Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 21. nóvember 1972 Þegar Paterson litlu seinna leit upp frá vinnu sinni, kom hann sér til undrunar auga á frú Betteson, sem sat á aurbretti bjúikksins. Hún var eins og skripamynd af trúboða, þar sem hún sat þarna með einn af uppgjafahjálmum Bettesons á höfðinu til varnar gegn sólinni — ein af kenningum Bettesons var sú, að hún væri eins og hún var vegna þess að á yngri árum heði hún aldrei haft neitt á höfðinu. Hún horfði á sléttuna og fjöllin, sem voru böðuð í sterkri hvitri siðdegisbirtunni, svipurinn i ljósbláum augum hennar var andaktugur eins og hún væri að biðja. „Það er erfitt aðsjá, hvert vegurinn liggur", sagði hún. „Já," svaraði Paterson. ,,Hvað gerist, ef — " Hún lauk ekki setningunni bæði af gömlum vana og einnig vegna þess, að henni fannst heimskulegt að hafa orð á ótta sinum. 1 mörg ár hafði henni verið sagt, að allt sem hún lét út úr sér væri heimskulegt, það sagði Betteson alltaf. Hún haföi ei haft kraft i sér til þess að igrunda það, sem hún sagði, og hana hafði ailtaf skort viljastyrk til að risa gegn þeirri skoðun, að hún væri ekki með öllum mjalla. En þetta var alltaf þvi, aðhún hafði misst fyrsta og eina barnið sittá sjúkrahúsinu i Mandalay fyrir þrjátiu árum. Síðan þá hafði hún ekki getað einbeitt sér að nokkrum hlut. Hún hafði ætlað að spyrja um, hvað gerðist, ef brúin, sem þau þyrftu að fara yfir, væri hrunin. Gætu þau þá haldið áfram eftir öðrum vegi? Frú Betteson gleymdi þvi, sem hun hafði verið að hugsa um þegar hún sá Nadiu. A kvöldin, þegar hún, frú Portman og frú McNairn voru orðnar einar i tjaldinu, barst talið alltaf fyrr eða siðar að burmönsku stúlkunni. Frú Portman sagði, að það væri alveg augljdst, að hún ætti von á barni. Ekki þyrfti annað en að sjá hana til að vera viss um það. Frú Betteson horfði um stund hugsandi á kringlótt, stinn brjóstin á Nadiu ogá bogadreginn magann undir rauða pilsinu, og svo komu orðin hálf aulalega eins og venjulega, og áður en hún vissi af var hún búin að segja: „Eg eignaðist Ifka einu sinni barn........en það er mjög langt siðan...." Nadia brosti til hennar. Brosið gaf á alúðlegan hátt til kynna, að hún skyldi ekki orð af þvi, sem sagt var. Nadia og Paterson tóluðu alltaf burmönsku, og Nadiu langaði ekkert til að læra ensku. Burmanska málið var næstum eins og leyndarmál hennar og Patersons. Frú Betteson skildi vingjarnlegt bros stúlkunnar og sagði við Pelerson: ,,Kann hún ekki ensku? Hugsa sér, ég var svo viss um að hún kynni ensku". Paterson var með höfuðið undir vélarhlifinni og heyrði ekki, hvað hún sagði. Nadia beygði sig og sagði eitthvað við hann á burmönsku. Hann rétti sig upp og sneri sér að i'rú Betteson. „Égá annrikt",sagði hannstuttur ispuna. „Hvað vantaryður?" „Eg hélthún kynni ensku. Eg sagði við hana, að ég hefði lika eignast barn fyrir mörgum árum sfðan". Það rann upp fyrir Paterson, hvað það var, sem hún var að segja. Osjálfrátt færði hann sig nær henni og reiddi upp skrúflykilinn, sem hann hélt á eins og til höggs. Frú Betteson varð altekin gamla óttanum við að vera slegin, en i þetta sinn var það ekki Betteson sem hún