Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIflJAN SIMI: 19294 SEYÐISFJÖRÐUR LOKS í SAMBAND VIÐ UMHEIMINN IH—Seyðisfirði 22/11. Seyðisfjörður komst aftur i samband við umheiminn, eftir að hafa verið úr öllu vegasambandi siðan i fyrri viku. 1 gær fór ýta af stað og ætlaði að ryðja veginn til Egilsstaða vegna flugsins, en þegar hún hafði verið 12 tima upp á Efri-dal, gafst hún upp. Snjóbill hafði gert tvær tilraun- ir til að fara með farþega og póst, en sneri við i bæði skiptin. 1 morg- un fór svo snjóbillinn af stað i þriðju ferðina um hálf ellefu leyt ið, og komst til Egilsstaða laust fyrir kl. tvö. Kemur hann siðan aftur með póstinn handa okkur, en engin blöð hafa sést hér siðan á föstudag. Veður er gott i dag, bjart yfir og sól á fjöllum. Götur eru vel færar, enda ruddar jafnóðum. Enginn skortur er hér á neinu, nóg af mat og drykk, en mjólkin var litil i gær. Mjólk næst frá tveimur bæj- um i genndinni og nægir það. Fjöldi Breta styður íslendinga Erl—Reykjavik. í gær átti Victor Feller forseti brezka alþýðusambandsins sim- talviðBjörn Jónsson forseta ASl. Hann áréttaði skeyti, sem hann sendi i upphafi þings, og sendi kveðju sina og sambandsins. Hann telur mikla samúð og sam- hug rikja með Islendingum i landhelgisdeilunni meðal brezkra verkamanna, og vonar að sættir takist með þjóðunum i samninga- viðræðunum i næstu viku. Hann sagði, að brezka verkalýðssam- bandið hefði fengið ráðgjafa i við- ræðunefndina, og vonaði að hann gæti haft samband og samráð við ASÍ. Færu viðræðurnar út um þúfur vonaði hann, að alþýðu- samböndin gætu átt sér viðræður, og mæltist til þess við Björn að þeir ræddust við persónulega. Björn svaraði þvi til, að hann teldi tilvinnanvert, að forseti ASÍ, hver sem það yrði, ætti viðræður við hann, ef upp úr samningatil- raununum slitnaði. FLENSAN ER AF A-STOFNI SB-Reykjavik Rannsóknir á sýnum hafa leitt i ljós, að inflúenzan, sem herjar nú á Reykjavíkurbúa og fleiri, er af A-stofni. Ekki er þó vitað, hvaða afbrigði er hér um að ræða, þar sem ekki er unnt að ákveða það hérlendis. Sl. hálfan mánuð hefur farið fram inflúensubólu- setning i Heilsuverndarstöð- inni og hjá læknum. Vegna tiðra fyrirspurna vill borgar- læknir taka fram, að bóluefni það, sem notað er, inniheldur mótefni gegn þeim afbrigð- um A- og B-stofna, sem gengið hafa hér sem farsóttir sl. ár. Á suðurhveli jarðar er nú komið upp nýtt afbrigði A- stofns og hefur það einnig verið einangrað i nokkrum tilvikum i Englandi, án þess að valda farsótt. 269. tölublað — Fimmtudagur23. nóvember — 56. árgangur Fulltrúar múrara og pípulagningasveina ganga út af þingi ASl i gær. Þeir telja sig ekki bundna af sam- þykktum þessa þings. Tímamynd — Ounnar Haroar deilur á ASÍ þingi 4 fulltrúar gengu af fundi Erl-Reykjavik Miklar og stundum mjög óvægnar umræður urðu á ASt þingi i gær út af kjörbréfum full- trúa frá Múrarafélagi Reykjavik- ur. ASÍ telur Múrarafélagið i skuld við sig og samkvæmt þvi eiga fulltrúar þess ekki rétt til setu á þinginu. Forráðamenn múrara vilja hins vegar ekki viðurkenna að um skuld sé að ræða, en ef svo sé, þá sitji þegar á þinginu fulltrúar félaga, sem iikt sé ástatt um. Umræðurnar hófust með þvi, að er kjörbréf múrara voru tekin til afgreiðslu, bar Pétur Sigurðsson alþm. fulltrúi Sjómannafélags Reykjavikur fram tillögu, þar sem hann mæltist til að kjörbréf þeirra yrðu samþykkt, enda greiddu þeir skuld sina við félag- ið. Skuld þessi, sem er 400 króna viðaukaskattur á hvern félags- mann fyrir árin 1971 og 1972 kem- ur til af þvi, að múrarar þyrftu að greiða sem þvi nemur hærri upp- hæð, ef þeir væru I Sambandi byggingamanna. Viðaukaskattur þessi hefur verið samþykktur af miðstjórn og sambandsstjórn ASt, og hefur sveinafélag pípu- lagningamanna, sem likt stendur á með, þegar greitt hann. Sam- þykkt þessi var gerð árið 1968, en félögunum þá gefinn aðlögunar- timi, svo að ekki átti að koma til innheimtu fyrr en 1970. Baldur Óskarsson talaði fyrir hönd kjörbréfanefndar, sem