Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 19
iffliiii Framsóknarmenn Keflavík félagsunfur veröur haldinn i Franisóknarhúsinu Keflavfk, miövikudaginn 22. nóvember kl. 20.30 Fundarefni: Kosning fulltrúa á kjördæmasambandsþing, önnur mál. Framsóknarfelag Keflavikur. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing KFR 1072 verður haldið i Festi, nýja samkomuhúsinu i Grindavik,sunnudaginn 3. des. og hefst kl. 0.30 f.h. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Fulltrúaráðsfundur KFR verður haldinn i Skiphóli miðviku- daginn 22. nóv. kl. 20.30. Fundarefni: Kjördæmisþingið. F.h. Kjördæmissambandsins. Sigfús Kristjánsson. Hafnarfjörður Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, frú Ragnheiður Svein- björnsdóttir, er til viðtals að Strandgötu 33, uppi. Simi 51810 alla mánudaga kl. 18.00 til 10.00. Framsóknarfélögin. Siysið á Hótei Esju: Veit ekki hvernig það bar að höndum Klp-Reykjavik Liðan bandariska piltsins af Keflavikurflugvelli, sem féll af 7. Leiðrétting vegna inn- heimtu af- notagjalda Vegna viðtals, sem birt er við mig i Timanum s.l. laugardag, óska ég eftir, að leiðréttur sé sá leiði misskilningur, sem þar kemur fram. Uppgjörssending sú, sem um er rætt,lagðist til hliðar i fjárhirzlu Innheimtudeildar Rikisútvarpsins og á Vestur- bæjarútibú Landsbankans enga sök á þeim mistökum. Harma ég, að misskilningur þessi hefir komizt inn i viðtalið og bið starfs- fólk Landsbankans afsökunar á þvi. Með vinsemd og virðingu, Axel ó. ólafsson hæð Hótel Esju aðfaranótt sl. laugardags og sagt var frá i blaðinu á sunnudaginn, var að sögn lækna á Borgarsjúkrahúsinu eftir atvikum mjög góð i gær. Pilturinn sem er 19 ára gamall er ekki viss um hvernig það atvikaðist, að hann féll fram yfir handriðið, en enginn sjónarvottur var að þvi. Talið er, að hann hafi verið eitthvað litillega undir áhrifum áfengis, enda hafði hann farið i bæinn til að skemmta sér ásamt þrem félögum sinum. Höfðu þeir leyfi til næturgistingar utan herstöðvarinnar, og fengu sér herbergi á Hótel Esju. Eins og áður hefur verið sagt frá, er það talið ganga krafta- verki næst, að pilturinn skuli hafa lifað af fallið, sem er yfir 20 metra. Menn telja, að það hafi bjargað honum hversu smá vaxinn hann er, og að hann lenti á bakinu ofan i gosbrunn, sem var geymdur i horninu, þar sem hann kom niður. Eins og við sögðum frá á sunnudaginn, var hann mikið slasaður eftir fallið. Hann mjaðmagrindarbrotnaði, lær- leggsbrotnaði og brákaði hryggjaliðina, auk þess sem miltað rifnaði illa. ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM OLÍUSALÁ K Þ HÚSAVÍK Flugslys við Nýfundnaland: Vi'ðivangui samvinnu við stjórnarand- stöðuna. Kjósendur it-Þýzkalandi tóku af skariö á sunnudaginn og veittu Willy Brandt verðugt traust. Það hefði orðið Vestur- Þýzkalandi til verulegs álits- hnekkis i heiminum, ef kjós- endur hefðu fellt Willy Brandt og þar með stefnu sátta og friðar. — —TK Framhald af bls. 1 metrar, enda hafði verið látlaus ofanhrið langan tima. Hrossin náðu ekki til jarðar og voru búin að standa i svelti dögum saman. Þá var gripið til þess ráðs að gera út björgunarleiðangur, þar eð ekki mátti lengur við svo búið standa. — Ég fór við annan mánn inn i Kolbeinsdal á laugardaginn til þessað reka hrossin saman, eftir þvi sem við varð komið, og á sunnudaginn komu þeir frá Sauðarkróki með ökutæki — Sigurþór Hjörleifsson á Tinda- stöðum á snjóbíl og Kári Valgeirsson á snjósleða. öðru megin Kolku, sem rennur eftir Kolbeinsdal, voru þrjátiu og þrjú hross, og við fórum fimm saman til þess að ná þeim þaðan, en hinu megin hennar voru niutiu og tveir menn frá Smiðsgerði fóru gang- andi til þess að sækja þau. Þeim megin árinnar var snjór miklu lausari og fremur hægt að bera sig um. — Við fórum héðan frá Neðra - Ási klukkan þrjú, sagði Jón enn- fremur, og klukkan rétt um sex vorum