Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. nóvember 1972 TÍMINN 3 Klutningur á ,,úr söngbók Garðars Hólm” i Borgarnesi. LIST UM Listkynningarstarfsemi menntamálaráðs, List um landið, er nú hafin. 1 sumar styrkti ráðið höggmyndasyningu i Vestmanna- eyjum, málverkasýning er i undirbúningi á Austurlandi og hafinn er flutningur á tónverki Gunnars Reynis Sveinssonar, ,,Úr saungbók Garðars Hólm” og ,,öll veröldin er leiksvið”. Var fyrsta sýning á þessari tviþættu dagskrá i Borgarnesi sl. laugar- dag við ágætar undirtektir. ,,Úr söngbók Garðars Hólm” er, sem fyrr getur, tónverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, fyrir einsöngvara, píanó og framsögn, LANDIÐ og er flokkur laga við ljóð eftir Halldór Laxness tengt völdum köflum úr Brekkukotsannál. Flytjendur eru: Asta Thorstensen (alt), Halldór Vilhelmsson (bariton), Guðrún Kristinsdóttir (pianó) og Pétur Einarson leikari. „öll veröldin er leiksvið”, eru þættir úr ýmsum leikritum Williams Shakespeare, einkum þeir sem tengdir eru fiflum, leikurum og leikhúsum. Þættirnir eru úr „Hamlet”, „Draumi á Jónsmessunótt”, „Þrettándakvöldi”, „Sem yður þóknast” og Rómeó og Júliu, en eru tengdir með ummælum Shakespeare i ýmsum öðrum verkum. Guðrún Ásmundsdóttir hefur valið textann úr Shakespeareþýðingum Helga Hálfdánarsonar og er jafnframt leikstjóri. Leikmynd og búninga gerði Ivan Torok, en flytjendur eru Farandflokkur Leikfélags Reykjavikur og með hlutverk fara þau: Briet Héðinsdóttir, Helga Stephensen, Jón Hjartarson, Karl Guðmundsson og Kjartan Ragnarsson. „Úr saungbók Garðars Hólm” og „011 veröldin er leiksvið”, verður væntanlega flutt viða á næstunni og ýmsar fleori list- kynningar eru nú i undirbúningi hjá Menntamálaráði. VERZLUNARSKÓLANEMAR VILJA AUKIÐ SJÁLFRÆÐI JGK—Reykjavik. Stjórn nemendafélags Verzlun- arskólanema boðuðu til blaða- mannafundar i gær til að koma sjónarmiðum sinum á framfæri og leiðrétta mlstúlkanir blaða á þvi sem hefur verið að gerast i skólanum að undanförnu. Þeir sögðu, að deilan stæði einkum um stöðu nemenda i skólanum, rétt þeirra til að stjórna sinu félagslifi sjálfir og einkanlega aðstöðu nemenda til félagsstarfsemi sinnar. Hins veg- ar sögðu þeir, að hreyfing nemendanna væri ekki pólitisk og ekki væri eining meðal nemenda um það, hvort rikið ætti að taka við rekstri skólans, þótt ýmsir einstaklingar i hópi nemenda teldu það rétt. Á fundi, sem haldinn var i skólanum , og 670 nemendúr af 740 sóttu, var alger eining um kröfur um bætta aðstöðu til félagsstarfs. Vilja nemendur fá til afnota stóran sal i kjallara hússins og fá að halda þar fundi fimm kvöld vikunnar, i stað tveggja sem nú er leyfilegt. Bjóð- ast þeir til að leggja fram alla nauðsynlega vinnu til að endur- bæta salinn og jafnframt að lána fé til framkvæmdanna, en skóla- nefnd ber mjög við fjárskorti, þegar á þessi mál er minnzt. Þá vilja nemendur að ráðinn verði til skólans félagsráðgjafi, eins og tiðkast við menntaskólana. Þá vilja þeir að skipað verði skóla- ráð, sem i eigi sæti tveir nemend- ur, tveir kennarar og skólastjóri sem oddamaður, en sú skipan er höfð i menntaskólum eftir sam- samþykkt hins nýja mennta- skólafrumvarps. Þeir félagar báru sig illa undan ofríki skólanefndarinnar, sem þeir sögðu að væri einkum skipuð önnum köfnum framkvæmda- stjórum og forstjórum úti i bæ, sem litinn tima hefðu til að sinna stjórn skólans, eða kynna sér þarfir nemenda þar. Varðandi spurninguna um þjóðnýtingu skólans sögðu þeir, að skólanefnd teldi eðlilegt að rik- iðeignaðist fulltrúa i nefndinni og legði þá jafnframt fram aukið fé til reksturs skólans. