Tíminn - 22.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.11.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. nóvember 1972 TÍMINN 11 25. Arsþing FRÍ háð um helgina 25. ársþing Frjálsiþróttasam- bands Islands hefst i Vikingasal Hótel Loftleiða laugardaginn 25. nóvember kl. 2 stundvislega. Þinginu lýkur á sunnudag og hef- st þá kl. 10 f.h. i Leifsbúð. t tilefni 25 ára afmælis FRl, sem var 16. ágúst sl. verður efnt til kaffisamsætis i Blómasal Hótel Loftleiða á sunnudag kl. 4. Þangað eru allir velunnarar Frjálsiþróttasambands Islands velkomnir. Góður fjárhagur KSÍ, þrátt fyrir húsbyggingu Arsþing Knattspyrnusambands Islands var haldið um siöustu helgi. 1 upphafi þingsins minntist formaður sambandsins, Albert Guðmundsson, Jóns Guðjónsson- ar úr Fram, sem lézt á árinu, en Jón var um áratugaskeið einn af helztu forustumönnum reykvisk- ar knattspyrnu. Heiðruðu þing- fulltrúar minningu Jóns með þvi að risa úr sætum. Mörg mál voru rædd á ársþing- inu. M.a. var rætt talsvert um mótanefnd KSl. Gerði Jón Magnússon, formaður móta- nefndar, grein fyrir störfum nefndarinnar og svaraði gagn- rýni, sem fram kom. Af svörum Jóns mátti ráða, að erfitt væri að starfa að skipulagningu móta svo að öllum likaði. Taka þyrfti tillit til ólikra sjónarmiða og væri úti- lokað að samræma þau öll. Tillaga kom fram á þinginu um frekari fjölgun i 1. deild, en eins og kunnugt er, eru nú 8 lið i 1. deild. Var lagt til, að liðunum yrði fjölgað i 10. Ekki fékk þessi til- laga góðan hljómgrunn, og var henni visað til nefndar. Einnig kom fram tillaga þess efnis, að leikmönnum yrði gert auðveldara með félagaskipti, en sú tillaga var felld. Skýrsla stjórnarinnar bar það með sér, að mikið hefur verið starfað á liðnu starfsári. Er fjár- hagur sambandsins nú með allra bezta móti, enda þótt KSt hafi ráðizt I það fyrirtæki að koma sér þaki yfir höfuðið, en eins og kom- ið hefur fram, eru hafnar fram- kvæmdir við nýbyggingu KSt, IBR og tSI i Laugardal. Albert Guðmundsson var ein- róma endurkjörinn formaður KSI, en að öðru leyti fór fram hörð stjórnarkosning, kosningu hlutu Friðjón Friðjónsson, Bjarni Felixson og Axel Kristjánsson, en fyrir i stjórninni voru Jón Magnússon, Hreggviður Jónsson og Jens Sumarliðason, kosnir á siðasta ársþingi KSt. Tékknezka landsliðið í júdó keppir hér - Júdófélag Reykjavíkur heldur upp á fimm ára afmælið sitt, þessa dagana - Félagið efnir til júdókeppni sem flestir beztu júdómenn Tékka taka þátt í A fimmtudaginn og laugardag- inn heldur Júdófélag Reykjavíkur upp á fiinm ára afmælið sitt, með þvi að efna til langstærstu júdó- keppni, sem hefur verið efnt til hér á landi. Júdófélagiö hefur boðiöellefu manna flokki reyndra júdómanna frá Tékkóslóvakiu. Má segja að flokkurinn sé lands- lið Tékka i iþróttinni. Tékkarnir keppa á fimmtudagskvöldið i Laugardalshöllinni og hefst keppnin kl. 20.20 — Þar taka einn- Fram og Valur í kvöld t kvöld kl. 20.15 fara fram tveir leikir i tslandsmótinu i hand- knattleik, 1. deild karla. Þá mæt- ast Fram og Valur — það má bú- ast við hörðum og skemmtilegum leik, eins og alltaf þegar liðin mætast. Það er ekki langt að minnast, þegar þau léku saman i Reykjavikurmótinu —' þá var leikur þeirra æsispennandi og vel leikinn. Siðari leikurinn i kvöld, verður á milli Armanns og tR. tR- liðið hefur átt i erfiðleikum með Armann undanfarin ár og ekki tekizt að sigra. Verður gaman að sjá hvort IR-liðinu tekst að sigra Ármann i kvöld. Timinner peningar Auglýsitf iTímanum ig þátt allir sterkustu júdómenn landsins og verður gaman að sjá þá spreyta sig gegn landliðs- mönnum Tékkóslóvakfu. 