Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 21. nóvember 1972 TÍMINN 17 Toshack......knaUspyrnusnillingurinn frá Liverpool. Hann skorar mörk i nær hverjum leik, sem hann leikur með Liverpool-liðinu. A laugardaginn skoraöi hann gegn Newcastle. Enska knattspyrnan: 505: Fmbærír leikmenn Leeds réðu ekki við nýit C. Palace lið — þeir höfðu tvö mörk undir í hálfleik, en í síðari hálfleik sýndu þeir frábæran leik og jöfnuðu Um 57 þúsund áhorfendur, sem komu á leikvöll City, Maine Road, uröu vitni að þvi, þegar Manchester City sigraði Manchester United örugglega ;t:0. Bell virðist vera óstöðvandi um þessar mundir. Hann skoraði tvö mörk á laugardaginn og þriðja markið skoraði Buchan (sjálfsmark). I’ramkvæmdastjóri Leeds, Don ltevie, var mjög undrandi á latigai daginn, þegar lið hans lék gegn Crystal Palace i Selhurst Park — leikmenn Leeds sýndu frábæran leik, en það dugði ekki gegn nýju Palace liði, eins og Reviesagði. Lundúnarliðið komst i 2:0 i fyrri hálfleik, — mörkin skoraði Craven. i siðari hálfleik sýndu leikmenn Lceds, að þeir kalla ekki alit ömmu sina, þeim tókst að jafna 2:2 og þannig lauk leiknum. Mörk Leeds skoruðu þeir Mick Jones og Johnny Giles. Áður en við höldum lengra, þá skulum viðlita á úrslitin á siðasta getraunaseðli: 1 Arsenal-Everton 1:0 1 Coventry-Sheff.Utd. 3:0 X Crystal P.-Leeds 2:2 2 Leicester-Tottenham 0:1 1 Liverpool-Newcastle 3:2 1 Man.City-Man.Utd. 3:0 1 Norwich-WBA 2:0 1 Southampton-Chelsea 3:1 2 Stoke-Birmingham 1:2 2 West Ham-Derby 1:2 2 Wolves-Ipswich 0:1 2 Notts.F.-Preston 0:1 Leikur Arsenal og Everton var frekar leiðinlegur á að horfa, liðin leika kerfisbundna knattspyrnu, sem áhorfendur eru ekki hrifnir af Radford skoraði eina mark leiksins á 35 min. Annað Lundúnarlið sigraði einnig 1:0 um helgina — það voru leikmenn Tottenham sem skruppu til Leicester og léku á Filbert Street. Martin Chivers skoraði fyrir Spurs, rétt fyrir leikslok. Meistararnir sigruðu sinn fyrsta útileik á keppnistima- bilinu, þegar þeir heimsóttu Upton Park i London og léku þar gegn West Ham. L>að var Kevin Hector, sem gerði út um leikinn strax i byrjun, með þvi að skora tvö mörk á fyrstu 15 min. „Pop” Robson skoraði siðan fyrir West Ham. Peter Osgood skoraði i sinum fyrsta leik með Chelsea eftir meiðslin, en þetta mark dugði ekki til sigurs, þvi að O’Neil, og welski landsliðs- maðurinn Ron Davies, sem var settur út úr landsliðinu, sýndi og sannaði það gegn Chelsea, að hann er einn stórhættulegasti sóknarleikmaður i ensku knatt- Giles skoraði jöfnunarmark Leeds gegn Crystal Palace. spyrnunni. — Davies sendi knött- inn tvisvar i netið og innsiglaði þar með góðan sigur Dýrling- anna. Þegar Liverpool leikur gegn sterkum liðum, þá sést að það er eitt bezta liðið á Bretlandseyjum. Hinir knattspyrnuóðu Liverpool búar fylltu nær leikvöll Liverpool, Anfield Road, þar sem þeir fengu að sjá spennandi leik. — Cormack skoraði fyrsta mark leiksins, en Tudor jafnaði fljót- lega. Fyrir leikshlé tók Alec Lindsay forustuna fyrir heima- menn.Toshack skoraði 3:1 i siðari hálfleik og þá skoraði McDonald 3=2. Siðustu min. leiksins urðu æsispennandi og reyndu leikmenn Newcastle að jafna, en þeim tókst það ekki, þó að oft hafi munað mjóu. Coventry heldur áfram sigur- göngu sinni — á laugardaginn fór liðið létt með að sigra Sheffield Utd. Alderson skoraði tvö mörk og McGuire eitt. Þá sigruðu nýliðarnir Norwich WBA á heimavelli sinum Carrow Road 2:0. Paddon skoraði og siðara markið varð sjálfsmark. Úlfarnir máttu þola tap gegn Ipswich — liðinu hefur ekki tekizt að sigra Ipswich siðustu þrjú árin. Burnley hefur örugga forustu i 2. deild, eftir að Aston Villa og QPR, töpuðu leikjunum sinum á laugardaginn — leikirnir i 2. deild fóru þannig: Aston Villa-Luton 0: 2 Blackpool-Bristol 3: :0 Brighton-Burnley 0: : 1 Carlisle-Oxford 2: : 1 Fulham-Portmouth 0: :0 Huddersfield-Cardiff 2: : 1 Notts. F.