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 23 milljón króna rikisframlagi. Teldi nefndin, að skólinn stæði i nánari tengslum við viðskiptalifið sem einkaskóli en sem rikisskóli. Um þetta atriði eru nokkuð skipt- ar skoðanir meðal nemenda. Þeir félagar gerðu grin að þeim ummælum Gisla V. Einarssonar formanns skólanefndar, að málin gætu leystst með viðræðum deilu- aðila og töldu Gisla þennan aldrei hafa sýnt áhuga á sjónarmiðum nemenda og á skólafundinum um daginn hefði hann ekki látið sjá sig og hefði jafnframt farið fram á það við aðra nefndarmenn að þeir sætu einnig heima. Skólastjóri lét heldur ekki sjá sig á þessum fundi og aðeins fimmtán af fjörtiu og niu kennur- um mættu, en öllum kennurum var boðið. Stjórn nemendafélagsins á fundi meö biaðamönnum. Þeir fengu ekki að halda fundinn i skólanum. Fyrsta málfræði ritgerðin í útgáfu Hreins Benediktssonar Út er komin bókin The First Granimatical Treatise eftir prófessor Hrein Benediktsson. Er hér um að ræða útgáfu á Fyrstu málfræðiritgerðinni, sem svo er að jafnaði nefnd, þar sem hún er hin fyrsta i röðinni af fjórum stuttum ritgerðum um málfræðileg efni, sem skotið er inn i Snorra-Eddu i ýmsum hand- ritum hennar frá 14. öld eða siðar. Fyrsta málfræðiritgerðin er samin um eða eftir miðja 12. öld af ónafngreindum lslendingi, sem vildi með henni koma á framfæri tillögum um endurbætur á islenzkri stafsetningu Tók hann sér fyrir hendur að gera tslend- ingum sérstakt stafróf, reist á latneska stafrófinu, en með breytingum, bæði úrfellingum og viðaukum, sem höfundurinn byggir á eigin athugunum á islenzku máli. En öll efnistök hans eru með þeim hætti, að segja má, að ritgerðin hafi nokkra sér- stöðu meðal gjörvallra málfræði- bókmennta miðalda að þvi leyti, að hún hefur enn verulegt gildi fyrir norræn málvisindi nú á timum,og er raunar undirstöðu- heimildarrit um islenzkt mál og norræna málsögu á elzta stigi. Hefur ritgerðin og verið gefin út margsinnis, allt frá þvi að hún kom fyrst út árið 1818, þó að hún hafi aðeins einu sinni komið út á prenti hérlendis áður, i útgáfu Sveinbjarnar Egilssonar 1848. Fyrsta útgáfan (1818), var hins vegar gerð af Rasmusi Kristjáni Rask, en svo skemmtilega vill til, að er ritgerðin er nú gefin út aftur hérlendis eftir eina öld og aldar- fjórðungi betur, ber útgáfudaginn upp á 185. afmælisdag Rasks, en hann fæddist 22. nóv. 1787. Útgáfa prófessors Hreins Benediktssonar hefur að geyma texta ritgerðarinnar, bæði prentaðan og ljósprentaðan eftir handriti, textaskýringar, enska þýðingu og orðasafn. Auk þess er i inngangi (bls. 13-203) fjallað um þau fræðileg viðfangsefni, sem tengjast ritgerðinni, svo sem handritavarðveizlu, aldur og höfundareinkenni, og heimildar- gildi ritgerðarinnar fyrir islenzka fornskriftarfræði og bókmennta- sögu. En megináherzla er lögð annars vegar á gildi ritgerðar- innar fyrir rannsóknir á islenzku 12. aldar máli og hins vegar á afstöðu hennar til latneskrar miðaldamálfræði. Bókin, sem er samtals 280 bls., er prentuð i Andelsbogtrykkeriet i Óðinsvéum i Danmörku. Þetta rit er fyrsta bindi i nýjum bókaflokki, University of Iceland Piiblications in Linguistics, sem gefinn er út af Rannsóknastofnun i norrænum málvisindum við Háskóla tslands, en hún tók til starfa um siðastliðin áramót. Næstu rit