við hjá Unastöðum um miðbik Kolbeinsdals . Þá var þar blindbylur og austanskafrenn- ingur, svo að billjós sáust ekki nema úr svo sem hundrað metra fjarlægð. Við komum samt flestum hrossunum alla leið hér heim að Neðra-Ási — rákum þau bílslóðina. Sex urðum við þó að skilja frammi hjá Fjalli, innst i Kolbeinsdal, og fimm komum við ekki nema hér heim undir tún. Fn við höfðum með okkur hey, svo að við gátum gefið þeim á fönnina. Þeim, sem fóru hins vegar árinnar tókst að koma hrossum, sem þar voru, niður að Smiðs- gerði með þvi að troða slóð fyrir þau. — Ég held, að hrossum, sem urðu eftir inni i Kolbeinsdal, sé ekki hætta búin, sagði Jón að lokum, þvi að nú er farið að skafa þar af, svo þeu ná orðið til jarðar og geta nært sig. ASÍ Framhald af bls. 1. vernda gildi kjarasamninganna frá des. s.l., auk þess sem unnið yrði að sigri i Landhelgismálinu, að örri iðnþróun og að þvi að áætlunarbúskapur yrði tekinn upp i rikara mæli. Þá yrði að sjálfsögðu unnið ósleitilega að efnahags- og kjaramálum. Þá gat Björn fjögurra mála- flokka, sem ætlunin væri að vinna ötullega aðá næstunni, en það eru fræðslumál, vinnuvernd, atvinnu- lýðræði og að siðustu yrði að taka fjárhag og starfsemi sambands- ins til gagngerrar athugunar með það fyrir augum að binda endi á þá „sveltistefnu”, sem orðið hefði að fylgja undanfarið. Eftir setningu minntist Björn nokkurra látinna félagsmanna, þ.á.m. Haralds Guðmundssonar fv. ráðherra og alþingismann- anna Gunnars Jóhannssonar og Þórodds Guðmundssonar og Óskars Jónssonar, sem allir unnu ötullega innan ASI. Þá var skipað i kjörbréfanefnd og fleiri nefndir, en að þvi loknu talaði félagsmála- ráðherra, svo sem áður er frá greint. Þá fluttu hinir erlendu gestir kveðjur félaga sinna og hinn sovézki færði ASt gjöf frá bróður- félagi þess i Sovétrikjunum. Það er tákn fyrir samvinnu bænda og verkalýðs. Eftir þetta skilaði kjörbréfa- nefnd störfum og mælti með sam- þykki 337 kjörbréfa, en þau munu ekki öll komin»enn og munu þingfulltrúar alls verða um 360, en margir eru veðurtepptir viða um land. Þá voru og tekin inn i sambandið þrjú ný félög: Rafiðnaðarsamband Islands, Félag hárgreiðslu- og hárskera- sveina og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Djúpavogs. Þá fóru fram kosningar i em- bætti þingsins. Sjálfkjörið varð i þau öll, þar eð aðeins var um eina uppástungu að ræða i hvert. Þing- forseti var kjörinn Guðjón Jóns- son, formaður fél. járniðnaðar- manna i Rvik.og varaforsetar þau Jóna Guðjónsdóttir formaður Framsóknar og Björn Þórhalls- son, form. Landssambands islenzkra verzlunarmanna: Þá voru fjórir þingritarar kjörnir svo og nefndir þingsins. Timinner peningar Augiýsitf i Tímanum Síðasti lendingarstaður vélar- innar var Reykjavíkurflugvöllur Klp-Reykjavik Á föstudaginn i siðustu viku kom kanadisk Douglas-vél á Reykjavikurflugvöll á leið sinni frá Skotlandi til Kanada. Var þetta nýuppgerð vél og i góðu ástandi að áliti starfsmanna flug- vallarins, sem sáu hana. Vélin hélt siðan áleiðis til Nýfundnalands um klukkan hálf eitt á föstudag. Höfðu þá allir bensintankar verið fylltir og settur isvari i hvern tank, sem er frekar sjaldgæft að gert sé. 1 vélinni voru tveir aukatankar og átti bensinið að duga á leiðar- enda. Þrir menn voru i vélinni og áætluðu þeir að vera komnir á leiðarenda um kl. 23.00 um Framhald af bls. 11. Siðustu árin hafa lénskólasál- fræðingarnir unnið markvisst að þvi að skipuleggja hópsamtöl nemenda og kennara og má nú telja vist að mesta krafa til starfsmenntunar lénsskólasál- fræðinga verði, sú, að þeir geti tekið að sér að leiðbeina kennur- um, sem af einhverjum ástæðum oft sálrænum, þurfa á aðstoð fag- manna að halda i starfi sinu. Þess skal að siðustu getið að allir eða a.m.k. velflestir starfs- menn lénsskólanefnda hafa lokið háskólaprófi i einhverri grein, þótt lénskólasálfræðingurinn einn verði