-Preston 0: : 1 QPR-Millwall 1: :3 Sheff.W.-Middlesb. 2: : 1 Sunderland-Hull 1: : 1 Swindon-Orient 3: : 1 Aqnar eltur allan leikinn — þrátt fyrir það skoraði hann 19 stig í síðari leik ÍR gegn Real Madrid ÍR lék siðari leik sinn i Kvrópukeppni meistaraliða i körfuknattleik i Madrid s.l. fimmtudagskvöld. þar sem liðið lék gegn spánska meistaraliðinu Real Madrid. Leiknum lauk með sigri Real Madrid 93:37 og er liðið þar með búið að tryggja sér þátt- tiiku i annarri umfero. Sagan frá fyrri leik liðanna, sem var leikinn hér i Laugar- dalshöllinni, endurtók sig — IR-liðið tók forustuna i Ieiknum og komst i 8:4, en siðan hólu leikmenn Real Madrid stórskotahri'ð að körf- unni og náðu þeir fljótlega góðri lorustu. i hálfleik var staðan orðin 50:20. Loka- tölurnar urðu 93:37, sem er ekki sem verst fyrir ÍR-Iiðið, sem lék án Birgis Jakobssonar og Antons Bjarnasonar, þá lék Kristinn Jörundsson veikur i leiknum. Leikmenn iteal Madrid voru ekki búnir að gleyma Agnari Friðrikssyni frá fyrri leiknum. Þeir settu mann til að gæta hans stöðugt. þrátt fyrir það tókst honum að skora 19 stig með sinum frægu lang- skotum. Spánverjarnir voru mjög hrifnir af Agnari og áhorfendur klöppuðu honum oft lof i lófa i leiknum og sagt Agnar Friðriksson. var, að Agnar væri efstur á lista yfir leikmenn, sem forráðamenn Real Madrid, hefðu áhuga á að fá i sinar raðir. Knattspyrnumenn Vals fá rússnezkan þjálfara verða miklar breytingar á meist- araflokki félagsins? Knattspyrnufélagið Valur er lyrsta félagið, sem á lið i I. deild i knattspyrnu, og er búið að ráða til sin þjálfara fyrir næsta keppnistimabil— Þjálfarinn er ekki af verri endanum, nefnilcga sovézki knattspy rnuþjálfarinn M. Ilytchcv, sein er doktor i iþróttum og hefur þjálfað viðs vegarum heiminn mcð góðum árangri. Knattspyrnusamband tslands hefur samþykkt ráðningu M. Ilytchev, sem mun fyrst og fremst þjálfa 1. deildarlið Vals næsta sumar. Einnig mun hann leiðbeina um þjállun yngri flokka félagsins. M. Ilylchev mun byrja að þjálfa hjá Val um mánaða- mótin janúar-febrúar n.k. Það verður gaman að sjá, hvort hann geti bundið leikmenn 1. deildarliðs Vals saman, en eins og menn vita, þá er efni- viðurinn fyrir hendi — efni- viður, sem ekki hefur náð saman undanlarin ár. iþrótta- siðan hefur frétt, að það standi til hjá Val, að slokka upp meistaraflokk félagsins — enda segja Iróðir menn, að timi sé kominn til þess. Kolbeinn og Bjarni leika ekki með KR gegn GEISSEN KR-liðið fer ekki með sina sterkustu leikmenn til írlands og V-Þýzkalands, þegar liðið fer á föstudaginn til þessara landa og leikur þar sjö leiki á sjö dögum. Kolbeinn Pálsson og Bjarni Jóhannesson komast ekki með liðinu i þessa keppnisferð. — i ferðinni leikur KR tvo leiki i Evrópu- bikarkeppni körfuknattleiks- liða gegn v-þýzka liðinu Geissen frá Frankfurt. Leikirnir fara fram 28. og 30. nóvember. n.k. I'jarvera þessara tveggja góðu leikmanna veikir KR- liðið nokkuð, en eins og menn vita, þá er Kolbeinn Pálsson einn bezti körfuknattleiks- maður landsins, og hefur hann verið potturinn og pannan i leik KR-liösins undanfarin ár. Kolbeinn Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.