óttaðist, heldur Paterson, sem stóð fyrir framan hana með skrúflykil- inn á lofti: „Sagði ég nú eitthvað rangt eða heimskulegt? „Hver er það, sem breiðir svona nokkuðút?"spurði Paterson. „Sagði ég einhverja vitleysu? Ó, nú hef ég aftur sagt eitthvað hræði- legt". „Hver er þáð?" æpti Paterson að henni. Augu hennar voru uppglennt og stjörf af ótta. Hún var dauðhrædd. Paterson fór að vorkenna henni og reyndi að hafa hemil á sér. „Segið mér, frú Betteson", spurði hann rólega, „hver hefur sagt yður þetta?" „Þau segja þetta öll". „Viðhverneigiðþér, þegar þér segið „þauöll"?" „Frú Portman". Það var sem öll sú birta, sem sindraði i kringum hann, safnaðist saman fyrir augum hans og blindaði hann andartak. Sársaukinn í augunum hvarf smám saman fyrir eiðibylgjunni, sem gangtók hann. Aftur varð hann að gæta sin til að hafa stjórn á reiði sinni. „Þér ættuð heldur að fara niður eftir til hinna, frú Betteson," sagði hann. „Já, en — sagði ég einhverja vitleysu?" „Nei, það skiptir ekki máli," svaraði hann. „Hafið ekki áhyggjur af þvi." Svitinn streymdi niður enni hans og niður i augu, svo að hann sveið i þau. Hann fór að lemja á blöndunginn með skrúflyklinum i æðislegum ákafa til að reyna að losa róna, sem tengdi blöndunginn við bensin- rörið. Svo fór hann að formæla þessu fjandans tæki, sem átti sök á vélarbiluninni. Frú Betteson heyrði lætin i honum og hélt, að reiði hans beindist gegn henni, og hún hraðaði sér af stað niður brekkuna. Göngulagið var reikandi og óstöðugt og skelkurinn gerði það ennþá óöruggara. Þegar majór Brain var á leið upp til Patersons á hjólinu sinu með skilaboð, fannst honum hitinn vera orðinn eitthvað áþreifanlegt, sem ynni markvisst að þvi aö hindra hann i að komast upp brekkuna. Það var heppilegt, að honum skyldi hugkvæmast að flytja tjaldið á hjólinu. Honum i'annst vel þess virði að erfiða upp brekkuna til þess eins að geta brunað niður aftur. Jafnvel i þessum hræðilega hita hafði það verið mjög hressandi. Á vegbrúninni sat Paterson.og i kingum hann virtust tætlurnar ur að minnsta kosti þrem vélum. Olia og sviti höfðu runnið saman i grænan og brúnan farða á andliti hans, svo að hann minnti helzt á sótara. Við hliðina á honum stóðu Tuesday og Nadia með verkfæri og varahluti i höndunum og liktust engu meira en taugaóstyrkum og skelkuðum aðstoðarmönnum við uppskurð, sem er i þann veginn að misheppnast. „Portman bað mig að spyrja, hversu langan tima þér hélduð, að þetta tæki?" „Ég hcfði af'tur á móti gaman af að vita, hvernig i fjandanum þið farið að þvi að láta timann liða þarna niðri?" „Við erum búin að fá okkur te." „Umm!" sagði Paterson og teygði sig eftir skrúflyklinum. „En hugulsamt af yður að færa mér sopa!" Majórinn roðnaði. Hann fitlaði órólegur við stýrið á hjólinu og sagði að — sér þætti það leitt, en hann hefði ekkert hugsað út i það. „Skitt veri með það," sagði Paterson. „Sliku er auðvelt að gleyma." „Já, hitinn gerir mann gleyminn," svaraði majórinn. En hverju á ég að svara Portman? Hversu langan tima haldið þér að þetta taki?" „Spyrjið hann, hvað honum komi það við! Það er ekki billinn hans, sem er i ólagi. Þetta tekur skosinn tima." „Hin vilja visthalda áfram, þaueru ekki enn búin aðtjalda." „Þau eiga eftir að sjá eftir þvi, ef þau halda áfram ein sins liðs. Þessi 1264 Lárétt 1) Gretti sig.