i þessum bókaflokki verða The Pronominal Dual in lcelandiceftir Helga Guðmunds- son lektor, sem kemur út i byrjun næsta árs, og Old Icelandic lieiti in Modcrn Icelandic eftir Halldór Halldórsson prófessor, sem væntanlegt er siðari hluta næsta árs. Auk lausasölu eru fyrstu þrjú bindin fáanleg saman gegn sér- stöku áskriftarverði. Slö kkvi I iðsst jór i n n sækir um stöðu borgarverkfræðings Klp-Reykjavik Slökkviliðsstjórinn i Reykjavik, Rúnar Bjarnason, er annar tveggja manna, sem sækir um stöðu borgarverkfræðings, sem veitt verður frá næstu áramótum. Hinn umsækjandinn er Þórður Þ. Þorbjarnarson, forstjóri bygg- ingadeildar borgarverkfræðings. Einhvern næstu daga verður ákveðið hvor þeirra fær stöðuna, sem Gústaf A. Pálsson hefur gengt undanfarin ár. Gunnari gengur betur en Geir Atökin i Sjálfstæðisflokkn um liafa magnazt undanfarn- ar vikur, eftir að Geir borgar- stjóri tilkynnti að hann niyndi liverfa úr starfi borgarstjóra og taka til við að sinna átökun- um við Gunnar Thoroddsen fyrir alvöru. Þcssi átök liafa tekið á sig ýmsar niyndir, og Gunnar Tlioroddsen og hans með- reiðarmenn reyna að konta ár Guiinars fyrir borð i ölluin þeim félögum og samtökum, þar sein hugsanlegt cr að skjóla fæti milli stafs og hurð- ar. Aðalfundir hverfasamtaka Sjálfstæðisflokksins i Keykja- vík liafa vcrið haldnir i þessari viku.!) talsins og hinn 10. mun verða á næstunni. Á þessum l'undum hafa Gunnar og hans nienn sýnt ótrúlcgan styrk- leika og fcngið sina fulltrúa kosna til álirifa. Eru þcir nú ófáir formenn liverfasamtaka Sjálfstæðisflokksins i Kcykja- vik, seni eru eindregnir Gunn- arsmenn og vinna ötullcga að uiidirbúningi þess að hann verði kjörinn i forystu Sjálf- stæðisflokksins og af sama kappi vinna þeir auðvitað gegn Geir llallgrimssyni, hin- um „vinsæla foringja Sjálf- stæðisflokksmanna i Kcykja- vik". Mhl. Iiefur ekki enn birt fréttir af aðalfundarstörfum i liverfasamtökum flokksins i Keykjavik og þegar þær koma geta mcnn séð, hve Gunnar liefur orðið vcl ágengt. Hvenær kemur, kæri minn? Og það eru aðrar fréttir af flokksstarfinu, scm ckki liafa birzt i Mhl. cnnþá (miðvd.) og liafa þó jafnan áður komið með fyrstu skipun i Mbl. Fyrir nærri II) döguin var haldinn aðalfundur Ilcimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna i Kcykjavik. Fréttir af aðal- l'unduin Ileimdallar hafa jafn- an komið daginn eftir fundinn i Mhl. Nú þykir ekki taka þvi að l'lýta l'réttaflutningnum og það verður sennilega eitthvað niinna liaft umlcikis þegar þær frétlir loks berast i þvi hlaði én slundum hefur áður verið, þegar skýrt liefur vcrið l'rá nýjum formanni i llcim- dalli mcð pompi og prakt og mikliim uppslætti með mynd i Mhl. Það var nefnilega eindreg- inn Gunnarsmaður sem kjör- inn var formaður Ileimdallar að þessu sinni. Heitir sá Skúli Sigurðsson, skrifstofumaður hjá Húsnæðismálastjórn. Ein- d r e g i n n s t u ð n i n g s m a ð u r Gunnars og bróðir Sigfinns Sigurðssonar fyrrverandi borgarhagfræðings, sem einn- ig styður Gunnar gegn Geir. Og foringjaátökin i Sjálf- stæðisflokknum komu einnig fram i gær á Hótel Sögu, þar sem þing Alþýðusambandsins stcndur. Stjórnmálaflokkarnir hafa jafnan boðið þeim þingfulltrú- um á ASÍ-þingi, sem þeir telja yfirlýsta stuðningsnienn við- komandi flokks, til snæðings og skrafs og ráðagerða. i Grillinu á Hótel Sögu i gær var hins vegar komin upp nýtt fyrirkomulag á þetta boð hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.