Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN' Þriðjudagur 21. nóvember 1972 Ármann átti ekki í vandræðum með Fram — móguieikar á að Fram, Valur og Ármann verði jöfn að stigum í Reykjavíkurmótinu í handknattleik Hið unga og efnilega Armanns- !ið setti heldur betur strik i reikn- inginii, þegar það sigraði Fram 1:2 i Keykjavikurmótinu i kyennahandknattleik. Armanns- liðið er að verða skemmtilegasta kvennalið okkar — liðið er skipað mjög ungum ög skemmtilegum handknatlleiksstúlkum. Sérstaka athygli vakti Krla Sverrisdóttir, cn liún er á góðri leið að verða okkar allra be/.la handknattleiks- kona — i leiknum gegn Fram, skoraði hún tvö góð mörk og var slúlkan á bak við sigur Armanns. Framliðið byrjaði að skora i leiknum, en markið skoraði Helga. Erla Sverrisdóttir jafnar fyrir Ármann, en Oddný Sigur- steinsdóttir, kemur Fram aftur yfir, 1:2. Fyrir leikhlé jafnar Agústa og var staðan 2:2 i hálf- leik. I siðari hálfleik komu Ar- mannsstúlkurnar tviefldar til leiks og tóku leikinn i sinar hend- ur, þær skoruðu tvö mörk, fyrst Guðrún Sigurþórsdóttir og siðan Erla Sverrisdóttir úr hraðaupp- hlaupi rélt fyrir leikslok. Sigurinn var sanngjarn, betra liðið sigraði — Nú geta þrjú lið orðið jöfn i Reykjavikurmótinu, en þá verður Fram að sigra Val i siðasta leik mótsins. Framliðið lék lyrir neðan getu i leiknum gegn Armanni og náði það aldrei að sýna leik, eins og það hefur leikið i mótinu fram að þessu. Vikingsliðinu fer fram með hverjum leik, á sunnudaginn sigraði það KR 6:5 i jöfnum leik. Agnes Bragadóttir lék aðalhlut- verkið hjá Vikingi — hún skoraði fjögur mörk, þar af þrjú fyrstu mörk liðsins. Leikur Vikings og KR var mjög jafn til að byrja með, um miðjan fyrri hálfleikinn, var staðan 2:2 — þá skora þær Þórdis Magnúsdóttir og Agnes. Guðrún Edda minnkar muninn i »DO»<3S4f Æfinga- gallar ALLAK STÆKÐIR Bómullargallar irá kr. 740.00, Stretch/bómull frá kr. 1170.00. Póstsendum .skarssonar Klappáratig; 44 — Slmi 11783 — Rcykjavtk 4:3strax i siðari hálfleik, þá skor- ar Jónina fyrir Vfking og aftur minnka KR-stúlkurnar muninn Hjördis Sigurbjörnsdóttir, skorar 5:4 úr viti. Agnes skorar 6:4 og siðasta mark leiksins, skorar Soffía laglega úr horni. Þriðji leikurinn á sunnudaginn var leikur Vals og IR. Hinar ungu stúlkur i ÍR réðu ekki við leik- reyndar Valsstúlkur, sem sigruðu örugglega 14:5."Valur komst i 7:0 áður en Ólöf Einarsdóttir skoraði fyrsta mark 1R. Ólöf átti eftir að láta mikið aðsér kveða i leiknum, hún skoraði fjögur góð mörk, sem er vel af sér vikið — sérstaklega þegar mótherjinn er Valur. Ólöf er mjög góð handknattleikskona og á hún framtið fyrir sér i iþrótt- inni. Mörk Vals, skoruðu: Svala Sig- tryggsdóttir 6, Elin Kristinsdóttir 2, Harpa Guðmundsdóttir 2, Björg Guðmundsdóttir 3 og Sigurjóna Sigurðardóttir, eitt. Dómgæzla ileikjunum var fyrir neðan allar hellur, dómararnir virkuðu stundum eins og „trúð- ar", sem voru með allskonar bendingar, sem enginn skildi. Þá dæmdi dómari, Rögnvaldur Ólafsson, kvennaleik — hann hef- ur ekki réttindi til að dæma i meistaraflokki kvenna. Sæmund- ur Pálsson, lögregluþjónn með meiru, var hínn dómarinn og dæmdi hann óskiljanlega. — SOS. Staftan: Valur Armanii Fram KK Vikingur ÍR 4 0 0 34:12 8 3 0 1 19:8 6 3 0 1 24:12 6 1 0 3 20:24 2 1 0 3 12:22 2 4 0 0 4 12:35 0 Marklia-stu stúlkurnar: Arnþrúður Karlsd., Fram 9 Oddný Sigurst.d., Fram 9 ólöl Éínarsd., iR 9 Svala Sigtr.d., Val 9 Elin Kristinsd., Val 8 Elia Sverrisd., Arm. 7 Ujörg (iuðmundsd., Val 7 Eiia SveiTÍsdöttir, stekkur hér inn i vitateig Fram, eftir hraðupphlaup og skorar fjórða mark Armanns. (Timamynd: Róbert). Þróttur hefur mikla möguleika á að vinna 2. deild — segir Gunnlaugur Hjálmarsson, þjálfari liðsins — Þróttur vann Fylki 24:9 Einn leikur fór fram i 2. deildinni i handknattleik um helg- ina. Þróttur sigraði Fylki 24:9 i Laugardalshöllinni