4 Aðdragandi þess, að hinir er- lendu judomenn koma hér nú er sá, að s.l. sumar barst ISt bréf frá ’tékkneskum judoklúbb með ósk um gagnkvæm heimboð og keppni við islenzka judomenn. Óskuðu þeir eftir að koma með 12 manna flokk til keppni á tslandi i október eða nóvember, og svo að álika hópur sækti þá heim á næsta ári frá tslandi. ISt visaði þessu til judofélaganna hér,en þau treystu sér ekki til að sinna þessu i þetta skipti, nema Judofélag Reykja- vikur, sem á 5 ára afmæli um þessar mundir, og langaði til að gera nokkurn dagamun i þvi til- efni. Varð það úr að Judofélagið réðist i það einsamalt að bjóða þessu liöi hingað til keppni. Það má ef til vill segja, að það sé nokkuð mikil dirfska hjá svona ungu judofélagi að bjóða hingað til keppni svona ^terku liöi. sem er raunverulega landslið Tékka, og hefur keppt viða um heim við góöan orðstir. En það hefur frá byrjun verið markmið Judofélags Reykjavikur, að taka þátt i keppni á alþjóðavettvangi, og hér heima hefur það sem félag enga keppni, til þess er það of sterkt, en þaö er bara islenzkur mæli- kvaröi. Judofélagið hefur tvisvar átt keppendur erlendis á stórmót- um: Norðurlandameistaramót- inu 1968, og Evrópumeistaramót- inu 1971. Auk þess gekkst ÍSI fyrir judomóti hér árið 1970, og bauð þá hingað tveimur judomönnum frá Skotlandi. Þess má geta að á Norðurlandameistaramótinu 1968, sigruðu báðir Judo- félagarnir héðan norsku kepp- endurna, en töpuðu fyrir Finnum og Dönum, sem kepptu til úrslita um titilinn. A Evrópumeistara- mótið 1971 fóru þrir Judofélagar, og hitti svo á að þeir lentu i riðli með nokkrum sterkustu mönnum Evrópu og féllu úr, sem vænta mátti. En á mótinu hér heima ár- ið 1970 töpuðu hinir skozku gestir tveim glimum fyrir Judofélögum. Tottenham — Llverpool I / ] ; W.B.A. — Stoke £ Cardift — Fulham ) / [ Vannst á 10 rétta Þegar var farið yfir get- raunascðlana i 24. Icikviku, fundusl7 seðlar með 10 rétta, I lilul komu 55.500 krónur á scöil. 107 seðlar fundust með 9 rétta og komu 1500 krónur i lilul, á livern seðil. Spámaður okkar i siöustu viku var llelgi Þorvaldsson, scin er mikill Man. Utd. aðdá- andi. Ilann spáði lcik Man. Cily og Man. Uld. jafntefli 2:2. Það var rétt hjá llelga — Man. City, skoraði þrjú mörk, en aftur á móti gleymdust mörk- in Irjá Man. Utd, scm tapaði 2:0. Ilclgi náði þolanlcgum árangri, hann liafði þrjá rétta á scölinum, eða jafn marga rétta og mörkin, sem Man. Utd. skoraöi ekki, fyrir Helga. 1>S0^0S4C ADIDAS strigaskór Stærðir 40-45 — Verð kr. 545,00 Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparatig 44 — Slmi 11783 — Kryk]avlk Atli Þ. Iléðinsson. Atli Þór Héöinsson, hinn kunni knatlspyrnumaöur úr KR, er spámaður okkar á get- rauuaseðli nr. 25. Atli heldur með Lundúna liðinu Tolten- ham llotspurs og spáir þvi sigri á lieimavelli sinum White ilart Lanc 1:0 gegn cfsta lið- inu i I. deild Livcrpool. Ilér keiiiur seðill Atla: Leikir 25. nóvember 1972 1 X 2 Birmingham — Norwich I Chelsea — Crystal Palace / Derby — Arsenal X Everton — West Ham / Ipswich — Coventry 2 Leeds — Manch. City / Man. Utd. — South’pton / Newcastle — Leicester / Sheffield Utd. — Wolves X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.