- 6) Komist.- 8) Vendi.- 10) Aga,- 12) Komast.- 13) Nes,- 14) Svei,- 16) Guð.- 17) Vaí'a.- 19) Kátt.- Lóðrétt 2) örn.- 3) Læ.- 4) Ull.- 5) Uslar.- 7) Stakk.- 9) 111.- 11) Uri.- 15) Afl.- 16) Hrá.- 18) As.- Lóðrétt 2) Þyt,- 3) Lita Kvendýr.- 7) Lika,- 11. Eta.- Handafálm.- 18 - 4) Farða.- 5) Svivirða.- 9) 15) Útibú. ) Tónn,- 16) Ráðning á gátu No. 1263 Lárétt • 1) Völur,- 6) Ræl.- 8) Sin.- 10) Lút,- 12) LL,- 13) Ra.- 14) Ala,- 16) Hik.- 17) Fár,- 19) Ilsár,- D R E K I 7 Meeum við v— fá okkur >—-—^~V sprett . Spyrjið dýrin ekkimig- / Jáþettaertankskip, ^— stórt og mikið —-/ ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Biallan hringir. 15.00 Miðdeeistónleikar 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið. Þorsteinn Sivertssen kynnir. 17.10 Framburðarkennsla i þvzku. spönsku og csperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans lljalta lilla" eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (13). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Umhverfismál 19.50 Barnið og samfélagið Magnús Magnússon skóla stjóri flytur stutt erindi: Er hneisa að vera vangefinn? 20.00 Tónlist frá 18. öld 20.40 Norðmenn og neiið.Cecil Haraldsson kennari þýðir og flytur erindi eftir Arne Treholt blaðamann um norsk stjórnmál og viðhorf- in til Efnahagsbandalags- ins. 21.10 Sönglög eftir Eric Satie og Gustav Mahler. Jessye Norman syngur, Irwin Gage leikur undir á pianó. 21.40 iþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn 22.00 Fréttir.Tækni og visindi: Uppruni lifs á jörðu I.Guð- mundur Eggertsson prófessor og Páll Theódórs- son eðlisfræðingur sjá um þáttinn. 22.25 Harmonikulög . Yvette Horner leikur. 23.00 A hijóðbergi.Bandariska skáldið Ezra Pound les úr ljóðum sinum. Með verða fluttar nokkrar islenzkar þýðingar þeirra eftir Kristin Björnsson lækni. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIDJUDAGUR 21. nóvember 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyldan Brezkur framhalds- mynda flokkur. 30. þáttur. Jól. Þýðandi Heba Júlíus- dóttir. Efni 29. þáttar. Philip Ashton hefur fengið levfi frá herþjónustu um ó- ákveðinn tima vegna blindu Hann er á leið til Lundúna með lest ásamt fleiri særðum og sjúkum her- mönnum. Klefafélagi hans tekur hann tali, og Philip verður brátt ljóst, að þeir hafa hitzt áður. Samferða- maðurinn er morðingi, sem hann var samtiða i Spánar- striðinu. Shefton Briggs er sjúkur. Hann sendir syni sinum boð, og hann bregður skjótt við, og kemur heim ásamt Jenny vinkonu sinni. 21.25 „Slagsiða?"Er slagsiða á menntakerfi þjóðarinnar? Umærðuþáttur um of- menntun og vanmenntun hinna ýmsu þjóðfélags- stétta. Umræðum stýrir dr. Kjartan Jóhannsson. 22.05 Barenboim túlkar Beethoven. Flokkur tónlistarþátta. þar sem Daniel Barenboim' leikur, eða stjórnar flutningi tón- verka eftir Ludwig van Beethoven. Hér leika Barenboim og kona hans, Jacqueline du Pré, Sónötu i A-dúr fyrir selló og pianó op. 69. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.