á sunnudag-. inn. Það er greinilegt að Þróttar- liðið er eitt það allra sterkasta i 2. deildinni — leikmenn liðsins eru ungir og efnilegir, leikmenn, sem eiga framtiðina fyrir sér. Þegar við náðum tali af Gunnlaugi Hjálmarssyni, þjálfara liðsins, eftir leikinn og spurðum hann um möguleika Þróttar i 2. deild, sagði hann: „Það eru miklir möguleik- ar að við vinnum deildina — samt er ég mjög hræddur við Akureyr- arliðin, sérstaklega þegar við leikum gegn þeim fyrir norðan. Möguleikar Þróttar til að komast i 1. deild eru miklir, ef liðið kemst ekki þangað i ár, þá verður löng bið á þvi að þeír fái að leika i 1. deild". Liðin, sem leika i 2. deild i ár, eru þessi: Þróttur, Fylkir, Þór, KA, Keflavik, Grótta, Breiðablik og Stjarnan. Jón „ein- valdur"? Karl með landsliðið? Iþróttasiðan hefur frétt, að miklar likur séu á þvi að Jón Erlendsson, fyrrverandi for- maður landsliðsnefndar i handknattleik, verði gerður að „einvaldi" i handknattleik. Hann mun þá velja landsliðið einn, en fyrir nokkrum árum var Sigurður Jónsson, for- maður handknattleiksdeildar Vikings, „einvaldur" og skilaði hann hlutverki sinu með miklum sóma. Þá hefur siðan frétzt, að það sé búið að leita til Karls Benediktssonar, þjálfara Fram og Hauka, og hann beðinn að taka að sér landsliðsþjálfun.^Karl er ekki búinn aðgefa ákveöiðsvar, en miklar likur eru á þvi, að hann taki við landsliðinu og undirbúi það fynr meistarkeppnina. Heims- Jón Erlendsson. Leika gegn Tékkum, Júgóslövum og Albönum — búið að raða í riðla í Heimsmeistarakeppni stúdenta í handknattleik islenzka stúdentaliðið i handknattleik, sem tekur þátt i Heimsmeistarakeppmi stúdenta i handknattleik. Icikur i riðli með Albaniu Tékkóslóvakiu og Júgóslaviu i Hi-liðaúrslitunum sem fara fram i Sviþjóð um áramótin n.k. Þetta er einn sterkasti riðikinn t.d. léku Tékkar til úr- slita i siðustu keppni gegn Rússutn og töpuðu naumlega. Islenzka liðið er byrjað að æfa fyrir keppnina, undir stjórnGunnars Kjartanssonar. Gunnar verður með liðið hér heima, en miklar likur eru á þvi, að Hilmar Björnsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari, verði með liðið úti i Sviþjóð, en hann er þar staddur. Leikmennirnir, sem æfa með stúdentaliðinu, eru þessir: Birgir Finnbogason, FH, Geir Thorsteinss. 1R, markverðir, Einar Magnússon, Vikingi, Þórarinn Tyrfingsson, 1R, Björn Jó- hannesson, Ármanni, Jón Karlsson, Val, Orn Sigurðsson FH, Jónas Magnússon, FH, Aukaleikur! H il m a r . . .s týr ir hann stúdentunum til sigurs? Steinar og Geir Friðgeirs- synir, KR. Jón Hjaltalin og Bjarni Jónsson, bætast við hópinn úti i Sviþjóð, en þeir stunda nám erlendis. Þá stendur til að hinn snjalli linuspilari úr Ármanni, Vilberg Sigtryggsson, bætist við hópinn. SOS. Keflavík og Akranes liðið leikur í UEFA-bi Stjórn- KSI er nú búin að ákveða, að fram fari auka- leikur milli Keflvikinga og Skagamanna, um hvort liðið fái rétt til að leika i UEFA- bikarkeppninni i knattspyrnu. Þegar við náðum tali af Haf- steini Guðmundssyni og spurðum hann hvenær leika um það hvort karkeppninni 1973 leikurinn færi fram, sagði hann: „Félögin eiga að koma sér saman um leikdag, en leikurinn verður leikinn i febrúar 1973. Ef félögin verða ekki búin að semja um leik- dag fyrir áramót,þá ákveður stjórn KSI, hvenær leikurinn fer fram." Albert einróma kos inn formaður K.S.Í. Albert Guðmundsson var einróma endurkjörinn for- maður KSl, á ársþingi þess um helgina. Arsþingið fór fram i Kristalsalnum i Loft- leiðarhótelinu. 94 fulltruar mættu á þingið viðs vegar af landinu og höfðu þeir 97 at- kvæði. Stjórn KSl er nú skipuð þessum mönnum, Albert Guð- mundsson, formaður, Jón Magnússon, Friðjón'Friðjóns- son, Axel Kristjánsson, Jens Sum a rliðason , Bjarni Felixson og Hreggviður Jóns- son. Nánar verður sagt frá þinginu hér á siðunni, siðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.