að hafa hlotið háskóla- menntun, sem fjallar um aðferðavisindi (beteendevetenskap) Þessi stutta grein verður að nægja til þess að kynna lénsskóla- nefndirnar sænsku. Næsta grein fjallar um nýja tegund menntaskola óg mun ég einkum skrifa um nýja menntaskólann i Falkenberg, einn fullkomnasta menntaskóla Svia. Ath. Þau leiðu mistök urðu i Timanum á sunnudaginn, að yfirskrift á grein ólafs Gunnarssonar var: Ilvað gerir lénsskólanefnd, en átti að vera. Nýi menntaskólinn sænski, og átti sú grein raunar að koma á eftir greininni i þessu blaði. Ilöfundur greinanna ólafur Gunnarsson og lesendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Lénsskóli kvöldið, en klukkan eitt um nóttina átti hún enn nokkuð eftir. Þá hafði áhöfnin samband við Gander á Nýfundnalandi og sögðu að eldsneytið væri á þrotum og að annar hreyfillinn væri stanzaður. Skömmu siðar rofnaði allt sam- band við vélina og voru þá sendar leitarflugvélar á loft. Skammt frá þeim stað, sem siðast heyrðist til hennar fannst brak i sjónum og eitt lik. Veður var vont á þessum slóðum, og er talið að flug- mennirnir hafi ekki náð að koma gúmmbát á flot og hafi þeir allir farizt þarna. Samnorræn námskeið VS—Reykjavik. Staddur er hér á landi Daninn Ove Elvekjær. Hann er lektor við Nordens folkliga akademi i Kungálv i Sviþjóð, en það er samnorræn stofnun, sem kostuð er af rikisstjórnum allra Norður- landanna. Markmið skólans er að vera miðstöð fyrir uppeldis- og alþýðufræðslu á Norðurlöndum, og einnig eru þar haldin námskeið fyrir þá aðila, sem stjórna menntun fullorðinna. Þessi námskeið standa i eina til tvær vikur. Meðal þeirra námskeiða, sem eru i undirbúningi fyrir árið 1973, eru þessi: Fullorðinsfræðsla fyrir vanþroska fólk, Heimsmynd fjöl- miðlanna, Sænsk fræðslustefna — til eftirbreytni? Námskeið um „Norræna skáldastefnu siðasta áratuginn” verður haldið i vor, og næsta haust er ráðgert námskeið fyrir æskulýðsleiðtoga. Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá með þvi að skrifa til Nordens folkhga akademi, s- 44200, Kung'álv, Sviþjóð. Einnig gefa menntamálaráðuneytið, Norræna húsið og Norræna félagið nánari upplýsingar. Islendingar, sem hafa hug á að sækja slik námskeið, geta fengið hluta af farareyri sinum sem styrk frá stofnuninni, og frá og með 1972 veitir menntamálaráðu- neytið islenzka dvalar- og ferða- styrki. Til frekari útskýringar má geta þess, að menn fá fimm hundruð sænskar krónur til þess að greiða ferðakostnað. Þetta þýðir, að með þeim styrkjum, sem nú eru fyrir hendi, komast þrir Islendingar frltt á þessi námskeið. Og það eru tveir styrkir óveittir í ár. Þess var áður getið, að þessi starfsemi væri styrkt af öllum Norðurlöndunum. Til gamans má geta þess, að fyrstu þrjú árin, sem þessi námskeið voru haldin, var þátttaka hverrar þjóðar fyrir sig i réttu hlutfalli við peningalegt framlag viðkomandi langs. Nordens folkliga akademi hefur aðsetur i Bohuslan, ekki langt frá Gautaborg. I sömu byggingu hefur norræni lýðháskólinn starf- semi sina. Vetrarnámskeið skólans byrja i september og standa i þrjátiu vikur. Þar er hægt að velja um þrenns konar nám: Norrænt lýðháskólanám, leiklist og bókmenntir og blaða- mennsku. Norræna félagið sér um umsóknir um skólavist og styrki fyrir þá, sem hafa hug á námi við lýðháskólann. Þess má að lokum geta, að Ove Elvekjær hefur mikinn hug á að fá ungan, islenzkan bókmennta- gagnrýnandi á þriggja daga námskeið, sem haldið verður i Kungalv i Sviþjóð, dagana þrettánda til fimmtánda desember næst komandi að báðum dögum meðtöldum. Þetta er algerlega fritt, bæði ferðir og dvöl. Eins og að framan getur, þá veita menntamálaráðuneytið, Norræna húsið og Norræna félagið allar nánari upplýsingar, ef fólk skyldi fýsa að vita fleira en það, sem hér er sagt. VEUUM ÍSLENZKT-/WV ÍSLENZKAN IÐNAÐUidH/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.