lagði til, að múrarar fehgju setu á þinginu með tillögurétti og mál- frelsi, en öðluðust íullan rétt, er skuldin væri greidd. Sú tillaga var siðar dregin til baka, eftir að fram kom frávlsunartillaga við tillógu Péturs frá Birni Jónssyni, þar sem niðurstaðan var hin sama, eða sú, að fulltrúarnir fengju iullan rétt til þingsetu er Frh. á bls. 15 kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnárslræti 23 Símar 18395 & 86500 Loftbelgurinn: Afyllingin veldur vanda Stp—Reykjavik. Holberg er kominn með ventil- inn á loftbelginn frá Bandarikjun- um eftir ævintýralega ferð þar vestra, að eigin sögn. Fékk hann ventilinn að lokum fyrir milli- göngu einhvers „ævintýra- klúbbs" I Pensylvaniu. Er hann ekki alveg nýr, en virðist traust- ur og i góðu ásigkomulagi. i viðtali við blaðið i gærkvöldi sagði Agúst Gunnarsson, einn loftbelgsmanna, að belgurinn væri nú tilbúinn, en að þeir félag- ar væru nú að reyna að komast að nýju úrræði i sambandi við gas- átöppunina. Eins og greint hefur veriðfrá var upphaflega áætlunin sú, að tappa gasinu á kúta og flytja þá siðan upp á Sandskeið, þar sem það yrði sett á bleginn. Nú er það svo, að kútarnir taka tiltölulega mjög litið magn hver og þvi verður þetta mjög tima- ferkt verk. Það er sem sagt á döf- inni hjá loftbelgsmönnum nú, að finna einhverja handhægari og fljótvirkari aðferð við þetta. Að sögn Ágústar hefur skýrslur um gerð og búnað loftbelgsins verið skilað til Loftferðaeftirlits- ins. Fyrir hönd þeirrar stofnunar mun verkfræðingurinn Grétar Öskarsson siðan kannað loft- heldni belgsins og áður en loft- beigurinn fær Jeyfi tii fiugs, verð- ur hann látinn fara minnst þrisv- ar sinnum á loft til að tryggt sé, að allt sé i lagi. Forsetinn sendi kveðju Erl—Reykjavik. Alþýðusambandsþingi, hafa borizt nokkur skeyti bæði erlendis frá og frá islenzkum aðiljum. t gær barst þinginu skeyti frá for- seta fslands, Herra Kristjáni Eldjárn, þar sem hann óskar þinginu gæfu og gengis i mikilvægum störfum sínum, og sendir kveðju sina. „Sá sterki" smíðar tæki í bíla, sem vekur athygli Klp-Reykjavik. Reynir „sterka" Leóssyni úr N jarðvikum er margt til lista lagt annað en slíta keðjur og kaðla, eða að brjótast út úr „mannheld- um" fangelsum. Hann hefur t.d. útbúið tæki fyrir bila, sem er þeim kostum búið, að það á að fara betur með bila, sem ekið er að jafnaði á slæmum vegum, og einnig að minnka að mun slit á dekkjum, stýrisendum og stýris- vél. Tæki þetta hefur vakið sérstaka athygli manna, sem aka stórum og þungum bílum eins og t.d. vörubilum, og einnig hefur það vakið athygli sérfræðings frá Volvoverksmiðjunum, sem staddur er hér á landi. Hefur hann skoðað teikningar af tækinu og einnig ekið vörubifreið Reynis, sem útbúin er þvi. Mun tækið verða skoðað nánar af sér- fræðingum verksmiðjunnar i Svi- þjóð og er undir þeim komið, hvort hafin verður framleiðsla á þvi i þeirri verksmiðju. tfáum orðum verkar tæki þetta þannig, að það rýfur stýrisgang- inn, sem er i föstum tengslum og hefur þvi minnsta högg á annað framhjólið áhrif á allan ganginn. Togstöngin er rofin og tækið, sem er fyrirferðalitið, sett þar um. Hefur það i för með sér, að tog- stöngin magnar ekki lengur upp högg frá hjólunum, heldur deyfir þau og auðveldar þeim að taka eðlilega við næstu ójöfnu. Við þetta verður billinn mýkri í stýri og ekki eins laus i holum, og fjöðrun á framhjólunum þýðari. Engin högg mæða þá lengur á stýrisendum og stýrisvél og dekkjaslit ætti að minnka. Reynir hefur unnið við smiði og tilraunir á þessu tæki I yfir 8 ár og eytt i það miklum tima og pening- um. Fær hann það greitt til baka og vel það, ef áhugi sænsku sér- fræðinganna verður það mikill, að þeir telji að það borgi sig að kaupa einkaleyfið af honum. Reynir Leóssyni er margt annað til lista lagt en að brjóta hlekki og slíta keðjur. Hann hefur t.d. smiðað tæki i bila, sem vakið hefur verðskuld- aða athygli sérfræöings frá Volvo verksmiðjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.