulega t.d. einu sinni i hálfum mánuði. Loks er á velflestum lénsskbla- nefndum maður sem nefnist l3ns- skolpsykolog. Lénsskólasálfræð- ingurinn verður að hafa æðri menntun sálfræðinga (högre behörighet kallast hún á sænsku). i þessu flest, að lénsskólasálfræð- ingurinn þarf að hafa háskóla- menntun sem jafngildir fil. iic. og starfsreynslu ekki minni en 3ja ára starf sem skólasálfræðingur auk reynslu og helzt menntun sem kennari. Sem dæmi þess hversu erfitt er aö uppfylla þess- ar kröfur má geta þess, að sl. vor auglýsti Sö 10 lénsskólasálfræð- ingsstöður lausar til umsóknar i jafnmörgum lénum. Umsækjend- ur um þessi störf munu hafa verið nærri 80. 1 ágústmánuði sl. voru fjórum mönnum veitt þessi störf. 6 lén l'engu að sinni engan nógu menntaðan lénsskólasálfræðing en Sö ákvað að auglýsa störfin á nýja leik i 6 lénum. Menntunarkröfur sem gerðar eru til skólasálfræðinga eru enn strangari en i Sviþjóð i sumum löndum t.d. þarf danskur skóla- sálfræðingur að hafa lokið kennaraprófi og verið kennari i minnst 5 ár. Við þessa menntun og starfsreynslu bætist 7 ára háskólanám. I Englandi þarf skólasálfræðingur að loknu háskólanámi að hafa minnst 2ja ára kennarareynslu helzt i sér- skólum. Lénsskólasálfræðingur þarf að skipuleggja framhaldsmenntun skólasálfræðinga og annarra, sem vinnna að félagslegri þjónustu i skólum svo sem félags- ráðgjafa, hjúkrunarkvenna, sér- kennara, yfirkennara, skóla- stjóra og starfskynningar- kennara. Þetta fólk nefnist einu nafni á sænsku „elvv^rdand personal”. Fáir eða engir islenzkir skólar hafa allt þetta starfsfólk á sinum snærum svo ég veit ekki hvað það myndi kallast á islenzku el' til væri. Loks aðstoðar lénsskólasál- fræðingurinn skólastjórana við skipulagningu i skólunum, ekki sizt við skipulagningu sér- kennslunnar, sem er mjög um- fangsmikil i sænskum skólum t.d. hafði ég eftirlit með kennslu 200 sérkennara meðan ég var lénskólasálfræðingur i Hallands- léni og svipuð mun tala sér- kennara vara hér i Bl»kinge iéni þar sem ég hef starfað siðan 12. kennara vera hér i Blekinge léni Lénsskólasálfræðingar skipu- leggja oftast i samráði við skóla- stjóra innritun barna i fyrsta bekk, kennarar sem kenna i 1.-3. bekk koma þar mjög við sögu, en i Sviþjóð hafa þeir kennarar sér- staka menntun og kallast „smáskollarare” á sænsku. Þeim til aðstoðar við innritun og að- lögun barna að námi i fyrsta bekk, eru sérkennarar, hjúkrunarkonur, skólasálfræð- ingar og kennarar leikskólanna. Lénsskólasálfræðingar hafa að öllum jafnaði praktikanta þ.e. unga sálffræðinga, sem lokið hafa námi i háskóla en ekki hlotið reynslu i starl'i. Lágmarks- menntun þessara ungu sál- fræðinga hjá reyndara fólki eru 6 mánuðir. Þessa 6 mánuði getur ungi sálfræðingurinn dvalið hjá einum reyndum sálfræðingi i ein- hverri grein eða tveimur. Læri hann hjá tveimur reyndum sál- fræðingum er annar þeirra t.d. skólasálfræðingur og hinn vinnu- sálfræðingur. Eins má vera að annar sé kliniskur sálfræðingur og hinn skólasálfræðingur. Að lokinni þessari 6 mánaða hagnýtu menntun getur ungi sálfræðingurinn, að fengnum viöunandi meðmælum eldri sálfræðings, sótt um starfs- réttindi sem aðstoðarsál- fræðingur. Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.